7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. október 2015 kl. 08:50


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:50
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:50
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 08:50
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:05
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:55
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:17

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Guðmundur Steingrímsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:50
Fundargerðir 4., 5. og 6. voru samþykktar án athugasemdar.

2) 157. mál - samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 08:55
Borin var upp sú tillaga að Jóhanna María Sigmundsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Frumvarpið verður ekki sent út til umsagnar heldur verður stuðst við umsagnir frá 144. löggjafarþingi.

3) Kynning á þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sigríður Hallgrímsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór ráðherra yfir þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:00