Frumvörp til breytinga á lögunum:

Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um loftslagsmál

2012 nr. 70 29. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 3. júlí 2012. EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2003/87/EB, 2004/101/EB, 2008/101/EB og 2009/29/EB. Breytt með: L. 141/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013; EES-samningurinn: reglugerð 1193/2011). L. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013). L. 59/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013). L. 25/2014 (tóku gildi 5. apríl 2014). L. 52/2014 (tóku gildi 31. maí 2014). L. 125/2014 (tóku gildi 31. des. 2014 nema 6., 8., 13.–18., 21.–25. og 29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 62/2015 (tóku gildi 18. júlí 2015). L. 125/2015 (tóku gildi 1. jan. 2016 nema 2., 4.–5., 8., 24., 31., 37., 45., 48.–52., 54.–55. og 57.–58. gr. sem tóku gildi 31. des. 2015 og a–d-liður 1. gr., 6.–7., 13. og 15. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 59. gr.). L. 60/2016 (tóku gildi 1. júlí 2016 nema 2. og 11. gr. sem tóku gildi 22. júní 2016). L. 126/2016 (tóku gildi 1. jan. 2017 nema 1., 2., c-liður 8., 9., 18., r-liður 19., 20., 22.–24., 28., 29., 41., 58., 60. og 61. gr. sem tóku gildi 31. des. 2016, s-liður 19. gr. sem tók gildi 1. apríl 2017 og 10. gr. sem tók gildi 1. sept. 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 62. gr.). L. 45/2017 (tóku gildi 17. júní 2017; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 5. gr.; EES-samningurinn: XIII. og XX. viðauki reglugerð 2015/757). L. 96/2017 (tóku gildi 31. des. 2017 nema 1., 11., 13., 14., 17.–27., 31.–35. og 38.–46. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2018; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 49. gr.). L. 14/2018 (tóku gildi 21. mars 2018). L. 138/2018 (tóku gildi 28. des. 2018 nema 1.–13., 17., 19., 23.–28. og 31. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 32. gr.). L. 155/2018 (tóku gildi 10. jan. 2019). L. 32/2019 (tóku gildi 1. júlí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 72/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019 nema 9. gr. sem tók gildi 1. jan. 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2003/4/EB). L. 86/2019 (tóku gildi 6. júlí 2019). L. 135/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020 nema 16. gr. sem tók gildi 24. des. 2019; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 42. gr.). L. 98/2020 (tóku gildi 23. júlí 2020; EES-samningurinn: bókun 31 reglugerð 2018/841, 218/842; um lagaskil sjá 37. gr.). L. 133/2020 (tóku gildi 1. jan. 2021 nema 37. og 38. gr. sem tóku gildi 17. des. 2020; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 40. gr.). L. 12/2021 (tóku gildi 25. mars 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2009/31/EB). L. 35/2021 (tóku gildi 11. maí 2021; EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 2018/410, ákvörðun 2020/1071). L. 95/2021 (tóku gildi 10. júlí 2021). L. 131/2021 (tóku gildi 1. jan. 2022 nema d-liður 20. gr. sem tók gildi 31. des. 2021; koma til framkvæmda skv. fyrirmælum í 61. gr.). L. 47/2022 (tóku gildi 7. júlí 2022; EES-samningurinn: XX. viðauki reglugerð 2021/1406). L. 67/2022 (tóku gildi 13. júlí 2022).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara eru:
    a. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum og skilvirkum hætti,
    b. að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti,
    c. að stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga, … 1)
    d. að skapa skilyrði fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum,
    [e. að ná kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Verði loftslagsmarkmið stjórnvalda uppfærð skal leggja til breytingar á þessu ákvæði því til samræmis]. 1)
    1)L. 95/2021, 1. gr.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um hvers konar starfsemi og athafnir á landi, í lofthelgi og efnahagslögsögu Íslands sem haft geta áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Lög þessi gilda einnig um flugstarfsemi sem felur í sér flugtak eða lendingu á flugvöllum á yfirráðasvæði ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, að því gefnu að viðkomandi flugrekandi lúti umsjón íslenska ríkisins samkvæmt lögum þessum.
[Þrátt fyrir gildissvið laga þessara skulu flugrekendur vakta og skila skýrslu um losun frá flugstarfsemi samkvæmt kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sbr. VII. kafla A, vegna losunar sem fellur ekki undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir skv. V. kafla um losun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi.] 1)
    1)L. 98/2020, 1. gr.
3. gr. [Orðskýringar.
Í lögum þessum er merking eftirfarandi orða og orðasambanda sem hér segir:
    1. Binding kolefnis úr andrúmslofti: Það að fjarlægja frumefnið kolefni úr andrúmslofti með tilteknum aðgerðum.
    2. Flugrekandi: Aðili sem rekur loftfar og notar það til að stunda flugstarfsemi sem tilgreind er í II. viðauka eða, ef aðilinn er óþekktur eða ekki tilgreindur af eiganda loftfars, eigandi loftfarsins.
    3.1)
    4. Gróðurhúsalofttegundir:
    a. Koldíoxíð, CO 2.
    b. Metan, CH 4.
    c. Díköfnunarefnisoxíð, N 2O.
    d. Vetnisflúorkolefni, HFCs.
    e. Perflúorkolefni, PFCs.
    f. Brennisteinshexaflúoríð, SF 6.
    g. Köfnunarefnistríflúoríð, NF 3.
    h. Aðrir loftkenndir efnisþættir andrúmsloftsins, náttúrulegir og af mannavöldum, sem gleypa innrauða geislun og senda hana frá sér aftur.
    5. Koldíoxíðsígildi: Eitt tonn af koldíoxíðsígildi samsvarar einu tonni af koldíoxíði eða því magni gróðurhúsalofttegunda sem hefur sambærilegan hnatthlýnunarmátt.
    [6. Kolefnishlutleysi: Ástand þar sem jafnvægi hefur náðst milli losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis af mannavöldum og nettólosun er því engin.] 2)
    [7.] 2) Kolefnisjöfnun: Þegar aðili hlutast til um aðgerðir annars aðila til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og/eða binda kolefni úr andrúmslofti og notar staðfestingu á slíkum samdrætti eða bindingu til að jafna út sína eigin losun að hluta eða öllu leyti.
    [8.] 2) Kolefnisleki: Það að starfsemi sem losar gróðurhúsalofttegundir flyst frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu vegna áhrifa sem beinn og óbeinn kostnaður viðkomandi rekstraraðila vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir hefur á markaðsaðstæður hans.
    [9.] 2) Losunarheimild: Heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Ein losunarheimild jafngildir heimild til losunar á einu tonni af koldíoxíðsígildi.
    [10.] 2) Nettólosun: Losun gróðurhúsalofttegunda að frádreginni bindingu kolefnis úr andrúmslofti.
    [11.] 2) Rekstraraðili: Aðili sem hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og stjórnar starfsstöð eða ber fjárhagslega ábyrgð á tæknilegri virkni starfsstöðvar sem fellur undir gildissvið þessara laga, sbr. I. viðauka.
    [12.] 2) Starfsstöð: Staðbundin tæknileg eining þar sem fram fer ein eða fleiri tegundir starfsemi sem getið er í I. viðauka og öll önnur starfsemi sem gæti haft áhrif á losun og mengun og tengist með beinum og tæknilegum hætti þeirri starfsemi sem fer fram á staðnum.
    [13.] 2) Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir: Kerfi sem starfrækt er á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt tilskipun 2003/87/EB, með síðari breytingum, eins og hún hefur verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.] 3)
    1)L. 12/2021, 7. gr. 2)L. 95/2021, 2. gr. 3)L. 98/2020, 2. gr.
4. gr. [Stjórnvöld.
Ráðherra fer með framkvæmd laga þessara. Ráðherra ber ábyrgð á gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og áætlunar um aðlögun og lætur reglulega vinna skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Umhverfisstofnun er lögbært stjórnvald og fer að öðru leyti með framkvæmd laganna hvað varðar viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og losunarbókhald Íslands. Umhverfisstofnun er jafnframt landsstjórnandi skráningarkerfis íslenska ríkisins, sbr. VI. kafla A. Stofnunin skal hafa samráð og samvinnu við önnur stjórnvöld eins og nánar er tilgreint í ákvæðum laga þessara.
Loftslagsráð veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum og er sjálfstætt og óháð í störfum sínum.
Stjórn loftslagssjóðs ber ábyrgð á úthlutunum úr loftslagssjóði og er sjálfstæð og óháð í störfum sínum.] 1)
    1)L. 98/2020, 3. gr.

