Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2013.  Útgáfa 142.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi]1)

2001 nr. 73 31. maí


    1)L. 51/2005, 13. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. september 2001. EES-samningurinn: XIII. viðauki reglugerð 1107/70, tilskipun 74/561/EBE, reglugerð 3164/76, tilskipun 84/647/EBE, reglugerð 4060/89, tilskipun 92/106/EBE, reglugerð 881/92, 3912/92 og 3118/93. Breytt með l. 153/2001 (tóku gildi 31. des. 2001), l. 72/2003 (tóku gildi 10. apríl 2003), l. 51/2005 (tóku gildi 1. sept. 2005), l. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006), l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 162/2011 (tóku gildi 30. des. 2011) og l. 59/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innanríkisráðherra eða innanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni með bifreiðum sem skráðar eru fyrir níu farþega eða fleiri, sbr. þó 8. og 10. gr., og [farmflutninga] 1) á landi í atvinnuskyni með ökutækjum, hvort sem um eitt ökutæki eða samtengd ökutæki er að ræða. Heimilt er að veita undanþágu frá ákvæðum þessara laga fyrir tiltekna vöruflutninga og fyrir ákveðnar tegundir ökutækja eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð. [[Samgöngustofu] 2) er heimilt að veita almennt leyfi skv. 4. gr. til aksturs skólabifreiða, enda þótt slíkar bifreiðar rúmi færri en níu farþega.] 3)
    1)L. 51/2005, 1. gr. 2)L. 59/2013, 17. gr. 3)L. 153/2001, 1. gr.
2. gr. Yfirstjórn.
[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn fólksflutninga, [farmflutninga] 2) og almenningssamgangna samkvæmt lögum þessum. [Samgöngustofa og Vegagerðin fara] 3) með framkvæmd laga þessara og stjórnvaldsreglna settra samkvæmt þeim.
    1)L. 126/2011, 325. gr. 2)L. 51/2005, 1. gr. 3)L. 59/2013, 17. gr.

II. kafli. Orðskýringar.
3. gr. Merking orða í lögum þessum er sem hér segir:
    a. Almennt rekstrarleyfi: Leyfi skv. 4. gr. sem allir sem stunda fólksflutninga [og farmflutninga] 1) gegn endurgjaldi þurfa að hafa.
    b. Sérleyfi: Leyfi sem veitt er til reglubundinna fólksflutninga og er aðgangur annarra takmarkaður á sérleyfisleið.
    c. [ Einkaleyfi: Sérleyfi sveitarfélags, byggðasamlags eða landshlutasamtaka sveitarfélaga til reglubundinna fólksflutninga á tilteknu svæði eða tilteknum leiðum.] 2)
    d. Reglubundnir fólksflutningar: Fastar ferðir á ákveðinni leið samkvæmt fyrir fram birtri áætlun þar sem farþegar eru teknir upp og settir af á leiðinni. Þjónustan er öllum opin, þ.e. almenningssamgöngur.
    e. Sérstakir reglubundnir fólksflutningar: Reglubundnir flutningar á ákveðnum hópi farþega og aðrir farþegar eru útilokaðir.
    f. Óreglubundnir fólksflutningar: Aðrir fólksflutningar en þeir sem tilgreindir eru í d- og e-lið. Með óreglubundnum flutningum er að jafnaði átt við flutning á hópi fólks sem orðið hefur til fyrir frumkvæði viðskiptavinar eða leyfishafans sjálfs. Slíkar ferðir geta verið farnar með reglulegu millibili án þess að teljast reglubundnir flutningar.
    g. Fólksflutningar í atvinnuskyni: Flutningur fólks gegn endurgjaldi þar sem farþeginn er ekki tengdur rekstri fyrirtækisins sem sér um flutninginn.
    h. Fólksflutningar í eigin þágu: Flutningur fólks þar sem ekki er innheimt gjald fyrir. Sem dæmi má nefna flutning starfsfólks til og frá vinnustað eða á milli vinnustaða ef fólksflutningabifreiðin er í eigu vinnuveitanda og ökumaður er starfsmaður hans. Flutningur sjúklinga og vistmanna heilbrigðisstofnana, enda sé bifreiðin í eigu stofnunarinnar og ökumaður starfsmaður hennar.
