Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 15. október 2021. Útgáfa 151c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um þingsköp Alþingis1)
1991 nr. 55 31. maí
1)Lögunum var breytt með l. 112/2021, 144. gr.; breytingarnar taka gildi 1. jan. 2022 skv. 143. gr. s.l.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 31. maí 1991. Breytt með: L. 74/1992 (tóku gildi 19. ágúst 1992). L. 102/1993 (tóku gildi 6. okt. 1993). L. 68/2007 (tóku gildi 4. apríl 2007). L. 102/2007 (tóku gildi 7. júní 2007). L. 161/2007 (tóku gildi 1. jan. 2008). L. 84/2011 (tóku gildi 30. júní 2011 nema 1. gr. og c-liður 14. gr. sem tóku gildi 1. sept. 2012). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 85/2012 (tóku gildi 11. sept. 2012 nema 2. málsl. b-liðar 12. gr. sem tók gildi 1. sept. 2013). L. 88/2013 (tóku gildi 16. júlí 2013). L. 89/2016 (tóku gildi 10. sept. 2016). L. 162/2019 (tóku gildi 4. jan. 2020). L. 69/2020 (tóku gildi 3. júlí 2020). L. 120/2020 (tóku gildi 14. nóv. 2020). L. 42/2021 (tóku gildi 4. júní 2021). L. 80/2021 (tóku gildi 2. júlí 2021). L. 104/2021 (tóku gildi 14. júlí 2021). L. 112/2021 (taka gildi 1. jan. 2022).
I. Þingskipun.
1. gr.
Þegar Alþingi kemur saman við þingsetningu [að loknum alþingiskosningum] 1) skal sá þingmaður, sem hefur lengsta … 2) þingsetu að baki, stjórna [fundinum] 2) þangað til forseti þingsins er kosinn og standa fyrir kosningu hans. Hafi tveir þingmenn eða fleiri setið jafnlengi á þingi skal sá teljast aldursforseti sem eldri er.
Á fyrsta fundi þingsins eftir kosningar til Alþingis skal kjósa níu þingmenn í nefnd eftir reglum [82. gr.] 3) til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna. [Þess skal gætt að hlutfall kvenna og karla sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.] 4) Nefndin kýs sér formann og framsögumann og gerir tillögu til þingsins um hvort kosning og kjörgengi þingmanns skuli talin gild. [Tillögurnar má bera upp munnlega, án nokkurs fyrirvara, og greiða má atkvæði um þær í einu lagi.] 2)
[Þegar kjörbréf hafa verið gefin út að loknum alþingiskosningum og áður en Alþingi kemur saman er starfandi forseta, sbr. 2. mgr. 6. gr., heimilt að kveðja saman nefnd níu kjörinna alþingismanna til að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fer fram á þingsetningarfundi skv. 2. mgr. Við val í nefndina skal fylgja hlutfallsreglu 82. gr. Þingflokkar sem þannig fá ekki fulltrúa í nefndina mega tilnefna áheyrnarfulltrúa.] 5)
[Við umræður um tillögur skv. 2. mgr. gilda sömu reglur og við 2. umræðu um lagafrumvörp.] 2)
[Samkomudagur Alþingis er annar þriðjudagur í september, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. [Markar hann upphaf nýs löggjafarþings.] 5)] 6)
1)L. 161/2007, 1. gr. 2)L. 68/2007, 1. gr. 3)L. 85/2012, 28. gr. 4)L. 42/2021, 1. gr. 5)L. 80/2021, 1. gr. 6)L. 84/2011, 1. gr.
2. gr.
[Sérhver nýr þingmaður skal vinna svofellt drengskaparheit að stjórnarskránni undireins og búið er að viðurkenna að kosning hans sé gild, sbr. 47. gr. stjórnarskrárinnar: Ég undirskrifaður/uð, sem kosin(n) er þingmaður til Alþingis Íslendinga, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá landsins.
Meðan þingmaður hefur ekki unnið heit samkvæmt þessari grein má hann ekki taka þátt í þingstörfum, sbr. þó 5. mgr. 5. gr.] 1)
1)L. 68/2007, 2. gr.
3. gr.
Þá skal kjósa forseta Alþingis. Í kjöri eru þeir einir sem tilnefndir eru og eigi hreyfa andmælum við því.
[Rétt kjörinn forseti er sá er hefur hlotið meira en helming greiddra atkvæða. Verði þeim atkvæðafjölda eigi náð við fyrstu kosningu skal kosið að nýju. Fái þá heldur enginn nógu mörg atkvæði skal kjósa um þá tvo þingmenn er flest atkvæði fengu við síðari kosninguna. Hafi við þá kosningu fleiri en tveir fengið jafnmörg atkvæði ræður hlutkesti um hverja tvo skuli kjósa. Ef þeir fá jafnmörg atkvæði við þriðju kosninguna ræður hlutkesti hvor þeirra verður forseti.] 1)
Forseti gengst fyrir kosningu [sex varaforseta] 2) skv. [82. gr.] 3) Ef ekki er samkomulag milli þingflokka um einn lista skal kosning fara eftir reglum 5. mgr. þeirrar greinar. [Þess skal gætt að hlutfall kvenna og karla í forsætisnefnd sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.] 4)
[Hluta skal um sæti þingmanna á þingsetningarfundi í upphafi hvers löggjafarþings.] 5)
1)L. 68/2007, 3. gr. 2)L. 74/1992, 1. gr. 3)L. 85/2012, 28. gr. 4)L. 42/2021, 2. gr. 5)L. 161/2007, 2. gr.
4. gr.
Kjörbréfanefnd skv. 1. gr. skal einnig prófa kjörbréf er síðar koma fram, svo og rannsaka kosningar og kjörgengi, er þingið hefur frestað að taka gild, og kærur yfir kosningum eða kjörgengi er þegar eru tekin gild.
Ef nefnd þessi lætur uppi skriflega tillögu eða ef hún leggur til að kosning skuli teljast ógild skulu tillögur hennar ræddar eftir reglunum um 2. umræðu lagafrumvarpa … 1). Ella fer um tillögur nefndarinnar eftir því sem ákveðið er um tillögur hennar í 1. gr.
[Þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sbr. 13. gr., hefur verið kjörin, tekur hún við verkefnum kjörbréfanefndar skv. 1. mgr.] 2)
1)L. 161/2007, 3. gr. 2)L. 84/2011, 2. gr.
5. gr.
Þingið getur við rannsókn þá, er ræðir um í 1. gr., úrskurðað kosningu ógilda þótt eigi hafi hún kærð verið og einnig frestað að taka kosningu gilda til þess að fá skýrslur. Svo er og um kosningu þingmanns er eigi er kominn, eða kjörbréf hans, þá er þing er sett.
Sama er um kjörgengi.
Að öðru leyti tekur þingið eigi upp hjá sjálfu sér að rannsaka kosningar eða kjörgengi en gerir það því aðeins að kært sé yfir þeim.
Kæru yfir kosningu þingmanns eða kjörgengi skal því aðeins taka til greina að hún sé komin til Alþingis í byrjun þings næst á eftir kosningu eða áður en kosning þingmanns er tekin gild á Alþingi.
Við prófun kosninga og kjörgengis hefur sérhver þingmaður fullan þingmannsrétt. En fresti þingið úrskurði um kjörbréf þingmanns þá tekur hann engan þátt í störfum þingsins uns það mál er útkljáð og kosning hans og kjörgengi viðurkennd.
6. gr.
[Kosning forseta, varaforseta, fastanefnda og alþjóðanefnda, sbr. 3., 13. og 35. gr., gildir fyrir allt kjörtímabilið. Þingið getur þó, hvenær sem er, kosið að nýju skv. 3., 13. og 35. gr. ef fyrir liggur beiðni meiri hluta þingmanna þar um og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram.
[Nú forfallast forseti eða þarf að víkja úr forsetastól og varaforsetar eru eigi tiltækir og skal þá aldursforseti eða sá er næstur kemur honum í þingaldri og viðstaddur er, sbr. 1. mgr. 1. gr. og 6. mgr. 8. gr., stýra fundi.] 1)
Fráfarandi forseti og varaforsetar skulu gegna störfum frá kjördegi og fram til þingsetningar hafi þeir verið endurkjörnir alþingismenn. Sé forseti ekki endurkjörinn gegnir störfum hans sá varaforseti sem næst honum gengur í röð endurkjörinna varaforseta, ella aldursforseti, sbr. 1. gr., sé enginn þeirra þingmaður lengur.] 2)
1)L. 80/2021, 2. gr. 2)L. 68/2007, 4. gr.
7. gr.
Aldursforseti, sbr. 1. gr., hefur, meðan hann skipar forsetasæti, allan sama rétt og skyldur sem forseti.
8. gr.
[Forseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann skal sjá til þess að störf þingsins séu í samræmi við ákvæði stjórnarskrár, þingskapa og annarra laga, [sbr. og 81. gr.] 1)
Forseti tekur við öllum erindum til Alþingis og annast um afgreiðslu þeirra mála er frá þinginu eiga að fara. Forseti skýrir á þingfundi frá erindum sem send eru Alþingi og þingskjölum sem lögð eru fram meðan á þingfundi stendur.
Beina má fyrirspurnum til forseta á þingskjali og óska skriflegs svars um stjórnsýslu á vegum þingsins. Gilda þá ákvæði [57. gr.] 2) um meðferð fyrirspurna eins og við getur átt.] 3)
Nú vill forseti taka þátt í umræðum frekar en forsetastaða hans krefur og víkur hann þá á þingmannabekk en varaforseti tekur forsetasæti á meðan.
Forseti hefur umsjón með starfi þingnefnda, sbr. II. kafla. [Hann [setur] 4) almennar reglur um fundarsköp nefndanna og starfsaðstöðu, að höfðu samráði við formenn nefnda og þingflokka.] 3) [Nefnd getur leitað úrskurðar forseta um skilning eða framkvæmd reglna sem settar hafa verið um störf nefnda.] 1)
Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.
1)L. 85/2012, 1. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 68/2007, 5. gr. 4)L. 84/2011, 3. gr.
9. gr.
Forseti ber ábyrgð á rekstri Alþingis og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess.
10. gr.
Með forseta starfa varaforsetar og mynda ásamt honum forsætisnefnd. Forseti stjórnar fundum hennar. [Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í forsætisnefnd, er heimilt, með samþykki nefndarinnar, að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.] 1)
[Forsætisnefnd skipuleggur þinghaldið og gerir starfsáætlun fyrir hvert þing. Í starfsáætlun skal að jafnaði skipta starfstíma þingsins í [þrjár annir]: 2)
1. Haustþing, frá þingsetningu … 2) fram að jólahléi.
2. Vetrarþing, að loknu jólahléi fram að dymbilviku.
3. Vorþing, að lokinni páskaviku til loka maímánaðar.
4. … 2)
Sumarhlé þingsins er frá 1. júlí til 10. ágúst og skal ekki boða til nefndafunda á þeim tíma nema brýn nauðsyn krefji [enda hafi fundum Alþingis áður verið frestað, sbr. 23. gr. stjórnarskrárinnar. Utanríkismálanefnd getur þó komið saman í samræmi við ákvæði 24. gr.] 3)
Í starfsáætlun skal tilgreina hvaða daga ætla má að þingfundir verði, hvaða daga einvörðungu fundir í nefndum eða þingflokkum og hvaða dagar ætlaðir eru sérstaklega til [annarra starfa þingmanna, svo sem starfa í kjördæmum]. 2) Reglulegir þingfundir samkvæmt starfsáætlun skulu ekki standa lengur en til kl. 8 síðdegis. Frá því má þó víkja ef þingflokkar ná samkomulagi þar um eða ef þingið samþykkir, sbr. [81. gr.] 4) Tillögu um lengri fundartíma getur forseti borið upp án nokkurs fyrirvara. Þá getur forseti ákveðið að þingfundur standi til miðnættis á þriðjudagskvöldum.
Forsætisnefnd fjallar um fjárhagsáætlanir þingsins og stofnana sem undir Alþingi heyra og hefur umsjón með alþjóðasamstarfi sem Alþingi á aðild að. Nefndin setur almennar reglur um rekstur þingsins og stjórnsýslu. Auk þess fjallar forsætisnefnd um þau mál sem forseti leggur fyrir hana eða varaforsetar óska að ræða. Verði ágreiningur í nefndinni sker forseti úr.] 1)
… 2)
1)L. 161/2007, 4. gr. 2)L. 85/2012, 2. gr. 3)L. 80/2021, 3. gr. 4)L. 85/2012, 28. gr.
11. gr.
[Forsætisnefnd ræður skrifstofustjóra til sex ára í senn og ákveður laun hans og önnur starfskjör. Skrifstofustjóri Alþingis stjórnar skrifstofu Alþingis og framkvæmdum á vegum þingsins og hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Forseti setur skrifstofustjóra erindisbréf.
