36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:20

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Þór Hauksson og Kolbrún Benediktsdóttir frá Héraðssaksóknara, Alda Hrönn Jóhannesdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir frá lögreglustjórafélagi Íslands (símafundur), Ólafur Helgi Kjartansson frá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum, Ingibjörg Elíasdóttir frá Jafnréttisstofu (símafundur), Elísabet Gísladóttir og Hulda Magnúsdóttir frá Umboðsmanni barna, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 369. mál - styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi Kl. 10:20
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu.

4) 26. mál - dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna Kl. 10:35
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir álitinu

5) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Grímur Sigurðsson frá lögmannafélagi Íslands og Þórunn J. Hafstein og Skúli Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 402. mál - neytendasamningar Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Daði Ólafsson og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (úrskurðarnefnd og fjölgun nefndarmanna) Kl. 11:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

8) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35