II. kafli. [Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og aðlögun að loftslagsbreytingum.]1)
    1)L. 86/2019, 2. gr.
[5. gr. Aðgerðaáætlun.
Ráðherra lætur gera aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem setja skal fram aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu hér á landi. Í aðgerðaáætluninni skal koma fram mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi af framkvæmd aðgerðanna sem þar eru lagðar til.
Aðgerðaáætlunina skal endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga og yfirlýstra markmiða stjórnvalda. Við gerð hennar skal hafa samráð við hagsmunaaðila.
Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem mótar tillögur að aðgerðum og hefur umsjón með að þeim sé hrundið í framkvæmd. Ráðherra skipar formann verkefnisstjórnar án tilnefningar. Eftirfarandi aðilar tilnefna einn fulltrúa hver: ráðherra sem fer með mál er varða stjórnarfar almennt og samhæfingu innan Stjórnarráðs Íslands, ráðherra sem fer með mál er varða almennar fjárreiður ríkisins og fjármál, ráðherra sem fer með mál er varða iðnað, ráðherra sem fer með mál er varða fræðslu og vísindi, ráðherra sem fer með mál er varða samgöngur, ráðherra sem fer með mál er varða sjávarútveg og landbúnað og Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilnefningaraðilar bera kostnað hver af sínum fulltrúa í nefndinni.
Verkefnisstjórn skal árlega skila skýrslu til ráðherra um framgang aðgerðaáætlunar. Í skýrslunni skal farið yfir þróun losunar og hvort hún er í samræmi við áætlanir, fjallað um framgang aðgerða og eftir atvikum settar fram ábendingar verkefnisstjórnar.
Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um störf verkefnisstjórnar og um efni árlegrar skýrslu.] 1)
    1)L. 86/2019, 2. gr.
[5. gr. a. Aðlögun að loftslagsbreytingum.
Ráðherra lætur vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum og setur reglugerð um gerð og eftirfylgni hennar.] 1)
    1)L. 86/2019, 2. gr.

[II. kafli A. Loftslagsráð, loftslagsstefna stjórnvalda og skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga.]1)
    1)L. 86/2019, 3. gr.
[5. gr. b. Loftslagsráð.
Starfrækja skal loftslagsráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir og markmið Íslands sem tengjast loftslagsmálum.
Verkefni ráðsins eru að:
    a. veita ráðgjöf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerðir til að auka kolefnisbindingu,
    b. veita ráðgjöf um aðlögun að loftslagsbreytingum,
    c. rýna á undirbúningsstigi áætlanir stjórnvalda sem snerta loftslagsmál,
    d. hafa yfirsýn yfir miðlun fræðslu og upplýsinga um loftslagsmál til almennings, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga,
    e. rýna tillögur sem berast frá fagstofnunum um vöktun og rannsóknir sem tengjast loftslagsbreytingum,
    f. vinna að öðrum verkefnum sem ráðherra felur ráðinu hverju sinni.
Tryggt skal að í ráðinu eigi sæti fulltrúar atvinnulífsins, háskólasamfélagsins, sveitarfélaga og umhverfisverndarsamtaka auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar formann og varaformann loftslagsráðs.
Loftslagsráð skal gæta óhlutdrægni og vera sjálfstætt í störfum sínum.
Loftslagsráð skal skipað til fjögurra ára í senn. Ráðherra kveður í reglugerð nánar á um skipan, hlutverk og störf loftslagsráðs.] 1)
    1)L. 86/2019, 3. gr.
[5. gr. c. Loftslagsstefna ríkisins og sveitarfélaga.
Stjórnarráð Íslands, stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög skulu setja sér loftslagsstefnu. Stefnan skal innihalda skilgreind markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo að þeim markmiðum verði náð.
Stýrihópur loftslagsstefnu Stjórnarráðsins fylgir eftir loftslagsstefnu þess skv. 1. mgr. og kemur eftir atvikum með tillögur að úrbótum.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með því að stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélög setji sér loftslagsstefnu, sbr. 1. mgr., og innleiði aðgerðir samkvæmt henni og veitir stofnunum ríkisins og sveitarfélögum ráðgjöf varðandi mælingar á losun gróðurhúsalofttegunda og árangri aðgerða vegna innri reksturs.
Árlega skilar Umhverfisstofnun skýrslu til ráðherra um árangur stofnana ríkisins og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins og sveitarfélaga í loftslagsmálum.] 1)
    1)L. 86/2019, 3. gr.
[5. gr. d. Skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga.
Ráðherra lætur reglulega vinna vísindalegar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi. Skýrslurnar skulu taka mið af reglulegum úttektarskýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Veðurstofa Íslands leiðir vinnu við skýrslugerðina með aðkomu sérfræðinga á sviði náttúruvísinda og samfélagslegra þátta sem fjallað er um.
Ráðherra skal flytja Alþingi skýrslu um stöðu loftslagsmála með reglubundnum hætti þar sem m.a. skal gerð grein fyrir niðurstöðum skýrslna skv. 1. mgr.] 1)
    1)L. 86/2019, 3. gr.

III. kafli. Losunarbókhald Íslands.
6. gr. Losunarbókhald.
Umhverfisstofnun heldur bókhald yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði.
[Umhverfisstofnun er heimilt að krefja stjórnvöld, stofnanir ríkisins, fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri um gögn og upplýsingar sem varða sögulega og framreiknaða losun ásamt upplýsingum um stefnu og aðgerðir í loftslagsmálum hvað varðar starfsemi þeirra, rekstur og innflutning á vörum sem stofnunin þarfnast vegna losunarbókhalds skv. 1. mgr. Skylt er að veita Umhverfisstofnun upplýsingar á því formi sem stofnunin óskar eftir eða um er samið og innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í reglugerð skv. 3. mgr., án þess að gjald komi fyrir. Umhverfisstofnun skal upplýsa viðkomandi um í hvaða tilgangi gagna er aflað.
[Ráðherra skal setja reglugerð 1) þar sem nánar er kveðið á um [losunarbókhald og framkvæmd þess skv. 1. mgr. og] 2) upplýsingagjöf skv. 2. mgr., þar á meðal um bókhald, skýrslugjöf og hvaða aðilum ber skylda til að taka saman gögn varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og skila til Umhverfisstofnunar.] 3)] 4)
    1)Rg. 520/2017. 2)L. 35/2021, 1. gr. 3)L. 98/2020, 4. gr. 4)L. 86/2019, 4. gr.

[III. kafli A. Skuldbindingar í loftslagsmálum til 2030.]1)
    1)L. 98/2020, 5. gr.
[6. gr. a. Skuldbindingar vegna sameiginlegrar ábyrgðar.
Frá 1. janúar 2021 til 31. desember 2030 skal að lágmarki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í flokki orku, iðnaðarferla og efna-/vörunotkunar, landbúnaðar og úrgangs í samræmi við skiptingu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, að undanskilinni losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sem fellur undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, í samræmi við hlut Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins, Íslands og Noregs til að uppfylla skuldbindingar Parísarsamningsins.
Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um árlegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, sveigjanleikareglur og eftirlitsreglur í samræmi við sameiginlegt markmið skv. 1. mgr.] 1)
    1)L. 98/2020, 5. gr.
[6. gr. b. Skuldbindingar vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar.
[Losun gróðurhúsalofttegunda og upptaka sem fellur undir flokk landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal ekki leiða af sér nettólosun á tímabilinu 2021–2025 annars vegar og 2026–2030 hins vegar til að tryggja framlag Íslands til sameiginlegs markmiðs Íslands, Noregs og Evrópusambandsins.] 1)
[Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði m.a. um viðmiðanir, bókhald og sveigjanleikareglur sem varða skuldbindingar skv. 1. mgr.] 2)] 3)
    1)L. 47/2022, 1. gr. 2)L. 35/2021, 2. gr. 3)L. 98/2020, 5. gr.