Skrifstofustjóri situr fundi forsætisnefndar og er forseta og nefndinni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þingsins.
Skrifstofustjóri skipuleggur starfsemi skrifstofunnar og ræður annað starfsfólk Alþingis. Hann er í fyrirsvari gagnvart starfsfólki þingsins þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur þess samkvæmt lögum og kjarasamningum. Þá er skrifstofustjóri í fyrirsvari gagnvart stéttarfélögum starfsfólks við gerð kjarasamninga. Skrifstofustjóri gerir stofnanasamning við stéttarfélag starfsfólks Alþingis.
Starfsfólk Alþingis skal í störfum sínum og í samræmi við hlutverk sitt og verkefni gæta fagmennsku. Það skal veita réttar upplýsingar og ráðgjöf sem byggist á gögnum, staðreyndum og faglegu mati svo að þingmenn geti sinnt hlutverki sínu sem þjóðkjörnir fulltrúar.] 1)
1)L. 80/2021, 4. gr.
12. gr.
[Skrifstofustjóri Alþingis, eða fulltrúi hans, situr þingfundi og er forsetum til aðstoðar.
… 1)] 2)
Skrifstofustjóri skal ásamt forseta sjá um að samþykktir þingsins séu skrásettar og rita forsetinn og skrifstofustjórinn undir þær.
… 3)
1)L. 84/2011, 4. gr. 2)L. 68/2007, 7. gr. 3)L. 80/2021, 5. gr.
II. Nefndir.
13. gr.
[Á Alþingi starfa þessar fastanefndir, að jafnaði skipaðar níu mönnum hver:
1. Allsherjar- og menntamálanefnd.
Nefndin fjallar um dóms- og löggæslumál, mannréttindamál, ríkisborgararétt, neytendamál, málefni þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga og jafnréttismál, svo og um mennta- og menningarmál og vísinda- og tæknimál.
2. Efnahags- og viðskiptanefnd.
Nefndin fjallar um efnahagsmál almennt, viðskiptamál, þ.m.t. bankamál, [fjármálastarfsemi og lífeyrismál], 1) svo og skatta- og tollamál.
3. Atvinnuveganefnd.
Nefndin fjallar um sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, iðnaðar- og orkumál, nýsköpun og tækniþróun, atvinnumál almennt og einnig nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar.
4. Umhverfis- og samgöngunefnd.
Nefndin fjallar um umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og rannsóknir, ráðgjöf, verndun og sjálfbærni á sviði auðlindamála almennt. Enn fremur fjallar nefndin um samgöngumál, þ.m.t. framkvæmdaáætlanir, byggðamál svo og málefni sveitarstjórnarstigsins og verkaskiptingu þess og ríkisins.
5. Fjárlaganefnd.
Nefndin fjallar um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og [lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs]. 1) … 1) Enn fremur skal nefndin annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga.
6. Utanríkismálanefnd.
Nefndin fjallar um samskipti við erlend ríki og alþjóðastofnanir, varnar- og öryggismál, útflutningsverslun, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og þróunarmál, svo og utanríkis- og alþjóðamál almennt. Enn fremur fjallar nefndin um skýrslur alþjóðanefnda sem og [skýrslur ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál og um EES-mál]. 2)
7. Velferðarnefnd.
Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyristryggingar, félagsþjónustu, málefni barna, málefni aldraðra og málefni fatlaðra, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og heilbrigðisþjónustu.
8. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Nefndin fjallar um stjórnarskrármál, málefni forseta Íslands, Alþingis og stofnana þess, kosningamál, málefni Stjórnarráðsins í heild og önnur mál sem varða æðstu stjórn ríkisins. [Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. Meti nefndin það svo að einstakar skýrslur Ríkisendurskoðunar eigi eftir efni sínu fremur að fá athugun í annarri nefnd vísar hún þeim skýrslum þangað. Nefnd sem tekur þannig við skýrslu Ríkisendurskoðunar skilar þá áliti til þingsins eftir athugun sína á skýrslunni en um aðrar skýrslur fjallar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skilar áliti um þær.] 1)
Nefndin skal einnig hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu. Komi beiðni um slíka athugun frá a.m.k. fjórðungi nefndarmanna skal hún fara fram. Um athugun sína getur nefndin gefið þinginu skýrslu.
Nefndin skal jafnframt leggja mat á og gera tillögu til Alþingis um hvenær rétt er að skipa rannsóknarnefnd, sbr. lög um rannsóknarnefndir. Nefndin tekur skýrslur slíkrar nefndar til umfjöllunar og gefur þinginu álit sitt um þær og gerir tillögur um frekari aðgerðir þingsins.
Fastanefndir skal kjósa á þingsetningarfundi Alþingis að afloknum alþingiskosningum og gildir kosningin fyrir allt kjörtímabilið.] 3)
1)L. 85/2012, 3. gr. 2)L. 80/2021, 6. gr. 3)L. 84/2011, 5. gr.
14. gr.
[Formenn þingflokka skulu á þingsetningarfundi leggja fram við kosningu fastanefnda, sbr. 13. gr., og við kosningu alþjóðanefnda, sbr. 35. gr., tillögu um skipun nefndanna, svo og varamanna í þeim. Tillagan skal byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna og miðast við heildarfjölda nefndarsæta, annars vegar í fastanefndum og hins vegar í alþjóðanefndum. Skipta skal nefndarsætum með hliðsjón af þeirri aðferð við hlutfallskosningu sem kennd er við d'Hondt, sbr. [82. gr.] 1) Þó má víkja frá þessu til að samstarf þingflokka á Alþingi endurspeglist í nefndum. Hver alþingismaður á rétt á sæti í a.m.k. einni nefnd skv. 13. gr., en enginn má þó eiga sæti í fleiri en tveimur fastanefndum. Taka skal sérstakt tillit til óska þingflokka sem eiga ekki rétt á sæti í öllum fastanefndum. [Enn fremur skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé eins jafnt og niðurstöður alþingiskosninga og kynjahlutföll innan þingflokka bjóða. Gætt skal að stöðu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.] 2) Hafa skal hliðsjón af [fundatíma] 3) nefndanna við skiptingu nefndarsæta [milli þingmanna]. 4) Í tillögunni skal jafnframt tilgreina hvernig embættum formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns í fastanefndum er skipt milli þingflokka. Heimilt er í tillögunni að víkja frá fjölda fulltrúa í fastanefndum. Í alþjóðanefndum skal kjósa formann og einn varaformann. Sé tillaga formanna þingflokkanna samþykkt er kosningu nefndanna lokið, svo og kosningu embættismanna þeirra.
Þingflokki, sem ekki á fulltrúa í fastanefnd skv. 13. gr., er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á fundum hennar.
Nú næst ekki samkomulag milli þingflokka um nefndaskipunina eða formennsku í nefndum, eða tillaga frá þeim eða hluta þeirra nær ekki tveimur þriðju hlutum atkvæða á þingsetningarfundi, skal kjósa til nefndanna á þeim fundi, hverrar fyrir sig, eftir reglum [82. gr.] 1) (d'Hondt). Skulu þá nefndirnar kjósa sér formann og varaformenn á fyrsta fundi hverrar nefndar er boða skal til innan viku frá kosningu hennar. Sá kveður þá þingnefnd saman til fyrsta fundar er fyrstur var kosinn. Forseti skal tilkynna kjör þeirra á þingfundi.
[Nefnd getur hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn ef tillaga þar um hlýtur stuðning meiri hluta nefndarmanna og fellur þá hin fyrri kosning úr gildi er ný kosning hefur farið fram. Um kjör formanns eða varaformanns fer eftir 1. og 2. mgr. 3. gr. eftir því sem við á.] 3)] 5)
1)L. 85/2012, 28. gr. 2)L. 42/2021, 3. gr. 3)L. 80/2021, 7. gr. 4)L. 85/2012, 4. gr. 5)L. 84/2011, 6. gr.
15. gr.
[Formaður, eða varaformaður í forföllum hans, boðar til fundar í nefnd, ákveður dagskrá, sbr. þó 2. mgr., og stýrir fundum nefndarinnar.] 1) [Ef formaður og varaformenn eru forfallaðir, eða varaþingmenn sitja fyrir þá, felur formaður öðrum nefndarmanni að undirbúa fund nefndar og gegna formannsstörfum til bráðabirgða.] 2)
[Formanni nefndar er skylt að boða til fundar ef ósk berst um það frá a.m.k. [fjórðungi] 2) nefndarmanna og taka á dagskrá þau mál sem tilgreind eru. Sama gildir um ósk frá þeim nefndarmanni sem falið hefur verið að vinna að athugun máls, sbr. 27. gr.] 3) [Þá getur [fjórðungur] 2) nefndarmanna óskað eftir því að ráðherra komi á fundi þingnefndar í þinghléum.] 4) [Fundur skal haldinn svo fljótt sem við verður komið eftir að ósk berst. Formaður skal gefa viðhlítandi skýringar ef dregst umfram þrjá virka daga að halda fund í nefndinni.] 2)
1)L. 85/2012, 5. gr. 2)L. 84/2011, 7. gr. 3)L. 102/1993, 1. gr. 4)L. 161/2007, 5. gr.
16. gr.
Heimilt er þingflokkum að hafa mannaskipti í nefndum. Ósk um slík mannaskipti skal lögð fyrir forseta er tilkynnir um hana á þingfundi. Sé óskað atkvæðagreiðslu um mannaskiptin skal forseti láta ganga til atkvæða um þau á þingfundi.
[Nefndasæti má og færa milli þingflokka, sbr. 14. gr., ef fyrir liggur samþykki þeirra þingflokka er hlut eiga að máli. Um slík mannaskipti í nefndum fer að öðru leyti eftir ákvæðum 1. mgr.] 1)
[Mannaskipti í þingnefndum getur þingflokkur enn fremur haft eftir reglum 1. mgr. þótt þau varði þingmann sem hefur sagt sig úr þingflokknum enda séu þau gerð innan viku frá því að tilkynning um úrsögn úr þingflokki er tilkynnt og þingflokkurinn á hlutfallslega rétt til sætis í nefndinni, sbr. 14. gr.] 2)
1)L. 80/2021, 8. gr. 2)L. 85/2012, 6. gr.
17. gr.
[Um skyldu nefndarmanna til að sækja nefndarfund gilda almennar reglur um fundarsókn þingmanna, sbr. 65. gr. [Nefndarmönnum er þó heimilt að taka þátt í nefndarfundi með notkun fjarfundarbúnaðar þegar sérstaklega stendur á, svo sem af heilsufars- eða sóttvarnarástæðum, vegna samgöngutruflana eða veikinda aðstandenda eða þegar fundir eru haldnir utan starfsáætlunar þingsins. [Forföll og notkun fjarfundarheimildar skulu tilkynnt formanni og starfsfólki nefndarinnar með eins góðum fyrirvara og unnt er.] 1)] 2)
Varaþingmaður, sem tekur sæti á Alþingi í forföllum þingmanns, skal að jafnaði sitja í þeim nefndum sem aðalmaður var kjörinn í. Þingflokkur hans getur þó ákveðið aðra skipan og skal þá annaðhvort varamaður þingflokksins í nefndinni taka sæti aðalmanns um stundarsakir eða, ef þingflokkur ákveður svo, fylgja reglum 3. mgr. um staðgengil. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda einnig við fráfall þingmanns eða afsögn.
Í forföllum nefndarmanns og varamanns í nefndinni er þingflokki hans heimilt að tilnefna sem staðgengil annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd og skal tilkynna formanni nefndar um það … 1). Staðgengill nýtur allra sömu réttinda og aðrir nefndarmenn. Sé staðgengli ætluð seta í nefnd um ákveðinn tíma skal tilkynna um það á vefsvæði nefndarinnar.] 3)
1)L. 80/2021, 9. gr. 2)L. 120/2020, 1. gr. 3)L. 85/2012, 7. gr.
18. gr.
[Fundatími nefnda skal ákveðinn áður en kosið er til nefndanna, sbr. 14. gr. Forseti ákveður í samráði við formenn nefnda starfsdaga þeirra og starfshætti að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um þá í þingsköpum.] 1)
Forseti skal gera áætlun um afgreiðslu mála úr nefndum í samráði við formenn þeirra þannig að unnt sé að skipa málum niður á dagskrá þingsins í hagkvæmri tímaröð og dreifa þeim sem jafnast á þingtímann.
[Forseti getur sett nefnd, sem hefur mál til athugunar, frest til afgreiðslu þess og útgáfu nefndarálits eða framhaldsnefndarálits ef hann telur að athugun nefndarinnar hafi dregist óeðlilega. Skal forseti tilkynna um frestinn á þingfundi. Atkvæða skal leita [um ákvörðun forseta] 2) ef einhver þingmaður óskar þess.] 1)
… 2)
1)L. 84/2011, 9. gr. 2)L. 85/2012, 8. gr.
