Lagasafn.  Íslensk lög 15. október 2021.  Útgáfa 151c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972

1975 nr. 7 26. febrúar


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 17. mars 1975. Breytt með: L. 56/1986 (tóku gildi 21. maí 1986). L. 25/1990 (tóku gildi 18. maí 1990). L. 19/1993 (tóku gildi 7. apríl 1993). L. 123/2001 (tóku gildi 30. nóv. 2001). L. 10/2006 (tóku gildi 28. mars 2006). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, sem undirrituð var í Lundúnum 20. október 1972.
[Ríkisstjórninni er enn fremur heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd breytingar á alþjóðareglunum sem gerðar voru í Lundúnum 19. nóvember 1981, 19. nóvember 1987, 19. október 1989, 4. nóvember 1993 og 29. nóvember 2001.] 1)
Alþjóðareglurnar með áorðnum breytingum eru prentaðar sem fylgiskjal með lögum þessum.] 2)
    1)L. 10/2006, 1. gr. 2)L. 19/1993, 1. gr.
2. gr.
[Alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó hafa lagagildi á Íslandi. [Ráðherra] 1) er heimilt að setja nánari ákvæði í reglugerð 2) skv. 1. reglu alþjóðareglnanna.] 3)
    1)L. 126/2011, 63. gr. 2)Rg. 524/2008, sbr. 361/2009. 3)L. 10/2006, 2. gr.
3. gr.
4. gr.
[Brot gegn alþjóðareglunum og viðaukum, sem reglunum fylgja, varða sektum ef ekki liggur þyngri refsing við eftir öðrum lögum.] 1)
    1)L. 10/2006, 3. gr.

Fylgiskjal.
Alþjóðasamningur um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó, 1972, með breytingum.1)
    1)Sjá Stjtíð. A 2006, bls. 53–82.