Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 11. september 2012.  Útgáfa 140b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um þjóðskrá og almannaskráningu

1962 nr. 54 27. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 16. maí 1962. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983), l. 92/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992 nema 103. gr. sem tók gildi 9. jan. 1992), l. 61/1998 (tóku gildi 1. jan. 1999), l. 96/2002 (tóku gildi 1. jan. 2003), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 51/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006), l. 143/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007), l. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010), l. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011) og l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).


1. gr. [[Þjóðskrá Íslands] 1) annast almannaskráningu samkvæmt lögum þessum, útgáfu vottorða og skilríkja og annað það er lög mæla fyrir um.
1)] 2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 1. gr.
2. gr. [Auk [Þjóðskrár Íslands] 1) starfa sveitarstjórnir að almannaskráningu.] 2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 2. gr.
3. gr. Hlutverk sitt leysir [Þjóðskrá Íslands] 1) af hendi með því:
    1. að láta opinberum aðilum í té árlega íbúaskrá samkvæmt nánari ákvæðum þessara laga,
    2. að láta sveitarstjórnum í té stofn að kjörskrá, þá er forsetakosningar, alþingiskosningar eða sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram,
    3. að láta opinberum aðilum og öðrum í té aðrar skrár en þær, er um ræðir í 1. og 2. tölul., endurgjaldslaust eða gegn greiðslu, hvort tveggja samkvæmt nánari ákvörðunum [ráðuneytisins], 2)
    4. að láta opinberum aðilum og almenningi í té upplýsingar og vottorð samkvæmt nánari ákvæðum þessara laga,
    5. að stuðla að því með skrárgerð sinni, annars vegar að enginn gjaldskyldur einstaklingur sleppi við álagningu lögboðinna gjalda og hins vegar að tvísköttun manna eigi sér ekki stað, — enn fremur að hafa um það meðalgöngu milli sveitarfélaga, að einstaklingar með óljóst eða umdeilanlegt heimilisfang verði skráðir í ákveðnu umdæmi,
    6. [að láta í té efnivið í mannfjöldaskýrslur Hagstofu Íslands, sbr. 4. mgr. 19. gr.] 3)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 126/2011, 34. gr. 3)L. 51/2006, 3. gr.
4. gr. Almannaskráning byggist á þeim gögnum, sem hér eru talin:
    1. Tilkynningar um aðsetursskipti, samkvæmt lögum nr. 73/1952 með síðari breytingum.
    2. [Tilkynningar ljósmæðra til [Þjóðskrár Íslands] 1) um fæðingar. Skýrslur presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga til [Þjóðskrár Íslands] 1) um nafngjafir við skírnir eða nafngjafir án skírna, hjónavígslur og mannslát.] 2)
    3. [Skýrslur héraðsdómara til [Þjóðskrár Íslands] 1) um úrskurði þar sem heimilað er að fara með bú horfinna manna sem látinna og dóma um að horfnir menn skuli taldir látnir.] 3)
    4. [Skýrslur og gögn sýslumanna til [Þjóðskrár Íslands] 1) um hjónavígslur, … 4) leyfi til skilnaðar að borði og sæng, leyfi til lögskilnaðar og ættleiðingarleyfi.] 5)
    5. [Gögn [ráðuneytisins] 6) um breytingar á ríkisfangi o.fl. í því sambandi.] 5)
    6. [Sérstakar upplýsingar sveitarstjórna, presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga, Útlendingastofnunar og annarra opinberra aðila um menn.] 2)
    7. Upplýsingar, sem [Þjóðskrá Íslands] 1) aflar sér sjálf með eftirgrennslan eða henni berast á einn eða annan hátt, eftir því sem þörf krefur og heimildir leyfa.
[Þjóðskrá Íslands] 1) lætur gera eyðublöð undir skýrslur þær, sem um ræðir í fyrri málsgrein þessarar greinar, og kveður á um skil þeirra.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 4. gr. 3)L. 61/1998, 17. gr. 4)L. 65/2010, 10. gr. 5)L. 143/2006, 16. gr. 6)L. 162/2010, 96. gr.
5. gr. [[Þjóðskrá Íslands] 1) getur krafist þess af opinberum aðilum að þeir láti henni í té skýrslur og upplýsingar sem hún þarfnast til starfsemi sinnar, enda séu þær á reiðum höndum. [Þjóðskrá Íslands] 1) er heimilt að ákveða skilafresti í þessu sambandi.] 2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 5. gr.