19. gr.
[Nefndarfundi mega auk nefndarmanna sitja [starfsfólk] 1) nefndanna og þeir gestir sem nefnd kveður til funda eða fellst á að komi fyrir nefndina. Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi … 1)
Þegar gestir koma fyrir þingnefnd, aðrir en þeir sem starfa í Stjórnarráðinu á ábyrgð ráðherra, er nefnd jafnan heimilt að opna slíka fundi, eða hluta fundar, fyrir fréttamönnum. Gildir þá ekki ákvæði 1. mgr. um tilvitnun til orða gesta á nefndarfundi. Ákvæði þessarar málsgreinar á ekki við ef nefnd hefur fallist á að taka við upplýsingum eða gögnum í trúnaði, sbr. [50. gr.] 2)
Nefnd getur einnig haldið opinn fund í því skyni að afla upplýsinga um þingmál sem vísað hefur verið til hennar eða um mál sem nefndin tekur upp að eigin frumkvæði. Nefnd getur óskað eftir því að núverandi eða fyrrverandi ráðherra, forstöðumenn sjálfstæðra ríkisstofnana, formenn ráða og nefnda á vegum ríkisins, ríkisendurskoðandi, umboðsmaður Alþingis, fulltrúar hagsmunaaðila og sérfræðingar sem ekki starfa undir stjórn eða á ábyrgð ráðherra komi á opinn fund og veiti nefndinni upplýsingar. Fari að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna fram á slíkan fund skal formaður nefndarinnar leita eftir því með hæfilegum fyrirvara við þann sem beðinn er að koma á opinn fund að hann verði við því og gera honum grein fyrir tilefni fundarins.
Opnir fundir skulu haldnir í heyranda hljóði og sendir út í sjónvarpi og á vef samkvæmt nánari reglum forsætisnefndar.
Óheimilt er að miðla upplýsingum á opnum fundi, eða vísa til þeirra, sem eiga að fara leynt samkvæmt reglum um þagnarskyldu eða upplýsingalögum. Formaður nefndar getur ákveðið að fundi skuli lokað svo að leggja megi fram slíkar trúnaðarupplýsingar.
Forseti setur nánari reglur um framkvæmd opinna funda, m.a. um aðgang áheyrenda og útsendingu [frá fundunum]. 3)] 4)
1)L. 80/2021, 10. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 85/2012, 9. gr. 4)L. 84/2011, 10. gr.
20. gr.
Nefndarfundi skal ekki halda þegar þingfundur stendur yfir. Frá þessu má þó víkja ef nefndarmenn samþykkja og forseti hreyfir ekki andmælum.
21. gr.
Nefndir skulu halda gerðabók um það sem fram fer á fundum. … 1) [Fundargerð skal [að jafnaði] 1) samþykkt annaðhvort í lok fundar eða í upphafi næsta fundar nefndar og því næst birt á vef þingsins. Undan skal þó fella þau atriði fundargerðar sem hafa að geyma þagnarskyldar upplýsingar. Hver nefnd heldur gerðabók þar sem bóka skal trúnaðarmál.] 2) Forseti setur nánari reglur um frágang fundargerða nefnda.
1)L. 80/2021, 11. gr. 2)L. 84/2011, 11. gr.
22. gr.
Formanni er heimilt að setja nefndarfund ef til hans hefur verið boðað með dagskrá. Fundurinn er þó því aðeins ályktunarbær að meiri hluti nefndarmanna sé staddur á fundi [eða tekur þátt í fundi samkvæmt heimild í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr.] 1)
1)L. 120/2020, 2. gr.
23. gr.
Til fastanefnda getur þingið vísað þeim þingmálum sem lögð eru fram og þörf þykir að nefnd íhugi. … 1) Vísa má máli til nefndar á hverju stigi þess. Sé það gert áður en umræðu er lokið þá skal henni frestað. [Við framhald umræðunnar gilda á ný ákvæði [100. gr.] 2) um ræðutíma við þá umræðu.] 1)
Áður en 1. umræða fer fram um stjórnarfrumvörp eða fyrri umræða um tillögur frá ríkisstjórninni getur forseti heimilað, ef ósk berst um það frá níu þingmönnum, að nefnd athugi mál í því skyni að afla frekari upplýsinga um það eða skýringa á efni þess. Slíkt er og heimilt að gera að lokinni framsöguræðu um málið. Forseti ákveður hve lengi athugun nefndarinnar má standa.
Nefnd, sem fengið hefur mál til athugunar, skal heimilt að vísa því til annarrar fastanefndar telji hún við nánari athugun að málið eigi frekar heima í þeirri nefnd. Áður skal þó liggja fyrir samþykki þeirrar nefndar sem málinu er vísað til.
[Við umfjöllun um þingmál sem vísað hefur verið til nefndar getur hún leitað umsagnar annarra fastanefnda um málið, annaðhvort um málið í heild eða um tiltekin atriði þess. Getur nefndin þá jafnframt ákveðið frest sem önnur nefnd eða aðrar nefndir hafa til að skila umsögn sinni. Skal prenta umsagnir annarra nefnda með nefndaráliti um þingmálið.
Þegar nefnd hefur lokið umfjöllun um mál, sem ekki er þingmál skv. III. kafla né fellur undir mál skv. 26. eða 31. gr., getur hún gert þinginu grein fyrir athugun sinni með áliti á þingskjali. Í áliti nefndar má jafnframt gera tillögu til þingsályktunar, sbr. 5. mgr. 45. gr.] 3)
1)L. 84/2011, 12. gr. 2)L. 80/2021, 12. gr. 3)L. 85/2012, 10. gr.
24. gr.
[Utanríkismálanefnd skal, auk verkefna sem hún hefur skv. 13. gr., vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera fyrir fram undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum, nema brýn nauðsyn banni.] 1) Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á.
[Skylt er ráðherra að veita utanríkismálanefnd upplýsingar og hafa samráð við hana um [mál sem varða Evrópska efnahagssvæðið (EES-mál)] 2) í samræmi við reglur sem forsætisnefnd setur.] 3)
1)L. 80/2021, 13. gr. 2)L. 85/2012, 11. gr. 3)L. 84/2011, 13. gr.
25. gr.
[Til fjárlaganefndar skal, auk málefna sem talin eru í 13. gr., vísa frumvarpi til fjárlaga, fjáraukalaga og lokafjárlaga er 1. umræðu um þau er lokið.] 1) Frumvarpi til fjárlaga skal að nýju vísað til fjárlaganefndar að lokinni 2. umræðu.
[Fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárlagaár skal leggja fram á fyrsta fundi haustþings, sbr. 42. gr. stjórnarskrárinnar. Frumvörp um breytingar á lögum sem útgjöld og tekjur frumvarpsins byggjast á skulu lögð fram samhliða fjárlagafrumvarpi.] 1)
[Stefnt skal að því að 3. umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár skuli lokið eigi síðar en við lok fyrstu heilu viku desembermánaðar.] 1)
Fjárlaganefnd á rétt á að fá þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrirtækja og stofnana sem óska eftir framlögum úr ríkissjóði. Enn fremur er þeim stofnunum ríkisins, er fást við efnahagsmál, skylt að veita nefndinni upplýsingar og aðstoð sem hún þarf á að halda við afgreiðslu þingmála. … 2)
[Áður en fjárlaganefnd afgreiðir tekjuhluta fjárlagafrumvarps á nefndin rétt á því að fjármálaráðuneytið leggi fyrir hana endurskoðaða tekjuáætlun næsta árs.] 1)
[[Sá ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins] 3) skal leggja fyrir Alþingi, eigi síðar en 1. apríl ár hvert, tillögu til þingsályktunar um meginskiptingu útgjalda fjárlaga næsta fjárlagaárs (ramma), svo og greinargerð um breytingar á tekjuöflun ríkisins. [Með tillögunni skal fylgja áætlun um ríkisfjármál næstu fimm ára þar á eftir.] 4) [Tillögunni skal vísa til fjárlaganefndar eftir fyrri umræðu. Nefndin getur leitað umsagnar annarra nefnda um einstök atriði tillögunnar eftir því sem hún ákveður hverju sinni og setur þá fresti til afgreiðslu umsagna annarra nefnda.] 1)] 2)
1)L. 85/2012, 12. gr. 2)L. 84/2011, 14. gr. 3)L. 126/2011, 158. gr. 4)L. 80/2021, 14. gr.
26. gr.
[Á starfstíma sínum er nefnd hvenær sem er heimilt að fjalla um mál sem heyrir undir málefnasvið hennar þó að þingið hafi ekki vísað því sérstaklega til hennar. [Heimild þessi nær þó ekki til efnis þingmála sem vísað hefur verið til annarra þingnefnda.] 1)
Nefnd getur, ef hún telur ástæðu til, gefið þinginu skýrslu um athugun sína skv. 1. mgr. þar sem gerð er grein fyrir ábendingum og athugasemdum nefndarinnar um það málefni sem hún hefur tekið upp. Í skýrslunni er heimilt að gera tillögu til þingsályktunar og kemur tillagan til afgreiðslu við lok umræðunnar um skýrsluna, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 45. gr.
Að loknum alþingiskosningum tekur nýkjörin nefnd afstöðu til þess hvort ólokinni athugun skv. 1. mgr. verði fram haldið.] 2)
1)L. 80/2021, 15. gr. 2)L. 84/2011, 15. gr.
27. gr.
[Þegar máli hefur verið vísað til nefndar til athugunar tekur hún ákvörðun um málsmeðferð og felur þá jafnframt einum nefndarmanni að vera framsögumaður málsins.] 1) Framsögumaður skal þá fyrir hönd nefndarinnar vinna að athugun málsins, gera tillögu um afgreiðslu þess og drög að nefndaráliti þegar hann hefur lokið athugun sinni.
[Telji formaður nefndar eða framsögumaður, sbr. 1. mgr., að athugun máls í nefndinni sé lokið gerir hann tillögu um að málið sé afgreitt frá nefndinni, sbr. 22. gr.
Ef gera á tillögu um afgreiðslu máls á nefndarfundi skal að jafnaði tilgreina það í fundarboði. Ef nefndarmaður, annar en formaður eða framsögumaður, sbr. 2. mgr., gerir tillögu um að athugun máls verði hætt og að það sé afgreitt frá nefndinni er formanni þó skylt að láta ganga atkvæði um þá tillögu á þeim fundi sem hún er borin fram. Tillaga um afgreiðslu máls skv. 2. málsl. telst því aðeins samþykkt að meiri hluti allra nefndarmanna greiði henni atkvæði.] 2)
1)L. 84/2011, 16. gr. 2)L. 80/2021, 16. gr.
28. gr.
Nefnd getur við umfjöllun máls óskað skriflegra umsagna um það frá aðilum utan þings. Á sama hátt geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við nefnd. Sömuleiðis getur nefnd samþykkt að taka við gestum og hlýða á mál þeirra.
Forseti setur nánari reglur um meðferð erinda og umsagna sem berast nefndum.
29. gr.
[Áður en nefnd lýkur athugun máls skal liggja fyrir tillaga að nefndaráliti til afgreiðslu. Fallist nefndarmaður ekki á álitið skal hann tilkynna um það áður en lokaafgreiðsla málsins fer fram. … 1)] 2) Ef nefnd er ekki einhuga um afgreiðslu máls og hver hluti hennar skilar áliti skal hann tilnefna framsögumann. … 1) [Nefndarmaður getur undirritað nefndarálit með fyrirvara en skal þá gera grein fyrir því í stuttu máli í hverju fyrirvari hans er fólginn.] 1)
[Nefndarmanni sem hefur tekið þátt í efnislegri umfjöllun nefndar um mál er heimilt að rita undir nefndarálit eða standa að breytingartillögum þótt hann hafi verið fjarstaddur við lokaafgreiðslu máls.
Nefndaráliti skal útbýta meðal þingmanna á fundi. Eigi má taka málið til umræðu fyrr en að minnsta kosti einni nóttu síðar en áliti nefndar eða meiri hluta hennar var útbýtt.] 1)
Fái nefnd mál til umfjöllunar á nýjan leik eftir útgáfu nefndarálits getur hún gefið út framhaldsnefndarálit. [Sömu tímafrestir um hvenær hefja má umræðu eftir útbýtingu framhaldsnefndarálits gilda eins og annars um álit nefnda, sbr. 40. og 45. gr.] 2)
1)L. 80/2021, 17. gr. 2)L. 84/2011, 17. gr.
30. gr.
Nefnd getur látið uppi álit á tveimur eða fleiri málum saman ef þau fjalla um skyld efni.