    i. [ Farmflutningar í atvinnuskyni: Flutningur á hvers kyns farmi gegn endurgjaldi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu. Sem dæmi má nefna farmflutningafyrirtæki og vörubifreiðastjóra sem starfa sem verktakar við flutning á farmi.] 1)
    j. [ Farmflutningar í eigin þágu: Flutningur farms þegar ekki er innheimt sérstakt gjald fyrir flutninginn. Sem dæmi má nefna flutning iðnfyrirtækis á eigin hráefni og/eða aðföngum með merktum bifreiðum, svo sem flutning á gosdrykkjum og flutning með mjólkurbifreiðum. Einnig flutningur verktaka sem starfa við annars konar verktöku en flutningsþjónustu þótt flutningurinn sé hluti af verki, svo sem verktaka við byggingar.] 1)
    1)L. 51/2005, 2. gr. 2)L. 162/2011, 1. gr.

III. kafli. Leyfisveitingar.
4. gr. Almennt rekstrarleyfi.
[Hver sá sem stundar fólksflutninga og/eða farmflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum þessum skal hafa til þess almennt rekstrarleyfi.
Leyfi má veita einstaklingum eða lögaðilum, hvort sem eru fyrirtæki, félög eða stofnanir. Leyfishafi skal uppfylla skilyrði 1. tölul. 1. mgr. 5. gr.
Ef leyfishafinn er einstaklingur skal hann jafnframt uppfylla skilyrði 2. og 3. tölul. 1. mgr. 5. gr.
Ef leyfishafi er lögaðili skal starfa hjá honum forsvarsmaður sem ber ábyrgð á rekstrinum. Forsvarsmaður skal uppfylla skilyrði 2. og 3. tölul. 1. mgr. 5. gr.
Leyfisbréf og leyfismerki skulu gefin út af [Samgöngustofu]. 1) Leyfishafi skal hafa leyfisbréfið sýnilegt í bifreið sinni og leyfismerki fest í vinstri kant framrúðu eða á númeraplötu bifreiðarinnar. Leyfi skal gilda í fimm ár og vera óframseljanlegt.
Ekkert leyfi þarf til flutnings í eigin þágu.
Óheimilt er að stunda leyfisskyldan fólks- eða farmflutning án tilskilins leyfis og er slíkt brot gegn ákvæðum laganna og refsivert, sbr. 16. gr.] 2)
    2)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 51/2005, 3. gr., sbr. einnig brbákv. s.l.
5. gr. Skilyrði leyfis.
[Til að öðlast leyfi skv. 4. gr. þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
    1. Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.
    2. Fullnægja skilyrðum um starfshæfni eins og nánar er kveðið á um í reglugerð.
    3. Hafa ekki verið dæmdir til refsivistar eða framið alvarleg eða ítrekuð brot á lögum og reglugerðum sem um starfsgreinina gilda, svo sem stundað leyfisskyldan akstur án tilskilins leyfis. Hafi brot verið smávægilegt eða langt er um liðið frá því að brot var framið getur umsækjandi þó öðlast leyfi samkvæmt lögunum.
Skilyrðum skv. 1. mgr. verður leyfishafi einnig að fullnægja á leyfistímanum.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur í reglugerð um umsóknir um leyfi, skilyrði fyrir leyfum og framkvæmd leyfisveitinga.] 1)
    1)L. 51/2005, 4. gr.
6. gr. Sérleyfi.
Hlutverk reglubundinna fólksflutninga er að sjá almenningi fyrir samgöngum með fólksflutningabifreiðum. Vegagerðin hefur umsjón með skipulagi almenningssamgangna með bifreiðum.