6. gr. Nú bregst það, að skýrslur, sem um ræðir í 4. og 5. gr., séu látnar í té, áður en fresti lýkur, og getur [Þjóðskrá Íslands] 1) þá þröngvað hlutaðeiganda með dagsektum … 2) til að láta gögnin í té. Dagsektir skulu taka gildi 5 dögum eftir að [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynnir hlutaðeigandi aðila þær með símskeyti eða bréfi afhentu sama dag og það er skrifað, enda geri hann ekki skil áður en þeim fresti lýkur. [Kröfu um dagsektir má fullnægja með fjárnámi.] 2)
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka einnig til skila [sýslumanna] 3) á dánarvottorðum, svo og til skila ljósmæðra á tilkynningum um barnsburði, samkvæmt reglugerð nr. 103/1933 eins og henni var breytt með auglýsingu nr. 158/1942.
2)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 92/1991, 39. gr. 3)L. 61/1998, 17. gr.
7. gr. [Nú kemur það í ljós að prestur þjóðkirkjunnar eða forstöðumaður eða prestur skráðs trúfélags hefur vanrækt að gera lögboðna skýrslu til [Þjóðskrár Íslands] 1) um nafngjöf við skírn eða nafngjöf án skírnar, hjónavígslu eða mannslát eða skýrsla um slíkt er fyrst látin í té að liðnum skilafresti, og varðar það þá sekt.] 2)
2)
Nú vanrækir ljósmóðir að láta í té lögboðna tilkynningu um barnsburð eða tilkynning um hann er fyrst afhent að liðnum skilafresti, og varðar það þá sekt … 3)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 7. gr. 3)L. 10/1983, 4. gr.
8. gr. Á grundvelli gagna þeirra, er um ræðir í 4. og 5. gr., fylgist [Þjóðskrá Íslands] 1) með breytingum á skráningaratriðum frá 1. desember ár hvert til jafnlengdar næsta ár og hefur tiltækar upplýsingar um þær, eftir því sem föng eru á.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
9. gr. Eftir gögnum þeim um breytingar skráningaratriða, sem [Þjóðskrá Íslands] 1) fær í hendur, skal gera árlega íbúaskrá fyrir hvert sveitarfélag, miðað við 1. desember, með nöfnum allra einstaklinga, er aðsetur hafa í því þann dag, ásamt upplýsingum um fæðingardag og þau atriði önnur um hvern einstakling, er máli skipta fyrir opinber not skránna.
Að því er snertir skráningaratriði, sem vandkvæðum er bundið að fá skýrslur um í tæka tíð, er heimilt að miða íbúaskrár við annan tíma á hausti en 1. desember. Um aðsetur manna skal þó ávallt miða við 1. desember í íbúaskrám.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
10. gr. [Í janúarmánuði ár hvert sendir [Þjóðskrá Íslands] 1) sveitarstjórnum og skattyfirvöldum eintak af íbúaskrá viðkomandi umdæmis 1. desember næsta ár á undan.] 2)
[Sveitarstjórnir skulu fara yfir íbúaskrána eins fljótt og auðið er eftir móttöku hennar. Sveitarstjórn gerir athugasemdir um oftalda eða vantalda einstaklinga á henni samkvæmt nánari fyrirmælum [Þjóðskrár Íslands]. 1) Að þessu loknu tilkynnir sveitarstjórn [Þjóðskrá Íslands] 1) athugasemdir sínar um oftalda og vantalda einstaklinga.] 2)
Sveitarstjórn má ekki breyta íbúaskrá sinni til samræmis við athugasemd, sem hún gerir samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar, nema [Þjóðskrá Íslands] 1) fallist á hana, sbr. ákvæði 11.–13. gr.
Sveitarstjórn skal, um leið og hún fer yfir íbúaskrá sína, gera á henni nauðsynlegar leiðréttingar og lagfæringar, aðrar en þær, sem samþykki [Þjóðskrár Íslands] 1) þarf til, sbr. 3. mgr. Sveitarstjórn gerir [Þjóðskrá Íslands] 1) grein fyrir öllum slíkum breytingum á íbúaskránni, um leið og hún tilkynnir athugasemdir sínar um oftalda og vantalda menn á íbúaskrá samkvæmt 2. mgr. þessarar greinar.
[Þjóðskrá Íslands] 1) ákveður sveitarstjórnum fresti til að tilkynna athugasemdir samkvæmt 2. mgr. og breytingar samkvæmt 4. mgr. Heimilt er að beita dagsektum í þessu sambandi samkvæmt ákvæðum 6. gr. þessara laga.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 8. gr.
11. gr. Þegar lokið er skilafresti þeim, sem ákveðinn hefur verið samkvæmt 5. mgr. 10. gr., ber [Þjóðskrá Íslands] 1) saman athugasemdir sveitarstjórna um oftalda og vantalda menn á íbúaskrám.