[Mæli nefnd með samþykkt lagafrumvarps eða þingsályktunartillögu skal hún láta fylgja með áliti sínu mat á áhrifum, þ.m.t. fjárhagslegum áhrifum, sem hún telur ný lög eða ályktun hafa í för með sér. Enn fremur skal nefnd láta endurskoða mat á áhrifum stjórnarfrumvarps ef hún gerir verulegar breytingartillögur við frumvarpið, sbr. 37. gr.] 1)
Forseti skal setja nánari reglur um frágang nefndarálita, m.a. um hvað koma skuli fram í þeim, og um prentun fylgiskjala.
1)L. 80/2021, 18. gr.
31. gr.
Nefnd getur með skýrslu gert þinginu grein fyrir athugun sinni á þingmáli sem hún hefur ekki lokið athugun á að fullu telji hún sérstaka ástæðu til þess. Á sama hátt getur nefnd enn fremur gefið þinginu skýrslu um störf sín.
32. gr.
Heimilt er að kjósa sérnefndir til að íhuga einstök mál. Um sérnefndir gilda sömu reglur og um fastanefndir eftir því sem við á.
33. gr.
Heimilt er þingnefnd að afla sér sérfræðilegrar aðstoðar við afgreiðslu þingmála frá stofnunum eða einstaklingum utan skrifstofu Alþingis. Forseti setur nánari reglur um þetta efni.
34. gr. … 1)
1)L. 80/2021, 19. gr.
35. gr.
[Á Alþingi starfa þessar alþjóðanefndir:
1. Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU.
2. Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins.
3. [Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.] 1)
4. Íslandsdeild NATO-þingsins.
5. Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
6. Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins.
[7.] 1) Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.
[8.] 1) Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál.
Í alþjóðanefndir skal kjósa samhliða kosningu fastanefnda skv. 13. gr. Í Íslandsdeild Norðurlandaráðs skulu kosnir sjö aðalmenn og jafnmargir varamenn, í Vestnorræna ráðið sex aðalmenn og jafnmargir varamenn og í Íslandsdeild [þingmannanefnda] 2) [EFTA og EES] 1) fimm aðalmenn og jafnmargir varamenn. Í aðrar alþjóðanefndir skal kjósa þrjá aðalmenn og jafnmarga varamenn.
… 1)
Um fundarsköp alþjóðanefnda gilda sömu reglur og um fastanefndir eftir því sem við á.
… 3)
Forseti [setur] 1) almennar reglur um störf alþjóðanefnda þingmanna.] 4)
1)L. 84/2011, 19. gr. 2)L. 85/2012, 13. gr. 3)L. 80/2021, 20. gr. 4)L. 68/2007, 14. gr.
[36. gr.
Forsætisnefnd getur stofnað tímabundið alþjóðanefndir til viðbótar þeim sem getið er um í 1. mgr. 35. gr. Auk þess getur forsætisnefnd ákveðið að fela tiltekinni alþjóðanefnd afmörkuð alþjóðleg verkefni.] 1)
1)L. 84/2011, 20. gr.
III. Þingmál.
[37. gr.]1)
Lagafrumvörp skulu vera samin með lagasniði og skal prenta þau og útbýta þeim meðal þingmanna á fundi. Hverju frumvarpi skal fylgja greinargerð um tilgang þess yfirleitt og skýring á höfuðákvæðum. [Frumvörp, sem innleiða eiga reglur er byggjast á EES-gerðum, skulu að meginstefnu ekki fela í sér önnur ákvæði en þau sem leiðir af gerðinni og skal í greinargerð tilgreina hvaða gerðir frumvarpinu er ætlað að innleiða og taka fram ef gengið er lengra en lágmarkskröfur gerða kveða á um. Stjórnarfrumvörpum skal fylgja mat á áhrifum, þ.m.t. fjárhagslegum áhrifum, við lögfestingu þeirra.] 2) [Forseti getur sett leiðbeiningarreglur um frágang lagafrumvarpa.] 3) … 2) Eigi má … 4) taka frumvarp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær nætur frá því er því var útbýtt.
[Lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir lok nóvembermánaðar, verða ekki tekin á dagskrá fyrir jólahlé nema með samþykki þingsins, sbr. [81. gr.] 5) … 6)] 4)
[… 7) Lagafrumvörp, sem útbýtt er eftir 1. apríl, verða ekki tekin á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. [81. gr.] 5) Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu frumvarpsins en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.] 6)
[Forsenda útbýtingar samkvæmt þessari grein, svo og skv. 6. mgr. 45. gr., er að þingmál hafi borist skrifstofu Alþingis fullbúið og tilbúið til birtingar á vef þingsins.] 2)
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 80/2021, 21. gr. 3)L. 68/2007, 15. gr. 4)L. 161/2007, 8. gr. 5)L. 85/2012, 28. gr. 6)L. 84/2011, 21. gr. 7)L. 85/2012, 14. gr.
[38. gr.]1)
Ekki er lagafrumvarp samþykkt til fullnaðar fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður.
1)L. 84/2011, 20. gr.
[39. gr.]1)
Við fyrstu umræðu skal ræða frumvarpið í heild sinni. [Þá er þeirri umræðu er lokið gengur það til annarrar umræðu og þeirrar nefndar er forseti leggur til. Atkvæða skal þó leitað ef einhver þingmaður óskar þess, svo og ef önnur tillaga kemur fram um til hvaða nefndar málið fari.] 2)
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 68/2007, 16. gr.
[40. gr.]1)
Önnur umræða fer eigi fram fyrr en einni nóttu eftir fyrstu umræðu eða útbýtingu nefndarálits og skal þá ræða greinar frumvarpsins og breytingartillögur við þær. [Síðan skal greiða atkvæði um greinar frumvarpsins og breytingartillögur við þær sem fram hafa komið, svo og um einstök atriði er þingmenn beiðast. Frumvarpið gengur síðan til 3. umræðu en þó skal leita atkvæða um það ef einhver þingmaður óskar þess.] 2)
[Breytist frumvarp við 2. umræðu skal nefnd fjalla um frumvarpið að nýju áður en 3. umræða hefst ef þingmaður eða ráðherra óskar þess.] 3)
[Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur forseti, ef hagkvæmt þykir, borið upp breytingartillögur, hverja fyrir sig eða margar saman, og síðan greinar frumvarpsins svo breyttar og aðrar greinar frumvarpsins í heild. Óski þingmaður sérstakrar atkvæðagreiðslu um tiltekna grein frumvarpsins, atriði í frumvarpinu eða breytingartillögu við það skal forseti verða við þeirri ósk en henni skal að jafnaði komið á framfæri fyrir upphaf þess þingfundar þegar atkvæðagreiðsla um málið er á dagskrá.] 4)
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 68/2007, 17. gr. 3)L. 161/2007, 9. gr. 4)L. 80/2021, 22. gr.
[41. gr.]1)
Þriðja umræða má eigi fara fram fyrr en einni nóttu eftir aðra umræðu. Þá skal ræða breytingartillögur og greinar er þær eiga við, svo og frumvarpið í heild. Þá er umræðum er lokið skal leita atkvæða um breytingartillögur og síðan um frumvarpið í heild sinni eins og það þá er orðið.
Hafi breytingartillaga verið samþykkt við 3. umræðu en umræðunni verið frestað áður en atkvæðagreiðsla fór fram um frumvarpið í heild og því vísað á ný til nefndar, sbr. 23. gr., er ráðherra, þingnefnd, sem haft hefur málið til athugunar, eða einstökum nefndarmönnum heimilt að leggja fram nýjar breytingartillögur við frumvarpið. [Við framhald umræðunnar gilda að nýju ákvæði [100. gr.] 2) um 3. umræðu um lagafrumvörp ef breytingartillögur hafa komið fram.] 3) Þegar umræðum er lokið skal fyrst greiða atkvæði um breytingartillögurnar og síðan frumvarpið í heild eins og það þá er orðið.
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 80/2021, 12. gr. 3)L. 161/2007, 10. gr.
[42. gr.]1)
Þá er frumvarp hefur þannig verið samþykkt við þrjár umræður sendir forseti það ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi.
1)L. 84/2011, 20. gr.
[43. gr.]1)
Lagafrumvarpi, er felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana, skal vísa til [stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar]. 2) Í fyrirsögn skal það nefnt frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Hafi það eigi þá fyrirsögn vísar forseti því frá.
Breytingartillögu, sem felur í sér tillögu um breytingu á stjórnarskránni eða viðauka við hana, má aðeins gera við frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Sé hún gerð við annað frumvarp vísar forseti henni frá.
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 84/2011, 40. gr.
[44. gr.]1)
Lagafrumvarp, er hefur verið fellt, má eigi bera upp aftur á sama þingi.
1)L. 84/2011, 20. gr.
[45. gr.]1)
Tillögur til þingsályktunar skulu vera í ályktunarformi. Skal prenta þær og útbýta þeim meðal þingmanna á þingfundi. Tillögu til þingsályktunar skal að jafnaði fylgja greinargerð með skýringu á efni hennar. Umræða má eigi fara fram fyrr en í fyrsta lagi tveimur nóttum eftir að tillögunni var útbýtt.
Ekki er þingsályktunartillaga samþykkt til fullnaðar fyrr en hún hefur verið rædd við tvær umræður. [Tillögur um vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra, tillögur um kosningu nefnda skv. 39. gr. stjórnarskrárinnar, svo og tillögur nefnda, sbr. 2. mgr. 26. gr., skulu þó ræddar og afgreiddar við eina umræðu eftir reglum um síðari umræðu um þingsályktunartillögur. Sama gildir um tillögur um frestun á fundum Alþingis samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar.] 2)
… 3) [Er fyrri umræðu er lokið gengur tillagan til síðari umræðu og þeirrar nefndar er forseti leggur til. Atkvæða skal þó leitað ef einhver þingmaður óskar þess, svo og ef önnur tillaga kemur fram um til hvaða nefndar málið fari.] 2) … 3)
Síðari umræða fer eigi fram fyrr en einni nóttu eftir fyrri umræðu eða útbýtingu nefndarálits. Skal þá ræða tillögugreinar og breytingartillögur við þær. Þá er umræðu er lokið skal greiða atkvæði um hverja tillögugrein og breytingartillögur við þær og loks tillöguna í heild sinni. [Séu engar breytingartillögur má þó bera tillöguna upp í heild.] 2) … 3)
[Ef Alþingi berst erindi sem lýtur að málefni sem þingið verður samkvæmt stjórnarskrá eða lögum að taka afstöðu til en er ekki þingmál skv. III. kafla skýrir forseti frá því á þingfundi. Málið gengur síðan án umræðu til nefndar samkvæmt tillögu sem forseti gerir. Þegar nefnd hefur lokið athugun málsins lætur hún uppi álit sitt sem er útbýtt á þingfundi, ásamt tillögu að ályktun Alþingis sem skal rædd og afgreidd við eina umræðu eftir reglum um síðari umræðu um þingsályktunartillögur.] 4)
[Þingsályktunartillögur, sem útbýtt er eftir lok nóvembermánaðar, verða ekki teknar á dagskrá fyrir jólahlé nema með samþykki þingsins, sbr. [81. gr.] 5) Þá verða þingsályktunartillögur, sem útbýtt er síðar en 1. apríl, ekki teknar á dagskrá fyrir sumarhlé nema með samþykki þingsins, sbr. [81. gr.] 5) [Samþykkis má þó fyrst leita þegar liðnir eru fimm dagar frá útbýtingu tillögunnar en frá því má víkja ef þrír fimmtu hlutar þeirra þingmanna er um það greiða atkvæði samþykkja.] 4)] 3)
[Stjórnskipulegum fyrirvara skv. 103. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið [ber að jafnaði að aflétta með þingsályktun] 6) og skal haga framsetningu hennar í samræmi við reglur sem forseti setur.
Forsætisráðherra leggur í október á hverju ári fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd þeirra ályktana sem þingið samþykkti á næstliðnu ári og kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar [auk yfirlits um framkvæmd þingsályktana sl. þrjú ár], 7) nema lög kveði á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Í skýrslunni skal enn fremur fjalla um meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstaks ráðherra. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar. Nefndin getur lagt fyrir þingið álit sitt á skýrslu ráðherra og, ef hún telur ástæðu til, gert tillögur til þingsins um einstök atriði í skýrslunni.] 4)
1)L. 84/2011, 20. gr. 2)L. 68/2007, 18. gr. 3)L. 161/2007, 11. gr. 4)L. 84/2011, 23. gr. 5)L. 85/2012, 28. gr. 6)L. 80/2021, 23. gr. 7)L. 85/2012, 15. gr.
[46. gr.]1)
Breytingartillögur við lagafrumvörp og þingsályktunartillögur skulu vera prentaðar og þeim útbýtt ekki síðar en einni nóttu áður en þær koma til umræðu. Breytingartillögu má fylgja stutt greinargerð. Ráðherra og hver þingmaður má koma fram með breytingartillögur við hverja umræðu sem er.
