Frumvörp til breytinga á lögunum:

Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um Neytendastofu]1)

2005 nr. 62 20. maí


    1)L. 125/2013, 4. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 2005, nema ákvæði til bráðabirgða sem tók gildi 25. maí 2005. Breytt með: L. 47/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006). L. 34/2007 (tóku gildi 30. mars 2007). L. 29/2009 (tóku gildi 2. apríl 2009). L. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 125/2013 (tóku gildi 31. des. 2013). L. 39/2014 (tóku gildi 1. sept. 2014). L. 18/2021 (tóku gildi 1. okt. 2021).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Neytendastofa er ríkisstofnun sem starfa skal að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála … 1) svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum. Neytendastofa heyrir undir [ráðherra]. 2)
    1)L. 18/2021, 1. gr. 2)L. 126/2011, 405. gr.
2. gr.
[Neytendastofa skal annast framkvæmd laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu svo sem nánar er kveðið á um í þeim lögum. Þá skal Neytendastofa leysa af hendi þau verk sem henni eru falin í öðrum lögum.] 1)
[Neytendastofa skal stuðla að fræðslu til almennings um neytendamál og önnur verkefni sem stofnuninni verða falin með lögum eða reglugerðum. Neytendastofa skal skila ráðherra árlega skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Skýrsluna skal birta opinberlega.] 2)
    1)L. 18/2021, 2. gr. 2)L. 34/2007, 12. gr.
3. gr.
Ráðherra skipar forstjóra Neytendastofu til fimm ára í senn.
[Forstjóri stjórnar daglegum rekstri Neytendastofu og ræður aðra starfsmenn. Forstjóri ber ábyrgð á að starfsemi og rekstur stofnunarinnar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.] 1)
Ráðherra getur með reglugerð 2) sett nánari reglur um skipulag og starfsemi Neytendastofu.
    1)L. 125/2013, 2. gr. 2)Rg. 1066/2021.
4. gr.
Ráðherra skipar áfrýjunarnefnd neytendamála, sem í sitja þrír menn og jafnmargir til vara, til fjögurra ára í senn. Skulu formaður nefndarinnar og varamaður hans fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara. Ráðherra ákveður þóknun nefndarmanna sem greiðist úr ríkissjóði.
Til áfrýjunarnefndar neytendamála má skjóta stjórnvaldsákvörðunum sem teknar eru samkvæmt eftirtöldum lögum:
    a. lögum um eftirlit með [viðskiptaháttum og markaðssetningu], 1)
    b.1)
    c. öðrum lögum á málefnasviði Neytendastofu sé heimild til slíks að finna í þeim lögum.
Skrifleg kæra skal berast áfrýjunarnefndinni innan fjögurra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun skv. 2. mgr. Úrskurður áfrýjunarnefndarinnar skal liggja fyrir innan sex vikna frá málskoti.
Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir innan stjórnsýslunnar og eru aðfararhæfir.
    1)L. 18/2021, 3. gr.
5.–11. gr.1)
    1)L. 125/2013, 3. gr.
12. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2005.

13. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
Við gildistöku laga þessara skal starfsmönnum Löggildingarstofu boðið annað starf hjá Neytendastofu. Við ráðstöfun þeirra starfa þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Við samþykkt laga þessara skipar [ráðherra] 1) tveggja manna undirbúningsnefnd sem hafa skal heimild til að undirbúa gildistöku laganna, þ.m.t. að bjóða starfsmönnum Löggildingarstofu og Samkeppnisstofnunar, eftir því sem við á, annað starf hjá Neytendastofu.
    1)L. 98/2009, 58. gr.