Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 550, 127. löggjafarþing 114. mál: tekjuskattur og eignarskattur o.fl. (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.).
Lög nr. 133 21. desember 2001.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, og lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „Hlutafélögum“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: samlagshlutafélögum.
 2. Í stað orðsins „Sameignarfélögum“ í 1. málsl. 3. tölul. 1. mgr. kemur: Samlagsfélögum og sameignarfélögum.
 3. Í stað orðsins „sameignarfélag“ í 3. málsl. 3. tölul. 1. mgr. kemur: samlagsfélag eða sameignarfélag.
 4. Í stað orðsins „sameignarfélags“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: samlagsfélags eða sameignarfélags.
 5. 4. málsl. 2. mgr. fellur brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 7. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 2. mgr. 1. tölul. orðast svo: Sama gildir um vinnu við atvinnurekstur eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum og einnig um vinnu manns við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann er ráðandi aðili vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.
 2. Við 1. tölul. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Til tekna sem laun teljast og lán til starfsmanna sem óheimil eru samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.
 4. Við 4. tölul. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Til skattskyldra gjafa teljast lán til hluthafa og stjórnarmanna sem eru óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „hlutareiganda“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: með takmarkaða eða ótakmarkaða ábyrgð.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Úthlutun verðmæta skv. 1. mgr. til hluthafa eða hlutareiganda sem jafnframt er starfsmaður félags, eða tengds félags, telst vera laun skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr. ef hún er óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög eða lögum um einkahlutafélög. Ef úthlutun til annarra en starfsmanna er óheimil samkvæmt lögum um hlutafélög eða lögum um einkahlutafélög skal skattleggja úthlutunina sem tekjur skv. 4. tölul. A-liðar 7. gr. Ef slík úthlutun á sér stað til sameignarfélags, þar sem einn sameigenda er hluthafi, stjórnarmaður eða starfsmaður félagsins sem úthlutar verðmætum, skal úthlutunin teljast til tekna hjá honum skv. 1. tölul. A-liðar 7. gr.
 4. Á eftir orðinu „hlutafélagi“ í 2. mgr. kemur: eða samlagshlutafélagi.
 5. Á eftir orðinu „félagi“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: sem um ræðir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr.
 6. 3. málsl. 3. mgr. orðast svo: Hafi aðili eignast hlutabréfin fyrir árslok 1996 er honum heimilt að miða við upphaflegt kaupverð hlutabréfanna þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 1996, eða jöfnunarverðmæti hlutabréfanna, sbr. 3. mgr. 17. gr., sé það hærra.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Söluhagnaður eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, að teknu tilliti til fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar eftir því sem nánar er ákveðið í 11.–27. gr.
 3. Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 4.      Við ákvörðun söluhagnaðar af fyrnanlegum eignum sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001 skal stofnverð ákvarðast í samræmi við endurmat þessara eigna og fengnar fyrningar við framtalsgerð á árinu 2002. Sama gildir um stofnverð ófyrnanlegra eigna sem notaðar eru í atvinnurekstri og eigna sem ekki hafa verið teknar í notkun í lok reikningsársins 2001, sbr. 33. gr.
       Við ákvörðun söluhagnaðar af ófyrnanlegum eignum sem einstaklingur hefur eignast fyrir árslok 2001 og ekki eru tengdar atvinnurekstri hans skal stofnverð þeirra hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001.


5. gr.