Breytingartillögu við breytingartillögu má þingmaður bera upp við upphaf þess fundar er hún skal tekin til umræðu. Þó skal þá vera búið að útbýta henni. Nefnd getur einnig borið upp breytingartillögu við frumvarp eða þingsályktunartillögu með jafnstuttum fresti.
Breytingartillögu um atriði, sem búið er að fella, má eigi bera upp aftur á sama þingi. Forseti úrskurðar hvort það er sama atriði sem gerð er tillaga um og áður hefur verið fellt og er þingmönnum skylt að hlíta þeim úrskurði.
[Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar má þó leggja fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarp meðan á 2. eða 3. umræðu stendur enda líði a.m.k. ein nótt áður en breytingartillagan kemur til atkvæða.] 2)
1)L. 84/2011, 39. gr. 2)L. 80/2021, 24. gr.
[47. gr.
Eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings skal fylgja yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlitið skal birta í Alþingistíðindum.
Ríkisstjórnin skal við upphaf vetrarþings afhenda forseta endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi, sbr. 1. mgr.
Ráðherrar skulu að jafnaði á fyrstu vikum þings koma á fund þingnefnda er fjalla um málaflokka þeirra, sbr. 13. gr., og gera grein fyrir þeim þingmálum sem þeir hyggjast leggja fram á löggjafarþinginu, sbr. 1. mgr.] 1)
1)L. 85/2012, 16. gr.
[48. gr.]1)
Þingmál, sem ekki hafa hlotið lokaafgreiðslu við þinglok, falla niður.
1)L. 85/2012, 16. gr.
[IV. Eftirlitsstörf Alþingis og almennar umræður.]1)
1)L. 84/2011, 24. gr.
[[49. gr.]1)
Alþingi, þingnefndir og einstakir alþingismenn hafa eftirlit með störfum framkvæmdarvaldsins. Eftirlitshlutverk Alþingis snýr að ráðherrum sem bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum, sbr. 14. gr. stjórnarskrár. [Eftirlitshlutverk Alþingis tekur einnig til sjálfstæðra stjórnvalda.] 2)
Eftirlitsstörf alþingismanna fara fram með fyrirspurnum, skýrslubeiðnum og sérstökum umræðum samkvæmt ákvæðum þessa kafla þingskapa, en þingnefndir geta tekið upp mál er snúa að stjórnarframkvæmd ráðherra samkvæmt ákvæðum II. kafla, sbr. 5. og 8. tölul. 1. mgr. 13. gr., um fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, og 1. mgr. 26. gr., um athugun nefndar á málum að eigin frumkvæði.
Eftirlitsstörf Alþingis … 2) taka til opinberra málefna. Með opinberu málefni er átt við sérhvert málefni er tengist hlutverki og starfsemi ríkisins og stofnana þess, svo og félaga og annarra lögaðila sem eru að hálfu eða meira í eigu ríkisins og annast stjórnsýslu eða veita almenningi opinbera þjónustu á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings.] 3)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 80/2021, 25. gr. 3)L. 84/2011, 24. gr.
[[50. gr.]1)
Við umfjöllun um þingmál, við sérstakar umræður, í svörum við fyrirspurnum þingmanna og í skýrslum, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni þingmanna, svo og við athugun mála að frumkvæði fastanefnda þingsins, skal ráðherra leggja fram þær upplýsingar sem hann hefur aðgang að og hafa verulega þýðingu fyrir mat þingsins á málinu.
Heimilt er að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem annars er óheimilt að veita samkvæmt reglum um þagnarskyldu. Skal þá grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að upplýsingarnar berist ekki óviðkomandi.
Þingnefnd getur ákveðið að trúnaður ríki um tilteknar upplýsingar sem hún fær á nefndarfundi. Sömuleiðis tekur þingnefnd afstöðu til þess fyrir fram hvort hún tekur við upplýsingum sem bundnar eru þagnarskyldu að lögum eða ósk þess sem vill veita nefndinni þær.
… 2)] 3)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 85/2012, 17. gr. 3)L. 84/2011, 24. gr.
[[51. gr.]1)
[Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum, þ.m.t. sjálfstæðum stjórnvöldum, eða að teknar verði saman upplýsingar út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarmanna þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt þessari málsgrein skal sett á dagskrá fundar nefndarinnar og afgreiðsla málsins skráð í gerðabók, sbr. 21. gr. Eftir fund nefndarinnar skal formaður hennar koma beiðninni á framfæri við stjórnvald.] 2) Því aðeins er heimilt að takmarka aðgang nefndar að gögnum að hagsmunir hennar af því að kynna sér efni þeirra eigi að víkja fyrir mun ríkari opinberum hagsmunum eða einkahagsmunum. Rökstyðja skal slíka synjun skriflega.
Ef lögmætar ástæður eru fyrir beiðni um að trúnaðar sé gætt um efni gagna skulu nefndarmenn kynna sér gögnin á lokuðum fundi án þess að fara með þau út af fundinum. Sá sem lætur nefndinni í té slík gögn getur þó heimilað að nefndarmenn taki afrit með sér út af fundi og skulu nefndarmenn þá gæta þess vandlega að óviðkomandi geti ekki kynnt sér þau.
Gögn sem afhent eru nefnd í trúnaði skulu varðveitt í skjalasafni Alþingis samkvæmt reglum sem forsætisnefnd setur.
[Afhending gagna og upplýsinga samkvæmt ákvæði þessu skal vera Alþingi að kostnaðarlausu.] 2)] 3)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 80/2021, 26. gr. 3)L. 84/2011, 24. gr.
[[52. gr.]1)
Þingmaður hefur þagnarskyldu um upplýsingar sem hann hefur fengið í starfi sínu ef þær eiga að fara leynt samkvæmt lögum eða lögmætri ákvörðun þess sem veitir upplýsingarnar, sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga.] 2)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 84/2011, 24. gr.
[53. gr.]1)
Ef ráðherra óskar að gera grein fyrir opinberu málefni gerir hann það með skýrslu til Alþingis er skal prentuð og útbýtt meðal þingmanna á fundi.
Ef ráðherra óskar skal skýrslan tekin til umræðu. Sama gildir ef níu þingmenn óska þess. Ráðherrann gerir þá grein fyrir skýrslunni.
Ef ekki verður við komið að prenta og útbýta skýrslu skv. 1. mgr. eða ekki þykir ástæða til getur ráðherra gert grein fyrir opinberu málefni með munnlegri skýrslu til Alþingis. Fer þá um umræðu sem um skriflega skýrslu … 2)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 161/2007, 12. gr.
[54. gr.]1)
Níu þingmenn geta óskað skýrslu ráðherra um opinbert málefni. [Nefnd eða meiri hluti hennar getur sömuleiðis óskað eftir skýrslu ráðherra um opinbert málefni, sbr. [95. gr.] 2)] 3) Skal beiðnin vera skrifleg og beint til forseta og má fylgja henni stutt greinargerð. Skal beiðnin prentuð og útbýtt meðal þingmanna á fundi. [Beiðni um skýrslu skal forseti ekki setja á dagskrá þingfundar fyrr en tveimur nóttum eftir að hún er lögð fram og eru þá greidd atkvæði umræðulaust um hvort beiðni skuli leyfð.] 2) Forseti tilkynnir hlutaðeigandi ráðherra um beiðni um skýrslu sem leyfð hefur verið.
[Ráðherra skal ljúka skýrslugerðinni innan 10 vikna [nema tilgreindur sé rýmri tími í beiðninni] 2) og skal skýrslan þá prentuð og útbýtt meðal þingmanna á fundi.] 4)
Ef ráðherra eða skýrslubeiðendur, einn eða fleiri, óska þess skal skýrslan tekin til umræðu. Ráðherra gerir þá grein fyrir henni.
[Níu þingmenn geta farið fram á skýrslu frá ríkisendurskoðanda um einstök mál eða málaflokka sem falla undir starfssvið hans, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Forseti skal tilkynna um slíka beiðni á þingfundi og senda hana ríkisendurskoðanda.] 2)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 80/2021, 27. gr. 3)L. 84/2011, 25. gr. 4)L. 74/1992, 2. gr.
[55. gr.]1)
[[Ráðherra utanríkismála skal árlega flytja þinginu skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál og skýrslu um EES-mál. Skýrslum ráðherra skal vísa til utanríkismálanefndar til umfjöllunar. Nefndin getur lagt fyrir þingið álit sitt á skýrslunum.] 2)
Alþjóðanefnd skal leggja fyrir þingið ár hvert skýrslu um starfsemi sína. Skýrslum alþjóðanefnda skal vísa til utanríkismálanefndar til umfjöllunar. Utanríkismálanefnd getur lagt fram skýrslu um alþjóðastarf Alþingis, á grundvelli skýrslna alþjóðanefnda, og kemur hún á dagskrá eftir sömu reglum og almennt gilda um skýrslur.] 3)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 80/2021, 28. gr. 3)L. 84/2011, 26. gr.
[56. gr.]1)
[Við umræður um skýrslur skv. 26., 31. og [53.–55. gr.] 2) geta þingflokkar sammælst um að hafa talsmenn, sbr. 6. mgr. [67. gr.], 2) og fer þá um ræðutíma þeirra skv. [100. gr.] 3)] 4)
Vísa má skýrslu til nefndar. Sé það gert skal fresta umræðunni og henni eigi fram haldið fyrr en einni nóttu eftir útbýtingu [álits nefndarinnar]. 5) [Við framhald umræðunnar gilda að nýju ákvæði þingskapa um ræðutíma um skýrslur.] 6)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 80/2021, 12. gr. 4)L. 161/2007, 13. gr. 5)L. 80/2021, 29. gr. 6)L. 85/2012, 18. gr.
[57. gr.]1)
Óski alþingismaður upplýsinga ráðherra eða svars um opinbert málefni, [sbr. 1. mgr. [54. gr.], 2)] 3) eða einstakt atriði þess gerir hann það með fyrirspurn er afhent skal forseta. Fyrirspurn skal vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. Alþingismaður segir til um það hvort hann óskar skriflegs eða munnlegs svars. Stutt greinargerð má fylgja fyrirspurn ef óskað er skriflegs svars.
Forseti ákveður svo fljótt sem hann telur sér unnt hvort fyrirspurn skuli leyfð eða ekki. Ef vafi er getur forseti þó borið málið umræðulaust undir atkvæði á þingfundi. Skal það einnig gert ef fyrirspyrjandi óskar þess er forseti synjar fyrirspurn.
Fyrirspurn skal … 4) útbýtt meðal þingmanna á fundi. Fyrirspurn, sem leyfð hefur verið, skal send hlutaðeigandi ráðherra … 5)
[Á sérstökum þingfundi skal forseti taka á dagskrá fyrirspurnir er útbýtt hefur verið og ráðherra er tilbúinn að svara. Við það skal miða að ráðherra svari eigi síðar en tveimur vikum eftir að fyrirspurn er útbýtt.] 5)
Fyrirspyrjandi eða framsögumaður fyrirspyrjenda mælir fyrir fyrirspurn. Ráðherra, er hlut á að máli, svarar síðan fyrirspurn. … 6) [Öðrum þingmönnum er heimilt að gera einu sinni stutta athugasemd áður er fyrirspyrjandi og ráðherra tala öðru sinni.] 6)
Ef óskað er skriflegs svars sendir ráðherra forseta það að jafnaði [eigi síðar en 15 virkum dögum] 3) eftir að fyrirspurn var leyfð. Forseti sendir fyrirspyrjanda svarið og skal [því útbýtt] 4) meðal þingmanna á fundi. [Takist ráðherra ekki að svara fyrirspurninni innan þess frests sem ákveðinn er í þessari grein skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því, svo og hver ástæðan er og hvenær vænta megi svars til Alþingis.] 3)
… 5)
Við umræður um fyrirspurnir má engar ályktanir gera.
[Ef ráðherra hverfur úr embætti falla niður fyrirspurnir til hans sem ósvarað er.] 3)
1)L. 85/2012, 16. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 84/2011, 27. gr. 4)L. 80/2021, 30. gr. 5)L. 85/2012, 19. gr. 6)L. 161/2007, 14. gr.
[58. gr.]1)
[Í allt að hálftíma á fyrir fram ákveðnum þingfundum, að jafnaði tvisvar í hverri heilli starfsviku, sbr. 2. mgr. 10. gr., getur forseti heimilað þingmönnum að bera fram munnlegar fyrirspurnir til ráðherra án nokkurs fyrirvara. Forsætisráðherra skal fyrir kl. 12 á hádegi undanfarandi föstudag tilkynna forseta hvaða ráðherrar, [að jafnaði eigi færri en þrír], 1) verði til svara á þingfundum í næstu viku. Forseti tilkynnir þingmönnum um ákvörðun forsætisráðherra. Verði forföll eða óski forsætisráðherra eftir að breyta fyrri ákvörðun eða bæta við nýjum ráðherra til að svara fyrirspurnum skal það tilkynnt eins fljótt og unnt er.] 2)
1)L. 85/2012, 19. gr. 2)L. 161/2007, 14. gr.