Vegagerðin getur takmarkað fjölda aðila í reglubundnum fólksflutningum á einstökum leiðum með því að veita sérleyfi á þeim leiðum. Öðrum en sérleyfishafa er óheimilt að stunda reglubundna fólksflutninga á sérleyfisleið. Við veitingu sérleyfis skal gerður sérstakur þjónustusamningur þar sem þau skilyrði koma fram sem Vegagerðin setur, svo sem um ferðatíðni, ferðaleiðir, viðkomustaði, leyfilegar bifreiðar, umhverfisstuðla, gildistíma, uppsögn og greiðslu. Nánari útfærsla á þjónustusamningi skal tilgreind í reglugerð. Takist ekki slíkur samningur á milli aðila skal Vegagerðin efna til útboðs, eftir atvikum í samstarfi við aðra aðila sem stunda fólksflutninga, svo sem skólaakstur. … 1)
Óheimilt er að framselja sérleyfi nema með samþykki Vegagerðarinnar.
Sérleyfishafa [og einkaleyfishafa] 2) er, með samþykki Vegagerðarinnar, heimilt að nota bifreiðar sem skráðar eru fyrir færri en níu farþega við akstur á sérleyfisleið.
Vegagerðin getur sagt upp samningnum á leyfistímanum vegna skipulagsbreytinga innan ákveðinna svæða sem viðkomandi sveitarfélög standa sameiginlega að. Slíkur uppsagnarfrestur skal ekki vera skemmri en tvö ár. Segi sérleyfishafi upp samningnum eða brjóti gegn ákvæðum 14. gr. á leyfistímanum skal Vegagerðin efna til útboðs.
    1)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 162/2011, 2. gr.
7. gr. Einkaleyfi.
[Vegagerðin getur veitt sveitarfélögum, byggðasamlögum og landshlutasamtökum sveitarfélaga einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssamgöngur með bifreiðum á tilteknu svæði og á tilteknum leiðum.] 1) Einkaleyfishafi getur falið öðrum tímabundið að annast reglubundna fólksflutninga samkvæmt einkaleyfi.
[Öðrum en einkaleyfishafa er óheimilt nema með samþykki hans að stunda reglubundna fólksflutninga á svæðum og leiðum þar sem einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga hefur verið veitt.] 1) Vegagerðinni er heimilt að binda einkaleyfi þeim skilyrðum er þurfa þykir. Vegagerðin getur sagt upp einkaleyfi vegna skipulagsbreytinga á almenningssamgöngum.
Þeir aðilar sem stunda reglubundna flutninga samkvæmt einkaleyfi skulu í einu og öllu uppfylla skilyrði þessara laga, þar á meðal að hafa almennt rekstrarleyfi skv. 4. gr. og fullnægja gæða- og tæknikröfum [Samgöngustofu]. 2)
    1)L. 162/2011, 3. gr. 2)L. 59/2013, 17. gr.
8. gr. Sérstakir reglubundnir fólksflutningar.
Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. og 7. gr. er öðrum en sérleyfishafa heimilt að stunda sérstaka reglubundna fólksflutninga, enda hafi viðkomandi almennt rekstrarleyfi skv. 4. gr. Til sérstakra reglubundinna fólksflutninga teljast flutningar starfsfólks til og frá vinnustað á kostnað vinnuveitanda enda falli þeir ekki undir h-lið 3. gr. og akstur skólanemenda. Flutningsaðili þarf að uppfylla skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem [Samgöngustofa] 1) setur.
    1)L. 59/2013, 17. gr.
9. gr.1)
    1)L. 51/2005, 5. gr.
10. gr. Akstur sérútbúinna bifreiða.
[Samgöngustofa] 1) skal veita leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða, t.d. til fjallaferða, enda þótt slíkar bifreiðar rúmi færri farþega en níu. Skilyrði slíks leyfis er að það sé notað í tengslum við þjónustu við ferðamenn og að umsækjandi hafi almennt rekstrarleyfi skv. 4. gr.
    1)L. 59/2013, 17. gr.
11. gr. [Fólks- og farmflutningar innan Evrópska efnahagssvæðisins, milli aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og milli Íslands og Færeyja.
