Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir]1)

1975 nr. 25 22. maí


    1)L. 43/2019, 13. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 11. júní 1975. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 23/2016 (tóku gildi 5. apríl 2016). L. 35/2019 (tóku gildi 24. maí 2019). L. 43/2019 (tóku gildi 1. sept. 2019).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við heilbrigðisráðherra eða heilbrigðisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Ráðgjöf og fræðsla.
1. gr.
Gefa skal fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir.
Landlæknir hefur á höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slíkrar ráðgjafar og fræðslu.
2. gr.
Aðstoð skal veita, eftir því sem við á, svo sem hér segir:
    1. Fræðsla og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra.
    2.1)
    3. Kynlífsfræðsla og ráðgjöf og fræðsla um ábyrgð foreldrahlutverks.
    4. Ráðgjöf og fræðsla varðandi þá aðstoð, sem konunni stendur til boða í sambandi við meðgöngu og barnsburð.
    1)L. 43/2019, 13. gr.
3. gr.
Ráðgjafarþjónusta þessi skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og má vera í starfstengslum við mæðranefnd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félagsráðgjafaþjónustu.
4. gr.
Að ráðgjafarþjónustunni skulu starfa læknar, félagsráðgjafar, ljósmæður, hjúkrunarfólk og kennarar, eftir því sem þörf krefur.
5. gr.
Allar viðurkenndar getnaðarvarnir skulu fást hjá ráðgjafarþjónustunni. Unnið skal að því að auðvelda almenningi útvegun getnaðarvarna, m.a. með því, að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra.
6. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
7. gr.
Fræðsluyfirvöld skulu í samráði við skólayfirlækni veita fræðslu um kynlíf og siðfræði kynlífsins á skyldunámsstigi í skólum landsins. Einnig skal veita þessa fræðslu á öðrum námsstigum.

II. kafli. …1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.

III. kafli. …1)
    1)L. 35/2019, 10. gr.

IV. kafli. Almenn ákvæði.
24. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
25. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
26. gr.
Heilbrigðisyfirvöldum ber að hafa eftirlit með framkvæmd laganna … 1). Stuðla ber að samræmi í framkvæmd þeirra í öllum landshlutum. Þeim, er starfa að framkvæmd laganna, skal veitt fræðsla og leiðbeiningar í því skyni.
    1)L. 43/2019, 13. gr.
27. gr.
Allir þeir, sem starfa á einn eða annan hátt að framkvæmd laga þessara, eru bundnir þagnarskyldu um öll persónuleg málefni, sem þeir í því sambandi kunna að fá vitneskju um.
28. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
29. gr.
1)
Kostnaður vegna ráðgjafar og fræðslu á þessu sviði greiðist af almannafé.
    1)L. 43/2019, 13. gr.
30. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
31. gr.1)
    1)L. 43/2019, 13. gr.
32. gr.
Ákveða skal með reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
33. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.