Lagasafn. Íslensk lög 1. september 2023. Útgáfa 153c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins
1990 nr. 73 18. maí
Ferill málsins á Alþingi.
Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. maí 1990. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 101/2000 (tóku gildi 6. júní 2000). L. 68/2008 (tóku gildi 12. júní 2008). L. 36/2011 (tóku gildi 19. apríl 2011; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2000/60/EB, 2006/118/EB, 2008/105/EB, 2009/90/EB). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 131/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012). L. 10/2012 (tóku gildi 15. febr. 2012). L. 60/2013 (tóku gildi 15. nóv. 2015). L. 88/2018 (tóku gildi 29. júní 2018).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við
umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða
umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna
hér.
1. gr.

Íslenska ríkið er eigandi allra auðlinda á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur Íslands nær samkvæmt lögum, alþjóðasamningum eða samningum við einstök ríki.

Hugtakið auðlind samkvæmt lögum þessum tekur til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda hafsbotnsins annarra en lifandi vera.

[Hugtakið netlög merkir í lögum þessum sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.]
1)
1)L. 101/2000, 1. gr.
2. gr.

Enginn má leita að efnum til hagnýtingar á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga, sbr. 1. gr., nema að fengnu skriflegu leyfi [Orkustofnunar].
1) [Varði umsókn um leyfi svæði utan netlaga skal útgefið leyfi samræmast skipulagi á haf- og strandsvæðum. Hafi tillaga að strandsvæðisskipulagi verið auglýst þegar umsókn er lögð fram er Umhverfisstofnun heimilt að fresta afgreiðslu á beiðni þar til strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi fyrir viðkomandi svæði. Frestunin skal þó ekki vera lengri en sjö mánuðir nema sérstakar ástæður mæli með því.]
2)

[[Orkustofnun]
3) er heimilt að veita leyfishafa fyrirheit um forgang að leyfi skv. 3. gr. í allt að tvö ár eftir að gildistíma leyfis til leitar er lokið og um að öðrum aðila verði ekki veitt leyfi til leitar á þeim tíma.]
4)
1)L. 10/2012, 2. gr. 2)L. 88/2018, 18. gr. 3)L. 131/2011, 10. gr. 4)L. 101/2000, 2. gr.
3. gr.

Óheimilt er að taka eða nýta efni af hafsbotni eða úr honum, sbr. 1. gr., nema að fengnu skriflegu leyfi [Orkustofnunar].
1)

[[Orkustofnun]
1) er heimilt að ákvarða eða semja um endurgjald (leigu) fyrir töku eða nýtingu sem [hún]
2) heimilar skv. 1. mgr. Tekjum af leyfum skal að jafnaði varið til hafsbotns- og landgrunnsrannsókna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra.]
3)
1)L. 10/2012, 2. gr. 2)L. 131/2011, 10. gr. 3)L. 101/2000, 3. gr.
4. gr.

[Leyfi til hagnýtingar efna á, í eða undir hafsbotni skal samræmast skipulagi á haf- og strandsvæðum sé um að ræða svæði utan netlaga. Leyfið skal bundið við ákveðið svæði og gilda til ákveðins tíma sem ekki má vera lengri en 30 ár.]
1) Í leyfisbréfi skal m.a. ætíð greina hverjar ráðstafanir leyfishafi skuli gera til að forðast mengun og spillingu á lífríki láðs og lagar.

[Við veitingu leyfa samkvæmt lögum þessum skal gætt ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum. [Áður en leyfi er veitt skal leita umsagnar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands.]
2) [Varði umsókn um leyfi strandsvæði þar sem tillaga að strandsvæðisskipulagi hefur verið auglýst þegar umsókn er lögð fram er Orkustofnun heimilt að fresta afgreiðslu á leyfisumsókn þar til strandsvæðisskipulag hefur tekið gildi fyrir svæðið. Frestunin skal þó ekki vera lengri en sjö mánuðir nema sérstakar ástæður mæli með því.]
1)]
3)

[Ef sýnt er fram á með gögnum að umhverfismarkmið, sett á grundvelli laga um stjórn vatnamála, náist ekki er í sérstökum tilvikum heimilt að endurskoða leyfi eða setja ný skilyrði vegna umhverfismarkmiða. Við ákvörðunina skal líta til þess hvaða áhrif breytingin hefur á hagsmuni leyfishafa og til ávinnings og óhagræðis sem hún ylli að öðru leyti.]
4)
1)L. 88/2018, 18. gr. 2)L. 60/2013, 95. gr. 3)L. 101/2000, 4. gr. 4)L. 36/2011, 32. gr.
5. gr.

Með reglugerð
1) skal [ráðherra]
2) setja nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal nánari ákvæði um þau leyfi sem um ræðir í 3. og 4. gr.

[Í reglugerð skal tilgreina helstu ákvæði sem fram skulu koma í leyfunum, m.a. um tímalengd leyfis, staðarmörk vinnslusvæða, gerð efnis, magn og nýtingarhraða ef um nýtingarleyfi er að ræða, upplýsingaskyldu og skil gagna, öryggis- og umhverfisráðstafanir, eftirlit og greiðslu kostnaðar af eftirliti og leyfisgjald.

Í reglugerð skal einnig kveðið á um þau atriði sem umsækjandi skal tiltaka í umsókn um leitar- og rannsóknarleyfi skv. 2. gr. og í umsókn um vinnsluleyfi skv. 3. gr.]
3)
1)Rg. 290/2012. 2)L. 126/2011, 145. gr. 3)L. 101/2000, 5. gr.
[6. gr.

[Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina.

Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sæta kæru til ráðherra. Kæra til ráðherra skal vera skrifleg. Um meðferð kæru til ráðherra fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.]
1)]
2)
1)L. 131/2011, 11. gr. 2)L. 68/2008, 2. gr.
[7. gr.]1)

Brot á lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim, varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum],
2) enda liggi ekki við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.
1)L. 68/2008, 2. gr. 2)L. 82/1998, 197. gr.
[8. gr.]1)

Lög þessi öðlast þegar gildi.
1)L. 68/2008, 2. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.

Þeir, sem við gildistöku laganna taka efni af eða úr hafsbotni, skulu innan sex mánaða sækja um leyfi skv. 4. gr.
[II.

Þeir sem hafa leyfi til leitar og hagnýtingar efna á, í eða undir hafsbotni skulu halda þeim í fimm ár frá gildistöku laga þessara.]
1)
1)L. 101/2000, 6. gr.