Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög í september 2001.  Útgáfa 126b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum

1993 nr. 99 8. septemberI. kafli. Tilgangur laganna og orðaskýringar.
1. gr. Tilgangur þessara laga er:
    a. að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöruframleiðslu og vinnslu og sölu búvara til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur,
    b. að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu,
    c. að nýttir verði sölumöguleikar fyrir búvörur erlendis eftir því sem hagkvæmt er talið,
    d. að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta,
    e. að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðsluöryggi og atvinnu,
    f. að stuðla að jöfnuði á milli framleiðenda í hverri búgrein hvað varðar afurðaverð og markað.
2. gr. Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
   Afurðastöð er hver sú atvinnustarfsemi lögaðila eða einstaklings sem tekur við búvörum úr höndum framleiðenda til vinnslu, flokkunar, pökkunar, geymslu, heildsölu og/eða dreifingar.
   [Álagsgreiðsla er tiltekin fjárhæð sem greiðist á gæðastýrða framleiðslu, sbr. 41. gr.] 1)
   [Beingreiðslumark er tiltekin fjárhæð sem ákveðin er í 37. gr. og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.] 2)
   Búvörur teljast í lögum þessum afurðir búfjár, þar með taldar afurðir nautgripa, sauðfjár, hrossa, svína, alifugla og loðdýra, afurðir nytjajurta og afurðir hlunninda. Lög þessi taka ekki til afurða alifiska.
   Efri og neðri mörk greiðslumarks eru leyfileg fráviksmörk framleiðslu á lögbýli frá greiðslumarki býlisins án þess að frávikið valdi breytingu á beinum greiðslum úr ríkissjóði nema kveðið sé á um aðrar viðmiðanir í samningum [Bændasamtaka Íslands] 3) og landbúnaðarráðherra skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. eða í reglugerðum við lög þessi.
   Fóður merkir í lögum þessum vöru sem notuð er til fóðrunar búfjár við búvöruframleiðslu.
   Framleiðandi er hver sá, sem á eigin vegum hefur með búvöruframleiðslu að gera, hvort sem er einstaklingur, lögaðili, aðili að félagsbúi eða ríkisbú.
   [Greiðslumark lögbýlis er tiltekinn fjöldi ærgilda eða magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði.] 4)
   [Gæðastýrð sauðfjárframleiðsla er dilkakjöt sem framleitt hefur verið samkvæmt kröfum um skilgreindan framleiðsluferil, hollustu og umhverfisvernd.] 1)
   [Heildargreiðslumark er tiltekið magn mjólkur mælt í lítrum sem ákveðið er samkvæmt búvörusamningi með tilliti til heildarneyslu innan lands og skiptist milli lögbýla eftir greiðslumarki þeirra.] 4)
   [Jöfnunargreiðsla er tiltekin fjárhæð sem greiðist á framleiðslu umfram 18,2 kg dilkakjöts á ærgildi greiðslumarks samkvæmt skilyrðum sem fram koma í 40. gr.] 1)
   Lögbýli eða jörð er í lögum þessum skilgreint skv. 1. gr. ábúðarlaga nr. 64 31. maí 1976, með síðari breytingum.
   Sláturleyfishafi er hver sá aðili sem hefur löggildingu eða undanþáguleyfi til slátrunar búfjár samkvæmt lögum nr. 30 28. apríl 1966, 5) um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með síðari breytingum.
   [Útflutningsskylda merkir sameiginlega ábyrgð framleiðenda sauðfjárafurða á að tiltekinn hluti framleiðslu verði fluttur úr landi.] 1)
   Verðlagsár er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst árið eftir. Þó getur landbúnaðarráðherra ákveðið, að fenginni umsögn [Bændasamtaka Íslands], 6) að verðlagsár fylgi almanaksári.
   [Vetrarfóðraðar kindur eru ær, hrútar, sauðir og lömb sem sett eru á vetur og talin eru fram á forðagæsluskýrslu.] 2)
Rísi ágreiningur um hvað falla skuli undir hugtök þessi sker landbúnaðarráðherra úr þeim ágreiningi.
    1)L. 88/2000, 1. gr. 2)L. 124/1995, 2. gr. 3)L. 124/1995, 19. gr. 4)L. 124/1995, 1. gr. 5)l. 96/1997. 6)L. 112/1999, 4. gr.

II. kafli. Yfirstjórn og samtök framleiðenda.
3. gr. [Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi taka til, þar með talinn útflutning landbúnaðarvara.] 1)
    1)L. 85/1994, 1. gr.
4. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) fara með fyrirsvar framleiðenda búvara við framkvæmd laga þessara nema öðruvísi sé kveðið á um í lögum þessum.
Ráðherra getur, að fengnu samþykki [Bændasamtaka Íslands], 1) viðurkennt einstök landssamtök framleiðenda búvara til að fara með fyrirsvar vegna framleiðenda í viðkomandi grein við gerð samninga skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. og aðrar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum.
[Bændasamtök Íslands] 1) eða landssamtök skv. 2. mgr. skulu velja sér samninganefnd sem fer með umboð þeirra til samningsgerðar. Samtökin skulu tilkynna landbúnaðarráðherra um nöfn formanns og varaformanns samninganefndar eigi síðar en 1. júní vegna samninga fyrir næstkomandi verðlagsár.
Framleiðandi búvöru, sem lög þessi taka til, á rétt til að vera félagsmaður í [Bændasamtökum Íslands] 1) eða viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda skv. 2. mgr. þessarar greinar eftir nánari reglum í samþykktum [Bændasamtaka Íslands]. 1)
Samningar, sem [Bændasamtök Íslands] 1) eða viðurkennd samtök skv. 2. mgr. gera skv. a-lið 1. mgr. 30. gr., skulu vera bindandi fyrir framleiðendur viðkomandi búvara hvort sem þeir eru félagar í [Bændasamtökum Íslands], 1) samtökum skv. 2. mgr. eða standa utan þessara félagssamtaka.
    1)L. 124/1995, 19. gr.

III. kafli. 1)
    1)L. 112/1999, 5. gr.

IV. kafli. Um verðskráningu á búvörum.
7. gr. [Verðlagsnefnd búvara, skipuð sex mönnum, ákveður afurðaverð til búvöruframleiðenda og verð búvara í heildsölu.
Samtök launþega tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skal annar þeirra tilnefndur af stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og hinn af stjórn Alþýðusambands Íslands. Noti annar aðilinn ekki tilnefningarrétt sinn færist réttur hans til hins.
Stjórn Bændasamtaka Íslands og stjórnir búgreinasamtaka, sem hlotið hafa viðurkenningu skv. 4. gr. og starfa fyrir búgreinafélög þeirra afurða sem verðlagðar eru hverju sinni, tilnefna tvo fulltrúa í nefndina sameiginlega. Skal annar þeirra tilnefndur til að fjalla eingöngu um verðmyndun til framleiðenda. Skal hann víkja úr nefndinni fyrir fulltrúa samtaka afurðastöðva í nefndinni þegar fjallað er um verðmyndun hjá afurðastöðvum.
Samtök afurðastöðva fyrir búvörur tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Skulu þeir tilnefndir þannig að í nefndinni starfi hverju sinni fulltrúar frá þeirri vinnslugrein sem um er rætt hverju sinni. Annar þessara fulltrúa skal tilnefndur til að starfa aðeins í nefndinni þegar nefndin fjallar um verðmyndun hjá afurðastöðvum og kemur í stað fulltrúa framleiðenda sem víkur sæti.
Landbúnaðarráðherra tilnefnir einn fulltrúa í nefndina og er hann formaður hennar.
Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt og aðalmenn. Ákvarðanir í nefndinni skulu teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða atkvæða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu.
Tilnefningu fulltrúa í verðlagsnefnd skal lokið 15. júní ár hvert. Nú notar einhver aðili ekki rétt sinn til tilnefningar og skal landbúnaðarráðherra þá tilnefna mann í nefndina í stað samtaka framleiðenda og samtaka afurðastöðva en félagsmálaráðherra á sama hátt í stað samtaka launþega. Nefndin skal fullskipuð 1. júlí ár hvert.
Hagstofustjóri og forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins skulu vera verðlagsnefnd til aðstoðar.] 1)
    1)L. 69/1998, 1. gr.
