Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. febrúar 2022.  Útgáfa 152a.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu

1994 nr. 162 31. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 10. janúar 1995. EES-samningurinn: II. viðauki reglugerð 2092/91. Breytt með: L. 150/2001 (tóku gildi 31. des. 2001; EES-samningurinn: I. og II. viðauki reglugerð 2092/91). L. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003). L. 62/2005 (tóku gildi 1. júlí 2005). L. 76/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006). L. 34/2007 (tóku gildi 30. mars 2007). L. 167/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 33/2018 (tóku gildi 1. jan. 2019 nema a-liður 2. gr. sem tekur gildi 1. jan. 2022). L. 32/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019). L. 144/2019 (tóku gildi 21. des. 2019, birt í Stjtíð. 27. des. 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Tilgangur laga þessara er að tryggja að framleiðsla, úrvinnsla, flutningur, geymsla og dreifing landbúnaðarafurða sem framleiddar eru með lífrænum aðferðum lúti ákveðnum reglum á lögbýlum og í fyrirtækjum sem hafa fengið vottun til notkunar á vörumerki lífrænnar framleiðslu.
2. gr.
Lög þessi taka til framleiðslu, vinnslu, flutnings, geymslu og dreifingar hvers konar lífrænna landbúnaðarafurða.
[Ráðherra] 1) hefur á hendi yfirstjórn þeirra mála er lög þessi taka til.
    1)L. 126/2011, 204. gr.
3. gr.
[Matvælastofnun fer með stjórnsýslu og opinbert eftirlit samkvæmt lögum þessum. [Heilbrigðisnefnd fer með opinbert eftirlit á markaði undir yfirumsjón Matvælastofnunar.] 1)
Matvælastofnun er heimilt að fela öðrum stofnunum, sjálfstæðum stofum eða einstaklingum að annast tiltekin verkefni sem eru á verksviði Matvælastofnunar samkvæmt lögum þessum að því tilskildu að þau hafi viðeigandi faggildingu. Ráðherra skal mæla nánar fyrir um skilyrði framsals með reglugerð.] 2)
Faggildingu vottunarstofa annast [faggildingarsvið [Hugverkastofunnar] 3)] 4) í samræmi við reglugerð um starfsemi faggiltra vottunarstofa og nánari reglur er [ráðherra] 5) setur.
    1)L. 144/2019, 39. gr. 2)L. 33/2018, 6. gr. 3)L. 32/2019, 4. gr. 4)L. 34/2007, 13. gr. 5)L. 126/2011, 204. gr.
4. gr.
[Matvælastofnun] 1) veitir framleiðendum starfsleyfi að uppfylltum kröfum skv. 3. gr. og heldur skrá um öll lögbýli og fyrirtæki sem hafa fengið vottun um lífrænar framleiðsluaðferðir. Gerist þessir aðilar brotlegir getur [Matvælastofnun] 1) svipt þá starfsleyfi og heimild til að nota vörumerki um lífræna framleiðslu.
    1)L. 167/2007, 68. gr.
5. gr.
Forsvarsmönnum lögbýla eða fyrirtækja í lífrænni framleiðslu er skylt að veita [Matvælastofnun] 1) eða samningsbundnum vottunarstofum allar upplýsingar og þá aðstoð sem nauðsynleg er við vottunina, þar með talinn aðgang að hverjum þeim stað þar sem lífrænar landbúnaðafurðir eru unnar eða geymdar. Vottunarstofur skulu fara með upplýsingar sem þær afla sem trúnaðarmál. Skylt er að láta vottunarstofu í té án endurgjalds sýni af lífrænni framleiðslu til rannsókna.
    1)L. 167/2007, 68. gr.
6. gr.
[[Ráðherra] 1) setur reglugerð 2) þar sem tilgreindar eru lágmarkskröfur sem gerðar eru til vottaðra lífrænna framleiðsluhátta við íslenskar aðstæður í samræmi við grunnreglur Alþjóðasamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM), skuldbindingar Íslands skv. I. og II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og skuldbindingar Íslands samkvæmt viðauka F við stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.] 3)
    1)L. 126/2011, 204. gr. 2)Rg. 219/1995, sbr. 90/1998, 395/1999 og 946/2000, sjá þó ákv. rg. 74/2002. Rg. 477/2017, sbr. 1042/2017, 326/2018, 559/2018, 784/2019, 878/2020, 1144/2020, 203/2021, 1056/2021 og 1372/2021. Rg. 481/2017, sbr. 1048/2017, 506/2018, 1073/2018, 785/2019, 517/2020, 1145/2020, 9/2021, 204/2021, 452/2021 og 1373/2021. Rg. 285/2020. 3)L. 72/2003, 32. gr.
7. gr.
[Hver sá sem brýtur gegn ákvæðum laga þessara eða reglna settra samkvæmt þeim skal sæta sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sektir renna í ríkissjóð.
1)] 2)
    1)L. 88/2008, 233. gr. 2)L. 150/2001, 2. gr.
8. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.