7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Logi Einarsson (LE), kl. 09:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:14

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá forsætisráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bryndísi Hlöðversdóttur og Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu. Forsætisráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 152. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 09:21
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) 163. mál - hjúskaparlög Kl. 09:22
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 181. mál - almannavarnir Kl. 09:24
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 172. mál - hjúskaparlög Kl. 09:25
Tillaga um að Logi Einarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Umsagnarbeiðnir Kl. 09:26
Nefndin samþykkti að veita formanni heimild til að óska eftir umsögnum um þingmál sem til hennar er vísað enda verði nefndarmönnum gefinn kostur á að koma að ábendingum um umsagnaraðila og umsagnarbeiðnin sett á dagskrá næsta fundar nefndarinnar þar á eftir til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda.

8) Önnur mál Kl. 09:31
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40