8. gr. [Verðlagsnefnd ákveður við upphaf hvers verðlagsárs, í fyrsta sinn 1. september 1998, lágmarksverð fyrir mjólk til framleiðenda sem miðast við 1. flokks mjólk með skilgreindu efnainnihaldi. Hverri afurðastöð er heimilt að greiða framleiðendum hærra verð en lágmarksverð. Verðlagsnefnd ákveður leyfileg afföll af verði mjólkur sem ekki stenst kröfur sem 1. flokks mjólk. Ákvörðun um lágmarksverð mjólkur skal byggjast á gerð verðlagsgrundvallar fyrir bú af hagkvæmri stærð, með framleiðsluaðstöðu þar sem tekið er mið af opinberum heilbrigðis- og aðbúnaðarkröfum og hagkvæmum framleiðsluháttum. Áætlað vinnuframlag skili endurgjaldi hliðstæðu og gerist hjá starfsstéttum sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hliðstæðum kröfum um viðveru og færni. Ákvörðun verðlagsnefndar um lágmarksverð skal tekin til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Framleiðslukostnaður á nautgripakjöti til framleiðenda skal metinn og skráður af verðlagsnefnd samhliða ákvörðun á lágmarksverði mjólkur. Heimilt er verðlagsnefnd að ákveða að skráning á verði nautgripakjöts falli niður. Landssambandi kúabænda er þá heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka nautgripakjöts.
Verðlagsnefnd metur við upphaf hvers verðlagsárs framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú, í fyrsta sinn 1. september 1998. Miða skal við kostnaðarútreikninga er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir meðalbús sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður. Tilgreina skal ársvinnu á sauðfjárbúi af stærð sem miðað er við og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Mat verðlagsnefndar skal taka til endurskoðunar innan verðlagsársins komi fram um það ósk í nefndinni. Landssamtökum sauðfjárbænda er heimilt að gefa út viðmiðunarverð til framleiðenda fyrir einstaka flokka sauðfjárafurða.
Til ákvörðunar á framleiðendaverði annarra búvara en afurða sauðfjár og nautgripa skal verðlagsnefnd semja um verðlagsgrundvöll er sýni áætlaða vinnuþörf, fjármagnskostnað, rekstrargjöld, launakostnað og afurðir bús sem næst meðalbúi að stærð, sem er rekið við eðlilegar framleiðsluaðstæður, komi fram um það óskir frá Bændasamtökum Íslands og viðurkenndum samtökum búvöruframleiðenda í viðkomandi grein skv. 2. mgr. 4. gr. Tilgreina skal ársvinnu á búinu og virða endurgjald fyrir vinnuframlag til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði. Verðlagsgrundvöllurinn gildir fyrir tvö ár í senn frá byrjun verðlagsárs og skal hann vera tilbúinn fyrir þann tíma ár hvert nema annað sé ákveðið með samkomulagi í verðlagsnefnd. Nefndinni er hvenær sem er heimilt að taka mið af verðlagsbreytingum vegna fjármagns- og rekstrarkostnaðar, svo og launabreytingum á tímabilinu, komi fram um það óskir í nefndinni. Verðlagsgrundvöllur hvers tímabils framlengist sjálfkrafa um tvö ár í senn ef honum er ekki sagt upp af fulltrúum samningsaðila með minnst þriggja mánaða fyrirvara. Nefndin getur þó komið sér saman um annan frest.
Við kostnaðarútreikninga skulu beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda teljast til tekna og koma til lækkunar á verði þeirra afurða sem beinar greiðslur taka til.] 1)
    1)L. 69/1998, 2. gr.
9.–10. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
11. gr. [Hagstofa Íslands skal afla fullnægjandi gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar. Verðlagsnefnd skal í samráði við Hagstofu Íslands setja reglur um öflun gagna.
Hagþjónusta landbúnaðarins skal árlega afla rekstrarreikninga frá bændum, nægilega margra að dómi Hagstofu Íslands, er sýni raunverulegan framleiðslukostnað hinna ýmsu búvara. Skulu þeir vera tilbúnir og uppgerðir fyrir 15. júní ár hvert fyrir næsta ár á undan. Reikningar þessir skulu vera til afnota fyrir Hagstofu Íslands og verðlagsnefnd. Stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins, ásamt Hagstofu Íslands, skipuleggur þetta starf hennar í samráði við verðlagsnefnd.
Verðlagsnefnd getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upplýsingar um þau atriði er máli skipta fyrir verðlagningu búvara. Skylt er að stofna til slíkra rannsókna ef þrír nefndarmenn eða fleiri krefjast þess. Skal nefndin í því efni leita samstarfs við Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins og aðrar opinberar stofnanir, svo og [Bændasamtök Íslands], 1) að því leyti sem rannsóknirnar snerta starfssvið viðkomandi stofnana. Telji umræddar stofnanir sig ekki geta látið í té starfslið til þess að gera þær rannsóknir er verðlagsnefnd hefur ákveðið að fram skuli fara er nefndinni heimilt að ráða til þess nauðsynlegt starfslið, enda komi samþykki landbúnaðarráðherra til.
Skylt er einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að láta þeim er rannsóknir gera í té nauðsynlegar upplýsingar að viðlögðum dagsektum sé upplýsingaskyldu ekki sinnt.] 2)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 69/1998, 3. gr.
12. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
13. gr. [Verðlagsnefnd ákveður heildsöluverð búvara sem verðlagðar eru skv. 8. gr., að teknu tilliti til afurðaverðs til framleiðenda og rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara, nema annað sé tekið fram í samningi sem gerður er á grundvelli a-liðar 30. gr. laganna. Nefndin getur ákveðið að efna til sérstakra rannsókna í því skyni að fá betri upplýsingar um þau atriði er máli skipta fyrir ákvörðun heildsöluverðs á búvörum með hliðstæðum hætti og segir í 11. gr.
Verðlagsnefnd er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., heimilt í samkomulagi um heildsöluverð að gera tilteknar fyrir fram ákveðnar framleiðnikröfur til afurðastöðva, enda sé það samhljóða ákvörðun nefndarinnar.
Verðlagsnefnd getur, að fengnum tillögum afurðastöðva eða samtaka þeirra, heimilað afurðastöðvum að gera samninga sín á milli um verðtilfærslu milli tiltekinna afurða. Samningar þessir skulu hljóta staðfestingu verðlagsnefndar.] 1)
    1)L. 69/1998, 4. gr.
14. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
15. gr. [Heimilt er verðlagsnefnd að breyta heildsöluverði á búvörum hafi orðið breytingar á afurðaverði til framleiðenda, sbr. 8. gr., eða rekstrarkostnaði og vinnulaunum við vinnslu búvara, komi fram um það ósk innan nefndarinnar.] 1)
    1)L. 69/1998, 5. gr.
16. gr. [Verðlagsnefnd getur ákveðið að undanskilja einstakar vörutegundir verðlagningarákvæðum skv. 13. gr. þegar samkeppni er að mati nefndarinnar næg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag.] 1)
    1)L. 112/1999, 6. gr.
17. gr. [Bændasamtök Íslands annast verðskráningu þeirra búvara sem tekin er verðákvörðun um samkvæmt kafla þessum og auglýsa verðákvarðanir og viðmiðunarverð sem ákveðin eru samkvæmt kafla þessum.] 1)
    1)L. 112/1999, 7. gr.
18. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.

V. kafli. Um verðmiðlun.
19. gr. [[Innheimta skal verðmiðlunargjald á heildsölustigi af afurðum nautgripa og sauðfjár og telst gjaldið til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af [verðlagsnefnd búvöru]. 1) Verðmiðlunargjaldið skal vera af mjólk sem lögð er inn í afurðastöð innan greiðslumarks, 0,65 kr. á lítra, og af kindakjöti sem ætlað er til sölu á innlendum markaði, [5,00 kr.] 2) á kg.] 3)
Tekjum af verðmiðlunargjaldi skal m.a. varið þannig:
    a. til verðmiðlunar á milli afurðastöðva til þess að jafna flutningskostnað frá framleiðendum að afurðastöðvum í þeim tilgangi að auðvelda hagkvæman rekstur stöðvanna og til þess að greiða nauðsynlega flutninga á milli svæða þar sem vöntun kann að vera á einstökum afurðum, sbr. 60. gr.,
    b. til að koma á hentugri verkaskiptingu á milli afurðastöðva,
    c. til að jafna aðstöðu afurðastöðvanna til að koma framleiðsluvörum sínum á markað.
Við ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjaldi er heimilt að taka tillit til stærðar og staðsetningar afurðastöðva svo að unnt sé að styrkja sérstaklega rekstur þeirra þar sem það þykir hagkvæmur kostur vegna landfræðilegrar einangrunar.
[Áður en ráðherra tekur ákvarðanir um ráðstöfun tekna af verðmiðlunargjöldum skal leita tillagna frá Bændasamtökum Íslands og samtökum þeirra afurðastöðva sem um ræðir.] 4)] 5)
    1)L. 69/1998, 16. gr. 2)L. 130/1998, 1. gr. 3)L. 124/1995, 5. gr. 4)L. 112/1999, 8. gr. 5)L. 129/1993, 1. gr.
