Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 362, 137. löggjafarþing 89. mál: breyting á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðsins.
Lög nr. 98 3. september 2009.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.


1. ÞÁTTUR
Breytingar á heitum ráðuneyta.
I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „dóms- og kirkjumálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneyti, efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
  2. Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: mennta- og menningarmálaráðuneyti.
  3. Í stað orðsins „samgönguráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
  4. Í stað orðanna „utanríkisráðuneyti og viðskiptaráðuneyti“ í 1. mgr. kemur: og utanríkisráðuneyti.


2. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
II. KAFLI
Breyting á lögum um hönnun, nr. 46/2001, með síðari breytingum.

2. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneyti“ í 1. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
  2. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

III. KAFLI
Breyting á lögum um félagamerki, nr. 155/2002, með síðari breytingum.

3. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneyti“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.
  2. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

IV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðanna „iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti“ í 1. mgr. 145. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneyti.

V. KAFLI
Breyting á lögum um verslanaskrár, firmu og prókúruumboð, nr. 42/1903, með síðari breytingum.

5. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. og 5. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, nr. 7/1936, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 40. gr. a laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um aðild Íslands að samningi um stofnun aðstoðarsjóðs á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, nr. 25/1976.

7. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „framfarastofnunarinnar“ í 1. gr. laganna og í heiti laganna kemur: framfarastofnunar.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins, nr. 34/1977.

8. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 9. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

IX. KAFLI
Brottfall laga um stjórn efnahagsmála o.fl., nr. 13/1979.

9. gr.

      Lög nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála, falla úr gildi.

X. KAFLI
Breyting á lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda, nr. 141/2001.

10. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðuneytið“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga, nr. 27/1981, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XII. KAFLI
Breyting á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum.

12. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. málsl. 2. mgr. 3. gr. b og 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 5. gr., 3. málsl. 6. gr., 3. mgr. 8. gr. a, 3. málsl. 7. mgr. 22. gr., 1. málsl. 8. mgr. 22. gr., 2. málsl. 2. mgr. 28. gr., 2. mgr. 45. gr., 1. málsl. 1. mgr. 69. gr., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 69. gr., 1. málsl. 3. mgr. 69. gr., 1. málsl. 1. mgr. 70. gr., 2. málsl. 3. mgr. 75. gr., 3. tölul. 1. mgr. 88. gr. og 90. gr. laganna kemur: ráðherra.
  3. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr., 5. málsl. 1. tölul. 2. mgr. 2. gr. a og 2. málsl. 3. tölul. 2. mgr. 2. gr. a laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, með síðari breytingum.

14. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 4. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
  3. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 7. málsl. 1. mgr. 5. gr., 1. málsl. 2. mgr. 5. gr., 1. málsl. 4. mgr. 5. gr., 1. málsl. 1. mgr. 7. gr., 1. og 2. málsl. 2. mgr. 7. gr., 3. málsl. 1. mgr. 10. gr., 2. mgr. 11. gr., 5. og 7. málsl. 1. mgr. 12. gr., 1. málsl. 2. mgr. 12. gr., 1. málsl. 3. mgr. 12. gr. og 13. gr. laganna kemur: ráðherra.

XV. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

15. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. málsl. 3. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 2. málsl. 2. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 17. gr. laganna og í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I í lögunum kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um innflutning, nr. 88/1992.

16. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 5. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um neytendalán, nr. 121/1994.

17. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 21.–23. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 87. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, með síðari breytingum.

19. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 107. gr. b og 1. mgr. 107. gr. h laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr., 1. mgr. 133. gr. a og 1. mgr. 133. gr. g laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, nr. 50/1997, með síðari breytingum.

21. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1., 2. og 4. málsl. 1. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr., 4. málsl. 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., nr. 60/1997.

22. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um verslunaratvinnu, nr. 28/1998, með síðari breytingum.

24. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytisins“ í 2. málsl. 4. mgr. 1. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 2. málsl. 6. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
  3. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 3. mgr. 19. gr. og 1. málsl. 25. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXV. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, með síðari breytingum.

25. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

26. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 3. málsl. 3. gr., 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. málsl. 16. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999, með síðari breytingum.

27. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. og 44. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.

28. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2.–4. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

29. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr., 3. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXX. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustukaup, nr. 42/2000, með síðari breytingum.

30. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. 40. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000, með síðari breytingum.

31. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. 99. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

32. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

33. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr., 2. málsl. 2. mgr. 53. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 76. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, nr. 30/2003.

34. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 67. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004, með síðari breytingum.

35. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 12. gr., 2. mgr. 72. gr., 3. mgr. 113. gr., 119. gr., 3. mgr. 140. gr. og 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 141. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum.

36. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr., fyrirsögn 23. gr. og 1. málsl. 26. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytis“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 146/2004.

37. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005.

38. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 17. gr., 2. málsl. 1. mgr. 18. gr., 2. mgr. 22. gr., 29. gr., 2. mgr. 44. gr., 50. gr. og 1. málsl. 58. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XXXIX. KAFLI
Breyting á samkeppnislögum, nr. 44/2005.

39. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 5. gr. og 3. mgr. 35. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

XL. KAFLI
Breyting á lögum um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.

40. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLI. KAFLI
Breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006.

41. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 28. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLII. KAFLI
Breyting á lögum um sameignarfélög, nr. 50/2007.

42. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLIII. KAFLI
Breyting á innheimtulögum, nr. 95/2008.

43. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 12. gr., e-lið 1. mgr. 18. gr. og 1. málsl. 21. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLIV. KAFLI
Breyting á lögum um ábyrgðarmenn, nr. 32/2009.

44. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 4. mgr. 2. gr., 3. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 11. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLV. KAFLI
Breyting á kvikmyndalögum, nr. 137/2001.

45. gr.

     Í stað orðanna „iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti“ í 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: iðnaðarráðuneyti.

XLVI. KAFLI
Breyting á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, með síðari breytingum.

46. gr.

  1. Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 3. gr., 3. málsl. 3. mgr. og 4. mgr. 5. gr., 2. mgr. 18. gr., 2. málsl. 2. mgr. 21. gr., 1. málsl. 1. mgr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 23. gr., 1. málsl. 2. mgr. 24. gr., 2. málsl. 1. mgr. 25. gr., 1.–3. málsl. 3. mgr. 25. gr., i- og j-lið 28. gr., 2. mgr. 32. gr., 3. mgr. 33. gr. og 39. gr. laganna kemur: ráðherra.
  2. Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 22. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

XLVII. KAFLI
Breyting á lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.

47. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  3.      Við Hagstofu Íslands skal starfrækja sjálfstæða rannsóknareiningu sem er aðskilin hagskýrslustarfseminni. Rannsóknareiningin skal fylgjast með afkomu þjóðarbúsins, semja þjóðhagsspár og áætlanir og birta opinberlega.


48. gr.

     Í stað orðanna „verkefni sín“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: hagskýrsluverkefni.

49. gr.

     Í stað orðsins „forsætisráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 2. mgr. 16. gr. laganna kemur: ráðherra.

XLVIII. KAFLI
Breyting á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum.

50. gr.

  1. Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 1. málsl. 2. mgr. 94. gr. b, 1. málsl. 1. mgr. 116. gr. og 4. mgr. 126. gr. laganna kemur: ráðherra.

XLIX. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008.

51. gr.

  1. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 1. málsl. 6. mgr. 3. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.
  2. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytinu“ í 2. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. 4. gr. laganna kemur: ráðuneytinu.
  3. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 26. gr. laganna kemur: ráðuneytisins.

L. KAFLI
Breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum.

52. gr.

  1. Í stað orðsins „Fjármálaráðherra“ í 42. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

LI. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, með síðari breytingum.

53. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. og 4. málsl. 6. gr. og 1. málsl. 11. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

LII. KAFLI
Breyting á lögum um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum.

54. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. mgr. 2. gr., a-lið 1. mgr. 9. gr. og 16. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðherra.

LIII. KAFLI
Breyting á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, með síðari breytingum.

55. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. mgr. 1. gr. laganna kemur: Efnahags- og viðskiptaráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðuneytið“ í 1. og 2. málsl. 20. gr. laganna kemur: efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

3. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
LIV. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

56. gr.

  1. Í stað orðsins „samgönguráðuneytið“ í 2. mgr. 1. gr., 1. málsl. 8. gr., 1. málsl. 1. mgr. 42. gr. og 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 46. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.
  2. Í stað orðsins „samgönguráðuneytisins“ í 3. mgr. 93. gr. og 3. mgr. 98. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.

LV. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.

57. gr.

  1. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytisins“ í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. og 1. málsl. 32. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.
  2. Í stað orðsins „fjármálaráðuneytis“ í 8. mgr. 19. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðuneytis.
  3. Í stað orðsins „fjármálaráðherra“ í 3. mgr. 10. gr., 1. mgr. 24. gr. og 1. málsl. 2. mgr. 33. gr. laganna kemur: ráðherra.

LVI. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005, með síðari breytingum.

58. gr.

  1. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 2. málsl. 1. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: ráðherra.

LVII. KAFLI
Breyting á lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000.

59. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 20. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LVIII. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995, með síðari breytingum.

60. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 5. mgr. 16. gr. og 3. mgr. 27. gr. laganna kemur: Ráðherra.
  2. Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LIX. KAFLI
Breyting á lögum um gerð samninga um hlutdeild í afnotarétti orlofshúsnæðis, nr. 23/1997.

61. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 9. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LX. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002.

62. gr.

  1. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.
  2. Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. málsl. 14. gr. laganna kemur: Ráðherra.

LXI. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005, með síðari breytingum.

63. gr.

     Í stað orðsins „viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LXII. KAFLI
Breyting á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.

64. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LXIII. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, nr. 56/2007.

65. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

LXIV. KAFLI
Breyting á lögum um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum.

66. gr.

     Í stað orðsins „Viðskiptaráðherra“ í 16. gr. laganna kemur: Dómsmála- og mannréttindaráðherra.

4. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum fjármálaráðuneytisins.
LXV. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007.

67. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Fjármálaráðherra fer með eignarhlut íslenska ríkisins í Ríkisútvarpinu ohf.
  3. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Umboð fjármálaráðherra.


LXVI. KAFLI
Breyting á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006.

68. gr.

     Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

LXVII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl., nr. 76/2008.

69. gr.

     Í stað orðsins „Samgönguráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

LXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands, nr. 102/2006.

70. gr.

     2. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu.

5. ÞÁTTUR
Breytingar á verkefnum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
LXIX. KAFLI
Breyting á lögum um Grænlandssjóð, nr. 102/1980.

71. gr.

     Í stað orðsins „Forsætisráðherra“ í 2. málsl. 6. gr. og 2. mgr. 7. gr. laganna kemur: Mennta- og menningarmálaráðherra.

LXX. KAFLI
Gildistaka.

72. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 2009 að frátöldum ákvæðum 69. og 70. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2010.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Við flutning verkefna frá fjármálaráðuneyti til Hagstofu Íslands, sbr. b-lið 47. gr. laga þessara, skal bjóða hlutaðeigandi starfsmönnum að sinna þeim verkefnum áfram hjá Hagstofu Íslands. Við flutninginn verða ekki breytingar á starfskjörum starfsmanna. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eiga ekki við um ráðstöfun starfa samkvæmt þessari grein. Um flutning starfsmanna á milli ráðuneyta gildir ákvæði 14. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands.

Samþykkt á Alþingi 28. ágúst 2009.