Frumvörp til breytinga á lögunum:

Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um Happdrætti Háskóla Íslands

1973 nr. 13 13. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. maí 1973. Breytt með: L. 96/1974 (tóku gildi 30. des. 1974). L. 55/1976 (tóku gildi 11. júní 1976). L. 23/1986 (tóku gildi 12. maí 1986). L. 77/1994 (tóku gildi 30. maí 1994). L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 127/2003 (tóku gildi 30. des. 2003). L. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005). L. 75/2006 (tóku gildi 30. júní 2006). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 126/2015 (tóku gildi 31. des. 2015).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða dómsmálaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
[Ráðherra] 1) er heimilt að veita Háskóla Íslands [leyfi] 2) til rekstrar happdrættis með þeim skilyrðum, er nú skal greina:
    a. [Hlutatalan má ekki fara fram úr 60.000, er skiptist í 12 flokka á ári hverju, og skal dráttur fara fram fyrir einn flokk í mánuði hverjum, dráttur 1. flokks í janúarmánuði og 12. flokks í desembermánuði. Heimilt er að gefa út 4 flokka hlutamiða, sem greinist að með bókstöfunum E, F, G og H, en auk þess er heimilt að gefa út sérstakan flokk, B-flokk, sem hafa skal fimmfalt gildi á við hvern hinna flokkanna, bæði að því er varðar endurnýjunariðgjald og fjárhæð vinninga.] 3)
    b. Iðgjald fyrir hvern hlut ákveður [ráðherra] 4) að fengnum tillögum happdrættisráðs og happdrættisstjórnar Háskólans.
    c. Vinningar skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal vinningsfjárhæð nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldum samantöldum í öllum 12 flokkum.
    d. [Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem [ráðherra] 4) skipar til þess. Nefndin leggur fullnaðarúrskurð á allan ágreining um lögmæti eða gildi dráttar, bæði meðan dráttur fer fram og eftir að honum er lokið. Kostnað af þessu ber happdrættið.] 5)
    e. [Leyfi til að reka happdrættið má veita til 1. janúar 2034.] 6) Ágóðanum skal varið til að reisa byggingar á vegum Háskóla Íslands. Enn fremur er heimilt að verja honum til greiðslu kostnaðar af viðhaldi háskólabygginganna, til fegrunar á háskólalóðinni, til þess að koma á fót og efla rannsóknarstofur við hinar ýmsu deildir Háskólans, svo og til að greiða andvirði rannsóknar- og kennslutækja, sem Háskólinn telur sér nauðsyn að eignast. [Leyfishafi greiði í ríkissjóð 20% af nettóársarði í leyfisgjald, þó ekki hærri fjárhæð en 150.000.000 kr.] 7)
[[Ráðherra] 4) er enn fremur heimilt að veita Háskóla Íslands [leyfi] 2) til rekstrar skyndihappdrættis með peningavinningum, svo og peningahappdrættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti. Ágóða af rekstri þessum skal varið til starfsemi Háskóla Íslands svo sem segir í e-lið 1. mgr.] 8)
[[Ráðherra] 4) getur heimilað að við starfsemi skv. 1. og 2. mgr. séu notaðar sérstakar happdrættisvélar þannig að þátttaka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða. [Ráðherra] 4) setur með reglugerð 9) m.a. nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með þeim, notkun mynta og seðla við greiðslu fyrir þátttöku, fjárhæð vinninga og aldur þeirra sem mega nota vélarnar. Lágmarksaldur þátttakenda skal þó vera 16 ár.] 10)
    1)L. 126/2011, 58. gr. 2)L. 75/2006, 1. gr. 3)L. 96/1974, 1. gr. 4)L. 162/2010, 106. gr. 5)L. 55/1976, 1. gr. 6)L. 126/2015, 1. gr. 7)L. 75/2006, 2. gr. 8)L. 23/1986, 1. gr. 9)Rg. 455/1993, sbr. 401/2007. 10)L. 77/1994, 1. gr.
2. gr.
Á meðan happdrættið starfar, er bannað að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að versla með eða hafa á boðstólum miða erlendra happdrætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá. Þó getur ráðherra veitt undanþágu að því er kemur til happdrættis, sem stofnað er til í góðgerðarskyni einungis, og þó með skýrum takmörkum, t.d. fyrir eitt sveitarfélag, og aldrei nema um ákveðinn tíma, lengst eitt ár.
3. gr.
Enginn má selja hlutamiða happdrættisins nema löggiltir útsölumenn þess, er fá miðana frá aðalskrifstofu happdrættisins, og öll önnur verslun með miðana er bönnuð. Ráðherra er heimilt að leyfa happdrættinu að taka í sínar hendur útsölu hlutamiða.
4. gr.
Vinningar í happdrættinu eru undanþegnir hvers konar opinberum gjöldum … 1)
    1)L. 129/2004, 39. gr.
5. gr.
[Ráðherra] 1) setur með reglugerð 2) nánari ákvæði um starfsemi happdrættisins.
    1)L. 162/2010, 106. gr. 2)Rg. 410/1991, sbr. 22/1992, 139/1992, 193/1992, 406/1992, 496/1993 og 595/1994. Rg. 455/1993, sbr. 529/2001, 818/2004, 362/2007 og 401/2007. Rg. 500/2020, sbr. 1380/2021.
6. gr.
Brot gegn lögum þessum varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum]. 1)
    1)L. 82/1998, 163. gr.
[7. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna er vöruhappdrætti Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna heimilt að greiða út vinninga úr flokkahappdrættum í peningum.] 1)
    1)L. 75/2006, 3. gr.