Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 623, 127. löggjafarþing 348. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002 (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 148 21. desember 2001.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002.


Um breytingu á lögum nr. 83/1989, um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.

1. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 3.–6. gr. þeirra, skulu tekjur af sérstökum eignarskatti umfram 335 m.kr. renna í ríkissjóð á árinu 2002.

Um breytingu á lögum nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingu.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 140/1996:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „6.000“ í 3. málsl. kemur: 8.500.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „25.000“ í 7. málsl. kemur: 50.000.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „12.500“ í 7. málsl. kemur: 25.000.


Um breytingu á lögum nr. 137/1997, um Kennaraháskóla Íslands.

3. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „25.000“ í 3. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: 32.500.

Um breytingu á lögum nr. 40/1999, um Háskólann á Akureyri.

4. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „25.000“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: 32.500.

Um breytingu á lögum nr. 41/1999, um Háskóla Íslands.

5. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „25.000“ í 1. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: 32.500.

Um breytingu á lögum nr. 33/2000, um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingu.

6. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „462“ í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 125/2001, kemur: 593.

Um breytingu á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingu.

7. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 124/1997, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla Íslands vera 566 kr. á mánuði árið 2002 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

Um breytingu á lögum nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, með síðari breytingu.

8. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 39. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 124/1997, skal gjald sem rennur til kirkjugarða landsins vera 232 kr. á mánuði árið 2002 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

Um breytingu á lögum nr. 97/1990, um heilbrigðisþjónustu.

9. gr.

     8. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna fellur brott.

Um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingu.

10. gr.

     2. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 151/1998, orðast svo:
     Bifreiðagjald á hverju gjaldtímabili er 6,60 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar allt að 1.000 kg, 8,90 kr. fyrir hvert kg af eigin þyngd bifreiðar umfram það að 3.000 kg, en 2.200 kr. af hverju byrjuðu tonni af eigin þyngd bifreiðar umfram það. Þó skal gjaldið ekki vera lægra en 3.300 kr. og ekki hærra en 39.800 kr. á hverju gjaldtímabili.

Um breytingu á lögum nr. 60/1998, um loftferðir, með síðari breytingu.

11. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 71. gr. b laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 74/2000:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „125“ kemur: 300.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „65“ kemur: 150.


12. gr.

     Lög þessi taka gildi 1. janúar 2002.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2001.