IV. kafli. [Losun gróðurhúsalofttegunda frá staðbundinni starfsemi.]1)
    1)L. 98/2020, 8. gr.
7. gr. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Kafli þessi gildir um rekstraraðila sem stunda starfsemi sem getið er í I. viðauka og heyra þar með undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir samkvæmt því sem kveðið er á um í lögum þessum.
8. gr. [Losunarleyfi.
Rekstraraðilar skulu hafa losunarleyfi til losunar gróðurhúsalofttegunda.
Sækja ber um losunarleyfi til Umhverfisstofnunar sem skal gefa út leyfið innan þriggja mánaða frá því að umsókn berst stofnuninni enda hafi allar tilskildar upplýsingar borist henni og sýnt þyki að rekstraraðili sé fær um að vakta og gefa skýrslu um losun frá starfseminni.
Rekstraraðila ber skylda til að tilkynna Umhverfisstofnun tafarlaust skriflega um allar fyrirhugaðar breytingar á rekstri starfsstöðvar sem geta haft áhrif á efni losunarleyfis.
Umhverfisstofnun er heimilt að afturkalla losunarleyfi rekstraraðila ef forsendur leyfis eru brostnar.
Umhverfisstofnun skal tryggja samræmda málsmeðferð við útgáfu losunarleyfa og starfsleyfa samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
[Ráðherra skal í reglugerð 1) setja nánari ákvæði um útgáfu losunarleyfis. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um skilyrði fyrir útgáfu leyfis, efni þess, gildistíma og endurskoðun.] 2)] 3)
    1)Rg. 606/2021. 2)L. 35/2021, 3. gr. 3)L. 98/2020, 6. gr.
9. gr. [Úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda.
Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila á grundvelli árangursviðmiða sem ákvörðuð eru fyrir Evrópska efnahagssvæðið í heild fyrir starfsemi skv. I. viðauka.
Rekstraraðilar geta sótt um endurgjaldslausar losunarheimildir fyrir hvert úthlutunartímabil hjá Umhverfisstofnun. Ef rekstraraðili hefur fengið úthlutað fleiri losunarheimildum en hann á rétt á samkvæmt lögum þessum skal Umhverfisstofnun færa þann fjölda sem umfram er af reikningi rekstraraðila í skráningarkerfinu, sbr. VI. kafla A.
Umhverfisstofnun skal úthluta losunarheimildum á reikning viðkomandi rekstraraðila í skráningarkerfinu fyrir 28. febrúar á því ári sem úthlutun tekur til. Engum losunarheimildum skal úthlutað til starfsstöðvar sem hefur hætt starfsemi nema rekstraraðili geti sýnt fram á að starfsemi geti hafist á ný innan hæfilegs tíma. Ákvörðun um úthlutun er kæranleg til ráðherra innan tveggja vikna frá því að hún er tekin.
Aðlaga skal úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda að breytingum á starfsemisstigi. Útreikningar slíkrar aðlögunar skulu grundvallast á árlegri skýrslu sem rekstraraðila ber að skila um breytingar á starfsemisstigi.
Ráðherra skal í reglugerð 1) setja nánari ákvæði um úthlutun losunarheimilda, hvaða starfsemi telst hætt við kolefnisleka, breytingar á starfsemisstigi og efni skýrslu þar um sem og skilyrði þess að starfsemi teljist hætt.] 2)
    1)Rg. 606/2021, sbr. 1337/2021 og 547/2022. 2)L. 98/2020, 6. gr.
10. gr. [Skylda rekstraraðila til að standa skil á losunarheimildum.
Rekstraraðilar skulu fyrir 30. apríl ár hvert standa skil á losunarheimildum vegna losunar gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni á undangengnu almanaksári.
Fjöldi losunarheimilda sem rekstraraðila ber að standa skil á skal jafngilda heildarlosun á þeim gróðurhúsalofttegundum sem getið er í lögum þessum samkvæmt vottaðri skýrslu rekstraraðila, sbr. 1. mgr. 21. gr. b, eða áætlun Umhverfisstofnunar, sbr. 3. mgr. 21. gr. b.
Leiði skýrsla sem berst eftir að Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um áætlun skv. 3. mgr. 21. gr. b í ljós að losun frá starfseminni var meiri en áætlun Umhverfisstofnunar gerði ráð fyrir skal rekstraraðili standa skil á þeim fjölda losunarheimilda sem ber í milli.] 1)
    1)L. 98/2020, 6. gr.
11.–14. gr.1)
    1)L. 98/2020, 7. gr.

[IV. kafli A. Sérreglur fyrir tilteknar starfsstöðvar.]1)
    1)L. 98/2020, 9. gr.
[14. gr. a. Starfsstöðvar með árlega losun undir 25.000 tonnum af koldíoxíði.
Umhverfisstofnun er heimilt að undanskilja starfsstöðvar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir ef losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsstöðinni er undir 25.000 tonnum af koldíoxíðsígildum, og í þeim tilvikum þegar brennsla er hluti af starfseminni er einnig skilyrði að uppsett afl hafi verið undir 35 MW, að undanskilinni losun frá lífmassa, á hverju ári í þau þrjú ár sem eru næst á undan þeim degi þegar umsókn um undanþágu berst Umhverfisstofnun.
Starfsstöð sem undanþegin er gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. 1. mgr. skal greiða losunargjald í samræmi við losun gróðurhúsalofttegunda frá viðkomandi starfsstöð á undangengnu almanaksári. Frá þeirri losun skal þó draga þann fjölda tonna sem samsvarar fjölda losunarheimilda sem starfsstöðin hefði fengið úthlutað endurgjaldslaust í viðskiptakerfinu.
Gjald fyrir hvert tonn losunar skal jafngilda meðalverði losunarheimilda á Evrópska efnahagssvæðinu eins og það er á árstímabili sem lýkur 31. júlí árið áður en hin gjaldskylda losun á sér stað og skal það ákveðið með lögum þessum, sbr. 4. mgr. Losunargjald rennur í ríkissjóð.
Fjárhæð losunargjalds skv. 2. mgr. vegna gjaldskyldrar losunar sem á sér stað árið [2022] 1) skal vera [5.767 kr.] 1) fyrir hvert tonn.
Innheimtumaður ríkissjóðs í umdæmi starfsstöðvar skal fyrir 1. júlí ár hvert leggja á og innheimta losunargjald af starfsstöð sem undanþegin er gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skv. 1. mgr. í samræmi við skýrslu Umhverfisstofnunar um magn gjaldskyldrar losunar. Skýrsla Umhverfisstofnunar um magn gjaldskyldrar losunar skal afhent viðkomandi innheimtumanni fyrir 31. maí ár hvert vegna almanaksársins á undan. Að því leyti sem ekki er í lögum þessum kveðið á um álag og kærur hvað varðar álagningu og innheimtu losunargjalds skulu ákvæði laga um virðisaukaskatt gilda eftir því sem við á.
Rekstraraðili starfsstöðvar sem hefur verið undanskilin gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir skal fyrir 31. mars ár hvert skila skýrslu til Umhverfisstofnunar þar sem sýnt er fram á að skilyrði 1. mgr. séu uppfyllt á undangengnu almanaksári. Ef skýrslan leiðir í ljós að svo er ekki skal litið svo á að starfsstöð falli undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir frá þeim degi er Umhverfisstofnun staðfestir skýrsluna. Rekstraraðili viðkomandi starfsstöðvar skal þá eiga rétt á úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda skv. 9. gr. frá því ári sem hann fellur undir gildissvið viðskiptakerfisins eins og ef hann hefði ekki verið undanskilinn gildissviði þess. Starfsstöð sem þetta á við um skal heyra undir gildissvið viðskiptakerfisins það sem eftir lifir yfirstandandi viðskiptatímabils.
Ráðherra skal setja í reglugerð 2) nánari útfærslu á ákvæðum þessarar greinar, m.a. um tímafresti fyrir skil á undanþágubeiðnum, vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda, form og efni skýrslna skv. 6. mgr. og málsmeðferð í tengslum við staðfestingu skýrslna. Heimilt er að gera kröfu um að skýrslur séu vottaðar af óháðum vottunaraðila og að reglugerð skv. [6. mgr.] 3) 21. gr. b gildi eftir því sem við á.] 4)
    1)L. 131/2021, 25. gr. 2)Rg. 633/2021. 3)L. 12/2021, 8. gr. 4)L. 98/2020, 9. gr.

