Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 616, 133. löggjafarþing 186. mál: flutningur verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta.
Lög nr. 143 15. desember 2006.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings verkefna frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til sýslumannsembætta.


I. KAFLI
Breyting á lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988, með síðari breytingu.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Lög þessi taka til sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt skipulagsskrá staðfestri af sýslumanni samkvæmt lögum þessum eða samkvæmt skipulagsskrá staðfestri af dómsmálaráðherra eða forseta Íslands eða konungi, sbr. þó 2. mgr. Dómsmálaráðherra ákveður hvaða sýslumaður fer með framkvæmd laga þessara.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til dómsmálaráðuneytis.


2. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. og 3. mgr. 2. gr., 1. og 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 4. gr., 5. gr. og í 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 6. gr. og orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 2. málsl. 7. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

II. KAFLI
Breyting á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, með síðari breytingum.

3. gr.

     86. gr. laganna orðast svo:
     Halda skal allsherjarskrá um kaupmála, sem skráðir hafa verið, hjá sýslumanni sem dóms- og kirkjumálaráðherra hefur falið að halda slíka skrá. Sýslumanni ber, þegar eftir að kaupmáli hefur verið skráður, að senda hlutaðeigandi sýslumanni tilkynningu um kaupmálann þar sem greina skal nöfn aðila, kennitölur þeirra og heimili og enn fremur viðtökudag kaupmála.
     Í lok hvers mánaðar skal auglýsa í Lögbirtingablaði það sem þann mánuð hefur verið tekið á kaupmálaskrá sýslumanns.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, með síðari breytingum.

4. gr.

     1. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
     Útfararþjónustu mega þeir einir reka sem hafa til þess leyfi sýslumanns. Dóms- og kirkjumálaráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingar verði á hendi eins sýslumanns. Synjun sýslumanns um veitingu leyfis er kæranleg til dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðherra setur nánari reglur um leyfisveitinguna í reglugerð.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við 19. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Bótanefnd tekur ákvörðun um hvort endurkrefja skuli tjónvald vegna bóta sem ríkissjóður hefur greitt.

V. KAFLI
Breyting á lögum um öryggisþjónustu, nr. 58/1997, með síðari breytingu.

6. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: ríkislögreglustjóra.

7. gr.

     Í stað orðsins „ráðuneytinu“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: embætti ríkislögreglustjóra.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. mgr. kemur: Ríkislögreglustjóri.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Ríkislögreglustjóri hefur eftirlit með starfsemi leyfishafa sem ber að veita ríkislögreglustjóra allar nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi sína og önnur atriði sem þýðingu hafa. Til að sinna eftirliti hafa starfsmenn ríkislögreglustjóra án dómsúrskurðar aðgang að starfsstöð leyfishafa.


9. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
     Ákvarðanir ríkislögreglustjóra samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til dómsmálaráðuneytis.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um ættleiðingar, nr. 130/1999, með síðari breytingum.

10. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Sýslumaður veitir leyfi til ættleiðingar. Dómsmálaráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingar skv. II.–VI. kafla laga þessara verði á hendi eins sýslumanns.

11. gr.

     Í stað orðanna „dómsmálaráðuneytisins eða sýslumanni“ í 1. mgr. 8. gr. og 9. gr. laganna kemur: sýslumanns.

12. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðuneytið“ í 15. gr. og í 2. málsl. 1. mgr. 30. gr., orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. 18. gr., 19. gr., 21. gr., 1. og 3. mgr. 22. gr., 29. gr., 1. mgr. 32. gr., 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 38. gr., orðsins „ráðherra“ í 2. mgr. 18. gr. og 4. mgr. 32. gr. og orðsins „dómsmálaráðuneytis“ í 1. málsl. 1. mgr. 30. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

13. gr.

     1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
     Dómsmálaráðherra skal skipa nefnd sem veitir umsagnir í ættleiðingarmálum sem sýslumaður eða ráðuneytið leggur fyrir hana. Ráðherra getur falið nefndinni fleiri verkefni og sett nánari reglur um störf hennar.

14. gr.

     Við 20. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilum máls er heimilt að kæra synjun sýslumanns um ættleiðingu til dómsmálaráðherra innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðar.

15. gr.