20. gr. [Innheimta skal verðskerðingargjald af verði hrossakjöts og nautgripakjöts til framleiðenda. Verðskerðingargjaldið skal vera 2% af framleiðendaverði hrossakjöts. Af nautgripakjöti skal gjaldið vera 800 kr. á alla slátraða gripi sem flokkast í UN og K gæðaflokka. Auk þess verði 400 kr. lagðar á hvern sláturgrip í framangreindum gæðaflokkum á tímabilinu frá 1. september til 31. desember ár hvert.] 1)
Verðskerðingargjaldi skal varið til markaðsaðgerða innan lands eða utan og til að leiðrétta birgðastöðu kjöts.] 2)
    1)L. 88/2000, 2. gr. 2)L. 124/1995, 6. gr.
21. gr.1)
    1)L. 130/1998, 3. gr.
22. gr. [Frá og með 1. september 1998 skal innheimta verðtilfærslugjald hjá afurðastöðvum af hverjum innvegnum mjólkurlítra í afurðastöð innan greiðslumarks. Gjald þetta telst til heildsölu- og dreifingarkostnaðar sé hann ákveðinn af verðlagsnefnd. Verðtilfærslugjaldið skal vera 2,65 kr. á hvern lítra mjólkur. Gjald þetta greiðist út á tilteknar mjólkurafurðir við sölu innan lands eftir ákvörðun verðlagsnefndar.] 1)
    1)L. 69/1998, 8. gr.
23. gr.1)
    1)L. 124/1995, 21. gr.
24. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) annast framkvæmd verðmiðlunar, þar með talið innheimtu, vörslu og reikningshald vegna verðmiðlunar og framleiðslugjalda samkvæmt kafla þessum. [Stjórn Bændasamtaka Íslands er heimilt að fela samtökum afurðastöðva verkefni samkvæmt þessum kafla. Skal það þá gert með sérstökum samningi sem skal staðfestur af ráðherra. Í slíkum samningi skal kveðið á um að samtök afurðastöðva lúti eftirliti Bændasamtaka Íslands við framkvæmd verkefnanna og að þau geri Bændasamtökum Íslands grein fyrir þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli samningsins.] 2) Reikningum hvers verðmiðlunargjalds skal haldið sérgreindum. Kostnaður af starfi [Bændasamtaka Íslands] 1) að þessum verkefnum skal greiddur af innheimtum verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum samkvæmt kafla þessum eftir reikningi sem ráðherra staðfestir.
Gögn um innheimtu og álagningu, svo og reikningar þeirra gjalda sem innheimt eru samkvæmt kafla þessum, skulu endurskoðuð af tveim löggiltum endurskoðendum og skal annar tilnefndur af landbúnaðarráðherra en hinn af [Bændasamtökum Íslands]. 1) Ársreikningar vegna þessara gjalda skulu birtir í Stjórnartíðindum.
Afurðastöðvar og heildsöluaðilar, sem versla með gjaldskyldar búvörur, skulu standa [Bændasamtökum Íslands] 1) skil á verðmiðlunar- og framleiðslugjöldum svo og þeim gjöldum sem á eru lögð skv. 25. gr. Selji framleiðandi búvörur sínar beint til neytanda ber honum að standa skil á gjöldum þessum til [Bændasamtaka Íslands]. 1)
[Afurðastöð er skylt að halda verðskerðingargjaldi skv. 20. gr. eftir við uppgjör við framleiðanda og standa Bændasamtökum Íslands skil á því.] 2)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 112/1999, 9. gr.
25. gr.1)
    1)L. 84/1997, 7. gr.
26. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) annast öflun þeirra gagna sem þörf er á til framkvæmdar verðmiðlunar samkvæmt kafla þessum og lætur [verðlagsnefnd búvöru] 2) í té slíkar upplýsingar. [Verðlagsnefnd búvöru] 2) getur óskað eftir því að [Bændasamtök Íslands] 1) afli tiltekinna gagna vegna þessa og leggi þau fyrir nefndina.
Aðilum, er annast vinnslu og sölu búvara, er skylt að veita [Bændasamtökum Íslands] 1) upplýsingar er að þessu lúta og þeir geta látið í té. Neiti aðili eða sinni því ekki að láta í té umbeðin gögn er heimilt að fresta greiðslu verðmiðlunargjalda eða framleiðslugjalda samkvæmt kafla þessum til viðkomandi þar til fullnægjandi skil hafa verið gerð auk þess sem heimilt er að beita dagsektum, sbr. 70. gr.
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 69/1998, 16. gr.
27. gr. [Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld og verðjöfnunargjöld samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.] 1)
[Ráðherra setur í reglugerð 2) nánari ákvæði um innheimtu, gjalddaga, álagningu gjaldanna samkvæmt áætlun og annað sem lýtur að framkvæmd á innheimtu gjaldanna.
Þá setur ráðherra í reglugerð ákvæði um framkvæmd uppgjörs og greiðslu tekna af verðmiðlunargjöldum, verðskerðingargjöldum og verðjöfnunargjaldi samkvæmt kafla þessum til afurðastöðva og framleiðenda og um uppgjörstímabil.] 3)
    1)L. 112/1999, 10. gr. 2)Rg. 598/2000. 3)L. 124/1995, 9. gr.

VI. kafli. Um greiðslu afurðaverðs.
28. gr. Afurðastöð er skylt að haga greiðslum til framleiðanda fyrir innlagðar búvörur í samræmi við ákvæði þessara laga og þeirra samninga og ákvarðana sem teknar eru með heimild í þeim.
29. gr. [Nú er ákveðið það magn mjólkur sem framleiðendum eru tryggðar beingreiðslur fyrir samkvæmt heimild í 30. gr. og verð hennar til framleiðanda er ákveðið skv. 8. gr. og er þá afurðastöð skylt að greiða framleiðanda fullt verð innan greiðslumarks samkvæmt gildandi verðlagsgrundvelli á innleggsdegi, sbr. þó 22. gr. Ber að inna greiðslu af hendi eigi síðar en 10. dag næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Heimilt er að semja um annan hátt á greiðslum en að framan greinir.
Taki mjólkursamlag við mjólk umfram greiðslumark framleiðanda sem verður utan heildargreiðslumarks við lokauppgjör skal samsvarandi magn mjólkurafurða markaðsfært erlendis á ábyrgð mjólkursamlags og framleiðanda. [Framkvæmdanefnd búvörusamninga] 1) getur þó heimilað sölu þeirra innan lands ef gengið hefur á birgðir og skortur á mjólkurvörum er því fyrirsjáanlegur. Um greiðsluskyldu afurðastöðva fyrir innlegg umfram greiðslumark mjólkur, en innan efri marka þess, fer eftir gildandi samningum landbúnaðarráðherra og Bændasamtaka Íslands skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. laganna.
[Við kaup á kindakjöti frá framleiðendum eða samkomulag um að annast sölu þess skal tilgreina hvort kjötið sé til sölu innan lands eða til útflutnings, en greiðslur fyrir kindakjöt skulu vera óháðar greiðslumarki lögbýlisins.] 2)
[Landbúnaðarráðherra skal fyrir 1. september ár hvert, að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands, ákveða það hlutfall kindakjöts sem flytja skal á erlendan markað. Ákvörðun þessi getur gilt fyrir allt að tólf mánaða framleiðslu- og sölutímabil.
Sláturleyfishafa er skylt að leggja til kjöt til útflutnings samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra, semja um skipti á kjöti við sláturleyfishafa með heimild til útflutnings eða gera verktakasamning við útflutningshús um slátrun þess hluta innleggs hússins sem flytja þarf úr landi. Sé þess ekki kostur er sláturleyfishafa skylt að greiða vegna útflutningskvaðar gjald sem landbúnaðarráðherra auglýsir fyrir 1. september ár hvert og skal svara til mismunar á áætluðu heildsöluverði og viðmiðunarverði sem miðast við meðalverð við útflutning á undangengnum tólf mánuðum. Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa, setja nánari reglur um skipulag útflutnings svo að erlendir markaðir nýtist sem best.
Allir sauðfjárframleiðendur skulu taka þátt í útflutningi eða sæta útflutningsuppgjöri vegna útflutningskvaðar fyrir sama hlutfall af framleiðslu sinni að undanskildu því magni sem framleiðandi tekur til eigin nota samkvæmt heimild í reglugerð. Undanþegnir útflutningsuppgjöri eru þó þeir framleiðendur sem hafa 0,7 vetrarfóðraðar kindur eða minna á hvert ærgildi greiðslumarks enda liggi fyrir fullnægjandi staðfesting um ásetning. Eru þeir þá skuldbundnir til að leggja aðeins inn afurðir þess fjár. Þetta hlutfall skal taka breytingum í samræmi við breytingar á sölu kindakjöts á innlendum markaði reiknað frá 7.000 tonna árlegri sölu. Þá getur landbúnaðarráðherra ákveðið, að fenginni tillögu Bændasamtaka Íslands, að kjöt af sauðfé sem slátrað er á ákveðnum tímabilum utan haustsláturtíðar verði undanþegið útflutningsuppgjöri.] 3)
1)] 4)
    1)L. 112/1999, 11. gr. 2)L. 69/1998, 9. gr. 3)L. 88/2000, 3. gr. 4)L. 124/1995, 10. gr.