     Orðin „þegar stofnverð og fyrningar hefur verið hækkað eða lækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli eftir ákvæðum 26. gr., sbr. einnig 36. gr.“ í 2. mgr. 11. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     12. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     2. mgr. 13. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra annars vegar og stofnverði þeirra að frádregnum áður fengnum niðurfærslum skv. 31. gr. A og söluhagnaði, sbr. 4. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 10. gr., hins vegar. Ef skattaðili hefur eignast hina seldu eign fyrir árslok 1978 er honum heimilt að nota gildandi fasteignamat í árslok 1979 í stað stofnverðs. Frá fasteignamati leigulóðar í þessu sambandi skal draga afgjaldskvaðarverðmæti, sbr. 2. mgr. 1. tölul. 74. gr.
 3. Orðin „framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr.“ í 1. málsl. 4. mgr. falla brott.
 4. Orðin „framreiknaður skv. 2. mgr. 13. gr.“ í 4. málsl. 4. mgr. falla brott.
 5. 2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Hagnaður af sölu telst mismunur á söluverði og kaupverði eftir að frá því hafa verið dregnar fengnar fyrningar og niðurfærsla skv. 6. mgr.
 6. Orðin „framreiknaður samkvæmt ákvæðum 26. gr. til þess árs þegar hann er tekjufærður“ í 3. málsl. 6. mgr. falla brott.


9. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, sbr. 4. mgr. 10. gr.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Orðin „framreiknaður skv. 2. mgr. 13. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. og orðið „framreiknaður“ í 4. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. 3. mgr. orðast svo:
 3.      Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis telst mismunur á söluverði og stofnverði að frádregnum áður fengnum söluhagnaði, sbr. 2. mgr. þessarar greinar og 4. mgr. 10. gr.
 4. 2. málsl. 4. mgr. fellur brott.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Þó skal kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, í árslok 2001 ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      Við sölu á hlutabréfum, sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 1996, skal skattskyldur söluhagnaður vera söluverð þeirra að frádregnu jöfnunarverðmæti, sbr. 3. mgr., eða upphaflegu kaupverði hlutabréfanna þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 1996 ef það er hærra. Þó skal kaupverð hlutabréfa í eigu rekstraraðila, þar með talið einstaklinga, í árslok 1996 ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þeirra eða jöfnunarverðmæti þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001, enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstrinum.
 4. Orðin „annarra en eigin bréfa“ í 1. málsl. 5. mgr. falla brott.
 5. 6. málsl. 5. mgr. fellur brott.
 6. 3. málsl. 7. mgr. orðast svo: Kaupverð hlutabréfa sem rekstraraðili hefur fengið afhent sem stofnfjáreigandi skal þó ákvarðað sem kaupverð samkvæmt framangreindu þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli frá árslokum 1996 til ársloka 2001, enda hafi hlutabréfin verið eignfærð í atvinnurekstrinum.


12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. Orðin „þegar kaupverð og eigin úttekt hefur verið hækkað eða lækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli eftir ákvæðum 26. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 2. Orðin „en að undanskildum 65% af fjárfestingarsjóði, sbr. 11. tölul. 31. gr.“ í 3. málsl. 2. mgr. falla brott.
 3. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Þó skal hagnaður af sölu eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum sem seljandi hefur eignast fyrir árslok 2001 ákvarðast sem hlutur hans í eigin fé félagsins í byrjun árs 2001 eða sem raunverulegt kaupverð að frádreginni eigin úttekt, sé það hærra, þegar kaupverð og eigin úttekt hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingarstuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001.


13. gr.

     Orðin „án tillits til verðbreytinga, sbr. 26. gr.“ í 20. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     2. mgr. 21. gr. laganna fellur brott.

15. gr.

     26. gr. laganna fellur brott.

16. gr.

