Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1297, 133. löggjafarþing 654. mál: breytingar á ýmsum lögum er varða útgáfu leyfa o.fl. (leyfisveitingar sýslumanna).
Lög nr. 24 23. mars 2007.

Lög um breytingar á ýmsum lögum er varða útgáfu leyfa o.fl.


I. KAFLI
Breyting á iðnaðarlögum, nr. 42 18. maí 1978, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðanna „Lögreglustjórar“, „lögreglustjóri“ og „lögreglustjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. 2. gr., 2. málsl. 1. mgr. 10. gr., 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 12. gr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur í viðeigandi tölu og beygingarfalli: sýslumaður.

II. KAFLI
Breyting á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43 30. mars 1987, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Á eftir orðinu „Tollstjórar“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: og sýslumenn, að undanskildum sýslumönnunum í Reykjavík og Keflavík.
  2. Á eftir orðinu „tollstjórum“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. kemur: og sýslumönnum.
  3. Á eftir orðinu „tollstjóra“ fyrra sinni í 1. málsl. 2. mgr. kemur: og sýslumanna.
  4. Á eftir orðinu „tollstjóra“ síðara sinni í 1. málsl. 2. mgr. kemur: eða sýslumanna.
  5. Á eftir orðinu „tollstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: eða sýslumanns.
  6. 3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Tollstjórar og sýslumenn skulu hafa eftirlit með lögskráningarfulltrúum í umdæmum sínum.


III. KAFLI
Breyting á umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, með síðari breytingum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
  1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Enginn má stjórna bifreið eða bifhjóli nema hann hafi til þess gilt ökuskírteini sem ríkislögreglustjórinn gefur út.
  2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkislögreglustjórinn getur falið sýslumönnum og lögreglustjórum að annast útgáfu ökuskírteina.


4. gr.

     Í stað orðsins „lögreglustjóri“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. laganna kemur: útgefandi ökuréttinda.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. kemur: sýslumanns, að undanskildum sýslumanninum í Reykjavík, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fer með það hlutverk.
  2. Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóri“ í 6. mgr. kemur: Útgefandi ökukennararéttinda.


6. gr.

     Í stað orðanna „ríkislögreglustjóri“ og „ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 106. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: lögreglustjóri.

IV. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92 1. júní 1989, með síðari breytingum.

7. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sýslumenn í hverju umdæmi skulu veita leyfisumsóknum viðtöku fyrir hönd lögreglustjóra umdæmisins.

8. gr.

     Við 6. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra skulu bera einkennisfatnað eftir því sem ráðherra ákveður í reglugerð.

V. KAFLI
Breyting á lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, nr. 61 1. júní 1992, með síðari breytingum.

9. gr.

     Á eftir orðinu „sýslumanns“ í 1. gr. laganna kemur: að höfðu samráði við lögreglustjóra.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36 4. maí 1993, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „lögreglustjóra“ í 1. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: sýslumanns, að höfðu samráði við lögreglustjóra.

VII. KAFLI
Breyting á vopnalögum, nr. 16 25. mars 1998, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: lögreglustjóra; og orðið „lögreglustjóra“ í 2. málsl. sömu málsgreinar fellur brott.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „nema með leyfi ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: í atvinnuskyni nema með leyfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.
  2. 3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  3. Orðið „lögreglustjóra“ í 4. málsl. 1. mgr. fellur brott.
  4. Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóra“ í 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: Lögreglustjóra.
  5. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra.
  6. Í stað orðanna „Ríkislögreglustjóri getur og“ í 2. málsl. 7. mgr. kemur: Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu getur og, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra.


13. gr.

     1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
     Enginn má flytja úr landi skotvopn, skotfæri, sprengiefni eða skotelda nema með leyfi lögreglustjóra, enda liggi fyrir staðfesting frá þar til bærum yfirvöldum um heimild fyrir innflutningi. Ákvæði þetta á aðeins við þegar um varanlegan útflutning er að ræða.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. kemur: lögreglustjóra.
  2. 4. mgr. orðast svo:
  3.      Í sérstökum tilvikum er heimilt að veita félagasamtökum leyfi til að selja skotelda í smásölu.
  4. Orðin „lögreglustjóra og“ í 6. mgr. falla brott.
  5. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 7. mgr. kemur: lögreglustjóra.


15. gr.

     Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Lögreglustjóra.

16. gr.

     2. mgr. 14. gr. laganna fellur brott.

17. gr.

     Í stað orðanna „Ríkislögreglustjóri“ og „ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: lögreglustjóri.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Í stað orðsins „ríkislögreglustjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lögreglustjóra.
  2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.


19. gr.

     Síðari málsliður 4. mgr. 30. gr. laganna orðast svo: Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um verslunaratvinnu, nr. 28 8. apríl 1998, með síðari breytingum.

20. gr.

     Í stað orðsins „lögreglustjóra“ í 1. mgr. 12. gr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. og orðsins „lögreglustjóri“ í 1. málsl. 5. mgr. 23. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarfalli: sýslumaður.

IX. KAFLI
Gildistaka.

21. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.