38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. febrúar 2016 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Jóhanna María Sigmundsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir nr. 35 og 36 voru samþykktar.

2) 402. mál - neytendasamningar Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson og Guðrún Rósa Ísberg frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytinu og Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (úrskurðarnefnd og fjölgun nefndarmanna) Kl. 09:18
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:25
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

6) 184. mál - Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ Kl. 09:30
Borin var upp sú tillaga að Karl Garðarsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) 424. mál - auðkenning breytingartillagna Kl. 09:32
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:35