V. kafli. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi.
15. gr. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Kafli þessi gildir um flugrekendur sem stunda starfsemi sem getið er í II. viðauka og heyra þar með undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir samkvæmt því sem kveðið er á um í lögum þessum.
16. gr. Flugrekendur sem heyra undir umsjón íslenska ríkisins.
Ísland telst umsjónarríki eftirfarandi flugrekenda:
    a. flugrekenda sem hafa flugrekstrarleyfi útgefið á Íslandi, og
    b. flugrekenda sem ekki hafa flugrekstrarleyfi útgefið í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, ef stærsti hluti losunar þeirra sem fellur undir II. viðauka á viðmiðunarári tilheyrir Íslandi.
Viðmiðunarár skv. 1. mgr. skal vera árið 2006. Ef flugrekandi hefur hafið flugstarfsemi skv. II. viðauka eftir 1. janúar 2006 skal viðmiðunarárið vera fyrsta heila almanaksárið sem hann er í rekstri.
Ef ekkert af losun flugrekanda sem getið er í b-lið 1. mgr. tilheyrir Íslandi á fyrstu tveimur árum viðkomandi viðskiptatímabils skal flugrekandi frá og með næsta viðskiptatímabili heyra undir umsjón þess ríkis Evrópska efnahagssvæðisins sem stærstur hluti losunar flugrekandans tilheyrði á þessum tveimur árum.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) um það hvaða flugrekendur heyra undir umsjón Íslands. Reglugerðin skal vera í samræmi við skrá sem gefin er út árlega af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurröðun flugrekenda á umsjónarríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Í reglugerðinni skal kveðið á um hvernig bregðast skuli við ef ekki er ljóst hvaða ríki telst umsjónarríki flugrekanda. Tilgreining flugrekanda eða skortur á tilgreiningu hans í skránni hefur ekki áhrif á það hvort flugrekandi heyri undir gildissvið þessara laga.
Ef flugrekanda er ekki getið í skránni, sbr. 4. mgr., skal mat á því hvaða ríki losun tilheyrir byggjast á upplýsingum frá Evrópustofnun um öryggi flugleiðsögu (Eurocontrol). Í slíkum tilvikum skal Ísland þó aðeins teljast umsjónarríki flugrekanda að fenginni staðfestingu Umhverfisstofnunar.
    1)Rg. 606/2021, sbr. 1337/2021.
17. gr. Skylda flugrekenda til að standa skil á losunarheimildum.
Flugrekendur sem stunda flugstarfsemi sem getið er í II. viðauka skulu fyrir 30. apríl ár hvert standa skil á losunarheimildum vegna losunar koldíoxíðs frá starfseminni á undangengnu almanaksári.
Fjöldi losunarheimilda sem flugrekanda ber að standa skil á skal jafngilda heildarlosun á þeim gróðurhúsalofttegundum sem getið er í II. viðauka samkvæmt vottaðri skýrslu flugrekanda, sbr. [1. mgr. 21. gr. b], 1) eða áætlun Umhverfisstofnunar, sbr. [3. mgr. 21. gr. b]. 1)
Ef skýrsla sem berst eftir að Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um áætlun skv. [3. mgr. 21. gr. b] 1) leiðir í ljós að losun frá starfseminni var meiri en áætlun Umhverfisstofnunar gerði ráð fyrir skal flugrekandi standa skil á þeim fjölda losunarheimilda sem ber í milli.
Flugrekendum er heimilt að efna skyldu sína skv. 1. mgr. með:
    a. losunarheimildum sem úthlutað hefur verið af stjórnvöldum í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins til aðila sem heyra undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, hvort sem um er að ræða flugrekendur eða rekstraraðila staðbundinnar starfsemi, og
    b. annars konar losunarheimildum eða einingum sem viðurkenndar hafa verið af ráðherra með reglugerð skv. 33. gr.
Ráðherra er heimilt að undanþiggja flugrekanda frá skyldu skv. 1. mgr. í heild eða að hluta. Skilyrði þess eru að heimaríki flugrekanda og Evrópusambandið hafi náð samkomulagi um að reglur viðkomandi ríkis til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi skuli koma í stað krafna viðskiptakerfisins og að það samkomulag hafi verið viðurkennt af sameiginlegu EES-nefndinni.
    1)L. 98/2020, 10. gr.
18. gr. Skilyrði úthlutunar endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda.
Á hverju viðskiptatímabili geta flugrekendur sótt um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda sem jafngildir fjölda tonnkílómetra í starfsemi viðkomandi flugrekanda á vöktunarári margfölduðum með árangursviðmiði flugstarfsemi.
Árangursviðmið flugstarfsemi skv. 1. mgr. skal skilgreint sem losunarheimildir á tonnkílómetra og reiknað út með því að deila fjölda losunarheimilda sem úthluta ber endurgjaldslaust til flugstarfsemi á Evrópska efnahagssvæðinu á hverju viðskiptatímabili með samtölu tonnkílómetra í umsóknum flugrekenda um losunarheimildir frá öllu Evrópska efnahagssvæðinu á viðkomandi viðskiptatímabili.
Vöktunarár samkvæmt þessari grein er það almanaksár sem lýkur 24 mánuðum fyrir upphaf viðkomandi viðskiptatímabils. Vöktunarárið fyrir viðskiptatímabilið 1. janúar 2012 til 31. desember 2012 er þó árið 2010.
Flugrekandi sem óskar eftir úthlutun skv. 1. mgr. skal í síðasta lagi 31. mars á næstsíðasta ári fyrir upphaf hvers viðskiptatímabils senda Umhverfisstofnun umsókn þess efnis í formi skýrslu um fjölda tonnkílómetra í starfsemi sinni á vöktunarári. Skýrslan skal byggð á [vöktunaráætlun vegna tonnkílómetra] 1) skv. [2. mgr. 21. gr. b]. 2) Skýrslan skal vera vottuð í samræmi við [1. mgr. 21. gr. b]. 2)
Umhverfisstofnun skal taka afstöðu til umsóknar skv. 4. mgr. í síðasta lagi 31. desember á því ári sem umsókn er send. Umhverfisstofnun skal tilkynna flugrekendum um fyrirhugaða ákvörðun með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara og gefa flugrekendum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ákvörðunin er kæranleg til ráðherra innan tveggja vikna frá því að hún er tekin.
Ráðherra skal setja reglugerð 3) með nánari reglum um úthlutun losunarheimilda samkvæmt þessari grein. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um árangursviðmið flugstarfsemi fyrir hvert viðskiptatímabil og um form og efni skýrslu um fjölda tonnkílómetra. Í reglugerðinni er heimilt að flokka flugrekendur eftir umfangi losunar þeirra og starfsemi og gera misstrangar kröfur um vöktun og skýrslugjöf í samræmi við slíka flokkun.
    1)L. 141/2012, 9. gr. 2)L. 98/2020, 11. gr. 3)Rg. 606/2021.
19. gr. Sjóður fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi.
Á hverju viðskiptatímabili verður losunarheimildum úthlutað endurgjaldslaust til flugrekenda úr sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi. Á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 nær úthlutun úr sjóðnum til tímabilsins 1. janúar 2017 til 31. desember 2020.
Nýr þátttakandi í flugstarfsemi telst:
    a. flugrekandi sem hefur flugstarfsemi sem getið er í II. viðauka að loknu vöktunarári vegna yfirstandandi viðskiptatímabils, sbr. 3. mgr. 18. gr., eða
    b. flugrekandi sem eykur fjölda tonnkílómetra í starfsemi sinni að meðaltali um meira en 18% á ári frá vöktunarári vegna yfirstandandi viðskiptatímabils, sbr. 3. mgr. 18. gr., til annars almanaksárs yfirstandandi viðskiptatímabils, að báðum árum meðtöldum.
Flugrekandi telst þó ekki nýr þátttakandi ef flugstarfsemi hans er að öllu eða einhverju leyti framhald á flugstarfsemi sem áður hefur verið á vegum annars flugrekanda.
Fjöldi losunarheimilda sem flugrekendur skv. a-lið 2. mgr. geta sótt um á hverju viðskiptatímabili skal jafngilda fjölda tonnkílómetra í starfsemi viðkomandi flugrekanda á öðru almanaksári yfirstandandi viðskiptatímabils margfölduðum með árangursviðmiði nýrra þátttakenda í flugstarfsemi.
Fjöldi losunarheimilda sem flugrekendur skv. b-lið 2. mgr. geta sótt um á hverju viðskiptatímabili skal jafngilda þeirri aukningu sem verður á fjölda tonnkílómetra í starfsemi viðkomandi flugrekanda umfram 18% frá vöktunarári vegna yfirstandandi viðskiptatímabils, sbr. 3. mgr. 18. gr., til annars almanaksárs yfirstandandi viðskiptatímabils, að báðum árum meðtöldum, margfaldaðri með árangursviðmiði nýrra þátttakenda í flugstarfsemi.
Árangursviðmið nýrra þátttakenda í flugstarfsemi skv. 3. og 4. mgr. skal skilgreint sem losunarheimildir á tonnkílómetra og reiknað út með því að deila fjölda losunarheimilda í sjóði fyrir nýja þátttakendur í flugstarfsemi á hverju viðskiptatímabili með samtölu tonnkílómetra í umsóknum nýrra þátttakenda í flugstarfsemi um losunarheimildir frá öllu Evrópska efnahagssvæðinu á viðkomandi viðskiptatímabili. Árangursviðmið nýrra þátttakenda í flugstarfsemi skal ekki leiða til úthlutunar fleiri losunarheimilda á tonnkílómetra en árangursviðmið flugstarfsemi skv. 1. mgr. 18. gr.
Hámark heildarúthlutunar til hvers flugrekanda sem fellur undir b-lið 2. mgr. er 1.000.000 losunarheimildir.
Flugrekandi sem óskar eftir úthlutun samkvæmt þessari grein skal í síðasta lagi 30. júní á þriðja ári yfirstandandi tímabils senda Umhverfisstofnun umsókn þess efnis í formi skýrslu um fjölda tonnkílómetra í starfsemi sinni á öðru almanaksári yfirstandandi viðskiptatímabils. Skýrslan skal byggð á [vöktunaráætlun vegna tonnkílómetra] 1) skv. [2. mgr. 21. gr. b]. 2) Skýrslan skal vera vottuð í samræmi við ákvæði [21. gr. b]. 2) Flugrekendur skv. b-lið 2. mgr. skulu í skýrslunni gera grein fyrir aukningu á fjölda tonnkílómetra í starfsemi sinni frá vöktunarári vegna yfirstandandi viðskiptatímabils, sbr. 3. mgr. 18. gr., til annars almanaksárs yfirstandandi viðskiptatímabils, að báðum árum meðtöldum.
Umhverfisstofnun skal taka afstöðu til umsóknar skv. 7. mgr. í síðasta lagi 30. september árið eftir að umsókn er send. Umhverfisstofnun skal tilkynna flugrekendum um fyrirhugaða ákvörðun með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara og gefa flugrekendum kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ákvörðunin er kæranleg til ráðherra innan tveggja vikna frá því að hún er tekin.
Ráðherra skal setja reglugerð 3) með nánari reglum um úthlutun losunarheimilda samkvæmt þessari grein. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um árangursviðmið nýrra þátttakenda í flugstarfsemi fyrir hvert viðskiptatímabil og um form og efni skýrslu um fjölda tonnkílómetra. Í reglugerðinni er heimilt að flokka flugrekendur eftir umfangi losunar þeirra og starfsemi og gera misstrangar kröfur um vöktun og skýrslugjöf í samræmi við slíka flokkun.
    1)L. 141/2012, 9. gr. 2)L. 98/2020, 12. gr. 3)Rg. 606/2021.
20. gr. Úthlutun losunarheimilda til flugrekenda.
Umhverfisstofnun skal úthluta losunarheimildum skv. 18. og 19. gr. á reikning viðkomandi flugrekanda í skráningarkerfinu fyrir 28. febrúar á hverju ári sem ákvörðun um úthlutun tekur til.
Ef ljóst verður að flugrekandi hefur fengið úthlutað fleiri losunarheimildum en hann á rétt á samkvæmt lögum þessum skal Umhverfisstofnun færa þann fjölda sem umfram er af reikningi flugrekanda í skráningarkerfinu. Ef ekki eru nægar losunarheimildir á reikningi rekstraraðila er Umhverfisstofnun heimilt að draga þann fjölda heimilda sem upp á vantar af úthlutun næsta árs.
[20. gr. a. Starfsemi lögð niður.
Flugrekanda sem hyggst leggja niður starfsemi, tímabundið eða varanlega, ber tafarlaust að tilkynna Umhverfisstofnun það skriflega.] 1)
    1)L. 98/2020, 13. gr.
21. gr.1)
    1)L. 98/2020, 14. gr.