Nú er einstaklingur oftalinn á íbúaskrá samkvæmt athugasemd einnar sveitarstjórnar, en vantar á íbúaskrá samkvæmt athugasemd annarrar sveitarstjórnar, og tilkynnir [Þjóðskrá Íslands] 1) þá aðilum breytingar á íbúaskrám viðkomandi sveitarfélaga til samræmis, eins fljótt og auðið er.
Nú ber sveitarstjórn fram þá athugasemd, áður en fresti lýkur, að tiltekinn einstaklingur sé vantalinn á íbúaskrá umdæmis hennar, og skal [Þjóðskrá Íslands] 1) þá taka athugasemdina til greina að jafnaði, ef önnur sveitarstjórn, sem hlut á að máli, vanrækir að tilkynna henni leiðréttingar sínar og athugasemdir við skrána, áður en fresti lýkur. [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynnir hlutaðeigandi sveitarstjórnum breytingar á íbúaskrá þeirra af þessum sökum.
Nú ber tveim sveitarstjórnum, sem haldið hafa skilafresti, ekki saman um, hvar maður skuli vera á íbúaskrá, og tilkynnir þá [Þjóðskrá Íslands] 1) þeim það og skorar á þær að rökstyðja mál sitt fyrir ákveðinn tíma. Að fresti loknum tekur [Þjóðskrá Íslands] 1) ákvörðun í málinu samkvæmt fengnum gögnum og tilkynnir hlutaðeigandi sveitarstjórnum niðurstöðuna án tafar.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
12. gr. Nú telur sveitarstjórn einhvern einstakling oftalinn á íbúaskrá sveitarfélagsins, án þess að nokkur önnur sveitarstjórn telji hann vantalinn á íbúaskrá sinni að svo stöddu, og gerir [Þjóðskrá Íslands] 1) þá ráðstafanir til að fá það upplýst, í hvaða sveitarfélagi hann hafðist við undangenginn 1. desember. Síðan tilkynnir hún hlutaðeigandi sveitarstjórn, að hann skuli settur þar á íbúaskrá, nema í ljós komi, að hann teljist heimilisfastur í enn öðru umdæmi. [Þjóðskrá Íslands] 1) getur og, ef ástæða er til, mælt svo fyrir, að einstaklingur, sem þannig er ástatt um, sé tekinn á íbúaskrá sveitarfélags, sem hann settist að í eftir 1. desember. Sömuleiðis getur [Þjóðskrá Íslands] 1) lagt fyrir sveitarstjórn þess umdæmis, þar sem hlutaðeigandi var upphaflega á íbúaskrá, að hann sé aftur settur á hana.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
13. gr. Ákvarðanir [Þjóðskrár Íslands] 1) samkvæmt 11. og 12. gr. um, hvar menn skuli vera á íbúaskrá, ráða úrslitum um það, í hvaða umdæmi [tekjuskattur] 2) og hliðstæð þinggjöld eru á þá lögð, og verður þeim ekki áfrýjað. En það eitt, að maður er á íbúaskrá sveitarfélags samkvæmt slíkri ákvörðun [Þjóðskrár Íslands] 1) og án samþykkis sveitarstjórnar, getur aldrei leitt af sér neinn rétt annarra sveitarfélaga eða einstaklinga til að gera fjárkröfu á hendur hlutaðeigandi sveitarfélagi vegna manns, sem svo er ástatt um.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 129/2004, 35. gr.
14. gr. [[Þjóðskrá Íslands] 1) sendir hlutaðeigandi skattyfirvaldi afrit af tilkynningum þeim sem hún sendir sveitarstjórn skv. 11.–13. gr. og breyta þessir aðilar íbúaskránni til samræmis. Sama gildir um aðrar breytingar sem [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynnir þessum aðilum.] 2)
[Sveitarstjórn skal tilkynna hlutaðeigandi skattyfirvaldi allar breytingar á íbúaskrá sem hún gerir skv. 4. mgr. 10. gr. og rita þessir aðilar þær á íbúaskrá.] 2)
Sveitarstjórn skal rita breytingar, sem gerðar eru á íbúaskrá, á aðrar skrár, sem leiddar eru af henni, eftir því sem við á.
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 51/2006, 9. gr.
15. gr.1)
    1)L. 51/2006, 10. gr.
