17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. mars 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi.
Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 09:48.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 181. mál - almannavarnir Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund:
Kl. 09:10: Hrannar Má Gunnarsson frá BSRB.
Kl. 09:40: Ragnar Þór Pétursson og Önnu Rós Sigmundsdóttur frá Kennarasambandi Íslands.
Kl. 10:00: Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur og Karl Óttar Pétursson frá Félagi grunnskólakennara.

3) 389. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:15
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Alþingi fer með forræði yfir veitingu ríkisborgararéttar og allsherjar- og menntamálanefnd sinnir vinnslu umsókna í umboði þingsins. Það er ekki hlutverk Útlendingastofnunar né dómsmálaráðuneytisins að breyta verklagi þingsins við vinnu sína. Undirrituð bókar því endurtekna kröfu sína um að nefndin gefi það út að verklag hennar við veitingu ríkisborgararéttar haldist óbreytt þangað til að endurskoðun nefndarinnar á ferlinu lýkur.

Eyjólfur Ármannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna afstöðu dómsmálaráðuneytisins til núverandi verklags og lagaframkvæmdar á 6. gr. laga nr. 100/1952 er óskað eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands:
Málið varðar drátt á skilum Útlendingastofnunar á gögnum og upplýsingum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sem sótt er um til Alþingis, en Alþingi veitir ríkisborgararétt með lögum skv. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952. Íslenskur ríkisborgararéttur er veittur með tvennum hætti; annars vegar með lögum frá Alþingi og hins vegar með stjórnvaldsákvörðun Útlendingastofnunar. Í 2. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt segir að áður en umsókn um ríkisborgararétt er lögð fyrir Alþingi skuli Útlendingastofnun fá um hana umsögn lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda. Enn fremur skuli Útlendingastofnun gefa umsögn um umsóknina. Er óskað eftir lögfræðiáliti um það hvort umsögn Útlendingastofnunar skv. 6. gr. laga um ríkisborgararétt lúti stjórnsýslulögum og sé stjórnsýslumeðferð í skilningi þeirra laga, eða hvort hún sé undirbúningur undir löggjöf frá Alþingi, sem lúti öðrum lögmálum. Einnig er óskað álits um hvort málsmeðferð og veiting ríkisborgararéttar með lögum skv. 6. gr. laga um ríkisborgararéttar geti brotið jafnræðisreglu stjórnsýslu eða jafnræðisreglu stjórnarskrár.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25