[59. gr.]1)
[Í allt að hálftíma á fyrir fram ákveðnum þingfundum, að jafnaði tvisvar í hverri heilli starfsviku, sbr. 2. mgr. 10. gr., geta þingmenn kvatt sér hljóðs um störf þingsins, gefið yfirlýsingu eða beint spurningum til formanna nefnda, formanna þingflokka eða annarra þingmanna.] 2)
… 3)
1)L. 85/2012, 19. gr. 2)L. 161/2007, 15. gr. 3)L. 85/2012, 20. gr.
[60. gr.]1)
[Forseti getur sett á dagskrá þingfundar sérstaka umræðu þar sem þingmenn geta fengið tekið fyrir mál hvort heldur er í formi yfirlýsingar eða fyrirspurnar til ráðherra. Þingmaður skal afhenda forseta skriflega beiðni hér um. Við slíka umræðu skal ráðherra vera til andsvara.
Sé málefni, sem tekið er fyrir skv. 2. mgr., í senn svo mikilvægt, umfangsmikið og aðkallandi að það rúmist ekki innan umræðumarka sérstakrar umræðu, sbr. [100. gr.], 2) getur forseti heimilað lengri umræðutíma og rýmri ræðutíma hvers þingmanns og ráðherra en ákveðinn er í [100. gr.] 2) Skal forseti leita samkomulags þingflokka um ræðutímann, en sker úr ef ágreiningur verður.] 3)
1)L. 85/2012, 20. gr. 2)L. 80/2021, 12. gr. 3)L. 84/2011, 28. gr.
[61. gr.]1)
[Forseti getur á fundartíma heimilað ráðherrum og formönnum stjórnmálaflokka að gefa sérstaka yfirlýsingu og fulltrúum annarra flokka að bregðast við henni ef ástæða er til. Forseti ákveður ræðutíma þegar gefin er yfirlýsing af þessu tagi og eins þegar umræða fer fram um hana.] 2)
1)L. 85/2012, 20. gr. 2)L. 84/2011, 28. gr.
[62. gr.]1)
[Við upphaf hvers þings skal forsætisráðherra flytja stefnuræðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en eftirrit af ræðunni skal afhent þingmönnum sem trúnaðarmál tveimur sólarhringum áður en hún er flutt.
Forseti skal gera tillögu og leita samkomulags um fyrirkomulag umræðunnar, lengd hennar, umferðir og ræðutíma forsætisráðherra, þingflokka og einstakra þingmanna, svo og þingmanna utan flokka. Ef ekki tekst samkomulag skal forseti ákveða fyrirkomulag umræðunnar en þingflokkur getur þó krafist þess að um ákvörðun forseta séu greidd atkvæði á þingfundi.
… 2)] 3)
1)L. 85/2012, 20. gr. 2)L. 85/2012, 21. gr. 3)L. 68/2007, 28. gr.
[63. gr.]1)
[Á síðari hluta þings skal fara fram almenn stjórnmálaumræða. Um fyrirkomulag hennar gilda ákvæði 2. mgr. [62. gr.] 2)] 3)
1)L. 85/2012, 20. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 68/2007, 29. gr.
[64. gr.]1)
[Útvarpa skal frá þingsetningu, stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum um hana og almennri stjórnmálaumræðu.
Útvarpa skal umræðu um vantraust ef þingflokkur krefst þess.
Útvarpa skal umræðu um þingmál, eða hluta hennar, ef þingflokkur krefst þess og samkomulag er um það milli þingflokka eða forseti hefur ákveðið slíka umræðu eftir kröfu þingflokksins. Þingflokkurinn á rétt á, sé kröfu hans hafnað, að beiðni hans sé borin undir atkvæði á þingfundi.
Um fyrirkomulag umræðu skv. 2. og 3. mgr. gilda ákvæði 2. mgr. [62. gr.] 2)
Þegar segir að útvarpa skuli umræðum er skyldan bundin við Ríkisútvarpið.] 3)
1)L. 85/2012, 26. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 68/2007, 30. gr.
[V.]1) Fundarsköp.
1)L. 84/2011, 24. gr.
[65. gr.]1)
Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda þó ekki um fyrirspurnafundi.
Ef þingmaður forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið. Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en [eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun]. 2) Þingmaður nýtur ekki þingfararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarverandi í opinberum erindum [í a.m.k. fimm þingdaga]. 2)
Þegar fundur er settur … 3) skýrir forseti frá erindum þeim sem honum hafa borist eða þingskjölum sem útbýtt hefur verið. Þá er gengið til dagskrár.
[Á milli þingfunda má birta þingskjöl á [vef Alþingis] 4) og telst sú birting jafngilda útbýtingu á þingfundi. Forseti setur nánari reglur um útbýtingu þingskjala á vef þingsins. Sama gildir um tilkynningar um þingsetu varamanna. Allar tilkynningar, sem birtast fyrst á vef þingsins samkvæmt þessari málsgrein, skal forseti endurtaka við upphaf næsta þingfundar eftir vefbirtingu.] 5)
1)L. 85/2012, 26. gr. 2)L. 85/2012, 22. gr. 3)L. 68/2007, 19. gr. 4)L. 80/2021, 31. gr. 5)L. 84/2011, 29. gr.
[66. gr.]1)
Þingmaður, sem hefur óskað að taka til máls og fengið leyfi til þess, skal mæla úr ræðustól. Þó getur forseti heimilað ræðumanni að tala úr sæti sínu ef nauðsyn krefur. Sama gildir um ráðherra. Ræðumaður skal jafnan víkja ræðu sinni til forseta eða fundarins en eigi ávarpa nokkurn einstakan þingmann. Kenna skal þingmann við kjördæmi hans eða nefna hann fullu nafni.
1)L. 85/2012, 26. gr.
[67. gr.]1)
[Um ræðutíma um lagafrumvörp, þingsályktunartillögur, svo og önnur þingmál, [sérstakar umræður] 2) og aðrar umræður samkvæmt þingsköpum gilda þær reglur sem tilgreindar eru í [100. gr.], 3) yfirliti með reglum um ræðutíma.
Forseta er þó heimilað að rýmka ræðutíma um þingmál við hverja umræðu sem er ef það er svo umfangsmikið eða mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þeirra reglna sem annars gilda, sbr. [86. gr.] 4) Einnig er forseta heimilt að rýmka ræðutíma þingmanns ef sérstaklega stendur á og nauðsyn krefur. Ákvörðun forseta samkvæmt þessari málsgrein skal liggja fyrir áður en umræða hefst.
Um umræður um frumvarp til fjárlaga gildir tvöfaldur sá ræðutími sem tilgreindur er í [100. gr.] 3) nema fyrir liggi samkomulag þingflokka um annað fyrirkomulag umræðunnar.
Ef fyrir liggur rökstudd beiðni þingflokks skal við 2. umræðu um lagafrumvörp gilda tvöfaldur sá ræðutími sem tilgreindur er í [100. gr.] 3) Hver þingflokkur hefur rétt til að bera slíka beiðni fram við forseta tvisvar á hverju þingi. [Beiðnin skal vera skrifleg og borin fram áður en umræðan hefst.] 2)
Framsögumaður telst sá sem svo er tilgreindur á skjali. Hafi hann forföll við umræðuna má fela öðrum að hafa framsögu með sömu réttindum meðan svo stendur. Ef tveir eða fleiri eru flutningsmenn máls skal sá er fyrstur stendur á skjalinu teljast framsögumaður nema annar sé tilnefndur.
Talsmaður flokks eða þingflokks telst sá sem fyrstur talar af hálfu flokksins nema formaður þingflokksins tilkynni forseta um annað.
… 5)] 6)
1)L. 85/2012, 26. gr. 2)L. 84/2011, 30. gr. 3)L. 80/2021, 12. gr. 4)L. 85/2012, 28. gr. 5)L. 85/2012, 23. gr. 6)L. 161/2007, 16. gr.
[68. gr.]1)
[Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæðagreiðslu, [um kosningu], 2) um fundarstjórn forseta og til þess að bera af sér sakir.] 3)
1)L. 85/2012, 23. gr. 2)L. 84/2011, 30. gr. 3)L. 161/2007, 16. gr.
[69. gr.]1)
Forseti gefur þingmönnum venjulega færi á að taka til máls í þeirri röð er þeir beiðast þess þá er dagskrármálið er tekið fyrir. Þó getur hann vikið frá þeirri reglu við ráðherra, sem hlut á að máli, og framsögumann, svo og til þess að ræður með og móti málefni skiptist á, eða til þess að þingmaður geti gert stutta leiðréttingu eða athugasemd er snertir sjálfan hann.
… 2)
1)L. 85/2012, 23. gr. 2)L. 85/2012, 24. gr.
[70. gr.]1)
Forseti getur leyft þingmönnum að veita stutt andsvar við einstökum ræðum strax og þær hafa verið fluttar. Skal þá sá er vill svara bera fram ósk um það við forseta. Andsvari má einungis beina að máli ræðumanns en ekki öðru andsvari. … 2) Heimilt er forseta að stytta ræðutíma hvers ræðumanns í þessum umræðum. … 2) Orðaskipti í andsvörum mega ekki standa lengur en í fimmtán mínútur í einu.
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 161/2007, 17. gr.
[71. gr.]1)
Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. … 2)
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra.
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 20. gr.
[72. gr.]1)
Eigi má, nema með leyfi forseta, lesa upp prentað mál.
1)L. 85/2012, 24. gr.
[73. gr.]1)
Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum.
1)L. 85/2012, 24. gr.
[74. gr.]1)
Frumvörp, hvort heldur eru frá ríkisstjórn eða þingmönnum, svo og tillögur til þingsályktunar og breytingartillögur, má kalla aftur á hverju stigi umræðu sem vill. En heimilt er hverjum þingmanni að taka það jafnskjótt upp aftur á sama fundi … 2). Fyrirspurn má og afturkalla.
[Breytingartillaga, sem er á dagskrá við 2. umræðu en hefur verið kölluð aftur að hluta eða í heild, kemur því aðeins á dagskrá við 3. umræðu að hún hafi verið flutt á ný.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 84/2011, 31. gr.
[75. gr.]1)
Þyki eigi ástæða til að gera ályktun um eitthvert málefni sem á dagskrá er getur þingið vísað því til ríkisstjórnarinnar eða einstakra ráðherra.
1)L. 85/2012, 24. gr.
[76. gr.]1)
… 2)
Meðan á umræðum stendur má gera rökstudda tillögu um að taka skuli fyrir næsta mál á dagskránni og skal þá afhenda forseta tillöguna um það skrifaða. Slíka tillögu má og gera í prentuðu þingskjali. [Tillagan kemur eigi til afgreiðslu fyrr en við lok umræðu.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 21. gr.
[77. gr.]1)
[Forseti boðar þingfundi og ákveður dagskrá hvers fundar.] 2) [Þó má ákveða dagskrá næsta fundar samkvæmt tillögu sem þingið samþykkir. Slíka dagskrártillögu má leggja fram meðan á fundi stendur og kemur hún til afgreiðslu í lok fundar eða fyrr á fundinum ef forseti ákveður svo. Sé þingfundur ekki ályktunarbær, sbr. 78. gr., er tillagan kemur til atkvæða skal greiða atkvæði um tillöguna við upphaf næsta fundar.] 3)
Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá.
[Forseti getur gert hlé á fundum þingsins, í samræmi við starfsáætlun þess, sbr. 10. gr. og 1. mgr. [86. gr.], 4) en þó er honum skylt að boða til fundar, ef ósk berst um það frá forsætisráðherra eða meiri hluta þingmanna, með þeirri dagskrá sem slíkri ósk fylgir.] 5)
[Forseti getur ákveðið, ef ósk liggur fyrir um það og enginn þingmaður andmælir því, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum. Gildir þá ræðutími sem um eitt mál. Séu mál ósamkynja gildir sá ræðutími sem rýmstur er.] 5)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 161/2007, 18. gr. 3)L. 85/2012, 25. gr. 4)L. 85/2012, 28. gr. 5)L. 68/2007, 22. gr.
[78. gr.]1)
Eigi má gera neina ályktun nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslunni, sbr. 53. gr. stjórnarskrárinnar. Þingmaður, sem er á fundi en greiðir ekki atkvæði við nafnakall [eða við atkvæðagreiðslu með rafeindabúnaði], 2) telst taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
… 2)
Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.
Enginn þingmaður má greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 23. gr.
[79. gr.]1)
Forseti ræður því hvernig atkvæðagreiðslu er skipt og hvernig hún fer fram. Þó getur þingið, ef [þingflokkur eða] 2) níu þingmenn krefjast þess, breytt ákvörðun forseta.
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 24. gr.