[V. kafli A. Vöktun losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.]1)
    1)L. 45/2017, 1. gr.
[21. gr. a.
Skipafyrirtæki skulu vakta losun koldíoxíðs frá farþega- og flutningaskipum yfir 5.000 brúttótonnum sem koma á ferð sinni í höfn á Evrópska efnahagssvæðinu og skila um hana skýrslu til Umhverfisstofnunar og Eftirlitsstofnunar EFTA.
Ráðherra setur reglugerð 1) um vöktun losunar frá sjóflutningum, aðferðir við vottun og skýrslugjöf vegna losunar koldíoxíðs frá sjóflutningum.] 2)
    1)Rg. 834/2017, sbr. 45/2018, 319/2018 og 739/2018. 2)L. 45/2017, 1. gr.

[V. kafli B. Vöktun, vottun og skýrslugjöf rekstraraðila og flugrekenda.]1)
    1)L. 98/2020, 15. gr.
[21. gr. b. Vöktun, vottun og skýrslugjöf rekstraraðila og flugrekenda.
Rekstraraðilum og flugrekendum ber að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni í samræmi við vöktunaráætlun sem Umhverfisstofnun hefur samþykkt. Þeir skulu fyrir 31. mars ár hvert skila skýrslu til Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda á undangengnu almanaksári. Skýrslur skulu vottaðar af faggiltum vottunaraðila. Tilkynna skal Umhverfisstofnun um hvers kyns breytingar á vöktunaráætlun og eru verulegar breytingar háðar samþykki stofnunarinnar.
Flugrekendur sem hyggjast sækja um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda skv. 18. eða 19. gr. skulu senda Umhverfisstofnun vöktunaráætlun vegna tonnkílómetra. Þeir skulu jafnframt vakta tonnkílómetra í starfsemi sinni á vöktunarári í samræmi við slíka áætlun.
Umhverfisstofnun er heimilt að áætla losun rekstraraðila og flugrekanda á undangengnu almanaksári ef losunarskýrsla hefur ekki borist fyrir tilgreindan frest eða skýrsla er ófullnægjandi. Stofnuninni er heimilt að krefja rekstraraðila og flugrekanda um allar nauðsynlegar upplýsingar til að meta hvort skyldur laga þessara og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim hafi verið efndar á fullnægjandi hátt. Ákvörðun stofnunarinnar um áætlun er kæranleg til ráðherra innan tveggja vikna frá því að hún er tekin.
Rekstraraðili og flugrekandi geta ekki framselt losunarheimildir eftir 31. mars nema losunarskýrsla hafi verið sannprófuð og talin fullnægjandi af faggiltum vottunaraðila.
[Rekstraraðilar skulu í vöktunaráætlun sinni gera grein fyrir [geymslu] 1) koldíoxíðs í samræmi við starfsleyfi til niðurdælingar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.] 2)
Ráðherra skal setja í reglugerð 3) frekari ákvæði um vöktun og skýrslugjöf rekstraraðila og flugrekenda, þar á meðal um vöktun og skýrslugjöf vegna tonnkílómetra og um skil á skýrslum um úrbætur og um vottun og faggildingu, m.a. um gagnkvæma viðurkenningu faggildingar.] 4)
    1)L. 67/2022, 17. gr. 2)L. 12/2021, 9. gr. 3)Rg. 606/2021 og 547/2022. 4)L. 98/2020, 15. gr.

VI. kafli. 1)
    1)L. 98/2020, 16. gr.

[VI. kafli A. Skráningarkerfi.]1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. h. Skráningarkerfi og landsstjórnandi.
Umhverfisstofnun er landsstjórnandi Íslands í skráningarkerfi sem er starfrækt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Umhverfisstofnun hefur umsjón með reikningum skráningarkerfisins sem eru í eigu ríkisins og einkaaðila sem lúta lögsögu íslenska ríkisins. Í umsjón með reikningum felst m.a. að stofna og loka reikningum, stýra aðgangi að þeim og veita notendum skráningarkerfisins upplýsingar og aðstoð.
Vottunaraðilar skv. 3. málsl. 1. mgr. 21. gr. b skulu skráðir í skráningarkerfið.] 1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. i. Reikningar.
Rekstraraðilum skv. 7. gr. og flugrekendum skv. 15. gr. er skylt að eiga reikning í skráningarkerfinu. Heimild annarra aðila til að eiga reikning í skráningarkerfinu fer eftir ákvæðum reglugerðar sem sett er á grundvelli 22. gr. m.
Umhverfisstofnun getur hafnað umsókn aðila um stofnun reiknings ef:
    a. hann veitir rangar eða ófullnægjandi upplýsingar,
    b. aðili eða forsvarsmaður hans er grunaður um eða hefur á síðustu fimm árum verið dæmdur fyrir misferli með losunarheimildir, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka eða aðra alvarlega glæpi sem reikningurinn gæti hafa verið notaður í,
    c. Umhverfisstofnun hefur ástæðu til að ætla að reikninginn sé hægt að nýta við misferli með losunarheimildir, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka eða aðra alvarlega glæpi.] 1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. j. Tímabundin lokun aðgangs að reikningi.
Umhverfisstofnun er heimilt að loka aðgangi að reikningi í skráningarkerfinu tímabundið ef stofnunin hefur ástæðu til að ætla að:
    a. reynt hafi verið að öðlast aðgang án heimildar,
    b. öryggi, aðgengi eða trúverðugleika kerfisins hafi verið stefnt í hættu.
Umhverfisstofnun getur lokað aðgangi að reikningi í skráningarkerfinu í allt að fjórar vikur sé rökstuddur grunur um að reikningur hafi verið eða verði notaður í tengslum við svik, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka eða aðra alvarlega glæpi. Að beiðni skrifstofu fjármálagreininga lögreglu er hægt að framlengja tímabil lokunar.
Umhverfisstofnun og Eftirlitsstofnun EFTA geta krafist þess að aðgangi að reikningi sé lokað tímabundið á grundvelli 1. og 2. mgr.
Um heimildir Umhverfisstofnunar til að loka reikningi í skráningarkerfinu fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum reglugerðar sem sett er á grundvelli 22. gr. m.
Kærufrestur vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. er 30 virkir dagar. Ráðherra skal kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en innan fjögurra vikna frá því að gagnaöflun er lokið.
Umhverfisstofnun skal aflétta tímabundinni lokun aðgangs um leið og leyst hefur verið úr þeim annmörkum sem urðu tilefni lokunarinnar.] 1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. k. Tímabundin lokun aðgangs að losunarheimildum.
Umhverfisstofnun getur að eigin frumkvæði eða að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda lokað fyrir aðgang að losunarheimildum tímabundið á þeim reikningum skráningarkerfisins sem stofnunin hefur umsjón með:
    a. í að hámarki fjórar vikur ef stofnunin hefur grun um að losunarheimildir hafi verið notaðar í tengslum við svik, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka eða aðra alvarlega glæpi; framlengja má tímabil lokunar að beiðni skrifstofu fjármálagreininga lögreglu,
    b. í samræmi við ákvæði laga sem varða svik, peningaþvætti, fjármögnun hryðjuverka eða aðra alvarlega glæpi.
Umhverfisstofnun skal án tafar gera lögregluyfirvöldum viðvart um lokun aðgangs að losunarheimildum og hafa samstarf við stjórnvöld sem fara með mál skv. 1. mgr. til að fyrirbyggja og koma í veg fyrir starfsemi sem hugsanlega tengist peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.] 1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. l. Vinnsla persónuupplýsinga.
Umhverfisstofnun er ábyrgðaraðili í skilningi laga um persónuvernd við vinnslu persónuupplýsinga í skráningarkerfinu.
Umhverfisstofnun er heimilt að krefja aðila sem eiga reikning í skráningarkerfinu um allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi skráningarkerfisins.] 1)
    1)L. 98/2020, 17. gr.
[22. gr. m. Reglugerð um skráningarkerfi.
Ráðherra skal setja í reglugerð 1) nánari ákvæði um skráningarkerfið. Reglugerðin skal tryggja virkni og öryggi skráningarkerfisins og rétta skráningu losunarheimilda sem og árlegrar losunarúthlutunar. Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um tilnefningu viðurkenndra fulltrúa, skilyrði til stofnunar reikninga samkvæmt viðskiptakerfi ESB og reglufylgnireikninga samkvæmt reglugerð (ESB) 2018/842, hvernig rekja megi útgáfu, handhöfn, auk millifærslu losunarheimilda og árlegrar losunarúthlutunar, ógildingu losunarheimilda, hvernig tryggt skuli að trúnaðarkvöð verði virt, gagnkvæma viðurkenningu losunarheimilda, notkun sveigjanleikaákvæða í sambandi við árlega losunarúthlutun, öryggisvarasjóð og aðlaganir auk umfjöllunar um samvinnu og samtengingu við önnur kerfi og samvinnu stjórnvalda í tengslum við öryggismál og afbrot í tengslum við skráningarkerfið.] 2)
    1)Rg. 605/2021. 2)L. 98/2020, 17. gr.