     Við 33. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Aðilum máls er heimilt að kæra synjun sýslumanns um forsamþykki til dómsmálaráðherra innan tveggja mánaða frá dagsetningu úrskurðar.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962, með síðari breytingum.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 4. tölul. 1. mgr. orðast svo: Skýrslur og gögn sýslumanna til Þjóðskrár um hjónavígslur, staðfestar samvistir, leyfi til skilnaðar að borði og sæng, leyfi til lögskilnaðar og ættleiðingarleyfi.
 2. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Gögn dómsmálaráðuneytis um breytingar á ríkisfangi o.fl. í því sambandi.


VIII. KAFLI
Breyting á lögum um dómtúlka og skjalaþýðendur, nr. 148/2000.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Umsókn um löggildingu skal beint til sýslumanns. Dómsmálaráðherra er heimilt að ákveða að löggilding skuli vera á hendi eins sýslumanns. Umsækjandi skal leggja fram gögn til stuðnings því að hann fullnægi skilyrðum 2. gr. Hann skal vinna að því skriflegt heit að viðlögðum drengskap að hann muni rækja af trúmennsku og samviskusemi öll þau störf sem honum kunna að verða falin sem dómtúlki eða skjalaþýðanda og gæta fyllsta trúnaðar gagnvart viðskiptamönnum sínum. Fyrir útgáfu löggildingar skal greiða gjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs.
 3. Í stað orðsins „Dómsmálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: Sýslumaður.
 4. 4. mgr. orðast svo:
 5.      Dómtúlkar og skjalaþýðendur skulu tilkynna sýslumanni hvar starfsstöð þeirra er og breytingar á henni. Hlutaðeigandi sýslumaður skal halda skrá um þá sem hafa löggildingu samkvæmt lögum þessum.


18. gr.

     Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 5. gr. laganna kemur: sýslumaður.

19. gr.

     Á eftir 6. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
     Ákvarðanir sýslumanns samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til dómsmálaráðuneytis.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum.

20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: sýslumanns.
 2. Við greinina bætist ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 3.      Dómsmálaráðherra er heimilt að ákveða að löggilding fasteignasala verði á hendi eins sýslumanns.
 4. Orðið „ráðherra“ í 3. mgr., sem verður 4. mgr., fellur brott.


21. gr.

     Orðið „ráðherra“ í 1. og 4. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Sýslumaður gefur út löggildingarskírteini fyrir fasteignasala. Synjun sýslumanns um útgáfu löggildingarskírteinis er kæranleg til dómsmálaráðuneytis.
 3. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 6. mgr. kemur: Hlutaðeigandi sýslumaður.
 4. Í stað orðanna „Í dómsmálaráðuneyti“ í 7. mgr. kemur: Hjá hlutaðeigandi sýslumanni.


23. gr.

     Í stað orðsins „ráðherra“ í 4. mgr. 7. gr., 7. mgr. 22. gr., 2. mgr. 24. gr. og 25. gr. og orðsins „ráðuneytisins“ í 1. mgr. 24. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

X. KAFLI
Breyting á lögum um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005.

24. gr.

     Við 1. mgr. 6. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Dómsmálaráðherra er heimilt að fela sýslumanni að annast útgáfu Lögbirtingablaðs.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um happdrætti, nr. 38/2005.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Til þess að halda uppi allsherjarreglu og hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning er óheimilt að reka happdrætti nema með leyfi sýslumanns eða öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum þessum. Ráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingar verði á hendi eins sýslumanns. Happdrættisleyfið skal bundið nánari skilyrðum í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Þá eru hlutaveltur óheimilar nema með leyfi sýslumanns.
 3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 4.      Ákvarðanir sýslumanns um leyfi samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til dómsmálaráðuneytis.


26. gr.

     Í stað orðsins „Ráðherra“ í 6. gr. laganna kemur: Sýslumaður.

27. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Eftirlit með framkvæmd laga þessara er í höndum sýslumanns. Þó skal dóms- og kirkjumálaráðuneyti fara með eftirlit með happdrættum skv. 2. mgr. 2. gr. Nú er stofnað til sérstaks kostnaðar vegna eftirlitsins með þátttöku sérfróðra manna til að fara yfir skýrslur eða reikninga leyfishafa, sbr. 9. gr., til að fara yfir hugbúnað eða tækjakost leyfishafa eða athuga sérstaklega hvort skilyrðum laga þessara sé fullnægt, og er þá heimilt að krefja viðkomandi leyfishafa um greiðslu á kostnaði sem stofnað er til í þessu skyni.

XII. KAFLI
Gildistaka.

28. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 8. desember 2006.