Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1983, 139. löggjafarþing 708. mál: fullgilding Árósasamningsins (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 131 28. september 2011.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
  1. Við bætist ný málsgrein sem verður 1. mgr., svohljóðandi:
  2.      Ákvarðanir Fiskistofu sem teknar eru samkvæmt þessum kafla sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Kæruleið og skaðabætur.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

2. gr.

     Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 2. mgr., svohljóðandi:
     Ákvarðanir Fiskistofu er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun rekstrarleyfis til fiskeldis, sbr. III. og V. kafla, sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina. Aðrar ákvarðanir sem Fiskistofa tekur á grundvelli laga þessara sæta kæru til ráðherra og fer um kærurnar samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.

3. gr.

  1. Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 1. málsl. 1. mgr. 6. gr., 1. málsl. 19. gr., 1. málsl. 28. gr., fyrra sinni í 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
  2. Í stað orðsins „ráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 4. gr., 1. málsl. 2. mgr. 4. gr., 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 5. gr., 1. málsl. 2. mgr. 6. gr., 16. gr., 2. málsl. 1. mgr. 17. gr., 2. málsl. 19. gr., 1. málsl. 1. mgr. 20. gr. og 32. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
  3. Orðin „að fengnu samþykki ráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. 4. gr., 3. málsl. 1. mgr. 10. gr. og 3. málsl. 14. gr. laganna falla brott.
  4. Orðin „Orkustofnunar og“ í 4. mgr. 5. gr. og orðið „Orkustofnunar“ í 3. mgr. 6. gr. laganna falla brott.
  5. Í stað orðsins „hann“ í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: hún.

4. gr.

     2. og 3. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun rannsóknar- eða nýtingarleyfa samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

IV. KAFLI
Breyting á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum.

5. gr.

  1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 1. málsl. 2. mgr. og 2., 4. og 5. málsl. 4. mgr. 5. gr., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 9. gr., 2. og 3. mgr. 11. gr., 1. málsl. 13. gr., 1. og 3. málsl. 3. mgr. 14. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
  2. Orðin „til ráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna falla brott.
  3. Í stað orðsins „hans“ í 2. málsl. og orðsins „hann“ í 5. málsl. 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: hennar; og: hún.
  4. Í stað orðanna „leyfi ráðherra“ í 35. gr. laganna kemur: samþykki leyfisveitanda.
  5. Í stað orðanna „aðvörun ráðherra“ í 2. málsl. 36. gr. laganna kemur: aðvöruninni.
  6. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1., 2. og 3. málsl. 36. gr. laganna kemur: leyfisveitandi.

6. gr.

     32. gr. laganna fellur brott.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 2. mgr. fellur brott og 2. málsl. orðast svo: Áður en sérleyfi til dreifingar raforku er veitt skal Orkustofnun leita umsagnar viðkomandi sveitarfélaga.
  2. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Orkustofnun skal kynna umsókn um leyfi samkvæmt lögum þessum með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.


8. gr.

     Í stað 2. mgr. 37. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa sem fjallað er um í 1. mgr. 4. gr., 2. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 11. gr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eða úrskurðarnefndar raforkumála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Hún skal borin fram innan 30 daga frá því aðila máls var tilkynnt um ákvörðun. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, með síðari breytingum.

9. gr.

     Á eftir 30. gr. a laganna kemur ný grein, 30. gr. b, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Kærur.
     Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, með síðari breytingum.

10. gr.

  1. Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. og 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
  2. Í stað orðsins „Ráðherra“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: Orkustofnun.
  3. Í stað orðsins „hann“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: hún.

11. gr.

     6. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.
     Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, með síðari breytingum.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. kemur: Umhverfisstofnun.
  2. Orðin „og Umhverfisstofnunar“ í 3. mgr. falla brott.


13. gr.

     74. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Umhverfisstofnunar skv. 38. og 41. gr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þeir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda öðrum ákvörðunum Umhverfisstofnunar geta kært þær til ráðherra. Umhverfisverndarsamtök og útivistarsamtök sem varnarþing eiga á Íslandi njóta sama réttar, enda séu félagsmenn samtakanna 30 eða fleiri og það samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að.
     Aðrar stjórnvaldsákvarðanir sem lúta að framkvæmd laga þessara og ráðherra tekur ekki sjálfur eða staðfestir sæta kæru til ráðherra sem kveður upp endanlegan úrskurð á stjórnsýslustigi. Um slíkar kærur fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, með síðari breytingum.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „úrskurðar“ í 1. mgr. kemur: sbr. þó 4. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er lúta að lagningu sæstrengja og neðansjávarleiðslna, sbr. 2. mgr. 9. gr., sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/2004, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

15. gr.

     Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Kærur.
     Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis skv. 3. gr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum.

16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 49. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir“ í 1. mgr. kemur: umhverfis- og auðlindamála.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
  3. 1. málsl. 2. mgr. fellur brott.


XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sérstakrar úrskurðarnefndar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
  2. Orðin „eða þegar ágreiningur rís vegna ákvörðunar um útgáfu starfsleyfis samkvæmt ákvæðum 6. gr.“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  3. Í stað 2.–4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


18. gr.

     2. mgr. 32. gr. laganna fellur brott.

XII. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010.

19. gr.

     Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um skipulags- og byggingarmál“ í 6. mgr. 13. gr. laganna og orðanna „úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála“ í lokamálslið 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

20. gr.

     52. gr. laganna, ásamt fyrirsögn, orðast svo:
Kærur.
     Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvarðanir sem Skipulagsstofnun og ráðherra ber að lögum þessum að staðfesta sæta þó ekki kæru til nefndarinnar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

21. gr.

     Fyrirsögn X. kafla laganna verður: Kærur, þvingunarúrræði og viðurlög.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, með síðari breytingum.

22. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ákvarðanir sem Umhverfisstofnun tekur og varða veitingu, endurskoðun eða afturköllun leyfis samkvæmt þessari grein sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.

23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Eiturefni mega þeir einir framleiða er til þess hafa fengið leyfi Umhverfisstofnunar, enda mæli Vinnueftirlit ríkisins með veitingu slíkra leyfa.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun eða afturköllun leyfis skv. 1. mgr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.


XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur, með síðari breytingum.

24. gr.

     29. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina. Aðrar ákvarðanir sæta kæru til ráðherra innan þriggja mánaða frá því að ákvörðun var tilkynnt.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvarðanir Skipulagsstofnunar skv. 6. gr. um hvort framkvæmd sem tilgreind er í 2. viðauka sé matsskyld og ákvarðanir skv. 2. mgr. 5. gr. sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála; sömuleiðis ákvarðanir stofnunarinnar skv. 12. gr. um endurskoðun matsskýrslu. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
  3. 2. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðsins „ráðherra“ í 3. mgr. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
  5. 4. mgr. fellur brott.
  6. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Málskot.


26. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 7. mgr. orðast svo:
  2.      Stjórnvaldsákvarðanir Brunamálastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
  3. Í stað orðanna „úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála“ í 9. og 10. mgr. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.


XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 9/2009, um uppbyggingu og rekstur fráveitna.

28. gr.

     22. gr. laganna orðast svo:
     Stjórnvaldsákvarðanir samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 160/2010, um mannvirki.

29. gr.

     Í stað orðanna „úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

30. gr.

     59. gr. laganna orðast svo:
     Stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 17. gr. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir.

31. gr.

     4. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir heilbrigðisnefndar sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

32. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.