Þeir sem hafa almennt leyfi skv. 4. gr. geta sótt um leyfi til [Samgöngustofu] 1) til að stunda fólks- og farmflutninga á milli ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða innan lands í þeim ríkjum eða milli Íslands og Færeyja. [Samgöngustofa] 1) veitir slík leyfi á grundvelli reglna sem um slík leyfi gilda. Sama gildir um leyfi sem veitt eru á grundvelli samninga við ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða utan efnahagssamnings Íslands og Færeyja.] 2)
    1)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 108/2006, 51. gr.

IV. kafli. Rekstrarleyfi og gjöld.
12. gr. Gæða- og tæknikröfur.
Bifreið, sem notuð er til fólksflutninga samkvæmt lögum þessum, skal uppfylla gæða- og tæknikröfur [Samgöngustofu] 1) og hana má eingöngu nota til slíkra flutninga meðan leyfið gildir, sbr. þó 10. gr. Þó er heimilt að flytja frakt í þar til gerðu rými, enda uppfylli bifreiðin að öðru leyti skilyrði fólksflutningabifreiðar.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að takmarka notkun strætisvagna utan þéttbýlis.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að gera sérkröfur til bifreiða sem notaðar eru til flutnings skólabarna.
Framangreindar kröfur [Samgöngustofu] 1) skulu staðfestar af ráðherra.
    1)L. 59/2013, 17. gr.
13. gr. [Leyfisgjöld.]1)
Greiða skal fyrir útgáfu leyfa.
Fyrir rekstrarleyfi skv. 4., 6., 7. og 10. gr. skal greiða sem hér segir:
    1. Fyrir almennt rekstrarleyfi til að stunda fólks- [og farmflutninga] 1) skal greiða 3.000 kr. árlegt gjald. Enn fremur skal árlega greiða [1.400 kr.] 2) vegna hverrar bifreiðar og skal það gjald greitt þegar bifreið er færð til árlegrar skoðunar.
    2. Fyrir sérútbúnar bifreiðar skv. 10. gr., sem uppfylla þurfa gæða- og tæknikröfur skv. 12. gr., skal greiða 4.000 kr. árlegt gjald fyrir rekstrarleyfi. Enn fremur skal árlega greiða [1.400 kr.] 2) vegna hverrar bifreiðar og skal það gjald greitt þegar bifreið er færð til árlegrar skoðunar.
    3. Fyrir sérleyfi og einkaleyfi skal greiða 20.000 kr. árlegt gjald.
    4.2)
Halda skal tekjum og gjöldum vegna framangreindra leyfa aðskildum í bókhaldi.
Framangreind gjöld skulu renna til [Samgöngustofu] 3) og standa undir [framkvæmd leyfisveitinga] 1) samkvæmt lögum þessum. [Samgöngustofu] 3) er heimilt að fela þriðja aðila þetta eftirlit.
    1)L. 51/2005, 7. gr. 2)L. 153/2001, 2. gr. 3)L. 59/2013, 17. gr.
14. gr. [Brottfall leyfis.
Leyfi skv. 4. gr. fellur niður ef leyfishafi eða forsvarsmaður leyfishafa verður gjaldþrota eða er sviptur fjárræði.
Hafi [Samgöngustofu] 1) borist tilkynning um að leyfishafi eða forsvarsmaður leyfishafa uppfylli ekki lengur skilyrði 5. gr. getur hún fellt leyfi skv. 4. gr. úr gildi. Um tilkynningar gilda ákvæði 1. mgr. 15. gr. eftir því sem við á. Áður en leyfi er fellt úr gildi skal [Samgöngustofa] 1) senda viðvörun um fyrirhugaða niðurfellingu leyfis þar sem koma skal fram tilefni niðurfellingar og leyfishafa gefinn kostur á að bæta úr annmörkum. [Samgöngustofa] 1) leggur mat á hvort skilyrði 5. gr. eru uppfyllt.
Komi til brottfalls leyfis skv. 2. mgr. skal [Samgöngustofa] 1) senda leyfishafa skriflega tilkynningu þess efnis og frá hvaða tíma leyfi telst niður fallið.] 2)
    1)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 51/2005, 8. gr.
[15. gr. Tilkynningar um brot og eftirfarandi eftirlit.