VII. kafli. 1)
    1)L. 98/2020, 18. gr.

[VII. kafli A. Vöktun og skýrslugjöf samkvæmt kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.]1)
    1)L. 98/2020, 19. gr.
[27. gr. a. Vöktun og skýrslugjöf samkvæmt kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.
Ráðherra setur reglugerð 1) um kerfi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar, m.a. um gildissvið, umsjónarríki flugrekstraraðila, vöktun, skýrslugjöf, vottun og faggildingu vottunaraðila og framsalsheimild losunargagna, [auk jöfnunarskyldu flugrekenda]. 2)] 3)
    1)Rg. 606/2021. 2)L. 47/2022, 2. gr. 3)L. 98/2020, 19. gr.

[VII. kafli B. Nýsköpunarsjóður.]1)
    1)L. 98/2020, 19. gr.
[27. gr. b. Nýsköpunarsjóður.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) um starfsemi nýsköpunarsjóðs sem starfræktur er á Evrópska efnahagssvæðinu að því leyti sem nauðsynlegt er vegna skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.] 2)
    1)Rg. 606/2021 og 1337/2021. 2)L. 98/2020, 19. gr.

VIII. kafli. Uppboð losunarheimilda.
28. gr. Uppboð losunarheimilda.
Íslenska ríkið skal á hverju ári frá árinu [2012] 1) bjóða upp losunarheimildir í samræmi við heimildir sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Heimildirnar skulu boðnar upp á sameiginlegum uppboðsvettvangi Evrópusambandsins samkvæmt samningi sem íslenska ríkið gerir við uppboðsvettvanginn [og skulu tekjur ríkisins af uppboðnum losunarheimildum renna í ríkissjóð]. 2) Ráðherra skal setja reglugerð 3) um hve margar losunarheimildir verða boðnar upp af íslenska ríkinu og um tilhögun uppboðsins. [Í reglugerðinni skulu m.a. koma fram reglur um tíðni uppboða, skilyrði þess að mega leggja fram tilboð og lágmarksfjölda losunarheimilda sem boðið skal í hverju sinni.] 1)
    1)L. 141/2012, 14. gr. 2)L. 125/2014, 21. gr. 3)Rg. 525/2013, sbr. 641/2014, 1179/2014, 430/2019, 1064/2019 og 833/2022.

IX. kafli. Loftslagssjóður.
29. gr. Hlutverk.
[Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir ráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Styrkir til nýsköpunarverkefna eru ætlaðir m.a. til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun.] 1)
    1)L. 86/2019, 5. gr.
30. gr.1)
    1)L. 86/2019, 6. gr.
31. gr. Stjórn.
[Ráðherra skipar fimm fulltrúa í stjórn loftslagssjóðs til tveggja ára í senn. Formaður skal skipaður án tilnefningar og honum til viðbótar skipar ráðherra einn fulltrúa án tilnefningar, einn fulltrúa, sem hefur þekkingu á loftslagsmálum, samkvæmt tilnefningu háskólasamfélagsins, einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins og einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka.] 1) Stjórnin tekur ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum í samræmi við reglur sjóðsins. … 1) Stjórninni er heimilt að framselja óháðum aðila fjárhagslega umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi.
Ákvarðanir sem teknar eru um að veita styrki úr loftslagssjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi.
    1)L. 86/2019, 7. gr.
32. gr. Úthlutunarreglur.
Ráðherra skal setja loftslagssjóði reglur 1) þar sem m.a. skal kveðið á um umsóknir, mat þeirra og málsmeðferð. Þar skulu koma fram skilyrði umsókna og áherslur sjóðsins.
    1) Rgl. 694/2019.

[IX. kafli A. 1)]2)
    1)L. 12/2021, 10. gr. 2)L. 62/2015, 3. gr.

[IX. kafli B. Opinber innkaup á vistvænum og orkunýtnum ökutækjum.]1)
    1)L. 62/2015, 3. gr.
[32. gr. b.
Opinberir aðilar, sem skilgreindir eru í lögum um opinber innkaup, skulu við innkaup á farþega- og vöruflutningabifreiðum yfir viðmiðunarfjárhæðum á Evrópska efnahagssvæðinu taka mið af líftímakostnaði farartækis vegna orkunotkunar og umhverfisáhrifa, sbr. 2. mgr., og nota a.m.k. aðra þeirra aðferða sem settar eru fram í 3. mgr. í því skyni að draga úr orkunotkun og skaðlegum umhverfisáhrifum.
Að því tilskildu að upplýsingar liggi fyrir ber að taka tillit til eftirfarandi umhverfisáhrifa:
    a. orkunotkunar,
    b. losunar koldíoxíðs,
    c. losunar köfnunarefnisoxíða, kolefnissambanda annarra en metans og svifryks.
Skilyrði 1. og 2. mgr. skal uppfylla með eftirtöldum aðferðum:
    a. með því að setja fram tækniforskriftir í útboðsskilmálum varðandi orkueyðslu og umhverfisáhrif farartækis auk hvers kyns annarra umhverfisáhrifa sem leiðir af kaupunum eða
    b. ákvörðun um innkaup með hliðsjón af líftímakostnaði vegna orkunotkunar og umhverfisáhrifa með því að setja slíkan kostnað fram sem valforsendu í skilmálum útboðs eða annars innkaupaferlis eða með reikningsaðferð sem sett er fram í reglugerð með stoð í lögum þessum.
Ráðherra setur reglugerð um nánari skilgreiningu á því hvaða innkaup falla undir 1. mgr., ásamt lýsingu á þeirri aðferðafræði sem beita skal við útreikning á rekstrarkostnaði og endingartíma, svo og um framfylgd reglnanna.] 1)
    1)L. 62/2015, 3. gr.

X. kafli. [Almennt um losunarheimildir í viðskiptakerfi ESB.]1)
    1)L. 98/2020, 23. gr.
33. gr. [Losunarheimildir sem heimilt er að nota.
Ráðherra setur reglugerð 1) um losunarheimildir sem rekstraraðilum og flugrekendum er heimilt að nota til að efna kröfur laga þessara um skil á losunarheimildum skv. 10. og 17. gr. Í reglugerðinni skal m.a. mæla fyrir um skilyrði fyrir og takmarkanir á notkun heimilda og gildistíma slíkra heimilda.] 2)
    1)Rg. 606/2021. 2)L. 98/2020, 20. gr.
34. gr.1)
    1)L. 98/2020, 21. gr.
35. gr. Viðskipti með losunarheimildir.
Viðskipti með losunarheimildir eru frjáls eftir að þeim hefur verið úthlutað eða þær boðnar upp. Ekki er heimilt að framselja rétt til úthlutunar samkvæmt lögum þessum, nema við aðilaskipti að fyrirtækjum. Við slík aðilaskipti skulu ekki rofin tengsl milli viðkomandi starfsemi og réttarins til úthlutunar sem á henni byggist.
36. gr.1)
    1)L. 98/2020, 22. gr.

