Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2012.  Útgáfa 140a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um byggingu og rekstur dagvistarheimila fyrir börn1)2)

1976 nr. 112 31. desember


    1)Rg. 149/1977. 2)Með 23. gr. l. 48/1991 eru l. 112/1976 felld úr gildi „að öðru leyti en því er lýtur að skóladagheimilum“. Í l. 78/1994, 18. gr., sem felldu l. 48/1991 úr gildi, er tekið fram að þau raski ekki gildi ákvæða l. 112/1976 sem lúta að skóladagheimilum.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 31. desember 1976. Breytt með l. 40/1981 (tóku gildi 9. júní 1981), l. 87/1989 (tóku gildi 1. jan. 1990) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).


I. kafli.
1. gr. Markmið með starfsemi dagvistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra.
[Gerð verði starfsáætlun á vegum [ráðuneytisins], 1) er kveði nánar á um markmið og leiðir í uppeldisstarfi á dagvistarheimilum í samráði við þá aðila, er að uppeldis- og skólamálum vinna.] 2)
    1)L. 126/2011, 72. gr. 2)L. 40/1981, 1. gr.
2. gr. [Bygging og rekstur dagvistarheimila er í verkahring sveitarfélaga. [Ráðuneytið] 1) skal hafa með höndum faglega umsjón með starfi dagvistarheimila og vera sveitarstjórnum til ráðuneytis um þau mál.
Samþykki [ráðuneytisins] 1) og hlutaðeigandi sveitarstjórnar þarf til að setja á stofn dagvistarheimili.] 2)
    1)L. 126/2011, 72. gr. 2)L. 87/1989, 59. gr.
3. gr. [Sveitarstjórn ákveður byggingu og fyrirkomulag á rekstri dagvistarheimila í eigu þess samkvæmt lögum þessum.
Sveitarstjórn getur veitt aðilum, sem reka vilja dagvistarheimili í samræmi við markmið þessara laga, styrki til byggingar og reksturs, eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarstjórnar. Áður en framkvæmdir hefjast skal ganga frá samningi milli sveitarstjórnar og félags um styrk og skilyrði varðandi rekstur heimilisins.] 1)
    1)L. 87/1989, 60. gr.
4. gr. Eftirtalin dagvistarheimili njóta styrks til byggingar … 1) og til rekstrar frá sveitarfélagi samkvæmt lögum þessum:
    1. Dagheimili fyrir börn frá 3ja mánaða aldri til skólaskyldualdurs þar sem börnin geta dvalist a.m.k. 5 st. á dag.
    2. Skóladagheimili fyrir börn á skólaskyldualdri.
    3. Leikskólar fyrir börn frá 2ja ára aldri til skólaskyldualdurs þar sem börnin geta dvalist a.m.k. 3 st. á dag.
Ákveðið skal nánar um starfstíma ofangreindra dagvistarheimila í reglugerð.
    1)L. 87/1989, 61. gr.
5. gr. Framlags úr sveitarsjóði geta notið þau dagvistarheimili sem reka starfsemi sína að minnsta kosti 4 mánuði ársins samfellt.
Sveitarstjórn getur veitt dagvistarheimili styrk úr sveitarsjóði enda þótt það starfi skemur en 4 mánuði ef sérstakar aðstæður krefjast.

II. kafli.
6. gr. [[Ráðuneytið] 1) skal í samráði við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga setja í reglugerð almenn ákvæði um húsnæði og búnað og viðmiðunarákvæði um barnafjölda og starfslið dagvistarheimila sem falla undir lög þessi.
Nú hættir aðili, sem notið hefur opinbers styrks til stofnunar dagvistarheimilis, rekstri þess og getur þá hlutaðeigandi sveitarfélag gert kröfu um endurgreiðslu styrksins.] 2)
    1)L. 126/2011, 72. gr. 2)L. 87/1989, 62. gr.
7. gr.1)
    1)L. 87/1989, 63. gr.

III. kafli.
8. gr. Af rekstrarkostnaði dagvistarheimila greiði sveitarfélag sem hér segir:
    1. Til dagheimila og skóladagheimila allt að 60%.
    2. Til leikskóla allt að 40%.
Af rekstrarkostnaði dagvistarheimila, sem leyfi hafa til rekstrar og eigi eru rekin af sveitarfélaginu sjálfu, greiði sveitarfélagið rekstrarstyrk að loknu ársuppgjöri dagvistarheimilisins. Skal í reglugerð setja nánari ákvæði um hvað falla skuli undir þann rekstrarkostnað sem sveitarfélagið tekur þátt í.
Heimilt er að greiða allt að 50% af rekstrarkostnaði fyrirfram.

IV. kafli.
[9. gr.]1) Ráðuneytið skal hafa í þjónustu sinni starfsmann sem lokið hefur námi í Fósturskóla Íslands eða í sambærilegum skóla og hlotið framhaldsmenntun. Auk þess skal hann hafa reynslu í uppeldisstarfi. Þessi starfsmaður skal athuga allar umsóknir um húsaskipan og rekstur dagvistarheimila áður en leyfi er veitt. Ber honum að hlutast til um að fullnægt sé öllum ákvæðum sem lög þessi og reglugerðir mæla fyrir um varðandi byggingu og rekstur dagvistarheimila. Hann skal vera stjórnendum dagvistarheimila til ráðuneytis um starfsemi heimilanna og annast eftirlit með þeim.
    1)L. 87/1989, 64. gr.

V. kafli.
[10. gr.]1) Forstöðumaður dagvistarheimilis og starfslið, er annast fósturstörf, skal hafa hlotið fósturmenntun, svo og þeir sem annast umsjón með dagvistarheimilum á vegum rekstraraðila.
Heimilt er þó með samþykki ráðuneytisins að víkja frá þessu ákvæði sé þess enginn kostur að fá fólk með framangreinda menntun til starfs.
    1)L. 87/1989, 64. gr.
[11. gr.]1) Læknar skulu hafa eftirlit með heilsufari barna á dagvistarheimilum. Skal kveða nánar á um það í reglugerð, svo og reglum um heilbrigðiseftirlit með starfsfólki.
Stefnt skal að því að dagvistarheimili eigi kost á sálfræði- og ráðgjafarþjónustu. Tengja skal þá þjónustu við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla eða félagsmálastofnana eftir því sem við á í hverju sveitarfélagi.
    1)L. 87/1989, 64. gr.
[12. gr.]1) Forstöðumaður dagvistarheimilis skal halda reglulega fundi með starfsliði um stjórn heimilisins og velferð hvers einstaks barns.
Skylt er rekstraraðila dagvistarheimilis að skipuleggja tengsl milli foreldra barnanna og dagvistarheimilis í því skyni að efla samstarf milli þessara aðila um velferð barnsins.
    1)L. 87/1989, 64. gr.
[13. gr.]1) Lög þessi öðlast þegar gildi.
    1)L. 87/1989, 64. gr.