35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. janúar 2019 kl. 08:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:39
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:09
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35

Birgir Ármannsson var fjarverandi. Jón Steindór Valdimarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

2) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar kom Fríða Rós Valdimarsdóttir frá Jafnréttisstofu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Heiðrún Fivelstad og Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Samtökunum ´78. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Halla Bergþóra Björnsdóttir frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og Ásthildur Sturludóttir og Vilborg Þórarinsdóttir frá Akureyrarbæ. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 26. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 09:22
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Að auki skrifa undir álitið Birgir Ármannsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Willum Þór Þórsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) 45. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:22
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Að auki skrifa undir álitið Birgir Ármannsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Willum Þór Þórsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 09:19
Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 496. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 09:19
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Staða mála. Kl. 09:21
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður 9. máls, mannanöfn, og 15. máls, almenn hegningarlög (stafrænt kynferðisofbeldi), í stað Helga Hrafns Gunnarssonar var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 09:27
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:52