XI. kafli. Aðgengi að upplýsingum og þagnarskylda.
37. gr. Upplýsingar aðgengilegar almenningi.
Umhverfisstofnun skal birta opinberlega ákvarðanir um úthlutun losunarheimilda skv. [9.] 1) og 20. gr.
Um aðgang að öðrum upplýsingum sem varða úthlutun stjórnvalda á losunarheimildum samkvæmt lögum þessum, þar á meðal skýrslum um losun gróðurhúsalofttegunda sem aðilar sem heyra undir gildissvið laga þessara hafa sent Umhverfisstofnun, fer eftir [upplýsingalögum]. 2)
    1)L. 98/2020, 24. gr. 2)L. 72/2019, 21. gr.
38. gr. Þagnarskylda.
[Um þagnarskyldu starfsfólks Umhverfisstofnunar og annarra stjórnvalda og stofnana sem sinna verkefnum samkvæmt lögum þessum fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.] 1)
Rekstraraðilar og flugrekendur geta óskað eftir því að litið verði á tilteknar upplýsingar í gögnum sem þeir senda til Umhverfisstofnunar, þar á meðal skýrslum skv. [21. gr. b], 2) sem trúnaðarupplýsingar. Ef ósk berst um afhendingu slíkra upplýsinga skv. 2. mgr. 37. gr. er Umhverfisstofnun óheimilt að afhenda þær nema rekstraraðila eða flugrekanda hafi verið veittur að minnsta kosti sjö daga frestur til að tjá sig um framkomna beiðni.
Undir trúnaðarupplýsingar skv. 1. mgr. heyra m.a. upplýsingar um eignarhald reikninga, stöðu losunarheimilda og millifærslur í skráningarkerfi með losunarheimildir, [sbr. VI. kafla A]. 3) Ráðherra getur þó í reglugerð [skv. [22. gr. m] 2)] 4) heimilað afhendingu slíkra upplýsinga til innlendra og erlendra stjórnvalda og stofnana sem fara með eftirlits- og stjórnsýsluhlutverk í tengslum við skráningarkerfið, þó eingöngu að því marki sem þessum aðilum er nauðsynlegt til að rækja hlutverk sitt. Við afhendingu upplýsinga skal tryggt að upplýsingar berist ekki óviðkomandi aðilum.
    1)L. 71/2019, 5. gr. 2)L. 98/2020, 25. gr. 3)L. 35/2021, 4. gr. 4)L. 141/2012, 16. gr.

XII. kafli. Gjaldtaka.
39. gr. Gjaldtaka.
[Umhverfisstofnun er heimilt að taka gjald fyrir eftirfarandi verkefni sem stofnunin innir af hendi:
    1. Útgáfu losunarleyfa, þar á meðal breytingar á losunarleyfum, sbr. 8. gr.
    2. Afgreiðslu umsókna rekstraraðila um endurgjaldslausar losunarheimildir, sbr. 2. mgr. 9. gr.
    3. Yfirferð og umsýslu skýrslna um breytingar á starfsemisstigi rekstraraðila, sbr. 4. mgr. 9. gr.
    4. Yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila um losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. 1. mgr. 21. gr. b.
    5. Afgreiðslu umsókna rekstraraðila um að starfsstöð verði undanþegin gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, sbr. 1. mgr. 14. gr. a.
    6. Yfirferð skýrslna um að skilyrði fyrir því að undanskilja starfsstöð gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir séu fyrir hendi, sbr. 6. mgr. 14. gr. a.
    7. Afgreiðslu umsókna flugrekenda um endurgjaldslausar losunarheimildir, sbr. 4. mgr. 18. gr.
    8. Afgreiðslu umsókna nýrra þátttakenda í flugstarfsemi um endurgjaldslausar losunarheimildir, sbr. 7. mgr. 19. gr.
    9. Samþykkt verulegra breytinga á vöktunaráætlunum, sbr. 1. mgr. 21. gr. b.
    10. Yfirferð og umsýslu vegna skýrslna flugrekenda um losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. 1. mgr. 21. gr. b.
    11. Áætlun á losun staðbundinnar starfsemi og flugstarfsemi, sbr. 3. mgr. 21. gr. b.
    12. Samþykkt vöktunaráætlana vegna tonnkílómetra í flugstarfsemi, sbr. 2. og [6. mgr.] 1) 21. gr. b.
    13. Samþykkt vöktunaráætlana vegna losunar frá flugstarfsemi, sbr. 1. og [6. mgr.] 1) 21. gr. b.
    14. Yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila og flugrekenda um úrbætur, sbr. [6. mgr.] 1) 21. gr. b.
    15. Stofnun og viðhald reikninga í skráningarkerfi með losunarheimildir, sem og umsýslu vegna skráningar vottunaraðila, sbr. 22. gr. h. Heimilt er að innheimta árgjald sem tekur mið af meðaltalskostnaði við rekstur reiknings í skráningarkerfinu.
    16. Afgreiðslu umsókna um gagnkvæma viðurkenningu faggildingar, sbr. [6. mgr.] 1) 21. gr. b.
    17. Önnur verkefni sem mælt er fyrir um í lögum þessum og reglugerðum settum með stoð í þeim.] 2)
Ráðherra skal setja, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, gjaldskrá fyrir þau gjöld sem rekstraraðilar, flugrekendur, vottunaraðilar og aðrir aðilar skulu greiða skv. 1. mgr. Upphæð gjalda samkvæmt þessari grein skal taka mið af kostnaði við þjónustu og framkvæmd einstakra verkefna og skal byggjast á rekstraráætlun þar sem þau atriði eru rökstudd sem ákvörðun gjalda byggist á. Gjöldin mega ekki vera hærri en sá kostnaður. Gjaldskrá skal birt í B-deild Stjórnartíðinda. Gjöld þessi má innheimta með fjárnámi.
Umhverfisstofnun er heimilt að fela öðrum aðilum, opinberum eða einkaaðilum, innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein.
    1)L. 12/2021, 8. gr. 2)L. 98/2020, 26. gr.

[XII. kafli A. Stjórnsýslukærur.]1)
    1)L. 98/2020, 27. gr.
[39. gr. a. Stjórnsýslukærur.
Heimilt er að kæra stjórnvaldsákvarðanir Umhverfisstofnunar skv. 8. gr. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt þeim lögum sem um úrskurðarnefndina gilda.
Heimilt er að kæra til ráðherra aðrar stjórnvaldsákvarðanir Umhverfisstofnunar samkvæmt lögum þessum og reglugerðum settum með stoð í þeim.
Að því leyti sem annað er ekki sérstaklega tilgreint í lögum þessum fer um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er kærur varðar samkvæmt stjórnsýslulögum.] 1)
    1)L. 98/2020, 27. gr.

