Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um skiptaverðmæti]1)

1986 nr. 24 7. maí


    1)L. 44/2013, 4. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 12. maí 1986. Breytt með: L. 93/1986 (tóku gildi 1. jan. 1987). L. 21/1987 (tóku gildi 14. apríl 1987 nema 2. gr. sem tók gildi 1. júní 1987; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 4. gr.). L. 45/1992 (tóku gildi 10. júní 1992). L. 79/1994 (tóku gildi 30. maí 1994). L. 84/1995 (tóku gildi 21. júní 1995). L. 80/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998). L. 88/2002 (tóku gildi 23. maí 2002). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 44/2013 (tóku gildi 1. jan. 2014).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við matvælaráðherra eða matvælaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Um skiptaverðmæti sjávarafla.
1. gr.
[Þegar afli fiskiskipa er seldur óunninn hér á landi er skiptaverðmæti aflans til hlutaskipta og aflaverðlauna 75% af því heildarverðmæti sem útgerðin fær fyrir hann. [Ekki er heimilt að draga frá heildarverðmæti afla í þessu sambandi kostnað við kaup á veiðiheimildum.] 1) Þessi hlutfallstala skal hækka eða lækka við breytingar á verði gasolíu til fiskiskipa með hliðsjón af því gasolíuverði í birgðum olíufélaganna sem olíuverðsákvörðun miðast við hverju sinni. Skiptahlutfallið skal hækka um eitt prósentustig fyrir hverja 12 Bandaríkjadala lækkun á birgðaverði gasolíu niður fyrir 109 Bandaríkjadali á tonn fob en lækka um eitt prósentustig fyrir hverja 12 Bandaríkjadala hækkun á birgðaverði gasolíu umfram 133 Bandaríkjadali á tonn fob. Skiptaverðmæti aflans skal þó aldrei vera lægra samkvæmt þessari grein en 70% af heildarverðmæti. Breytingar á gasolíuverði til fiskiskipa skulu miðast við mánaðamót.
Frá og með 1. júní 1987 skal skiptaverðmæti skv. 1. málsl. 1. mgr. hækka í 76% af heildaraflaverðmæti. Frá sama tíma breytist viðmiðun til lækkunar skiptaverðmætishlutfalls skv. 3. málsl. 1. mgr. á þann hátt að hlutfallstalan lækki um eitt prósentustig fyrir hverja 12 Bandaríkjadala hækkun á birgðaverði gasolíu umfram 145 Bandaríkjadali á tonn fob.] 2)
    1)L. 79/1994, 10. gr. 2)L. 21/1987, 1. gr.
2. gr.
Þegar fiskiskip siglir með ísfisk til sölu í erlendri höfn er skiptaverðmæti aflans til hlutaskipta, aflaverðlauna og aukaaflaverðlauna 64% af því heildarverðmæti (brúttósöluverðmæti) sem útgerðin fær fyrir hann. Þetta hlutfall skal þó vera 70% þegar fiski er landað til bræðslu erlendis.
3. gr.
[Þegar afli fiskiskips er fluttur ísaður í kössum með öðru skipi til sölu á erlendum markaði skal draga frá heildarverðmæti flutningskostnað, erlenda tolla og kostnað við söluna erlendis annan en umboðslaun. Skiptaverðmæti skal vera 76% af þannig ákveðnu söluverði með þeim breytingum til hækkunar eða lækkunar sem kveðið er á um í 1. gr.] 1)
    1)L. 21/1987, 2. gr.
4. gr.
[Þegar seldur er afli fiskiskips sem frystir bolfisk um borð, heilan eða flakaðan, er skiptaverðmætið 74,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta skiptahlutfall skal þó vera 69% af cif-verðmætinu sé þannig samið um sölu framleiðslunnar.
Þegar seldur er afli fiskiskips sem frystir rækju um borð er skiptaverðmætið 71,5% af fob-verðmæti framleiðslunnar við útflutning. Þetta hlutfall skal þó vera 66% af cif-verðmætinu sé þannig samið um sölu framleiðslunnar.
Skiptahlutfallið skal hækka eða lækka um hálft prósentustig fyrir hvert eitt prósentustig sem skiptahlutfallið breytist til hækkunar eða lækkunar skv. 1. og 2. mgr. 1. gr.] 1)
    1)L. 21/1987, 3. gr.

II. kafli. 1)
    1)L. 44/2013, 1. gr.

III. kafli. 1)
    1)L. 93/1986, 11. gr.

IV. kafli.
V. kafli.
VI. kafli. Um reglugerð og gildistöku.
16. gr.
[Ráðherra setur nánari reglur 1) um framkvæmd laga þessara.] 2)
    1)Rg. 147/1998. 2)L. 44/2013, 2. gr.
17. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði þeirra til fiskafla og sjávarafurðaframleiðslu frá og með 15. maí 1986.
18. gr.
[Brot á 2. málsl. 1. mgr. 1. gr. varðar sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. … 1)] 2)
    1)L. 88/2008, 233. gr. 2)L. 79/1994, 11. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.

[Eignum Styrktar- og lánasjóðs fiskiskipa og Framkvæmdasjóðs, sem verið hafa í vörslu Fiskveiðasjóðs, skal varið til rannsókna á kjörhæfni veiðarfæra og áhrifum þeirra á lífríki sjávar. Skal ráðherra semja við fjármálastofnanir um varðveislu og innheimtu verðbréfa sjóðanna.] 1)
    1)L. 80/1997, brbákv.
[II.1)] 2)
    1)5. mgr. ákvæðisins, sbr. l. 44/2013, 3. gr. 2)L. 44/2013, 3. gr.