     2. mgr. 27. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
 1. Orðið „framreiknaðs“ í 4. tölul. fellur brott.
 2. 5. tölul. orðast svo: Framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þó skal telja framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda til skattskyldra tekna ef iðgjaldagreiðslur frá launagreiðanda eða sjálfstætt starfandi manni, að viðbættum áður áunnum lífeyrisréttindum og framtíðarlífeyrisréttindum, skapa réttindi til greiðslu ellilífeyris umfram þau meðallaun sem greitt hefur verið af síðustu fimm ár miðað við að ellilífeyrir sé tekinn með jöfnum greiðslum frá 65 ára aldri.
 3.      Við mat á áunnum réttindum skal leggja saman áunnin réttindi í tryggingadeildum lífeyrissjóða samkvæmt samþykktum hvers og eins lífeyrissjóðs miðað við að taka lífeyris hefjist við 65 ára aldur. Einnig skal leggja saman áunnin réttindi í séreign og þau umreiknuð miðað við útgreiðslu lífeyris með jöfnum greiðslum í 17 ár frá 65 ára aldri.
       Við mat á framtíðarréttindum til ellilífeyris skal miðað við að áfram sé greitt í tryggingadeild lífeyrissjóðs til 65 ára aldurs 10% iðgjald af meðallaunum síðustu fimm ára og að greiðslurnar myndi lífeyrisréttindi sem nema 1,2% af fyrrgreindum meðallaunum fyrir hvert ár. Við útreikning áunninna réttinda í séreign skal miða við 3,5% vexti.
       Hafi í kjarasamningum verið samið um iðgjald í lífeyrissjóð eða til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða það bundið í lögum skal það aldrei teljast til skattskyldra tekna.
       Ráðherra getur með reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd þessa töluliðar, þ.m.t. um hvaða upplýsingar unnt er að krefja launagreiðendur, sjálfstætt starfandi einstaklinga og launþega vegna framkvæmdar ákvæðisins.
 4. Í stað orðanna „barnabótaauki, vaxtabætur og húsnæðisbætur“ í 7. tölul. kemur: og vaxtabætur.
 5. 8. tölul. orðast svo: Matshækkun búfjár skv. 2. tölul. 74. gr., enda kemur matslækkun ekki til frádráttar tekjum.
 6. Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Húsaleigubætur, sbr. lög nr. 138/1997.


18. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 30. gr. laganna fellur brott.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. Á eftir 3. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Niðurfærslu vörubirgða í lok reikningsárs um allt að 5% af matsverði, sbr. 4. tölul. 74. gr.
 2. Orðin „framreiknaðar samkvæmt ákvæðum 26. gr.“ í 7. tölul. falla brott.
 3. Í stað 2. málsl. 8. tölul. koma þrír nýir málsliðir sem orðast svo: Ákvæði 1. málsl. skal einnig taka til arðs frá hlutafélögum sem skráð eru erlendis ef það félag sem arðinn fær sýnir fram á að hagnaður hins erlenda félags hafi verið skattlagður með sambærilegum hætti og gert er hér á landi. Frádráttur samkvæmt þessari málsgrein er bundinn því skilyrði að það skatthlutfall sem lagt er á hagnað hins erlenda félags sé eigi lægra en almennt skatthlutfall í einhverju aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD). Fjármálaráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis.


20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
 1. Orðin „að teknu tilliti til verðbreytinga skv. 36. gr.“ í 2. mgr. falla brott.
 2. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Fyrningargrunnur eigna, sem skattaðili hefur eignast fyrir lok reikningsársins 2001, og fengnar fyrningar þeirra ákvarðast í samræmi við endurmat stofnverðs við framtalsgerð á árinu 2002.


21. gr.

     36. gr. laganna fellur brott.

22. gr.

     37. gr. laganna fellur brott.

23. gr.

     41. gr. laganna orðast svo:
     Þegar kostnaðarverð einstakra eigna eða eignasamstæðna er undir 250.000 kr. er heimilt að færa það að fullu til gjalda á því ári þegar þeirra er aflað.

24. gr.

     44. gr. laganna fellur brott.

25. gr.

     53. gr. laganna fellur brott.

26. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „7. tölul. 31. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 57. gr. A laganna kemur: 8. tölul. 31. gr.

27. gr.

