31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. apríl 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:20
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 599. mál - heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneytinu.

3) 415. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025 Kl. 09:30
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Loga Einarssyni og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögum standa Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir bar upp tillögu, á grundvelli 51. gr. þingskapa, um að fara fram á að Útlendingastofnun afhendi Alþingi allar umsóknir um ríkisborgararétt með lögum, sem bárust frá 2. október 2021 til og með 1. maí 2022, ásamt umsögnum þeim sem lög mæla fyrir um, eigi síðar en 16. maí nk. Var tillagan samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15