VII. kafli. Um stjórn búvöruframleiðslunnar.
30. gr. Til þess að hafa stjórn á framleiðslu búvara þannig að hún verði í samræmi við tilgang laga þessara er landbúnaðarráðherra:
    a. rétt að leita eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við [Bændasamtök Íslands] 1) um magn mjólkur- og sauðfjárafurða sem framleiðendum verður ábyrgst fullt verð fyrir á samningstímanum skv. 8. gr. Samningarnir skulu gerðir fyrir 1. ágúst ár hvert og gilda næsta verðlagsár. Heimilt er að semja til lengri tíma í einu og að binda samninga við einstakar búvörur. Á sama hátt er landbúnaðarráðherra heimilt í stað ofannefndra samninga að semja um beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur- og sauðfjárafurða á lögbýlum.
    b. heimilt að ákveða skiptingu framleiðslu einstakra búvara, þar með taldra þeirra sem um er samið skv. a-lið, eftir héruðum. Skal sú skipting miðuð við félagssvæði búnaðarsambandanna en ráðherra er þó heimilt að ákveða aðra svæðaskiptingu að fengnu samþykki [Bændasamtaka Íslands] 2) og viðkomandi búnaðarsambanda.
   Heimilt er að skipta framleiðslu innan hvers svæðis eða fela stjórn viðkomandi búnaðarsambands eða samtaka framleiðenda, sem viðurkennd eru skv. 2. mgr. 4. gr., að skipta framleiðslunni milli einstakra framleiðenda samkvæmt reglugerð er ráðherra setur.
    c.–d.3)
3)
    1)L. 124/1995, 19. gr. 2)L. 112/1999, 4. gr. 3)L. 87/1995, 14. gr.
31. gr. [Andvirði tolla af innfluttu fóðri og hráefnum í það í 10., 11., 12., 17. og 23. kafla tollskrár í viðauka I við tollalög, nr. 55/1987, skal renna í sérstakan sjóð, fóðursjóð, sem skal vera í vörslu landbúnaðarráðherra.
Landbúnaðarráðherra er heimilt að greiða innflytjendum eða kaupendum fóðurs fé úr fóðursjóði sem samsvarar tollum þeim sem þeir hafa greitt við innflutning vörunnar eða fóðurkaup. Þá er enn fremur heimilt að greiða framleiðendum búvara fé úr fóðursjóði eftir afurðamagni. Ráðherra getur falið [Bændasamtökum Íslands] 1) að annast greiðslur samkvæmt þessari grein og skal þá Ríkisendurskoðun endurskoða reikninga sjóðsins.
Ráðherra setur reglugerð 2) um starfsemi fóðursjóðs og tilhögun greiðslna.] 3)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)Rg. 589/1995. Rg. 430/1996. Rg. 431/1996. 3)L. 87/1995, 15. gr.
32. gr.1)
    1)L. 87/1995, 16. gr.
33. gr. [Eftirstöðvar tekna fóðursjóðs eftir greiðslur samkvæmt ákvæðum 31. gr. skulu renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins.
Framleiðnisjóður skal, að fenginni staðfestingu landbúnaðarráðherra, ráðstafa umræddu fé sem lánum eða framlögum til eflingar nýjum viðfangsefnum í landbúnaði og til stuðnings við búgreinar og breytingar búskaparhátta á lögbýlum.] 1)
    1)L. 87/1995, 17. gr.
34. gr. Ákvarðanir um beitingu heimilda, sem felast í ákvæðum þessa kafla, skulu teknar með reglugerð. Skal réttur framleiðenda þar ákveðinn með tilliti til framleiðslu þeirra á búvöru á tilteknu tímabili. Þá er heimilt í reglugerð að ákveða að réttur framleiðenda skuli vera mismunandi eftir bústærðum, búrekstraraðstöðu, fjármagnskostnaði vegna framkvæmda á ábýlisjörð, búskapartíma vegna frumbýlinga og ættliðaskipta á jörðum og þegar framleiðsla er dregin saman eða búskap hætt. Enn fremur má þar ákveða að réttur framleiðenda skuli skerðast vegna aðstoðar sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitir til nýrra búgreina eða búháttabreytinga.
[Áður en reglugerðir um beitingu ákvæða þessa kafla eru gefnar út skal leitað tillagna Bændasamtaka Íslands og samtaka framleiðenda í viðkomandi búgrein.] 1)
    1)L. 112/1999, 12. gr.

VIII. kafli. Um aðlögun búvöruframleiðslunnar.
35. gr. Ríkissjóður skal leggja fram fjármagn til þess að mæta áhrifum samdráttar í framleiðslu mjólkur- og sauðfjárafurða. Fjármagni þessu skal varið til eflingar nýrra búgreina, markaðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar búreksturs á lögbýlum. Fjármagnið skal renna í Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem úthlutar því samkvæmt ákvæðum reglugerðar er landbúnaðarráðherra setur.

IX. kafli. [Um framleiðslu og greiðslumark sauðfjárafurða 2001–2007.]1)
    1)L. 88/2000, 4. gr.
36. gr. [Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu sauðfjárafurða eru:
    a. að styrkja sauðfjárrækt sem atvinnugrein og bæta afkomu sauðfjárbænda,
    b. að ná fram aukinni hagræðingu í sauðfjárrækt,
    c. að sauðfjárrækt verði í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og æskileg landnýtingarsjónarmið,
    d. að halda jafnvægi milli framleiðslu og sölu sauðfjárafurða,
    e. að efla fagmennsku, þekkingu og þróun í sauðfjárrækt.] 1)
    1)L. 88/2000, 5. gr.
37. gr. [Frá og með 1. janúar 2001 verður beingreiðslumark sauðfjárafurða 1.740 millj. kr. á ári og skiptist hlutfallslega eins milli lögbýla og beingreiðslur gerðu árið 2000. Beingreiðslur til einstakra lögbýla taka breytingum í samræmi við ákvæði 2. og 4. mgr. 38. gr., 1. mgr. 39. gr. og 41. gr.] 1)
    1)L. 88/2000, 6. gr.
38. gr. [Greiðslumark skal bundið við lögbýli. Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir rétthafa greiðslumarks lögbýla og handhafa beingreiðslna samkvæmt því. Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi beingreiðslna. Þegar um fleiri sjálfstæða rekstraraðila er að ræða með aðskilinn búrekstur getur hver og einn þeirra verið handhafi beingreiðslna.
Heimilt er að flytja greiðslumark milli lögbýla fram til 1. janúar 2004 eða þar til ríkissjóður hefur keypt upp 45.000 ærgildi, sbr. 4. mgr., með eftirtöldum skilyrðum: við sameiningu lögbýla; ef eigandi lögbýlis, sem hefur búið og stundað framleiðslu síðastliðin tvö ár, flytur á annað lögbýli; og ef eigandi að sérskráðu greiðslumarki flytur á annað lögbýli. Þegar ríkissjóður hefur keypt upp 45.000 ærgildi, sbr. 4. mgr., eða eigi síðar en 1. janúar 2004 verður framsal greiðslumarks milli lögbýla heimilt án framangreindra takmarkana. Framsal greiðslumarks skal taka gildi 1. janúar ár hvert og beingreiðslur greiðast framsalshafa frá sama tíma. Tilkynna skal Bændasamtökum Íslands framsal fyrir 15. janúar ár hvert vegna beingreiðslna fyrir viðkomandi ár.
Sé ábúandi annar en eigandi lögbýlis þarf samþykki ábúanda og eiganda fyrir framsali greiðslumarks.
Ríkissjóði er heimilt að kaupa upp greiðslumark í sauðfé. Beingreiðslum, sem svara til fyrstu 25.000 ærgildanna sem ríkið kaupir upp, skal varið til að greiða álag á framleitt dilkakjöt fyrstu tvö árin. Eftir það nýtast þær til álags á gæðastýrða framleiðslu. Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd þessa í reglugerð. 1)] 2)
    1)Rg. 399/2000. 2)L. 88/2000, 7. gr.
39. gr. [Beingreiðslur greiðast úr ríkissjóði til handhafa í samræmi við greiðslumark lögbýlis eins og það er á hverjum tíma. Beingreiðslur skulu vera 4.399 kr. á hvert ærgildi á árunum 2001 og 2002 en lækka árlega eftir það miðað við framangreinda fjárhæð sem hér segir: árið 2003 um 12,5%, árið 2004 um 15%, árið 2005 um 17,5%, árið 2006 um 20% og árið 2007 um 22,5%.
Réttur til beingreiðslna flyst milli aðila innan lögbýlis við ábúendaskipti og við breytingu skráningar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða.
