Íslenskur ríkisborgararéttur

Frumkvæðismál (2103063)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
11.10.2022 3. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fjallaði um málið.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir bar upp tillögu, á grundvelli 51. gr. þingskapa, um að fara fram á að Útlendingastofnun afhendi Alþingi allar umsóknir um ríkisborgararétt með lögum, sem bárust frá 2. maí 2022 til og með 1. október 2022, ásamt umsögnum þeim sem lög mæla fyrir um, eigi síðar en 25. október nk. Var tillagan samþykkt.
01.03.2022 16. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fjallaði um málið.
10.02.2022 13. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Þór Níelsson frá dómsmálaráðuneytinu.

Fleira var ekki gert.
08.02.2022 12. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.
27.01.2022 9. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fjallaði um málið.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskaði eftir að nefndin fjallaði um íslenskan ríkisborgararétt á opnum fundi. Það var samþykkt.
14.01.2022 5. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fékk á sinn fund Hauk Guðmundsson, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneytinu og Kristínu Völundardóttur, Veru Dögg Guðmundsdóttur og Öldu Karen Svavarsdóttur frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.
11.03.2021 51. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Íslenskur ríkisborgararéttur
Nefndin fékk á sinn fund Hauk Guðmundsson, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Kristínu Völundardóttur, Öldu Karen Svavarsdóttur, Þorstein Gunnarsson og Vilborgu Sif Valdimarsdóttur frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.