[80. gr.]1)
[Þá er forseti hefur ástæðu til að ætla að allir séu á einu máli eða úrslit máls séu ljós fyrir fram má hann lýsa yfir því að gert sé út um atriði án atkvæðagreiðslu ef enginn þingmaður krefst þess að hún fari fram og skal þá sú yfirlýsing forseta koma í stað atkvæðagreiðslu. Um lokaafgreiðslu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna verður forseti þó að viðhafa atkvæðagreiðslu.
Atkvæðagreiðsla skal fara fram með rafeindabúnaði þar sem staðfest er hverjir taka þátt í henni og hvernig hver þingmaður greiðir atkvæði. Forseti skýrir frá úrslitum atkvæðagreiðslunnar. Atkvæði hvers þingmanns við lokaafgreiðslu lagafrumvarpa og þingsályktunartillagna skal skrásetja í þingtíðindum, svo og við aðrar atkvæðagreiðslur nema allir séu á einu máli. Skrifstofan varðveitir afrit allra atkvæðagreiðslna með rafeindabúnaði.
Ef atkvæðagreiðsla getur eigi farið fram með rafeindabúnaði skal hún fara fram á þann hátt að hver þingmaður réttir upp hönd þegar forseti leitar atkvæða með eða móti máli eða hvaða þingmenn greiði ekki atkvæði. Forseti lætur telja atkvæðin, svo og þá sem greiða ekki atkvæði, og skýrir frá úrslitum.
Forseti getur látið fara fram nafnakall í stað atkvæðagreiðslu skv. 2. eða 3. mgr. Honum er það og heimilt þótt atkvæðagreiðsla hafi áður farið fram ef hún hefur verið óglögg eða verið hreyft athugasemdum við hana, enda fari hin síðari atkvæðagreiðsla fram þegar í stað. Komi fram ósk um nafnakall skal við henni orðið. Við nafnakall skal farið eftir tölusettri nafnaskrá í stafrófsröð og hlutað um í hvert sinn á hverri raðtölunni skuli byrja nafnakallið. Við nafnakall greiðir forseti atkvæði síðastur.
Atkvæðagreiðslu skv. 2. mgr. má endurtaka þótt úrslitum hennar hafi verið lýst ef forseti telur ástæðu til þess eða ósk berst um það frá þingmanni. Hin nýja atkvæðagreiðsla skal þá fara fram þegar í stað og áður en nokkur önnur ályktun er gerð eða nýtt mál tekið fyrir. Vilji þingmaður á fundi gera leiðréttingu eftir að atkvæði hafa verið greidd skv. 2. mgr. er honum heimilt að láta skrá hana í þingtíðindin en þó því aðeins að hann hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni. Leiðréttingin breytir ekki úrslitum atkvæðagreiðslunnar.] 2)
[Við atkvæðagreiðslu með rafeindabúnaði, svo og nafnakall, er þingmanni heimilt að gera stutta grein fyrir atkvæði sínu. … 3)] 4)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 25. gr. 3)L. 161/2007, 19. gr. 4)L. 102/2007, 3. gr.
[81. gr.]1)
Afl atkvæða ræður um úrslit mála og málsatriða nema öðruvísi sé ákveðið í stjórnarskránni eða þingsköpum. [Skal þá telja atkvæði með og móti máli.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 26. gr.
[82. gr.]1)
Um kosningar fer eftir því sem fyrir er mælt í 2. mgr. 3. gr. að því viðbættu að þegar kjósa á um tvo menn eða fleiri, hvort heldur er til starfa innan þings eða utan, skal forseti beita hlutfallskosningu með aðferð þeirri er kennd er við d'Hondt (listakosning). Aðferðin er svo sem greinir í 2.–4. mgr. [Við kosningu skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða, sbr. þó 2. mgr. 1. gr., 3. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 14. gr. Það kemur ekki í veg fyrir kosningu fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá. Hlutfall kvenna skal þó aldrei vera minna en 40%.] 2)
Þeir þingmenn, er komið hafa sér saman um að kjósa allir sömu menn í sömu röð, afhenda forseta, þegar til kosninga kemur, lista yfir þá í þeirri röð. Þegar hann hefur tekið við listunum merkir hann hvern þeirra bókstaf, A, B, C o.s.frv., eftir því sem sjálfur hann ákveður eða ákveðið hefur verið með samkomulagi eitt skipti fyrir öll þann þingtíma. Síðan les forseti upphátt stafnafn hvers lista og nöfn þau er á honum standa. Þá kjósa þingmenn þannig að hver ritar á kjörmiða aðeins stafnafn (A, B o.s.frv.) þess lista er hann vill kjósa eftir. Kjörmiðarnir eru afhentir forseta og nefnir hann upphátt bókstaf hvers miða en teljarar rita jafnóðum og telja saman hve mörg atkvæði hafa fallið á hvern lista, hve mörg á A, hve mörg á B o.s.frv. Tölu þeirri, sem hver listi fær þannig, er svo skipt, fyrst með 1, síðan 2, síðan með 3 o.s.frv. eftir því sem með þarf. Hlutatölur hvers lista eru ritaðar í röð, hver niður undan annarri, og yfir dálkinum er ritaður bókstafur þess lista.
Kosning fer eftir hlutatölunum þannig að sá listi fær fyrsta mann er hæsta á hlutatöluna, sá listi næsta mann er á næsthæsta hlutatölu o.s.frv. þar til fullskipað er. Ef jafnháar hlutatölur koma á tvo eða fleiri lista skal varpa hlutkesti um hvor eða hver listanna skuli koma að manni.
Af hverjum lista skulu menn hljóta kosningu í þeirri röð sem þeir standa á listanum.
Þegar kosnir eru varaforsetar samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 3. gr. skal fella niður hæstu hlutatölu þess lista sem þingflokkur forsetans á aðild að. Að öðru leyti gilda ákvæði 3. og 4. mgr. um kjör varaforseta og röð þeirra.
Ef kjósa skal einnig varamenn skal listi, sem hlotið hefur mann eða menn, eiga rétt til jafnmargra varamanna í þeirri röð sem þeir standa á listanum.
[Þegar kjósa á um einn mann eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru og eigi hafa hreyft andmælum við því við forseta. Kosningin getur farið fram með rafeindabúnaði, sbr. 2. mgr. [80. gr.], 3) þannig að jafna megi henni við skriflega kosningu.] 4)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 42/2021, 4. gr. 3)L. 85/2012, 28. gr. 4)L. 84/2011, 32. gr.
[83. gr.]1)
Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti lagt til eða þingmaður óskað þess að öllum utanþingsmönnum sé vísað á braut og sker þá þingið úr því hvort svo skuli gert og umræður fara fram í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum, sbr. 57. gr. stjórnarskrárinnar.
1)L. 85/2012, 24. gr.
[84. gr.]1)
Forseti skipar fyrir um hvernig mönnum skuli gefinn kostur á að vera við fundi þá er haldnir eru í heyranda hljóði. Áheyrendur eru skyldir til að vera kyrrir og hljóðir. Brjóti nokkur móti því getur forseti látið vísa honum á braut og, ef þörf er á, öllum áheyrendum.
1)L. 85/2012, 24. gr.
[VI.]1) [Þingflokkar og þingmenn.]2)
1)L. 84/2011, 24. gr. 2)L. 84/2011, 39. gr.
[85. gr.]1)
Skipi þingmenn sér í þingflokka skulu þeir velja sér formann er komi fram fyrir þeirra hönd gagnvart forseta og öðrum þingflokkum og þingmönnum.
[Í þingflokki skulu vera a.m.k. þrír þingmenn. Tveir þingmenn geta þó myndað þingflokk enda sé til þingflokksins stofnað þegar að loknum kosningum og þingmennirnir kosnir á listum sama stjórnmálaflokks eða sömu stjórnmálasamtaka.
Enginn þingmaður má eiga aðild að fleiri en einum þingflokki.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 68/2007, 27. gr.
[86. gr.]1)
Forseti skal hafa reglulega samráð við formenn þingflokka, eða fulltrúa þeirra, um skipulag þingstarfa og leggja fyrir þá til umfjöllunar starfsáætlun þingsins og áætlanir um þingstörf hverrar viku.
Enn fremur skal forseti hafa samráð við formenn þingflokka um fyrirkomulag umræðna um mikilvæg mál ef ætla má að umræður verði miklar. [[Forseti getur þá, með samþykki allra þingflokka, ákveðið áður en umræða hefst að ræðutími skuli vera annar en þingsköp ákveða, svo og hve lengi umræðan má standa. Þegar þannig er samið milli þingflokka um umræðutíma skal skipta honum sem næst því að hálfu jafnt milli þingflokka og að hálfu skal hafa hliðsjón af því hve margir þingmenn eiga aðild að hverjum þingflokki, en forseti ákveður þá ræðutíma þingmanna utan flokka.] 2) Um slíka ákvörðun skal þó leita samþykkis þingfundar ef a.m.k. þrír þingmenn krefjast þess.] 3)
[Forseti og forsætisnefnd skulu leita samráðs við formenn þingflokka um þær reglur sem þeim er falið að setja samkvæmt lögum þessum.] 4)
Forseti skal sjá um að þingflokkum og einstökum þingmönnum innan þeirra sé búin starfsaðstaða og hafa um það samráð við formenn þingflokkanna. Sama gildir um þingmenn utan flokka.
… 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 161/2007, 20. gr. 3)L. 102/1993, 7. gr. 4)L. 84/2011, 33. gr.
[[87. gr.]1)
Alþingismenn skulu, innan mánaðar frá því að nýkjörið þing kemur saman, gera opinberlega grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum og trúnaðarstörfum utan þings eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur.
Sama gildir um varaþingmann sem tekur fast sæti á Alþingi, svo og um varaþingmann sem setið hefur samfellt fjórar vikur á þinginu. Enn fremur skulu ráðherrar, sem ekki eru jafnframt alþingismenn, fylgja sömu reglu.
Upplýsingar samkvæmt þessari grein skulu birtar á vef Alþingis þegar skráningu er lokið. Alþingismaður skal skrá nýjar upplýsingar innan mánaðar frá því að þær liggja fyrir.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 84/2011, 34. gr.
[[88. gr.]1)
Forsætisnefnd skal undirbúa og leggja fram þingsályktunartillögu um siðareglur fyrir alþingismenn.
Forsætisnefnd fjallar um mál er varða siðareglur alþingismanna, framkvæmd þeirra og brot á þeim.] 2)
1)L. 85/2012, 24. gr. 2)L. 84/2011, 34. gr.
[89. gr.
Skrifstofa Alþingis safnar og birtir upplýsingar um æviágrip fyrrverandi og núverandi alþingismanna og varaþingmanna.] 1)
1)L. 80/2021, 32. gr.
[VII. Skrifstofa Alþingis og stjórnsýsla.
[90. gr.
Hlutverk skrifstofu Alþingis er að styðja við starfsemi Alþingis svo að þingið, sem handhafi ríkisvalds, geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt stjórnarskrá og lögum.
Verkefni skrifstofu Alþingis eru m.a.:
a. að vera forseta til aðstoðar og framfylgja ákvörðunum forseta og forsætisnefndar auk ákvarðana á fundi forseta með þingflokksformönnum,
b. að veita alþingismönnum, nefndum og þingflokkum faglega aðstoð og þjónustu,
c. að hafa á hendi almennan rekstur þingsins og stjórnsýslu,
d. að varðveita og miðla upplýsingum um hlutverk og starfsemi Alþingis.] 1)
1)L. 80/2021, 33. gr.
[91. gr.
Með stjórnsýslu Alþingis er átt við þá starfsemi sem fer fram á vegum þingsins og forseti hefur æðsta vald í, sbr. 9. gr., eða sem forsætisnefnd er ætlað að fjalla um samkvæmt lögum þessum. Til stjórnsýslu Alþingis telst enn fremur starfsemi sem forseta Alþingis eða forsætisnefnd er falin samkvæmt fyrirmælum í öðrum lögum eða samkvæmt ályktun Alþingis.
Undir stjórnsýslu Alþingis fellur hvorki sú starfsemi sem fram fer af hálfu Alþingis sem fulltrúasamkomu þjóðkjörinna fulltrúa né starfsemi umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og rannsóknarnefnda samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir.] 1)
1)L. 80/2021, 33. gr.
[92. gr.
Ákvæði stjórnsýslulaga, utan VII. og VIII. kafla, taka til stjórnsýslu Alþingis. Enn fremur gildir ákvæði 47. gr. stjórnsýslulaga um verktaka og starfsfólk hans sem gerir samninga við skrifstofustjóra um framkvæmdir, rekstur eða önnur afmörkuð verkefni, sbr. 40. gr. laga um opinber fjármál.] 1)
1)L. 80/2021, 33. gr.
[93. gr.
Um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis fer samkvæmt upplýsingalögum.