Til að fá fullar beingreiðslur þarf handhafi að eiga að lágmarki 0,6 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks árið 2001. Síðan skal landbúnaðarráðherra ákveða árlega ásetningshlutfall að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga. Nái ásetningur ekki því lágmarki skerðast beingreiðslur hlutfallslega. Á lögbýlum þar sem búfjárbeit kemur í veg fyrir eðlilega framkvæmd uppgræðslu eða veldur of miklu álagi á beitiland er ráðherra heimilt að ákveða lægra ásetningshlutfall að fenginni umsögn Landgræðslu ríkisins og/eða Skógræktar ríkisins. Þá getur ráðherra ákveðið að víkja frá framangreindu ásetningshlutfalli hjá framleiðendum sem hafa skorið niður fé til útrýmingar sjúkdómum.
Falli beingreiðslur niður án þess að gerður hafi verið samningur um búskaparlok heldur viðkomandi lögbýli greiðslumarki sínu. Tilkynna skal Bændasamtökum Íslands um búskaparáform fyrir 15. janúar ár hvert ef handhafi óskar eftir að fá beingreiðslur aftur að loknu hléi. Beingreiðslur greiðast handhafa frá og með 1. janúar ár hvert eftir að hléi lýkur.
Heimilt er að skerða eða fella niður beingreiðslur ef sauðfjárbóndi gefur rangar upplýsingar um ásettan fjölda sauðfjár eða stundar ólöglega sölu eða dreifingu á kjöti af heimaslátruðu sauðfé eða brýtur á annan hátt reglur eða samningsbundin ákvæði um afsetningu afurða.
Beingreiðslur sem lausar eru án samninga um búskaparlok getur framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveðið að nota í önnur verkefni.] 1)
    1)L. 88/2000, 8. gr.
40. gr. [Jöfnunargreiðslur skal greiða til framleiðenda eftir nánari ákvæðum sem ráðherra setur í reglugerð.
Jöfnunargreiðslur reiknast þannig að greidd verður jöfnun, að hámarki 100 kr. á kíló á greiðslugrunn, sem reiknast á eftirfarandi hátt: Finna skal það meðalinnlegg dilkakjöts tveggja ára af árunum 1997, 1998 og 1999 sem er umfram 18,2 kg á hvert ærgildi lögbýlisins eins og það var skráð við hver áramót þar á undan. Reikna skal 30% álag á framleiðslu júní- og júlímánaða og 12% álag á framleiðslu ágústmánaðar. Sala líflamba vegna fjárskipta skal talin til framleiðslu. Sama gildir um eigin ásetning líflamba vegna uppbyggingar bústofns eftir fjárleysi.
Einungis þeir framleiðendur sem skiluðu árlega í afurðastöð að reiknuðu meðaltali meira en 1.250 kg dilkakjöts á árunum 1997, 1998 og 1999 geta átt rétt á jöfnunargreiðslum. Skilyrði til að hljóta jöfnunargreiðslur eru enn fremur að innlagt dilkakjöt á árinu fari ekki niður fyrir 18,2 kg á hvert ærgildi greiðslumarks og að innlagt dilkakjöt árið á undan sé að lágmarki 18,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á. Frá og með 1. janúar 2003 er réttur til að hljóta jöfnunargreiðslur einnig bundinn því skilyrði að framleiðendur hafi með höndum gæðastýrða framleiðslu, sbr. 41. gr.
Jöfnunargreiðslur verða ekki framseldar eða uppkeyptar.] 1)
    1)L. 88/2000, 9. gr.
41. gr. [Sauðfjárframleiðendur sem á árunum 2003–2007 uppfylla skilyrði um gæðastýrða framleiðslu eiga rétt til sérstakra álagsgreiðslna úr ríkissjóði. Álagsgreiðslur skulu greiddar af uppkaupaálagi, sbr. 4. mgr. 38. gr., og af þeim fjármunum sem beingreiðslur lækka um skv. 1. mgr. 39. gr. Álagsgreiðslur geta að hámarki numið 100 kr. á hvert kg dilkakjöts.] 1)
    1)L. 88/2000, 10. gr.
42. gr. Ágreiningi um ákvörðun á greiðslumarki lögbýlis, skráningu á greiðslumarki, rétt til beinna greiðslna og framkvæmd verðskerðingar samkvæmt þessum kafla og reglugerðum þar um er heimilt að skjóta til þriggja manna úrskurðarnefndar sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Skal einn tilnefndur af [stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins], 1) einn án tilnefningar og einn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands. Ráðherra skipar einn úr þeirra hópi formann nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Úrskurði nefndarinnar verður ekki skotið til ráðherra.
    1)L. 112/1999, 14. gr.
43. gr. [Allir þeir sem hafa greiðslumark til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu sauðfjárafurða eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.] 1)
[Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð 2) nánari ákvæði um greiðslumark lögbýla, beingreiðslur, framkvæmd og tilhögun þeirra, frávik frá ásetningshlutfalli, jöfnunargreiðslur, kaup ríkissjóðs á greiðslumarki, aðilaskipti að greiðslumarki o.fl.] 3)
    1)L. 124/1995, 18. gr. 2)Rg. 23/1996, rg. 399/2000, rg. 19/2001. 3)L. 88/2000, 11. gr.

X. kafli. [Um framleiðslu og greiðslumark mjólkur 1998–2005.]1)
    1)L. 69/1998, 10. gr.
44. gr. [Markmið með ákvæðum þessa kafla um framleiðslu mjólkur eru:
    a. að skapa rekstrarumhverfi fyrir framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða sem leiði af sér aukna hagkvæmni,
    b. að bæta afkomumöguleika í mjólkurframleiðslu svo að nauðsynleg nýliðun og eðlileg endurnýjun fjárfestinga geti orðið,
    c. að nýta á sem bestan hátt skilyrði til framleiðslu mjólkur fyrir markað innan lands og aðra þá markaði sem teljast hagkvæmir og viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur milli framleiðslu og eftirspurnar.] 1)
    1)L. 69/1998, 11. gr.
45. gr. [Heildargreiðslumark mjólkur er tiltekið magn mjólkur, mælt í lítrum, sem beingreiðslur ríkissjóðs miðast við. Heildargreiðslumark mjólkur skal ákveðið þremur mánuðum fyrir upphaf hvers verðlagsárs. Við ákvörðun þess skal byggt á neyslu innlendra mjólkurvara sem farið hafa um afurðastöðvar undanfarið tólf mánaða tímabil og áætlun [Bændasamtaka Íslands] 1) fyrir komandi verðlagsár, að teknu tilliti til birgða. [Bændasamtök Íslands skulu byggja áætlun fyrir komandi verðlagsár á upplýsingum frá afurðastöðvum.] 2) Við mat á neyslu og birgðum skal miða við gildandi stuðla um samsetningu mjólkurafurða samkvæmt ákvörðun Framkvæmdanefndar búvörusamninga. Verði sala mjólkurafurða undir heildargreiðslumarki ársins þannig að birgðir aukist kemur mismunur til lækkunar á heildargreiðslumarki næsta árs. Á sama hátt hækkar heildargreiðslumark ef sala eykst. Birgðir sem verða til vegna framleiðslu einstakra mjólkurframleiðenda umfram heildargreiðslumark, sbr. 3. mgr., teljast ekki til birgða við ákvörðun heildargreiðslumarks.
Landbúnaðarráðherra skal, að fengnum tillögum [framkvæmdanefndar búvörusamninga], 2) ákveða heildargreiðslumark mjólkur fyrir hvert verðlagsár og setja í reglugerð nánari ákvæði um skiptingu þess í greiðslumark lögbýla.
Framleiðsla mjólkur umfram greiðslumark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers framleiðanda og viðkomandi afurðastöðvar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur þó heimilað sölu þessara vara innan lands ef heildarframleiðsla verður minni en sala og birgðastaða gefa tilefni til.] 3)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 112/1999, 15. gr. 3)L. 69/1998, 12. gr.
46. gr. [Greiðslumark skal bundið við lögbýli. [Bændasamtök Íslands skulu halda skrá yfir greiðslumark lögbýla og handhafa réttar til beingreiðslu samkvæmt því.] 1) Á hverju lögbýli skal aðeins einn framleiðandi vera skráður handhafi. Þó er heimilt, þegar um fleiri sjálfstæða aðila er að ræða sem standa að búinu, að skrá þá sérstaklega.
Greiðslumark hvers lögbýlis verður við upphaf verðlagsárs 1998–1999 jafnt greiðslumarki þess eins og það verður skráð við lok verðlagsársins 1997–1998, að teknu tilliti til breytinga sem verða á heildargreiðslumarki vegna verðlagsársins 1998–1999, skv. 1. mgr. 45. gr. laganna og að teknu tilliti til aðilaskipta fyrir 20. ágúst 1998. Að þeim tíma liðnum breytist greiðslumark hvers lögbýlis í hlutfalli við breytingar á heildargreiðslumarki, við aðilaskipti með greiðslumark eða vegna tilfærslna á greiðslumarki milli lögbýla samkvæmt reglum sem landbúnaðarráðherra setur.
