Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1335, 127. löggjafarþing 494. mál: almenn hegningarlög og lögreglulög (sendierindrekar, grímubann, starfslok lögreglumanna o.fl.).
Lög nr. 56 6. maí 2002.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum og lögreglulögum.


I. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

1. gr.

     Við 95. gr. laganna, sbr. lög nr. 47/1941, 101/1976 og 82/1998, bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.

II. KAFLI
Breyting á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ef uggvænt þykir að óspektir verði á mótmælafundi, í kröfugöngu eða á annarri slíkri samkomu á opinberum stað er lögreglu heimilt að banna að maður breyti andliti sínu eða hylji það eða hluta þess með grímu, hettu, málningu eða öðru þess háttar sem er til þess fallið að koma í veg fyrir að kennsl verði borin á hann.
  3. Í stað orðanna „skv. 2. mgr.“ í 3. mgr., sem verður 4. mgr., kemur: skv. 2. og 3. mgr.


3. gr.

     Á eftir 29. gr. laganna kemur ný grein, 29. gr. a, svohljóðandi:
Starfslokaaldur.
     Lögreglumenn skulu leystir frá embætti þegar þeir eru orðnir fullra 65 ára eða fyrr, eftir því sem dómsmálaráðherra ákveður með reglugerð.

4. gr.

     Heiti IV. kafla laganna verður: Um veitingu starfa í lögreglu og starfslok.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna, sbr. lög nr. 49/2000:
  1. A-liður 2. mgr. hljóðar svo: vera íslenskir ríkisborgarar, 20–35 ára, en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, b-liður, sem hljóðar svo: hafa ekki gerst brotleg við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið.
  3. Við 1. málsl. 3. mgr. bætist: og eru ákvarðanir hennar um val nema endanlegar.


6. gr.

     Í stað orðanna „a-, b- og c-liða 2. mgr. 38. gr. laganna“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: a-, b-, c- og d-liðum 2. mgr. 38. gr. laganna.

7. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þeir sem náð hafa 63 ára aldri við gildistöku laga þessara en eru ekki orðnir 65 ára geta innan sex mánaða frá gildistöku laganna óskað eftir því að eldri reglur um starfslokaaldur gildi um þá. Nái þeir 65 ára aldri innan sex mánaða frá gildistöku laganna skulu þeir setja fram slíka ósk áður en þeim aldri er náð. Óski lögreglumaður eftir því að eldri reglur um starfslokaaldur gildi um hann skal hann senda bréflega tilkynningu þess efnis til embættis ríkislögreglustjóra.
     Þeim sem náð hafa 65 ára aldri við gildistöku laganna en eru ekki orðnir 70 ára skal veitt lausn frá embætti í síðasta lagi frá og með 1. maí 2003 nema þeir óski þess fyrir þann tíma að eldri reglur um starfslokaaldur gildi um þá. Skal þá senda bréflega tilkynningu þess efnis til embættis ríkislögreglustjóra.

8. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 2002.