Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1445, 132. löggjafarþing 340. mál: réttarstaða samkynhneigðra (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 65 14. júní 2006.

Lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun).


I. KAFLI
Breyting á lögum um lögheimili, nr. 21/1990.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Lokamálsliður 1. mgr. fellur brott.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Karl og kona sem eru samvistum og uppfylla, eftir því sem við á, skilyrði II. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993, geta fengið sambúð sína skráða í þjóðskrá. Sama gildir um fólk af sama kyni, sbr. 2. gr. laga um staðfesta samvist, nr. 87/1996. Fólk í skráðri sambúð á sama lögheimili og skal upphaf hennar miðað við þann dag er beiðni er lögð fram.


II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

2. gr.

     Á eftir orðunum „karl og konu“ í 3. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða tvo einstaklinga af sama kyni.

III. KAFLI
Breyting á lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991.

3. gr.

     Við 100. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúðarslit einstaklinga af sama kyni.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 2. mgr. 19. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

V. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993.

5. gr.

     Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 44. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um bótarétt einstaklinga af sama kyni í sambúð.

VI. KAFLI
Breyting á húsaleigulögum, nr. 36/1994.

6. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði í lögum þessum um hjón og maka eiga einnig við um karl og konu í óvígðri sambúð eða sambúð af öðru tagi sem staðið hefur samfleytt í eitt ár. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð karls og konu sem skráð er í þjóðskrá enda eigi þau barn saman, von á barni saman eða sambúðin hefur verið skráð í eitt ár samfellt hið skemmsta. Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997.

7. gr.

     Á eftir 2. málsl. 7. mgr. 17. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997.

8. gr.

     Á eftir 2. málsl. 3. mgr. 16. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, nr. 155/1998.

9. gr.

     Á eftir 2. málsl. 3. mgr. 12. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

X. KAFLI
Breyting á lögum um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum.

10. gr.

     Á eftir 2. málsl. 5. mgr. 11. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

11. gr.

     3. mgr. 62. gr. laganna orðast svo:
     Karl og kona í óvígðri sambúð eiga rétt á að telja fram og vera skattlögð sem hjón, sem samvistum eru, enda óski þau þess bæði skriflega við skattyfirvöld. Með óvígðri sambúð er átt við sambúð karls og konu sem skráð er í þjóðskrá enda eigi þau barn saman eða von á barni saman eða sambúðin hefur verið skráð í samfellt eitt ár hið skemmsta. Sama gildir um sambúð einstaklinga af sama kyni.

12. gr.

     Við 1. mgr. 80. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um framtal einstaklinga af sama kyni í sambúð sem óskað hafa samsköttunar.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004.

13. gr.

     3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. greiða engan erfðafjárskatt maki, einstaklingur í staðfestri samvist með arfleifanda og sambúðarmaki sem stofnað hefur til óvígðrar sambúðar við arfleifanda og tekur arf eftir hann samkvæmt erfðaskrá þar sem stöðu hans sem sambúðarmaka arfleifanda er ótvírætt getið.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um staðfesta samvist, nr. 87/1996, með síðari breytingum.

14. gr.

     Orðin „sem hefur fasta búsetu hér á landi“ í a-lið 2. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

15. gr.

     1. mgr. 6. gr. laganna fellur brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „Hjón eða karl og kona sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu bæði standa“ í 1. mgr. kemur: Hjón, einstaklingar í staðfestri samvist eða einstaklingar sem hafa verið í óvígðri sambúð í a.m.k. fimm ár skulu standa saman.
 2. Í stað orðanna „Öðru hjóna eða karli eða konu í óvígðri sambúð“ í 2. og 3. mgr. kemur: Öðru hjóna eða einstaklingi í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð.
 3. Í stað orðanna „sambúð karls og konu“ í 5. mgr. kemur: sambúð tveggja einstaklinga.


XV. KAFLI
Breyting á lögum um tæknifrjóvgun, nr. 55/1996.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. A-liður 1. mgr. orðast svo: konan, sem undirgengst aðgerðina, sé í hjúskap, staðfestri samvist eða óvígðri sambúð sem staðið hefur samfellt í þrjú ár hið skemmsta enda hafi báðir aðilar samþykkt aðgerðina skriflega og við votta.
 2. Á eftir a-lið kemur nýr stafliður, svohljóðandi: ætla megi að barninu sem til verður við aðgerðina verði tryggð þroskavænleg uppeldisskilyrði.
 3. Við d-lið 1. mgr. bætist: eða um sé að ræða konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu, sbr. a-lið.


18. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Tæknisæðingu með gjafasæði má því aðeins framkvæma að frjósemi karlsins sé skert, hann haldinn alvarlegum erfðasjúkdómi, aðrar læknisfræðilegar ástæður mæli með notkun gjafasæðis eða um sé að ræða konu sem er í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu, sbr. a-lið 1. mgr. 3. gr.

19. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Eingöngu skal heimilt að nota gjafakynfrumur við glasafrjóvgun ef frjósemi er skert, um er að ræða alvarlegan erfðasjúkdóm eða aðrar læknisfræðilegar ástæður mæla með notkun gjafakynfrumna. Sé um að ræða konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með annarri konu, sbr. a-lið 1. mgr. 3. gr., er þó ætíð heimilt að nota gjafasæði.

20. gr.

     2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     Geymsla fósturvísa er háð því skilyrði að karlmaður sá og kona, sem leggja kynfrumurnar til, eða konur í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð, veiti skriflegt samþykki fyrir geymslunni í samræmi við tilgang hennar, enda hafi þeim áður verið veittar upplýsingar um áhrif geymslunnar á fósturvísana og hin almennu skilyrði sem sett eru fyrir geymslu kynfrumna og fósturvísa í lögum þessum og reglum samkvæmt þeim.

21. gr.

     4. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
     Nú er hámarksgeymslutími fósturvísa ekki liðinn en karlmaður sá og kona, sem lögðu kynfrumurnar til, slíta hjúskap eða óvígðri sambúð eða konur í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð slíta henni, og skal þá eyða fósturvísunum. Sama gildir ef annar aðilinn andast nema um gjöf kynfrumna til notkunar við tæknifrjóvgun hafi verið að ræða.

XVI. KAFLI
Breyting á barnalögum, nr. 76/2003.

22. gr.

     Við síðari málslið 1. gr. laganna bætist: sbr. þó 2. mgr. 6. gr.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
 1. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um barn konu í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð sem getið er við tæknifrjóvgun samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun gilda ákvæði 2. mgr. 6. gr.
 2. Við fyrirsögn greinarinnar bætist: o.fl.


24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á samvistar- eða sambúðarmaka sínum samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun er kjörmóðir barns sem þannig er getið.
 3. Í stað „2. mgr.“ í 3. mgr. kemur: 3. mgr.
 4. Fyrirsögn greinarinnar verður: Foreldri barns við tæknifrjóvgun.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
 1. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um yfirlýsingu móður þegar 2. mgr. 6. gr. laganna á við.
 2. Fyrirsögn greinarinnar verður: Skráning barns í þjóðskrá.


26. gr.

     Heiti I. kafla laganna verður: Foreldrar barns.

27. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna bætist: eða kjörmóðir skv. 2. mgr. 6. gr.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
 1. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Hið sama á við að breyttu breytanda um kröfu um að viðurkennt verði að kona í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með móður teljist ekki kjörmóðir skv. 2. mgr. 6. gr.
 3. Við fyrirsögn greinarinnar bætist: o.fl.


29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „föður barns“ í 1. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.
 2. Á eftir orðinu „barnsföður“ í 2. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.
 3. Á eftir orðinu „mann“ í 3. mgr. kemur: eða kjörmóður skv. 2. mgr. 6. gr.


XVII. KAFLI
Breyting á erfðalögum, nr. 8/1962.

30. gr.

     3. tölul. 1. gr. laganna orðast svo: Foreldrar hvors foreldris arfleifanda um sig og börn þeirra.

31. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sömu reglur og kveðið er á um í 1. mgr. gilda að breyttu breytanda þegar foreldrar hvors foreldris arfláta eru af sama kyni.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, með síðari breytingum.

32. gr.

     Í stað orðanna „bæði við föður og móður“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: við báða foreldra.

33. gr.

     Í stað orðsins „konu“ í 2. mgr. og „Kona“ í 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: móður, og: Móðir.

34. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Umsóknin skal undirrituð af tilvonandi foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins.

35. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo: Umsóknin skal undirrituð af tilvonandi foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins.

XIX. KAFLI
Gildistaka.

36. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2006.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.