39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. febrúar 2016 kl. 09:40


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:40
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:40
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:40
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:40
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:40
Róbert Marshall (RM) fyrir Guðmund Steingrímsson (GStein), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Dagskrárlið frestað.

2) 402. mál - neytendasamningar Kl. 09:40
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir afgreiðslu málsins. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var samþykk áliti skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (úrskurðarnefnd og fjölgun nefndarmanna) Kl. 09:43
Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum (úrskurðarnefnd og fjölgun nefndarmanna). Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var samþykk áliti skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis. Helgi Hrafn Gunnarsson var ekki samþykkur frumvarpi þessu.

4) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:50
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi álit sitt. Að áliti meiri hlutans standa, Unnur Brá Konráðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Karl Garðarsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Einarsson.

5) 100. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:53
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir álitinu. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var samþykk áliti skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

6) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:58
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni.

7) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00