Sé greiðslumark ekki nýtt til framleiðslu að neinu leyti í full tvö ár fellur það niður, enda hafi [Bændasamtök Íslands] 2) tilkynnt eiganda lögbýlis um rétt til sölu eða geymslu greiðslumarksins. Framkvæmdanefnd búvörusamninga er heimilt að ráðstafa þessu greiðslumarki til frumbýlinga, en að öðru leyti bætist það við greiðslumark annarra lögbýla í hlutfalli við skráð greiðslumark þeirra. Óski framleiðandi eftir að halda greiðslumarki á lögbýlinu án þess að nýta það til framleiðslu getur hann lagt það inn til geymslu hjá [Bændasamtökum Íslands], 2) lengst til 1. september 2005. Greiðslumark sem þannig er geymt tekur ekki breytingum á geymslutímanum.] 3)
    1)L. 112/1999, 16. gr. 2)L. 112/1999, 4. gr. 3)L. 69/1998, 13. gr.
47. gr. [Heimil eru aðilaskipti greiðslumarks á milli lögbýla, enda séu uppfyllt skilyrði þau sem ráðherra setur í reglugerð.
Aðilaskipti með greiðslumark taka ekki gildi fyrr en staðfesting [Bændasamtaka Íslands] 1) liggur fyrir. Sé ábúandi lögbýlis annar en eigandi þess þarf samþykki beggja fyrir flutningi greiðslumarks frá lögbýli, sbr. þó ákvæði 3. mgr. [Ákvörðun Bændasamtaka Íslands um staðfestingu eða synjun staðfestingar á aðilaskiptum með greiðslumark má skjóta til úrskurðarnefndar sem starfar skv. 42. gr.] 2)
Leiguliða er heimilt að kaupa greiðslumark á lögbýli og skal það sérstaklega skráð á nafn hans. Leiguliða er heimilt að selja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareiganda. Þó skal jarðareigandi eiga forkaupsrétt við ábúðarlok leiguliða á því markaðsverði sem síðast liggur fyrir skv. 1. mgr.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um markaðsfyrirkomulag og aðilaskipti með greiðslumark og skráningu þess.] 3)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 112/1999, 17. gr. 3)L. 69/1998, 14. gr.
48. gr. [Beingreiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og skal svara til 47,1% af verði mjólkur eins og það er ákveðið skv. 8. gr. laganna. Greiðslu til hvers lögbýlis samkvæmt greiðslumarki þess er heimilt að skipta á þann veg að hluti greiðslunnar verði óháður framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlis sé ekki minni en tilskilið lágmark sem hlutfall eða heild af greiðslumarki, hluti greiðist eftir framleiðslu og hluti greiðist þannig að það stuðli að sem jafnastri dreifingu innleggs eftir mánuðum. Beingreiðsla skal greiðast mánaðarlega og skal framkvæmdanefnd búvörusamninga ákveða nánar greiðslutilhögun og fráviksmörk beingreiðslu fyrir upphaf hvers verðlagsárs, að fengnum tillögum Landssambands kúabænda.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð, að fengnum tillögum framkvæmdanefndar búvörusamninga, nánari reglur um beingreiðslur, m.a. um framkvæmd þeirra, greiðslutilhögun, fráviksmörk og ráðstöfun beingreiðslna vegna ónýtts greiðslumarks.] 1)
    1)L. 69/1998, 15. gr.
49. gr. Ákvæði 42. gr. um úrskurðarnefnd gildir einnig um ágreining vegna ákvörðunar á greiðslumarki lögbýla samkvæmt þessum kafla.
Allir þeir sem hafa fullvirðisrétt/greiðslumark til ráðstöfunar eða hagnýtingar eða hafa með höndum framleiðslu mjólkur eru háðir þeim breytingum á réttarstöðu sem lög þessi hafa í för með sér.
Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um aðlögun og stjórn framleiðslu mjólkur.

XI. kafli. Um vinnslu og sölu búvara.
50. gr.1)
    1)L. 112/1999, 18. gr.
51. gr. Byggingu og staðsetningu afurðastöðva skal haga á þann hátt sem hagkvæmastur er fyrir heildarskipulag viðkomandi búgreinar.
1)
Við löggildingu sláturhúsa samkvæmt [ lögum nr. 96 27. maí 1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum], 2) skal gætt ákvæða 1. mgr. þessarar greinar.
    1)L. 112/1999, 19. gr. 2)L. 88/2000, 12. gr.
52. gr. [Innflutningur landbúnaðarvara frá ríkjum, sem staðfest hafa aðild sína að samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, skal vera óheftur nema önnur lög takmarki. Með þeim takmörkunum sem leiðir af ákvæðum fríverslunar- og annarra milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að er landbúnaðarráðherra heimilt að takmarka innflutning landbúnaðarvara frá ríkjum utan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á vörum þeim er greinir í viðaukum I og II með lögum þessum.
Landbúnaðarráðherra er einnig heimilt að banna innflutning á afurðum dýra og plantna sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra aðskotaefna umfram það sem leyft er við framleiðslu hér á landi og geta verið hættuleg heilsu manna. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð 1) á hvern hátt hagað skuli eftirliti með innflutningi afurðanna, sýnatöku og rannsóknum.] 2)
    1)Rg. 479/1995, sbr. 784/2000. 2)L. 87/1995, 18. gr.
53. gr. [Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IIIA og B við tollalög, nr. 55/1987, á þeim tollum sem tilgreindir eru í 6. gr. A í tollalögum.
Úthlutun tollkvóta skal, eftir því sem við getur átt, vera í samræmi við samninginn um málsmeðferð við veitingu innflutningsleyfa sem birtur er í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Umsókn um tollkvóta má aðeins taka til greina að umsækjandi hafi heildsöluleyfi. Heimilt er að skipta tollkvótum upp í einingar. Tollkvótum skal úthlutað til ákveðins tíma, allt að einu ári í senn. Berist umsóknir um meiri innflutning en sem nemur tollkvóta vörunnar skal heimilt að láta hlutkesti ráða úthlutun eða leita tilboða í heimildir til innflutnings samkvæmt tollkvótum og skal andvirðið þá renna í ríkissjóð. Endurúthluta má tollkvótum sem ekki eru nýttir innan þess frests sem tilgreindur er við úthlutun kvótans. Heimilt er í stað úthlutunar á tollkvóta að veita almenna heimild til innflutnings á þeim tollum sem um tollkvótana gilda.
Um viðurlög við misnotkun tollkvóta í því skyni að fá ívilnun í tolli eða sköttum við innflutning á vörum sem ekki falla undir tollkvótann skal fara skv. XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987. Heimilt er að synja þeim um úthlutun tollkvóta sem gerst hefur sekur um misnotkun.
Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tollataxtar, viðurlög við misnotkun og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.] 1)
    1)L. 87/1995, 19. gr.
[53. gr. A. Landbúnaðarráðherra er heimilt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur samkvæmt viðaukum IVA og B við tollalög, nr. 55/1987, á þeim tollum sem tilgreindir eru í 6. gr. A í tollalögum. Getur hann ákveðið hverju sinni hvaða tolltöxtum 3. og 4. mgr. tilvitnaðs ákvæðis er beitt. Úthlutun tollkvóta skal eftir því sem við getur átt fara eftir ákvæðum 53. gr.
Ráðherra getur ákveðið að tollkvóti í viðauka IVB, sem við úthlutun ber lægri toll en kveðið er á um í 2. mgr. 6. gr. A tollalaga, komi til frádráttar tollkvóta í viðauka IIIB. Skerðir þá kvótinn ekki úthlutunarheimildir samkvæmt þessari grein.
Við úthlutun tollkvóta hefur ráðherra hliðsjón af því hvort nægilegt framboð af viðkomandi vörum á hæfilegu verði er til staðar og hvort innflutningsmagn í tollkvótum IIIA og IIIB hafi náð þeim mörkum sem þar eru sett.
Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 53. gr., og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.] 1)
    1)L. 87/1995, 20. gr.
54. gr. Landbúnaðarráðherra getur með reglugerð ákveðið að mjólk og mjólkurvörur, egg, kartöflur, garðávextir og grænmeti, sem selja á innan lands eða flytja skal á erlendan markað, skuli metið, flokkað og merkt eftir tegundum, gæðum og uppruna enda fullnægi varan reglum um heilbrigði og hollustuhætti sem settar eru á grundvelli [ laga nr. 7 12. mars 1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir], 1) og [ laga nr. 93 28. júní 1995, um matvæli]. 1)
Til að standa straum af kostnaði við mat samkvæmt þessari grein er ráðherra heimilt að láta innheimta sérstakt matsgjald af þeirri vöru sem matið tekur til og má gjaldið vera tiltekin krónutala á hverja þyngdareiningu eða hlutfall af verði vörunnar til framleiðanda. Matsgjaldið má þó aldrei vera hærra en sem nemur 1,5% af verði vörunnar til framleiðanda. Framleiðandi þeirrar vöru, sem tekin er til mats, er ábyrgur fyrir greiðslu matsgjalds. Gjald þetta má taka lögtaki. Heimilt er að ákveða að það skuli innheimt með búnaðarmálasjóðsgjaldi samkvæmt lögum nr. 41 15. maí 1990. 2)
Landbúnaðarráðherra ákveður yfirstjórn mats þeirra búvara sem ákveðið er að taka til mats samkvæmt þessari grein.
