44. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 31. ágúst 2020 kl. 09:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1906. fundur utanríkismálanefndar.

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og María Mjöll Jónsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir starfið í Mannréttindaráði Sþ og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Ástandið í Hvíta-Rússlandi Kl. 09:46
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og María Mjöll Jónsdóttir og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir viðbrögð við ástandinu í Hvíta-Rússlandi og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:13
Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, Unnur Orradóttir Ramette og Ragnhildur Arnljótsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir starfsemi sendiskrifstofa í Brussel, París og Strassborg og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Aðgangur að fundargerðum utanríkismálanefndar Kl. 11:05
Fjallað var um innkomið erindi um aðgang að fundargerðum.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fjallað var um starf nefndarinnar framundan.

Fundi slitið kl. 11:25