     Á eftir 57. gr. B laganna kemur ný grein, 57. gr. C, svohljóðandi:
Yfirfærsla einstaklingsrekstrar í einkahlutafélag.
     Stofni einstaklingur í atvinnurekstri einkahlutafélag sem tekur við öllum eignum og skuldum atvinnurekstrarins og hefur með höndum sams konar rekstur eða starfsemi skal sú yfirfærsla ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir eigandann eða félagið, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
 1. Eigandi rekstrarins skal bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi, sbr. 1. gr.
 2. Félagið er tekur við rekstrinum skal skráð hér á landi og bera ótakmarkaða skattskyldu, sbr. 2. gr.
 3. Við yfirfærsluna fær eigandi rekstrarins eingöngu hluti í félaginu sem gagngjald fyrir yfirfærðar eignir og skuldir rekstrarins.
 4. Tilkynningu til hlutafélagaskrár um stofnun félagsins skal auk þeirra upplýsinga sem krafist er samkvæmt lögum um einkahlutafélög fylgja efnahagsreikningur einstaklingsrekstrarins sem jafnframt skal vera stofnefnahagsreikningur einkahlutafélagsins. Efnahagsreikninginn skal miða við 31. desember og má hann ekki vera eldri en fjögurra mánaða við stofnun einkahlutafélagsins og skal hann endurskoðaður af endurskoðanda og áritaður án fyrirvara. Jafnframt skal endurskoðandi staðfesta að hagur fyrirtækisins hafi ekki rýrnað vegna úttektar eiganda frá þeim tíma sem yfirfærslan skal miðuð við og fram að stofnun félagsins. Í skattalegu tilliti telst einkahlutafélagið yfirtaka rekstur og efnahag frá dagsetningu efnahagsreiknings. Stofnefnahagsreikningur ásamt yfirlýsingu um yfirfærslu einstaklingsrekstrar yfir í einkahlutafélag skal enn fremur fylgja fyrsta skattframtali félagsins.

     Við yfirfærsluna skal félagið taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum rekstrarins, þ.m.t. eftirstöðvum rekstrartapa frá fyrri árum, enda séu skilyrði 8. tölul. 31. gr. uppfyllt. Þó ber sá sem stundaði reksturinn ótakmarkaða ábyrgð á greiðslu þeirra opinberu gjalda sem varða reksturinn fyrir yfirfærslu hans. Eignir og skuldir skulu yfirfærast á bókfærðu verði. Stofnverð gagngjalds hluta í einkahlutafélaginu, sbr. c-lið 1. mgr., ákvarðast jafnt bókfærðu eigin fé í efnahagsreikningi sem stofnefnahagsreikningur miðast við.

28. gr.

     Í stað 1. mgr. 59. gr. laganna koma fjórar nýjar málsgreinar sem orðast svo:
     Endurgjald fyrir vinnu manns, sem reikna skal sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., skal eigi vera lægra en launatekjur hans hefðu orðið ef unnið hefði verið fyrir ótengdan eða óskyldan aðila. Sama gildir um endurgjald fyrir starf maka manns, barns hans innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, venslamanns hans eða nákomins ættingja. Ríkisskattstjóri setur árlega við upphaf tekjuárs reglur um reiknað endurgjald. Við ákvörðun lágmarks endurgjalds skal höfð hliðsjón af raunverulegum tekjum fyrir sambærileg störf.
     Færi maður sér til tekna á framtali lægra endurgjald en áskilið er í reglum ríkisskattstjóra, sbr. 1. mgr., skal skattstjóri hækka endurgjaldið, óháð ákvörðun á staðgreiðsluári, enda hafi framteljandi ekki lagt fram fullnægjandi gögn og rökstuðning með skattframtali sem honum ber að gera ótilkvaddur. Skattstjóra er heimilt að fallast á lægra endurgjald en viðmiðunarreglur ríkisskattstjóra kveða á um, enda liggi fyrir viðhlítandi gögn og rökstuðningur framteljanda og eftir atvikum launagreiðanda sem réttlætt getur slíka ákvörðun. Framteljandi skal m.a. láta í té upplýsingar um umfang og eðli starfs og starfsemi, afkomu rekstrarins, fjármagn bundið í rekstri og upplýsingar um útselda vinnu eftir því sem það á við.
     Ákvörðun skattstjóra um hækkun á reiknuðu endurgjaldi manns með eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi má ekki mynda tap umfram það sem nemur samanlögðum almennum fyrningum skv. 38. gr. Skattstjóri skal við ákvörðun reiknaðs endurgjalds elli- og örorkulífeyrisþega við eigin atvinnurekstur gæta þess að tap myndist ekki við það í rekstrinum.
     Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um starf á vegum lögaðila eftir því sem við getur átt, enda vinni maður við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar eða venslamenn hafa ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar.

29. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „7. tölul. 1. mgr. 31. gr.“ í 3. mgr. 3. tölul. 62. gr. laganna kemur: 8. tölul. 1. mgr. 31. gr.

30. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „26,08“ í 1. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: 25,75.

31. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „20“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. tölul. kemur: 15.
 2. Í stað hlutfallstölunnar „13“ í 2. mgr. 2. tölul. kemur: 10.


32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „30“ í 1. mgr. kemur: 18.
 2. Á eftir orðinu „sameignarfélaga“ í 2. mgr. kemur: og samlagsfélaga.
 3. Í stað hlutfallstölunnar „38“ í 2. mgr. kemur: 26.


33. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 74. gr. laganna:
 1. Orðin „og að teknu tilliti til verðbreytinga samkvæmt ákvæðum 26. gr.“ í 2. málsl. 1. tölul. falla brott.
 2. Orðin „og að teknu tilliti til endurmats samkvæmt bráðabirgðaákvæði IV og verðbreytinga eftir árið 1979 skv. 26. gr.“ í 1. mgr. 3. tölul. falla brott.
 3. Orðin „án endurmats“ í 2. mgr. 3. tölul. falla brott.
 4. Við 4. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skal heimilt að draga allt að 5% frá þannig reiknuðu matsverði.
 5. Orðin „eftir að stofnverð, fyrningar og niðurfærslur hafa verið hækkaðar eða lækkaðar í samræmi við ákvæði 26. gr.“ í 8. tölul. falla brott.


34. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 78. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „Byggingarsjóði ríkisins“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og Íbúðalánasjóði.
 2. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambærileg verðbréf gefin út af öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.


35. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „3.651.749“ á tveimur stöðum í greininni kemur: 4.720.000.
 2. Í stað hlutfallstölunnar „1,2“ kemur: 0,6.


36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
 1. Í stað hlutfallstölunnar „1,2“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: 0,6.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „3.651.749“ í 2. og 3. mgr. kemur: 4.720.000.


37. gr.

     Í stað orðanna „skriflega rökstudda kæru“ í 1. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna kemur: rökstudda kæru, skriflega eða rafræna, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

38. gr.

     Á eftir 105. gr. laganna kemur ný grein, 105. gr. A, svohljóðandi:
Áætlanagerð og hagrannsóknir.
     Fjármálaráðherra getur óskað eftir skýrslum frá skattstjórum, ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra, í því formi er hann ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða áætlanagerð og hagrannsóknir fjármálaráðuneytisins.

39. gr.

     Við 4. mgr. 117. gr. laganna bætast sex nýir málsliðir, svohljóðandi: Til að mæta þeim kostnaði sem fjármálaráðherra hefur af gerð bindandi álita skal greiða gjald er miðast við þá vinnu sem hann hefur af gerð álits í hverju tilviki. Þegar beiðni um álit er lögð fram skal greiða grunngjald að fjárhæð 50.000 kr. Viðbótargjald sem miðast við umfang máls skal greiða áður en fjármálaráðherra lætur álitið uppi. Um fjárhæð viðbótargjaldsins fer eftir gjaldskrá sem fjármálaráðherra setur. Ráðherra getur ákveðið, í þeim tilvikum þegar máli hefur verið vísað frá eða beiðni er dregin til baka, að endurgreiða gjald samkvæmt þessari málsgrein. Ákvörðun um fjárhæð gjalds samkvæmt þessari málsgrein er hvorki hægt að bera undir yfirskattanefnd né dómstóla.