Um löggildingu matsmanna fer eftir ákvæðum í reglugerð og er þar heimilt að ákveða að afurðastöð og söluaðilar skuli á sinn kostnað hafa í þjónustu sinni matsmenn til að framkvæma mat samkvæmt þessari grein. Þá eina má skipa eða löggilda sem matsmenn sem hafa góða þekkingu á viðkomandi búvöru og reynslu í öllu er varðar meðferð varanna og mat á þeim.
Í reglugerð skulu sett ákvæði um matsreglur, gæðaflokkun, framkvæmd mats, yfirmat og annað sem lýtur að matinu.
Afurðastöðvum og öðrum, sem annast sölumeðferð þeirra búvara sem mat samkvæmt þessari grein tekur til, er skylt að sjá matsmönnum fyrir aðstöðu til að framkvæma matið samkvæmt nánari reglum sem settar skulu í reglugerð.
Við verðlagningu búvara skal verð þeirra ákveðið mismunandi eftir tegunda- og gæðaflokkum sem ákveðnir eru samkvæmt þessari grein, [ lögum nr. 96 27. maí 1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum], 1) lögum nr. 57 16. maí 1990, um flokkun og mat á gærum og ull, og öðrum lögum og reglum um sama efni.
    1)L. 88/2000, 13. gr. 2)l. 84/1997.
55. gr. Þeir sem versla með búvörur skulu fullnægja skilyrðum laga og annarra ákvarðana yfirvalda um slíka starfsemi og hafa fullnægjandi aðstöðu til meðferðar, flutnings og geymslu þeirrar vöru sem þeir taka til sölumeðferðar samkvæmt reglum heilbrigðisyfirvalda.
Nú selur framleiðandi eigin búvöruframleiðslu til smásöluverslunar eða neytenda og er honum þá skylt að fullnægja ákvæðum laga og annarra ákvarðana yfirvalda um flokkun, mat, flutning, geymslu og annað sem lýtur að meðferð vörunnar.
Skylt er seljanda og kaupanda að veita [landbúnaðarráðuneytinu] 1) allar umbeðnar upplýsingar um söluna, þar á meðal um uppruna vörunnar, svo að ganga megi úr skugga um að ofangreind skilyrði hafi verið uppfyllt.
    1)L. 112/1999, 20. gr.
56.–58. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
59. gr. [Afurðastöðvum í mjólkuriðnaði er heimilt að gera samkomulag um verkaskiptingu milli mjólkursamlaga að því er varðar framleiðslu einstakra mjólkurvara fyrir innlendan og erlendan markað. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðherra hefur staðfest það.] 1)
    1)L. 112/1999, 21. gr.
60.–61. gr.1)
    1)L. 69/1998, 18. gr.
62. gr. [Bændasamtök Íslands] 1) og sláturleyfishafar skulu gera samkomulag um verkaskiptingu á milli sláturleyfishafa vegna slátrunar og verkunar sauðfjár- og stórgripaafurða til sölu á erlenda markaði með tilliti til mismunandi heimilda þeirra til slátrunar og verkunar á þessum búvörum til útflutnings og þess að sala hvers sláturleyfishafa á innlendum markaði miðist við hlutfall heimilaðrar framleiðslu skv. 30. gr. þeirra framleiðenda sem eru í viðskiptum hjá sláturleyfishafa.
Heimilt er að gera slíkt samkomulag til tiltekins tíma og skal aðilum heimilt að óska endurskoðunar á því vegna breyttra aðstæðna, eftir því sem nánar er tekið til í samkomulaginu. Samkomulagið öðlast ekki gildi fyrr en landbúnaðarráðherra hefur staðfest það.
Nú næst ekki slíkt samkomulag sem um ræðir í 1. mgr. eða ráðherra neitar að staðfesta það og skal ráðherra þá úrskurða framangreinda verkaskiptingu. Úrskurður þessi skal vera tímabundinn og má gilda í allt að tvö ár. Aðilum er á þessu tímabili frjálst að gera með sér samkomulag skv. 1. mgr. er komi í stað úrskurðar ráðherra. Í slíkum úrskurði er heimilt að kveða á um magn og verkun þessara búvara og skiptingu þeirra til sölu innan lands og utan.
Brjóti sláturleyfishafi gegn samkomulagi eða úrskurði samkvæmt þessari grein er ráðherra heimilt að svipta viðkomandi sláturleyfi samkvæmt [ lögum nr. 96 27. maí 1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum]. 2)
    1)L. 112/1999, 4. gr. 2)L. 88/2000, 14. gr.
63. gr. Framleiðsluráð landbúnaðarins hættir rekstri Grænmetisverslunar landbúnaðarins frá og með 1. júní 1986.
Landbúnaðarráðherra er þó heimilt að ákveða að breyting skv. 1. mgr. verði fyrr enda hafi þá náðst samkomulag við aðila skv. 3. mgr. um yfirtöku á rekstri fyrirtækisins, sölu og leigu á eignum þess og að hið nýja fyrirtæki gefi fastráðnu starfsfólki Grænmetisverslunar landbúnaðarins kost á sambærilegum störfum. Skulu ákvæði 14. gr. laga nr. 38 14. apríl 1954, 1) um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, þá ekki ná til þeirra starfsmanna Grænmetisverslunar landbúnaðarins sem njóta lögkjara samkvæmt þeim lögum.
Heimilt er landbúnaðarráðherra að selja samtökum framleiðenda kartaflna og grænmetis eða hlutafélagi í eigu þessara aðila eignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins, aðrar en fasteignir. Þá er ráðherra heimilt að leigja sömu aðilum núverandi fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins til reksturs dreifingar- og sölufyrirtækis með kartöflur og grænmeti.
Tekjur, sem fást við sölu og leigu á eignum skv. 3. mgr., ásamt sjóðum Grænmetisverslunar landbúnaðarins við starfslok, skulu lagðar í sérstakan sjóð sem hefur það verkefni að styrkja stofnræktun garðávaxta, rannsóknir og tilraunir með ræktun og meðferð garðávaxta og vöruþróun á þessu sviði. Sjóðurinn skal vera í vörslu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og annast stjórn hans úthlutun úr sjóðnum samkvæmt ákvæðum reglugerðar er landbúnaðarráðherra setur.
    1)l. 70/1996.
64. gr. Þar sem afurðastöð búvara er í eigu aðila sem hefur með höndum annan rekstur er skylt að halda bókhaldi og fjárreiðum afurðastöðvarinnar aðgreindum frá öðrum rekstri viðkomandi aðila.
Þá getur [verðlagsnefnd búvöru] 1) ákveðið að afurðastöðvar skuli setja reikninga sína upp með samræmdum hætti.
    1)L. 69/1998, 16. gr.

XII. kafli. Ýmis ákvæði.
65. gr. [Bændasamtök Íslands láta safna og gefa út ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu, markaðshorfur og afkomu landbúnaðarins á hverjum tíma. Þá skulu samtökin gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara.
Skylt er öllum þeim er hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta samtökunum í té allar upplýsingar er þeim geta að gagni komið við störf þeirra og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda.] 1)
    1)L. 112/1999, 22. gr.
66. gr. Kostnaður við framkvæmd IV. kafla þessara laga greiðist úr ríkissjóði. Ráðherra ákveður þóknun nefndarmanna í verðlagsnefnd … 1)
    1)L. 69/1998, 16. gr.
67. gr. [Landbúnaðarráðherra skal setja reglugerð 1) um gæðastjórn í landbúnaðarframleiðslu. Í reglugerðinni skal lýst kröfum um gæðastjórn, vinnslu, geymslu og dreifingu íslenskra landbúnaðarafurða.] 2)
    1)Rg. 504/1998, sbr. 15/2000. 2)L. 124/1995, 20. gr.
68. gr.1)
    1)L. 112/1999, 23. gr.
69. gr. Landbúnaðarráðherra setur með reglugerð 1) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara.
    1)Rg. 224/1994. Rg. 373/1993. Rg. 60/1994, sbr. 660/1994. Rg. 407/1997, sbr. 617/1997. Rg. 522/1997. Rg. 523/1997. Rg. 524/1998, sbr. 488/1999.
70. gr. Með mál út af brotum gegn lögum þessum og reglugerðum, sem settar verða samkvæmt þeim, skal farið sem opinber mál. Varða brot sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Ef aðili, sem samkvæmt lögum þessum er skylt að gefa [Bændasamtökum Íslands] 1) skýrslu eða upplýsingar, tregðast við að láta þær í té má beita dagsektum frá 100–5.000 kr., eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð.