16. gr. Hverri sveitarstjórn er skylt að gera viðeigandi ráðstafanir til að afla upplýsinga um breytingar, sem kann að þurfa að gera á íbúaskrá umdæmisins til þess að hún verði rétt, miðað við 1. desember hvert ár. [Þjóðskrá Íslands] 1) getur, ef svo ber undir, lagt fyrir sveitarstjórn að gera tilteknar ráðstafanir í þessu skyni, þar á meðal láta fara fram almenna manntalsskráningu í umdæminu.
Nú telur [Þjóðskrá Íslands], 1) að framkvæmd tilkynningarskyldu samkvæmt lögum nr. 73/1952 sé ábótavant í umdæmi, og getur hún þá lagt fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórn að gera tilteknar ráðstafanir til úrbóta, þar á meðal láta fara fram almenna manntalsskráningu í umdæminu.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
17. gr. [Iðgjöld til almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum, og sóknargjöld samkvæmt lögum um sóknargjöld o. fl., nr. 91/1987, með síðari breytingum, skulu lögð á menn á sömu stöðum og tekjuskattur er á lagður eftir íbúaskrá 1. desember hvert ár, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 89. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.] 1)
    1)L. 51/2006, 11. gr.
18. gr. [Þjóðskrá Íslands] 1) lætur embættum og sveitarstjórnum í té hvers konar upplýsingar um einstaklinga, sem skrár hennar og önnur gögn hafa að geyma, enda þurfi þau upplýsinganna við vegna embættisrekstrar eða hliðstæðra starfa. [Þjóðskrá Íslands] 1) lætur slíkar upplýsingar í té ókeypis, en sé um að ræða meiri háttar verk, getur hún þó krafist þess, að hlutaðeigandi endurgreiði henni kostnað við það.
Ákvæði 1. mgr. þessarar greinar taka ekki til opinberra fyrirtækja.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
19. gr. [[Þjóðskrá Íslands] 1) veitir upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum 2) sem [ráðherra] 3) setur.
[Þjóðskrá Íslands] 1) annast útgáfu fæðingarvottorða og hliðstæðra vottorða til opinberra nota, svo sem um búsetu, hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu og staðfestingu á dánardegi.
[Ráðherra] 4) er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal ákvæði um skráningu og rekstur þjóðskrár, aðgang að skránni og innheimtu gjalds, svo sem fyrir útgáfu vottorða og skilríkja, aðgang að skránni og afnot af upplýsingum hennar.
Hagstofu Íslands er heimilt að hagnýta þjóðskrá og gögn hennar til hagskýrslugerðar. [Þjóðskrá Íslands] 1) skal láta Hagstofunni í té afrit af skránni og upplýsingar úr henni eftir því sem hún óskar og án þess að gjald komi fyrir. [Þjóðskrá Íslands] 1) skal jafnframt aðstoða Hagstofuna eftir föngum við að finna nöfn og heimilisföng þátttakenda í úrtaksathugunum hennar. Hagstofunni er skylt að fara með skrána og önnur gögn tengd henni sem hagskýrslugögn sem um gildir trúnaður.] 5)
    1)L. 77/2010, 5. gr. 2)Rg. 112/1958. 3)L. 126/2011, 34. gr. 4)L. 162/2010, 96. gr. 5)L. 51/2006, 12. gr.
20. gr. Ríkissjóður stendur straum af árlegum kostnaði við rekstur [Þjóðskrár Íslands] 1)9/ 10 hlutum og Tryggingastofnun ríkisins að 1/ 10 hluta.
    1)L. 77/2010, 5. gr.
21. gr. Hið árlega framlag Tryggingastofnunarinnar samkvæmt 20. gr. er endurgjald fyrir not hennar á [gögnum] 1) [Þjóðskrár Íslands] 2) til skrárgerðar, svo og fyrir almenna þjónustu og aðstoð, sem [Þjóðskrá Íslands] 2) lætur Tryggingastofnuninni í té og eigi skal koma greiðsla fyrir. Hins vegar á ákvæðið í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. við Tryggingastofnunina jafnt og við aðra opinbera aðila.
Sveitarfélög eiga, án þess að sérstök greiðsla komi fyrir, rétt á árlegum íbúaskrám samkvæmt 9. gr. og kjörskrárstofni samkvæmt 2. tölul. 3. gr., og auk þess njóta þau upplýsingaþjónustu [Þjóðskrár Íslands] 2) samkvæmt 18. gr. En aðrar skrár en þær, sem hér er gert ráð fyrir, svo og önnur þjónusta heldur en veiting upplýsinga, skal greidd [Þjóðskrá Íslands] 2) sérstaklega.
    1)L. 51/2006, 13. gr. 2)L. 77/2010, 5. gr.
22. gr.1)
    1)L. 51/2006, 14. gr.