Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1822, 151. löggjafarþing 697. mál: breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.).
Lög nr. 69 22. júní 2021.
I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Til frádráttarbærra vaxta skv. 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. teljast vextir af fjármálagerningum sem fara skal með sem fjárskuld í reikningsskilum og jafnframt uppfylla kröfur til myndunar eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis, skv. 84. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Skilyrtir vextir eru fyrst gjaldfæranlegir þegar skilyrði til greiðslu þeirra eru uppfyllt. Vextir sem skuldari hefur val um að greiða eða greiða ekki eru gjaldfæranlegir við greiðslu.
Þrátt fyrir 1. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020 vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru.
Þrátt fyrir 2. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra skattskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Skattskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.
II. KAFLI
Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992.
III. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996.
Við innlausn á langtímakröfum, svo sem spariskírteinum ríkissjóðs í eigu aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. á eftirtöldum tímabilum, skal haga afdrætti staðgreiðslu með eftirfarandi hætti:
IV. KAFLI
Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.
V. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Þrátt fyrir 46. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra virðisaukaskattsskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Virðisaukaskattsskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.
IX. KAFLI
Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
X. KAFLI
Breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994.
Þeim sem það kjósa skal gefinn kostur á að ljúka öllum prófhlutum til viðurkenningar bókara fyrir 1. apríl 2024.
Ákvæði 9. gr. kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á gjalddaga 20. júlí 2021 vegna greiðslutímabilsins apríl – júní 2021.
Þingskjal 1822, 151. löggjafarþing 697. mál: breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.).
Lög nr. 69 22. júní 2021.
Lög um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (nýsköpun, arður, yfirskattanefnd o.fl.).
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:- Á eftir 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sama á við um kaup stjórnarmanns á hlutum eða hlutabréfum samkvæmt kauprétti í félagi sem hann er stjórnarmaður í ef félagið fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, á því ári þegar viðskiptin eru gerð. Um skattlagningu framangreindra tekna stjórnarmanna fer skv. 1. mgr. 66. gr.
- Í stað orðanna „bréfin eru seld“ í 3. málsl. kemur: eigendaskipti verða á hlutabréfunum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:- Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögaðila er heimilt að fresta yfir tvenn áramót skattlagningu hagnaðar sem myndast hefur við umbreytingu skuldabréfs með breytirétti í hluti í félagi sem fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, á því ári þegar viðskiptin eru gerð.
- Við 2. mgr. bætast fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skipti einstaklingur utan atvinnurekstrar á hlutum í sprotafyrirtæki fyrir eignarhluti í nýstofnuðu félagi, skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., í hans eigu skulu skiptin sem slík ekki hafa í för með sér skattskyldar tekjur fyrir þann sem hlutina lét af hendi. Skal kaupverð þeirra eignarhluta sem hann eignast við skiptin ákvarðast jafnt kaupverði þeirra hluta sem látnir voru af hendi. Með sprotafyrirtæki er átt við félag sem fellur undir 3. tölul. 3. gr. laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, er innan stærðarmarka 2. tölul. 3. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr., hefur fyrir skiptin varið meira en 10% af veltu í viðurkennda rannsókna- og þróunarstarfsemi og er stofnað í þeim tilgangi. Ráðherra er heimilt að kveða á um framkvæmd ákvæðisins í reglugerð, m.a. skilgreiningu á sprotafyrirtæki.
3. gr.
3. mgr. 49. gr. laganna orðast svo:Til frádráttarbærra vaxta skv. 1. mgr. 1. tölul. 31. gr. teljast vextir af fjármálagerningum sem fara skal með sem fjárskuld í reikningsskilum og jafnframt uppfylla kröfur til myndunar eiginfjárgrunns fjármálafyrirtækis, skv. 84. gr. b laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Skilyrtir vextir eru fyrst gjaldfæranlegir þegar skilyrði til greiðslu þeirra eru uppfyllt. Vextir sem skuldari hefur val um að greiða eða greiða ekki eru gjaldfæranlegir við greiðslu.
4. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða LXVI í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Þrátt fyrir 1. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag að lokinni álagningu skattaðila á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020 vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru.
5. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir 2. mgr. 98. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra skattskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Skattskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.
6. gr.
Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Málsaðili skal láta gögn um útlagðan kostnað sinn fylgja kröfugerð. Séu ekki lögð fram fullnægjandi gögn að mati yfirskattanefndar, þrátt fyrir áskorun þess efnis, skal hún hafna kröfu um greiðslu málskostnaðar. Yfirskattanefnd er heimilt að endurskoða þá ákvörðun ef afsakanlegt verður talið að málsaðili hafi ekki bætt úr annmörkum áður en úrskurður var kveðinn upp.7. gr.
Í stað orðanna „sex menn“ í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: fimm eða sex menn.8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:- 1. málsl. orðast svo: Komi fram í kæru til yfirskattanefndar sem stjórnvald hefur til umsagnar skv. 6. gr. upplýsingar eða gögn sem ekki lágu fyrir við hina kærðu ákvörðun en stjórnvald telur að eigi að leiða til verulega breyttrar niðurstöðu í málinu er stjórnvaldi heimilt að gefa málsaðila kost á því að mál hans verði tekið til meðferðar að nýju með þeim áhrifum að kæran til yfirskattanefndar teljist afturkölluð.
- Í stað orðsins „ríkisskattstjóri“ í 4. málsl. kemur: stjórnvald.
9. gr.
Í stað orðanna „að undanteknum arði sem úthlutað er á milli félaga skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: að undanskilinni fjárhæð arðs sem úthlutað er eða greiddur af félögum skv. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. til hlutafélaga, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og félaga og samlaga sem falla undir 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.10. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Við innlausn á langtímakröfum, svo sem spariskírteinum ríkissjóðs í eigu aðila sem skattskyldir eru skv. 2. gr. á eftirtöldum tímabilum, skal haga afdrætti staðgreiðslu með eftirfarandi hætti:
- af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 1997 til og með 30. júní 2009 10%,
- af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. júlí 2009 til og með 31. desember 2009 15%,
- af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2010 til og með 31. desember 2010 18%,
- af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2017 20%,
- af áföllnum vöxtum sem féllu til frá og með 1. janúar 2018 22%.
11. gr.
Við 13. gr. laganna bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:- Skráning félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri 83.000 kr.
- Skráning annarra félaga eða aðila sem falla undir 4. og/eða 5. tölul. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003 25.000 kr.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:- Í stað fjárhæðarinnar „5.500 kr.“ í 5. tölul. kemur: 6.100 kr.
- Í stað fjárhæðarinnar „11.000 kr.“ í 6. tölul. kemur: 12.200 kr.
- Í stað fjárhæðarinnar „4.200 kr.“ í 7. tölul. kemur: 4.600 kr.
- Í stað fjárhæðarinnar „4.200 kr.“ í 8. tölul. kemur: 5.300 kr.
- Í stað fjárhæðarinnar „7.800 kr.“ í 9. tölul. kemur: 12.200 kr.
- 26. tölul. fellur brott.
- Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Fyrir útgáfu könnunarvottorðs 4.500 kr.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 262. gr. laganna:- Á eftir orðinu „virðisaukaskatt“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sbr. og 1. og 2. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 1. mgr. 16. gr. laga um erfðafjárskatt, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt, og 1. mgr. 12. gr. laga um stimpilgjald.
- Á eftir orðinu „virðisaukaskatt“ í 2. mgr. kemur: 3. mgr. 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, 2. mgr. 13. gr. laga um fjársýsluskatt.
14. gr.
Í stað orðanna „framlagning álagningarskrár“ í 4. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna kemur: lok álagningar.15. gr.
Í stað orðanna „framlagning álagningarskrár“ og „framlagningu álagningarskrár“ í 3. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: lok álagningar.16. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:Þrátt fyrir 46. gr. skal ríkisskattstjóra heimilt, með samþykki ráðherra, að fresta framlagningu þeirra virðisaukaskattsskráa sem við gildistöku þessa ákvæðis hafa vegna aðstæðna sem leiðir af heimsfaraldri kórónuveiru ekki verið lagðar fram. Virðisaukaskattsskrár sem svo háttar um skulu lagðar fram eigi síðar en 31. maí 2022.
17. gr.
Á eftir orðinu „tollgæslustjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 39. gr. laganna kemur: skattrannsóknarstjóra.18. gr.
1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum, sbr. 2. gr. laga nr. 27/2021, orðast svo:Þeim sem það kjósa skal gefinn kostur á að ljúka öllum prófhlutum til viðurkenningar bókara fyrir 1. apríl 2024.
19. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Ákvæði 9. gr. kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á gjalddaga 20. júlí 2021 vegna greiðslutímabilsins apríl – júní 2021.
Samþykkt á Alþingi 13. júní 2021.