34. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. febrúar 2023 kl. 09:35


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:35
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:35
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:41
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:35
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 09:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:35
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:39

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir boðaði forföll. Berglind Ósk Guðmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni stjórnsýsluúttekta 2021 Kl. 09:36
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson, Sigríði Kristjánsdóttur og Berglindi Eygló Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirfylgni stjórnsýsluúttekta 2022 Kl. 09:36
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson, Sigríði Kristjánsdóttur og Berglindi Eygló Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 10:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Jakob Guðmund Rúnarsson, Sigríði Kristjánsdóttur og Berglindi Eygló Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

5) Könnun á kosningu varaþingmanns og kjörgengi Kl. 10:54
Nefndin kannaði tilkynningu landskjörstjórnar um kosningu og kjörgengi Hermanns Jónssonar Bragasonar, sem hlaut kosningu sem 2. varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, í alþingiskosningunum 25. september 2021. Tilkynningin var gefin út í samræmi við 113. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Ekki voru gerðar athugasemdir við tilkynninguna og var nefndin einhuga um að mæla með staðfestingu kosningar Hermanns Jónssonar Bragasonar.

6) Önnur mál Kl. 10:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:56