Tilkynna má til [Samgöngustofu] 1) ef leyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum þessum er stunduð án tilskilins leyfis. Tilkynningar geta verið hvort sem er munnlegar eða skriflegar og skulu innihalda, eftir því sem við á, greinargóðar lýsingar og skýringar á meintu broti, upplýsingar um þá starfsemi sem stunduð er, ökutæki sem notuð eru við starfsemina og aðila sem hana stunda. Berist [Samgöngustofu] 1) slík tilkynning skal hún þegar senda skriflega fyrirspurn um starfsemina og gefa viðkomandi færi til skýringa. [Samgöngustofa] 1) leggur mat á hvort starfsemi er leyfisskyld og skal veita viðkomandi hæfilegan frest til úrbóta.
Hafi [Samgöngustofu] 1) borist tilkynning um leyfisskylda starfsemi sem stunduð er án tilskilins leyfis og ljóst þykir af skýringum frá viðkomandi að starfsemin er leyfisskyld, en ekki er orðið við áskorunum um að sækja um leyfi skv. 4. gr., er sérstökum eftirlitsmönnum [Samgöngustofu] 1) heimilt að stöðva ökutæki hans og kyrrsetja það uns sótt hefur verið um leyfi. Ef ekki er orðið við ítrekuðum áskorunum [Samgöngustofu] 1) um skýringar á starfsemi er eftirlitsmönnum [Samgöngustofu] 1) heimilt að stöðva ökutæki viðkomandi til að kanna um hvernig flutning er að ræða og hvort starfsemi er leyfisskyld. [Samgöngustofa] 1) getur leitað aðstoðar lögreglu við að stöðva ökutæki í þessum tilvikum.
Ökumanni er skylt að stöðva ökutæki þegar lögreglan eða eftirlitsmaður [Samgöngustofu] 1) gefur stöðvunarmerki og verða við fyrirmælum um að hætta akstri. Ökumaður ber ábyrgð á farmi sem hann flytur þegar ökutæki er stöðvað samkvæmt þessari grein og ber ábyrgð á að útvega áframhaldandi flutning farmsins til viðtakanda.] 2)
    1)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 51/2005, 9. gr.
[16. gr.]1) [Refsingar.
Brot gegn ákvæðum 4., 6., 7., 10. og 12. gr. laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum … 2)
Sektir allt að 100.000 kr. fyrir brot gegn lögum þessum og reglum 3) settum samkvæmt þeim skulu ákveðnar í reglugerð sem [ráðherra] 4) setur að fengnum tillögum ríkissaksóknara.] 1)
    1)L. 51/2005, 10. gr. 2)L. 88/2008, 233. gr. 3)Rg. 885/2002. 4)L. 162/2010, 168. gr.

V. kafli. Ýmis ákvæði.
[17. gr. Málskot.
Stjórnsýsluákvörðunum [Samgöngustofu og Vegagerðarinnar] 1) samkvæmt lögum þessum má skjóta til ráðuneytisins. Um málsmeðferð fer samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993.] 2)
    1)L. 59/2013, 17. gr. 2)L. 51/2005, 11. gr.
[18. gr.]1) Reglugerð.
[Ráðherra] 2) getur með reglugerð 3) kveðið nánar á um framkvæmd laga þessara.
[Ráðherra] 2) er heimilt að setja reglugerðir 4) um skipulag á fólksflutningum [og farmflutningum] 1) vegna skuldbindinga er leiðir af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
    1)L. 51/2005, 12. gr. 2)L. 126/2011, 325. gr. 3)Rg. 528/2002, sbr. 770/2005 og 1036/2005. Rg. 100/2006, sbr. 1121/2007. 1)Rg. 128/2011.
[19. gr.]1) Gildistaka.
Lög þessi taka gildi 1. september 2001.
    1)L. 51/2005, 11. gr.
Ákvæði til bráðabirgða. Leyfi til fólksflutninga með hópferðabifreiðum, sem gefin hafa verið út samkvæmt eldri lögum, halda gildi sínu samkvæmt lögum þessum þar til gildistími þeirra er útrunninn eða leyfið fellur niður skv. 15. gr. laganna.
1)
    1)L. 59/2013, 17. gr.