    1)L. 112/1999, 4. gr.
71. gr. Ákvæði laga þessara um greiðslumark og beinar greiðslur ríkissjóðs til framleiðenda mjólkur og sauðfjárafurða á lögbýlum falla úr gildi 31. ágúst 1998 nema samningur hafi verið gerður á grundvelli a-liðar 1. mgr. 30. gr.
72. gr. [[Landbúnaðarráðherra er heimilt, til þess að jafna samkeppnisstöðu innlendra og innfluttra vara, að leggja verðjöfnunargjöld 1) á innfluttar vörur úr viðaukum I og II 2) með lögum þessum, sem unnar eru úr landbúnaðarhráefnum, sem jafnframt eru framleiddar hér á landi og sem heimilt er að leggja verðjöfnunargjöld á samkvæmt ákvæðum í fríverslunar- og öðrum milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.] 3)
Verðjöfnunargjöld samkvæmt þessari grein skulu innheimt við tollafgreiðslu og renna í ríkissjóð.
Fjárhæð verðjöfnunargjalds má að hámarki vera mismunur annars vegar á innlendu verði hráefnis sem ákveðið er skv. 1. tölul. og hins vegar erlendu viðmiðunarverði sem ákveðið er skv. 2. tölul.:
    1. Innlent verð skal ákveðið í eftirfarandi röð:
    1.1. Umsamið innlent viðmiðunarverð í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að og bókunum við þá og tekur til hlutaðeigandi innflutnings.
    1.2. Samkvæmt IV. kafla laga þessara ef verð er ákveðið og birt í samræmi við þær reglur.
    1.3. Í samræmi við reglur 6. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald.
    2. Erlent viðmiðunarverð skal ákveðið þannig eftir því sem við á um hlutaðeigandi innflutning:
    2.1. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar samkvæmt verðjöfnunarákvæðum í bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
    2.2. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar samkvæmt bókun 2 við samning milli Íslands og Efnahagsbandalags Evrópu.
    2.3. Viðmiðunarverð sem lagt er til grundvallar í verðjöfnunarákvæðum í öðrum fríverslunarsamningum en skv. 2.1 og 2.2 sem Ísland er aðili að á hverjum tíma.
    2.4. Viðmiðunarverð sem birt er sem heimsmarkaðsverð einstakra landbúnaðarhráefna af hálfu Evrópusambandsins eða fríverslunarsamtaka, og skal ráðherra ákveða nánar í reglugerð við hvaða verð miðað er á hverri hráefnistegund. Komi í ljós að framleiðendur vöru eigi kost á að kaupa hráefni á lægra verði en birtu viðmiðunarverði samkvæmt framangreindu í að minnsta kosti þrjá mánuði er ráðherra heimilt að ákveða tímabundið að miða við það verð sem sérstaklega ákvarðað viðmiðunarverð. Sé viðmiðunarverð ekki birt með framangreindum hætti skal viðmiðunarverð ákvarðað í samræmi við það verð sem framleiðendur eiga kost á að kaupa hráefni á.
Landbúnaðarráðherra skal jafnan við ákvörðun verðjöfnunargjalds birta í reglugerð það innlenda og erlenda viðmiðunarverð sem notað er við ákvörðun gjaldsins.
Jafnan skal miða við verð á sama sölustigi nema annað leiði af ákvæðum fríverslunar- og milliríkjasamninga. Verðjöfnunargjöld má leggja á sem krónutölu á magneiningu eða sem hlutfallslegt gjald.
Ráðherra ákveður álagningu gjalda samkvæmt þessari grein í reglugerð. Álagning verðjöfnunargjalds skal vera í samræmi við þá skilmála sem kveðið er á um í fríverslunar- og milliríkjasamningum og takmarkast hverju sinni af því að verðjöfunargjald að viðbættum innflutningsgjöldum sé innan þeirra marka sem skilgreind eru í fríverslunar- og milliríkjasamningum sem Ísland er aðili að.
3)
Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum eða reglugerð eða öðrum fyrirmælum settum samkvæmt lögum þessum um vöruflokkun, gjalddaga, innheimtu, lögvernd verðjöfnunargjalda, refsingar og aðra framkvæmd varðandi verðjöfnunargjöld skulu gilda eftir því sem við geta átt ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, með síðari breytingum.
Heimild landbúnaðarráðherra samkvæmt þessari grein skal koma í stað heimildar fjármálaráðherra skv. 120. gr. A í tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum, að því er varðar þær vörur sem grein þessi tekur til.] 4)
    1)Rg. 259/1996, sbr. 104/1999. 2)Um viðauka þessa vísast til Stjtíð. A 1994, bls. 74–83. 3)L. 87/1995, 21. gr. 4)L. 34/1994, 3. gr.
[73. gr. Heimilt er að endurgreiða verðjöfnunargjöld við útflutning á vörum sem innihalda landbúnaðarhráefni. Ráðherra ákveður með reglugerð þær vörur sem verðjöfnun tekur til og hver endurgreiðslan skuli vera.
1)] 2)
    1)L. 87/1995, 22. gr. 2)L. 126/1993, 2. gr.
[74. gr. Landbúnaðarráðherra getur ákveðið að lagður verði á tollur samkvæmt ákvæðum 120. gr. tollalaga við innflutning á þeim vörum sem vísað er til í 1. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað í 1. viðauka A við samninginn um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunar og merktar eru SSG í viðauka IIA í tollalögum. Ráðherra setur reglugerð þar sem m.a. skal kveðið á um þær vörur sem álagningin tekur til, viðmiðanir um verð og magn skv. a- og b-liðum 1. mgr. 5. gr. samningsins um landbúnað.] 1)
    1)L. 87/1995, 23. gr.
[75. gr. Landbúnaðarráðherra skipar þriggja manna nefnd sem skal vera til ráðuneytis um ákvæði laga þessara um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Einn skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af fjármálaráðherra og sá þriðji skal tilnefndur af viðskiptaráðherra. Varamenn skal skipa með sama hætti.
Nefndin skal vera landbúnaðarráðherra til ráðuneytis um neðangreind atriði:
    a. Úthlutun tollkvóta skv. 53. gr. og 53. gr. A.
    b. Ákvörðun verðjöfnunargjalda við inn- og útflutning skv. 72. og 73. gr.
    c. Beitingu viðbótartolla skv. 74. gr.
Nefndin skal afla allra upplýsinga um verð á viðkomandi landbúnaðarvörum innan lands og utan, framleiðslumagn, innflutning og útflutning og annað sem nauðsynlegt er vegna starfa hennar og gera tillögur til landbúnaðarráðherra um þau verkefni sem henni eru falin með lögum þessum.] 1)
    1)L. 87/1995, 24. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
    A. […] 1) 2)
    B.
    C.3)
    D.–F.
    [G. …] 4)
    [H. …] 5)
    [I. …] 6)
    [J. …] 7)
    [K. [Heimilt er landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum verðlagsnefndar búvara, að verja til eftirfarandi verkefna eftirstöðvum af verðmiðlunargjöldum sem ekki hefur verið ráðstafað:
    1. Rannsóknar- og þróunarverkefna í framleiðslu og vinnslu mjólkur.
    2. Endurmenntunar er leiði til meiri gæða og hagræðingar í framleiðslu mjólkur.
    3. Hagrannsókna vegna verðlagningar og úttekta á stöðu framleiðslu og/eða vinnslu mjólkur.
    4. Lækkunar á tilteknum mjólkurafurðum.] 8)] 9)
    [L. …] 10)
    [M. …] 11)
    [N.12)] 13)
    [O. Verðmiðlunargjöld og verðskerðingargjöld, sem innheimt verða af verði til framleiðenda og af slátur- og heildsölukostnaði eftir 1. september 1998, skulu endurgreidd framleiðendum og sláturleyfishöfum í samræmi við ákvæði laga þessara.] 14)
    [P. Landbúnaðarráðherra skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. febrúar 2002 frumvarp til laga um breytingu á IX. kafla laganna með nánari ákvæðum um álagsgreiðslur vegna gæðastýringar.] 15)
    1)L. 121/1995, 1. gr. 2)L. 99/1995, 2. gr. 3)Ákvæðinu var breytt með l. 147/1995, 3. gr. 4)L. 85/1994, 3. gr. 5)L. 141/1994, 2. gr. 6)L. 87/1995, brbákv. I. 7)L. 87/1995, brbákv. II. 8)L. 69/1998, 17. gr. 9)L. 99/1995, brbákv., sbr. l. 124/1995, 21. gr. 10)L. 124/1995, brbákv. I. 11)L. 124/1995, brbákv. II. 12)L. 77/1997, 3. gr. 13)L. 124/1995, brbákv. III. 14)L. 130/1998, brbákv. 15)L. 88/2000, brbákv.