Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 903, 140. löggjafarþing 314. mál: Stjórnarráð Íslands (breyting ýmissa laga, heiti ráðherra).
Lög nr. 21 12. mars 2012.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna nýrra laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011.


I. KAFLI
Breyting á lögum um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, nr. 109/2011.

1. gr.

     Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 3. mgr. 21. gr. laganna kemur: Ráðherra.

II. KAFLI
Breyting á lögum um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, nr. 142/2011.

2. gr.

  1. Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðuneytis“ í 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

III. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

3. gr.

  1. Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 2. tölul. 2. mgr. 13. gr. n laganna kemur: þess ráðherra er fer með málefni jarðrænna auðlinda.
  2. Í stað orðanna „Efnahags- og viðskiptaráðherra“ í 13. gr. q laganna kemur: Ráðherra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um Þjóðminjasafn Íslands, nr. 140/2011.

4. gr.

     Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: ráðherra.

V. KAFLI
Breyting á lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, nr. 130/2011.

5. gr.

     Í stað orðsins „Umhverfisráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Ráðherra.

VI. KAFLI
Breyting á vatnalögum, nr. 15/1923, með síðari breytingum.

6. gr.

  1. Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 5. mgr. 16. gr. laganna kemur: Sá ráðherra er fer með samningagerð um endurgjald fyrir nýtingu auðlinda í eigu og á forræði íslenska ríkisins.
  2. Í stað orðsins „iðnaðarráðherra“ í 3. mgr. 102. gr., 1. og 3. mgr. 143. gr., 6. mgr. 144. gr. og 155. gr. laganna kemur: ráðherra.
  3. Í stað orðsins „Umhverfisráðherra“ í 1. mgr. 115. gr. laganna kemur: Sá ráðherra er fer með málefni náttúruverndar.
  4. Í stað orðanna „iðnaðarráðherra, umhverfisráðherra“ í 2. mgr. 143. gr. laganna kemur: ráðherra og þeim ráðherra er fer með málefni náttúruverndar.
  5. Í stað orðsins „umhverfisráðherra“ í 6. mgr. 144. gr. laganna kemur: þann ráðherra er fer með skipulagsmál.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011.

7. gr.

     Í stað orðanna „efnahags- og viðskiptaráðherra“ í 64. gr. laganna kemur: ráðherra.

VIII. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

8. gr.

  1. Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 2. mgr. 128. gr. laganna kemur: sá ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins.
  2. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytis“ í 3. mgr. 128. gr. laganna kemur: þess ráðuneytis er fer með fjárreiður ríkisins.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um skipan opinberra framkvæmda, nr. 84/2001, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað orðanna „ráðuneytisstjóri ráðuneytisins“ í 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: ráðuneytisstjórinn.

X. KAFLI
Gildistaka.

10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. febrúar 2012.