Reglur um nefndastörf

Á Alþingi starfa átta fastanefndir: allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd. Kosið er í nefndir þingsins á fyrsta fundi Alþingis að afloknum alþingiskosningum og gildir sú kosning fyrir allt kjörtímabilið. Ítarlegar upplýsingar um verksvið nefnda, fundi, fundargerðir o.fl. er að finna á síðunni Fróðleikur um nefndastörf. Forsætisnefnd Alþingis setur samkvæmt þingsköpum nánari reglur um ýmislegt sem viðkemur störfum fastanefnda Alþingis.

Umhverfis- og samgöngunefnd í febrúar 2017

©Geirix