Í reglum sem forsætisnefnd setur og birta skal í B-deild Stjórnartíðinda skal kveðið nánar á um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis og um afmörkun hennar gagnvart þeirri starfsemi sem annars fer fram af hálfu Alþingis sem samkomu þjóðkjörinna fulltrúa. Í reglum forsætisnefndar skal jafnframt kveðið á um móttöku og meðferð beiðna um upplýsingar. Má í slíkum reglum ákveða að beiðnum um upplýsingar skuli beint til skrifstofu Alþingis og að synjun um aðgang að gögnum verði skotið til forsætisnefndar eða þriggja manna nefndar utanþingsmanna sem forsætisnefnd skipar.] 1)
1)L. 80/2021, 33. gr.
[94. gr.
Í skjalasafni Alþingis skal varðveita erindi er þinginu berast, sbr. 2. mgr. 8. gr. og 28. gr., svo og gerðabækur þess, fundargerðir nefnda og önnur skjöl er varða starfsemi þingsins og rekstur eða Alþingi er falið að varðveita, sbr. og 10. gr. stjórnarskrárinnar.
Forsætisnefnd setur reglur um skjalasafn Alþingis og um aðgang að skjölum þess. Þar er heimilt að mæla fyrir um aðgang að skjölum sem undanþegin eru upplýsingarétti eða trúnaður ríkir um enda sé hann nauðsynlegur í þágu vísindarannsóknar, réttindagæslu eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Á vegum skrifstofu Alþingis starfar rannsókna- og upplýsingaþjónusta fyrir þingmenn og nefndir þingsins.] 1)
1)L. 80/2021, 33. gr.
[VIII.]1) Ýmisleg ákvæði.
1)L. 80/2021, 33. gr.
[95. gr.]1)
Alþingi má ekki taka við neinu málefni nema einhver þingmanna eða ráðherra taki það að sér til flutnings, sbr. 55. gr. stjórnarskrárinnar.
[Að flutningi máls [skv. 37. og 45. gr.], 2) svo og breytingartillagna við það, geta staðið þingmenn, ráðherrar, þingflokkar og fastanefndir, sérnefndir eða alþjóðanefndir, svo og forsætisnefnd. [Sama gildir um meiri hluta nefndar.] 3)] 4)
1)L. 80/2021, 33. gr. 2)L. 84/2011, 40. gr. 3)L. 84/2011, 35. gr. 4)L. 68/2007, 31. gr.
[96. gr.]1)
[Umræður á Alþingi og þingskjöl skal [birta] 2) í Alþingistíðindum. Skrifstofa Alþingis annast útgáfu Alþingistíðindanna.
Í A-deild Alþingistíðinda skal [birta] 2) þingskjöl og í B-deild skal [birta] 2) allar umræður og auk þess dagskrár þingfunda, tilkynningar, atkvæðagreiðslur og hvað annað sem fram fer á þingfundum og geta þar afgreiðslu mála og málsatriða.
Í Alþingistíðindunum má ekkert undan fella sem þar á að standa og fram hefur komið í þinginu og hljóðupptaka ber með sér. Engar efnisbreytingar má gera nema leiðrétta þurfi auðsæjar og sannanlegar villur. Engu má bæta inn í Alþingistíðindin, hvort sem það varðar menn eða málefni, nema þess sé óhjákvæmilega þörf eða í því felist sjálfsögð leiðrétting.
Forseti getur sett nánari reglur um útgáfu Alþingistíðinda, þar á meðal um birtingu þeirra í rafrænum búningi.] 3)
[Birta má á [vef Alþingis] 4) á netinu öll gögn sem annars skal prenta. Telst sú birting jafngild prentun, nema annað sé tekið fram. Við rafræna útgáfu skal tryggja öryggi og áreiðanleika birtra upplýsinga og að þær varðveitist á varanlegan hátt. Forseti getur sett reglur um hvernig birtingunni skuli háttað.] 5)
1)L. 80/2021, 33. gr. 2)L. 85/2012, 27. gr. 3)L. 68/2007, 32. gr. 4)L. 80/2021, 31. gr. 5)L. 84/2011, 36. gr.
… 1)
1)L. 80/2021, 34. gr.
[[97. gr.]1)
Þingmálið er íslenska.
Ef hluti þingskjals er á erlendu tungumáli skal íslensk þýðing fylgja. Frá því má þó víkja ef sérstakar ástæður mæla með því og sá hluti þingskjals varðar ekki með beinum hætti meginefni máls.
Ef þingmaður vitnar í prentað mál, sbr. [72. gr.], 2) á erlendri tungu skal hann jafnframt þýða eða endursegja efni þess á íslensku.
Ef gestur kemur á fund nefndar og getur ekki talað íslensku skal túlka mál hans. Frá því má þó víkja ef enginn hreyfir andmælum.] 3)
1)L. 80/2021, 34. gr. 2)L. 85/2012, 28. gr. 3)L. 84/2011, 37. gr.
… 1)
1)L. 80/2021, 34. gr.
[98. gr.]1)
Ef þingmaður talar óvirðulega um forseta Íslands eða ber þingið eða ráðherra eða einhvern þingmann brigslyrðum eða víkur með öllu frá umtalsefninu skal forseti kalla til hans: „Þetta er vítavert“, og nefna þau ummæli sem hann vítir. Nú er þingmaður víttur tvisvar á sama fundi og má þá forseti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi.
1)L. 80/2021, 34. gr.
[99. gr.]1)
Eftir uppástungu forseta eða formanns þingflokks má bregða út af þingsköpum þessum ef tveir þriðju hlutar þeirra þingmanna, er um það greiða atkvæði, samþykkja.
1)L. 80/2021, 34. gr.
[[100. gr.]1)
[Réttur þingmanna og ráðherra til að taka þátt í umræðum skal vera allt að þeim tíma sem tilgreindur er í eftirfarandi yfirliti með reglum um ræðutíma, sbr. þó [59.–61. gr.], 2) um sérstakar umræður, [62. og 63. gr.], 2) um stefnuræðu og almennar stjórnmálaumræður, [67. gr.], 2) um rýmkaðan rétt til umræðna, [70. gr.], 2) um styttingu andsvara, [71. gr.], 2) um takmörkun umræðna, [86. gr.], 2) um umsaminn ræðutíma, og [64. gr.], 2) um útvarp umræðu]: 3)
REGLUR UM RÆÐUTÍMA
1. sinn | 2. sinn | Oftar | |
LAGAFRUMVÖRP | |||
1. umræða: | |||
Flutningsmaður (ráðherra eða þingmaður) | 30 mín. | 15 mín. | 5 mín. |
Aðrir ráðherrar | 15 mín. | 5 mín. | 5 mín. |
Aðrir þingmenn | 15 mín. | 5 mín. | |
2. umræða: | |||
Framsögumaður nefndarálits | 30 mín. | 15 mín. | 5 mín. |
Ráðherra og flutningsmaður máls | 20 mín. | 10 mín. | 5 mín. |
Aðrir þingmenn | 20 mín. | 10 mín. | 5 mín. |
3. umræða: | |||
Sama og við 1. umræðu nema hvað framsögumaður nefndarálits kemur í stað flutningsmanns | |||
ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR | |||
Fyrri umræða: | |||
Flutningsmaður (ráðherra eða þingmaður) | 15 mín. | 10 mín. | 5 mín. |
Ráðherra | 10 mín. | 5 mín. | 5 mín. |
Aðrir þingmenn | 10 mín. | 5 mín. | |
Síðari umræða: | |||
Sama og við 2. umræðu lagafrumvarpa | |||
Ein umræða: | |||
Sama og við 2. umræðu lagafrumvarpa | |||
FYRIRSPURNIR | |||
Fyrirspyrjandi | 3 mín. | 2 mín. | |
Ráðherra | 5 mín. | 2 mín. | |
Aðrir þingmenn og ráðherrar (stutt athugasemd) | 1 mín. | ||
ÓUNDIRBÚINN FYRIRSPURNATÍMI | |||
Fyrirspyrjandi og ráðherra | 2 mín. | 1 mín. | |
SKÝRSLUR | |||
Framsögumaður (ráðherra eða þingmaður) | 20 mín. | 10 mín. | 5 mín. |
Ráðherra | 10 mín. | 5 mín. | 5 mín. |
Talsmaður þingflokks | 15 mín. | 5 mín. | |
Aðrir þingmenn | 10 mín. | 5 mín. | |
STÖRF ÞINGSINS | |||
Þingmenn og ráðherrar | 2 mín. | 2 mín. | |
[SÉRSTÖK UMRÆÐA]3) | |||
Málshefjandi | 5 mín. | 2 mín. | |
Ráðherra (sem er til andsvara) | 5 mín. | 2 mín. | |
Aðrir þingmenn og ráðherrar | 2 mín. | 2 mín. | |
…3) | |||
ANDSVÖR (ALLT AÐ 15 MÍN.) | |||
Þingmenn og ráðherrar | 2 mín. | 2 mín. | |
Ræðumaður | 2 mín. | 2 mín. | |
ATHUGASEMDIR | |||
Að gera grein fyrir atkvæði sínu | 1 mín. | ||
Fundarstjórn forseta, bera af sér sakir, athugasemd um atkvæðagreiðslu [eða um kosningu]3) | 1 mín. | 1 mín.]4) |
[101. gr.]1)
Lög þessi öðlast gildi samtímis stjórnarskrárbreytingu þeirri sem samþykkt er á Alþingi sumarið 1991 …
1)L. 80/2021, 34. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 1. gr. skal reglulegt Alþingi 2013, 143. löggjafarþing, koma saman þriðjudaginn 1. október, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Sama dag lýkur 142. löggjafarþingi sem var sett 6. júní 2013.
143. löggjafarþing skal standa fram til samkomudags reglulegs Alþingis 2014, annars þriðjudags septembermánaðar það ár, sbr. 4. mgr. 1. gr.] 1)
1)L. 88/2013, 1. gr.
[II.
Þrátt fyrir 4. mgr. 1. gr. skal 145. löggjafarþingi ljúka 29. október 2016.
Reglulegt Alþingi 2016, 146. löggjafarþing, skal koma saman þegar forseti Íslands hefur stefnt saman Alþingi, sbr. 22. og 24. gr. stjórnarskrárinnar, og standa fram til reglulegs samkomudags Alþingis 2017, annars þriðjudags septembermánaðar það ár, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar og 4. mgr. 1. gr. laga þessara.] 1)
1)L. 89/2016, 1. gr.
[III.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 1. gr. skal reglulegt Alþingi 2020, 151. löggjafarþing, koma saman fimmtudaginn 1. október, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar. Sama dag lýkur 150. löggjafarþingi sem var sett 10. september 2019.
151. löggjafarþing skal standa fram til samkomudags reglulegs Alþingis 2021, annars þriðjudags septembermánaðar það ár, sbr. 4. mgr. 1. gr.] 1)
1)L. 69/2020, 1. gr.
[IV.
Við upphaf næsta kjörtímabils skal kjósa framtíðarnefnd sem starfar til loka kjörtímabilsins. Nefndin skal m.a. fjalla um áskoranir og tækifæri Íslands í framtíðinni að því er snertir tæknibreytingar, langtímabreytingar á umgengni við náttúruna, lýðfræðilegar breytingar og sjálfvirknivæðingu. Ekki skal vísa þingmálum til nefndarinnar en öðrum nefndum er heimilt að óska eftir áliti hennar á þingmálum sem þær hafa til meðferðar.
Nefndin skal skipuð ellefu þingmönnum og skulu allir þingflokkar eiga fulltrúa í henni. Að lágmarki skulu fimm þingmenn úr þingflokkum stjórnarandstöðu eiga sæti í nefndinni og skulu þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga gegna formennsku og varaformennsku á víxl eitt ár í senn. Seta þingmanns í framtíðarnefnd skal ekki koma í veg fyrir að hann sitji jafnframt í allt að tveimur fastanefndum, sbr. 5. málsl. 1. mgr. 14. gr.
Um nefndina skal að öðru leyti fara eins og um fastanefndir eftir því sem við getur átt. Forseta er heimilt að setja nánari reglur um störf, skipan og sérstöðu framtíðarnefndar.] 1)
1)L. 80/2021, 35. gr.
[V.
Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 1. gr. skal 151. löggjafarþingi ljúka 25. september 2021 enda hafi þingrofi þá verið lýst skv. 24. gr. stjórnarskrárinnar. Skal reglulegt Alþingi 2021, 152. löggjafarþing, þá koma saman þegar forseti Íslands hefur stefnt saman Alþingi, sbr. 22. og 24. gr. stjórnarskrárinnar, og standa fram til reglulegs samkomudags Alþingis 2022, annars þriðjudags septembermánaðar það ár, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar og 4. mgr. 1. gr. laga þessara.] 1)
1)L. 104/2021, 1. gr.