40. gr.

     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út með samfelldri greinatölu og kaflanúmerum svo breytt.

41. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
 1. Ákvæði til bráðabirgða XLI, sbr. ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 149/2000, orðast svo:
 2.      Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2001 skal árið 2002 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
       Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 3.865.000 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 7.730.000 kr. skal reikna sérstakan 7% tekjuskatt.
       Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 3.865.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 3.865.000 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
       Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
 3. Við bætast fimm ný ákvæði, svohljóðandi:
 4. A. (I.)
  1.      Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna árið 2002 skal árið 2003 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
        Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 3.980.000 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 7.960.000 kr. skal reikna sérstakan 7% tekjuskatt.
        Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 3.980.000 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 3.980.000 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
        Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
        Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 2003 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst 2002 til desember 2002. Fyrirframgreiðslan skal vera 7% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2002 vegna tekna á árinu 2001 umfram 3.980.000 kr. hjá einstaklingi og umfram 7.960.000 kr. hjá hjónum.
        Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst 2002 til og með desember 2002. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
        Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
        Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
        Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal bæta 2,5% álagi við mismuninn.
        Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.
 5. B. (II.)
  1.      Við framtalsgerð á árinu 2003 skal leysa upp endurmatsreikning sem myndaður hefur verið skv. 37. gr. gildandi laga og færa með öðru eigin fé.
 6. C. (III.)
  1.      Heimilt er að færa til frádráttar rekstrartekjum eftirstöðvar rekstrartapa áranna 1994 til og með 2001 í samræmi við ákvæði 8. tölul. 31. gr., eftir að eftirstöðvarnar hafa verið framreiknaðar samkvæmt verðbreytingarstuðlum fyrir hvert ár til ársloka 2001.
 7. D. (IV.)
  1.      Aðilar sem fengið hafa frestun skattlagningar söluhagnaðar skv. 2. mgr. 13. gr., 4. mgr. 14. gr., 2. mgr. 16. gr., 5. mgr. 17. gr. eða 2. mgr. 27. gr. fyrir gildistöku laga þessara skulu hækka söluhagnaðinn eða eftirstöðvar hans samkvæmt verðbreytingarstuðlum fyrir hvert ár til ársloka 2001.
 8. E. (V.)
  1.      Hækka skal fjárhæðir sem um ræðir í B-lið 69. gr. og 78. gr. sem hér segir:
   1. 1. janúar 2002 skulu umræddar fjárhæðir hækka um 3% og kemur breytingin til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2002 og fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári.
   2. 1. janúar 2003 skulu umræddar fjárhæðir hækka um 2,75% og kemur breytingin til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2003 og fyrirframgreiðslu vaxtabóta á því ári.II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, með síðari breytingum.

42. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „5.277.058“ í a-lið 3. gr. laganna kemur: 6.332.500.

43. gr.

     2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Lögin falla úr gildi 31. desember 2002.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

44. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „4,34“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: 5,11.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.

45. gr.

     Við 2. tölul. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama á við um mann, maka hans eða barn sem skal reikna sér endurgjald vegna atvinnurekstrar eða starfsemi sem rekin er í sameign með öðrum eða á vegum þeirra aðila sem um ræðir í 2. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

46. gr.

     2. tölul. 5. gr. laganna orðast svo: Endurgjald manns, maka hans og barns vegna vinnu við eigin atvinnurekstur, sjálfstæða starfsemi eða hjá lögaðila skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt.

47. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Manni sem ber að reikna sér endurgjald, sbr. 2. tölul. 4. gr., ber að tilkynna skattstjóra um áætlaðar tekjur sínar á staðgreiðsluárinu í samræmi við reglur ríkisskattstjóra um reiknað endurgjald, sbr. 59. gr. laga nr. 75/1981, fyrir 20. janúar ár hvert á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Launagreiðandi sem hefur í þjónustu sinni starfsmann sem ákveða skal endurgjald fyrir skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 skal við staðgreiðslu reikna honum endurgjald í samræmi við reglur ríkisskattstjóra, sbr. 59. gr. sömu laga.
     Telji skattstjóri að endurgjald, sbr. 2. tölul. 4. gr. og 2. tölul. 5. gr., á staðgreiðsluári sé lægra en samræmist reglum ríkisskattstjóra skv. 59. gr. laga nr. 75/1981 skal hann ákvarða endurgjaldið í samræmi við þær reglur. Þó má skattstjóri víkja frá lágmarki endurgjalds samkvæmt reglum ríkisskattstjóra við ákvörðun sína á grundvelli skriflegra skýringa og nauðsynlegra gagna.

48. gr.

     Við 2. mgr. 20. gr. laganna bætist nýr málsliður er verður 3. málsl., svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að setja reglur um rafræn skýrslu- og greiðsluskil vegna staðgreiðslu opinberra gjalda.

49. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „4. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt“ í 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: 5. mgr. 101. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum.

50. gr.

     Í stað orðanna „framreiknuðu kostnaðarverði“ í 2. málsl. 23. gr. laganna kemur: hækkuðu bókfærðu verði.

51. gr.

     25. gr. laganna orðast svo:
     Ef raunvirði fastafjármuna er talið verulega hærra en kostnaðarverð eða framreiknað kostnaðarverð þeirra af ástæðum sem taldar eru varanlegar er heimilt að hækka bókfært verð þeirra í ársreikningi.
     Matsbreytingar skv. 1. mgr. skal færa á sérstakan endurmatsreikning meðal eigin fjár.
     Endurmatsreikning, sem myndaður er skv. 2. mgr., má aðeins leysa upp ef hin endurmetna eign er seld, tekin úr notkun eða fullafskrifuð, svo og ef forsendur fyrir endurmatinu eru ekki lengur fyrir hendi.
     Hreyfingar á endurmatsreikningi á reikningsárinu skal sundurliða í skýringum.
     Ef beitt er ákvæðum 1. mgr. skal í skýringum gera nákvæma grein fyrir þeim aðferðum sem viðhafðar eru.

52. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 80. gr. laganna orðast svo: Birta skal reglur reikningsskilaráðs í B-deild Stjórnartíðinda.

53. gr.

     Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
 1. (I.)
 2.      Við fyrstu reikningsskil eftir gildistöku laga þessara skal leysa upp endurmatsreikning sem myndaður hefur verið skv. a-lið 1. mgr. 25. gr. og færa með öðru óráðstöfuðu eigin fé félagsins.
 3. (II.)
 4.      Félögum skv. 1. mgr. 1. gr. er heimilt að taka tillit til áhrifa almennra verðlagsbreytinga við gerð ársreikninga vegna reikningsára sem hefjast á árunum 2002 og 2003 í samræmi við a-lið 1. mgr. 25. gr., sbr. 3. mgr. sömu greinar fyrir gildistöku laga þessara.


VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.

54. gr.

     30. gr. laganna fellur brott.

55. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Við fyrstu reikningsskil eftir gildistöku laga þessara skal leysa upp endurmatsreikning sem myndaður hefur verið skv. 30. gr. og færa með öðru óráðstöfuðu eigin fé efnahagsreiknings.

VII. KAFLI
Gildistaka laganna.

56. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2002 og koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2003. Þó skulu ákvæði 1. gr., a-, b- og c-liðir 3. gr., b- og c-liðir 17. gr., c-liður 19. gr., 34. gr., a- liður 35. gr., b-liður 36. gr., 37. gr., 38. gr., 39. gr., 40. gr., a-liður 41. gr., 42. gr. og 52. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu á árinu 2002. Ákvæði 44. gr. öðlast gildi 1. janúar 2003 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á því ári og álagningu á árinu 2004.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2001.