Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 964, 152. löggjafarþing 584. mál: barnaverndarlög (frestun framkvæmdar).
Lög nr. 20 4. maí 2022.

Lög um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (frestun framkvæmdar).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði 2. mgr. 10. gr., 11. gr., 12. gr., 1. og 2. mgr. 13. gr., 14. gr. og 49. gr., sem fjalla um barnaverndarþjónustu og umdæmisráð barnaverndar, koma til framkvæmda 1. janúar 2023.
     Barnaverndarnefndir sem eru starfandi við gildistöku laga þessara halda umboði sínu til 1. janúar 2023. Geti barnaverndarnefnd ekki starfað áfram eftir sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 skal sveitarstjórn kjósa nýja barnaverndarnefnd sem starfar tímabundið til 1. janúar 2023. Um svæðisbundið samstarf um barnaverndarnefndir og heimild sveitarstjórnar til að fela félagsmálanefnd störf barnaverndarnefndar gilda sömu reglur og giltu um barnaverndarnefndir fyrir gildistöku laga nr. 107/2021. Sama á við um ákvarðanir barnaverndarnefnda, starfsemi þeirra og skipan, þ.m.t. kjörgengi, sjálfstæði, starfslið, framsal ákvörðunarvalds frá nefndinni og málsmeðferð. Ákvæði 50. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gilda ekki um barnaverndarnefndir samkvæmt þessu ákvæði.
     Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. fara með verkefni sem barnaverndarþjónustu og umdæmisráðum barnaverndar eru falin í 2. mgr. 3. gr., 6. gr., b- og d-lið 2. mgr. og c-lið 3. mgr. 7. gr., 1. og 3. mgr. 10. gr., 3. mgr. 13. gr., 15. gr., 16. gr., 17. gr., 18. gr., 19. gr., 21. gr., 22. gr., 22. gr. a, 23. gr., 23. gr. a, 24. gr., 25. gr., 4. mgr. 26. gr., 30. gr., 31. gr., 32. gr., 33. gr., 34. gr., 36. gr., 37. gr., 38. gr., 39. gr., 40. gr., 41. gr., 42. gr., 43. gr., 44. gr., 45. gr., 46. gr., 47. gr., 50. gr., 52. gr., 56. gr., 62. gr., 63. gr., 65. gr., 66. gr., 67. gr., 67. gr. a, 67. gr. b, 68. gr., 70. gr., 72. gr., 73. gr., 74. gr., 77. gr., 80. gr., 81. gr., 84. gr., 85. gr., 86. gr., 87. gr., 88. gr., 89. gr., 89. gr. b, 90. gr., 93. gr., 95. gr., 96. gr., 97. gr. og ákvæði til bráðabirgða I til 1. janúar 2023.
     Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. úrskurða um ráðstafanir skv. 1. mgr. 26. gr., 27. gr., 74. gr. og 81. gr. og taka ákvarðanir um málshöfðun skv. 28. og 29. gr. til 1. janúar 2023. Úrskurðir og ákvarðanir barnaverndarnefnda sem kveðnir eru upp fyrir 1. janúar 2023 samkvæmt þessum greinum koma í stað úrskurða umdæmisráðs barnaverndar.
     Barnaverndarnefndir skv. 2. mgr. fara með verkefni sem eru falin barnaverndarþjónustu í lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, barnalögum, nr. 76/2003, lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020, lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, lögum um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019, lögum um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018, lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011, lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, tollalögum, nr. 88/2005, lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna, nr. 55/1996, lögum um útlendinga, nr. 80/2016, og lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, til 1. janúar 2023.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. apríl 2022.