XIII. kafli. Þvingunarúrræði og viðurlög.
40. gr. Dagsektir.
[Umhverfisstofnun getur lagt dagsektir, allt að 500.000 kr., á hvern þann sem brýtur gegn:
    1. 2. mgr. 6. gr. um skyldu til að afhenda Umhverfisstofnun upplýsingar vegna losunarbókhalds.
    2. 1. mgr. 8. gr. um skyldu rekstraraðila til að hafa losunarleyfi.
    3. 6. mgr. 14. gr. a um skyldu rekstraraðila til að senda skýrslu um að skilyrði 1. mgr. 14. gr. a séu uppfyllt til Umhverfisstofnunar.
    4. 1. mgr. 21. gr. b um skyldu flugrekenda til að senda Umhverfisstofnun vöktunaráætlun vegna losunar.
    5. 1. mgr. 21. gr. b um skyldu rekstraraðila og flugrekenda til að gera breytingar á vöktunaráætlun.
    6. 1. mgr. 21. gr. b um skyldu rekstraraðila og flugrekenda til að senda fullnægjandi og vottaða skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda til Umhverfisstofnunar.
    7. 3. mgr. 21. gr. b um skyldu rekstraraðila og flugrekenda til að afhenda Umhverfisstofnun upplýsingar.
    8. 1. mgr. 22. gr. i um skyldu rekstraraðila og flugrekenda til að eiga reikning í skráningarkerfi með losunarheimildir.] 1)
Umhverfisstofnun skal því aðeins leggja á dagsektir skv. 1. mgr. að aðila hafi verið send áskorun um að bæta úr vanefndum og veittur hæfilegur frestur til að uppfylla skyldur sínar.
Ráðherra getur í reglugerð breytt upphæð dagsekta í samræmi við verðlagsþróun. Við ákvörðun sektar skal höfð hliðsjón af alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hvort hægt var að koma í veg fyrir lögbrotið með stjórnun og eftirliti. Loks ber að líta til þess hver fjárhagslegur styrkleiki lögaðila er.
Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um dagsektir eru aðfararhæfar. Sé sekt samkvæmt þessari grein ekki greidd innan mánaðar frá ákvörðun Umhverfisstofnunar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. [Óinnheimtar dagsektir, sem lagðar eru á fram að efndadegi, falla ekki niður þótt aðili efni síðar viðkomandi kröfu nema Umhverfisstofnun ákveði það sérstaklega.] 2) Sektir samkvæmt þessari grein renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um dagsektir samkvæmt þessari grein má skjóta til ráðherra innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málskot til ráðherra frestar aðför. Úrskurðir ráðherra um dagsektir eru aðfararhæfir.
    1)L. 98/2020, 28. gr. 2)L. 141/2012, 18. gr.
41. gr. Stöðvun á flutningi losunarheimilda í skráningarkerfi.
Ef rekstraraðili eða flugrekandi hefur ekki skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda skv. [1. mgr. 21. gr. b] 1) fyrir tilskilinn frest, eða ef skýrslan er ófullnægjandi eða hefur ekki verið vottuð, er Umhverfisstofnun heimilt að koma í veg fyrir hvers konar hreyfingar losunarheimilda á reikningi viðkomandi rekstraraðila eða flugrekanda í skráningarkerfi [skv. [VI. kafla A] 1)] 2) þar til fullnægjandi skýrslu hefur verið skilað.
    1)L. 98/2020, 29. gr. 2)L. 141/2012, 19. gr.
42. gr. [Stöðvun starfsemi.]1)
Ef rekstraraðili stundar starfsemi sem getið er í I. viðauka án losunarleyfis skv. 8. gr. eða vanefnir skyldur sínar um skil á losunarheimildum skv. [10. gr.] 2) og hefur ekki brugðist við áskorun um að bæta úr vanefndum er Umhverfisstofnun heimilt að stöðva starfsemi rekstraraðilans uns bætt hefur verið úr vanefndum.
Ef flugrekandi vanefnir skyldur sínar um skil á losunarheimildum skv. 17. gr. eða um greiðslu þjónustugjalda skv. 39. gr. og hefur ekki brugðist við áskorun um að bæta úr vanefndum er Umhverfisstofnun heimilt að óska eftir því við rekstraraðila flugvallar að hann aftri för loftfars uns bætt hefur verið úr vanefndum er varða viðkomandi loftfar eða fullnægjandi trygging hefur verið sett fyrir efndum. Rekstraraðili flugvallar skal verða við beiðni Umhverfisstofnunar um að aftra för loftfars uns lögmælt gjöld vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, er varða viðkomandi loftfar, eru greidd eða trygging hefur verið sett fyrir greiðslu þeirra.
    1)L. 141/2012, 20. gr. 2)L. 98/2020, 30. gr.
43. gr. Stjórnvaldssektir.
Vanræksla rekstraraðila eða flugrekanda á að standa skil á nægjanlegum fjölda losunarheimilda fyrir tilskilinn frest vegna undangengins árs, sbr. [10.] 1) og 17. gr., varðar stjórnvaldssekt sem Umhverfisstofnun leggur á. Fjárhæð stjórnvaldssektar skal samsvara 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem upp á vantar. Miðað skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á þeim degi þegar standa átti skil á losunarheimildum sem sektin tekur til.
Greiðsla sektar skv. 1. mgr. hefur ekki áhrif á skyldu rekstraraðila og flugrekenda til að standa skil á þeim fjölda losunarheimilda sem upp á vantar.
Vanræksla rekstraraðila á greiðslu losunargjalds vegna undangengins árs, sbr. [2. mgr. 14. gr. a], 1) varðar stjórnvaldssekt sem Umhverfisstofnun leggur á. Fjárhæð stjórnvaldssektar skal samsvara 100 evrum í íslenskum krónum vegna hvers tonns koldíoxíðsígilda sem ekki var greitt losunargjald fyrir. Miðað skal við viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á eindaga losunargjalds.
Greiðsla sektar skv. 3. mgr. hefur ekki áhrif á skyldu rekstraraðila til greiðslu ógreidds losunargjalds.
[Umhverfisstofnun er heimilt að leggja stjórnvaldssektir á rekstraraðila og flugrekendur sem brjóta gegn:
    1. 3. mgr. 8. gr. um skyldu rekstraraðila til að tilkynna Umhverfisstofnun um fyrirhugaðar breytingar á rekstri, hvort sem þær eru tímabundnar eða varanlegar.
    2. 20. gr. a um skyldu flugrekanda til að tilkynna Umhverfisstofnun ef hann hyggst leggja niður starfsemi, tímabundið eða varanlega.
    3. 1. mgr. 21. gr. b um skyldu rekstraraðila og flugrekanda til að vakta losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni.] 1)
Sektir samkvæmt þessari grein má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa.
Stjórnvaldssektir skv. 5. mgr. geta numið frá 100 þús. kr. til 10 millj. kr. Við ákvörðun sektar skal höfð hliðsjón af alvarleika brotsins, hvað það hefur staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða. Jafnframt skal líta til þess hvort ætla megi að brotið hafi verið framið í þágu hagsmuna fyrirtækisins og hvort hægt var að koma í veg fyrir lögbrotið með stjórnun og eftirliti. Loks ber að líta til þess hver fjárhagslegur styrkleiki lögaðila er.
Ráðherra getur í reglugerð breytt upphæð stjórnvaldssekta í samræmi við verðlagsþróun. Ákvarðanir Umhverfisstofnunar um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar. Sé sekt samkvæmt þessari grein ekki greidd innan mánaðar frá ákvörðun Umhverfisstofnunar skal greiða dráttarvexti af fjárhæð sektarinnar. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir lögum um vexti og verðtryggingu. Sektir samkvæmt þessari grein renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við innheimtu.
Heimild Umhverfisstofnunar til að leggja á stjórnvaldssektir samkvæmt lögum þessum fellur niður þegar sjö ár eru liðin frá því að háttsemi lauk.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um stjórnvaldssektir samkvæmt þessari grein má skjóta til ráðherra innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðunina. Málskot til ráðherra frestar aðför. Úrskurðir ráðherra um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfir.
    1)L. 98/2020, 31. gr.
44. gr. Opinber birting nafna.
Umhverfisstofnun skal birta opinberlega nöfn rekstraraðila og flugrekenda sem ekki hafa staðið skil á nægjanlegum fjölda losunarheimilda fyrir tilskilinn frest hvert ár vegna undangengins árs, sbr. [10.] 1) og 17. gr., og hafa sætt stjórnvaldssektum skv. 1. mgr. 43. gr.
    1)L. 98/2020, 32. gr.
45. gr. Refsiviðurlög.
Það varðar sektum eða fangelsi allt að einu ári nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum að veita Umhverfisstofnun rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum sem máli skipta við í tengslum við upplýsingagjöf [skv. [21. gr. b og 22. gr. i] 1)]. 2) Sé um stórfelld eða ítrekuð brot að ræða skulu þau varða fangelsi allt að tveimur árum.
Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot eða ef það stafar af ófullnægjandi tækjabúnaði eða verkstjórn.
Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
    1)L. 98/2020, 33. gr. 2)L. 141/2012, 21. gr.

XIV. kafli. Lokaákvæði.
46. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi
47. gr. Innleiðing EES-gerða.
Lög þessi eru sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
    1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins og um breytingu á tilskipun ráðsins 96/61/EB, sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007, frá 27. október 2007.
    2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/101/EB frá 27. október 2004 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins að því er varðar verkefniskerfi Kyoto-bókunarinnar, sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 146/2007 frá 27. október 2007.
    3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/101/EB frá 19. nóvember 2008 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB þannig að kerfið fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan bandalagsins taki til flugstarfsemi, sem vísað er til í tölulið 21al í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2011 frá 1. apríl 2011.
    4. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/29/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að bæta og víkka út kerfi bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda.
    [5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1193/2011 frá 18. nóvember 2011.] 1)
    [6. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006 sem vísað er til í tölulið 19a í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2012 frá 15. júní 2012.
    7. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/33/EB frá 23. apríl 2009 um að stuðla að notkun á hreinum og orkunýtnum ökutækjum til flutninga á vegum sem vísað er til í tölulið 21av. III. kafla í XX. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 173/2013 frá 8. október 2013.] 2)
    [8. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB.] 3)
    [9. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/841 frá 30. maí 2018 um að fella losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku frá landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt inn í loftslags- og orkurammann fram til ársins 2030 og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013 og ákvörðun nr. 529/2013/ESB.
    10. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/842 frá 30. maí 2018 um bindandi árlega skerðingu á losun gróðurhúsalofttegunda aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 sem stuðlar að loftslagsaðgerðum til að uppfylla skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 525/2013.] 4)
    [11. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/410 frá 14. mars 2018 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB til að efla kostnaðarhagkvæmar losunarskerðingar og fjárfestingar sem fela í sér litla losun kolefna og á ákvörðun (ESB) 2015/1814, sem vísað er til í tölulið 21al í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2020 frá 14. júlí 2020 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2020 frá 11. desember 2020.
    12. Framseldri ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1071 frá 18. maí 2020 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Sviss frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.] 5)
    [13. Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1416 frá 17. júní 2021 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar að útiloka flug sem kemur frá Bretlandi frá viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.] 6)
    1)L. 141/2012, 22. gr. 2)L. 62/2015, 4. gr. 3)L. 45/2017, 2. gr. 4)L. 98/2020, 34. gr. 5)L. 35/2021, 5. gr. 6)L. 47/2022, 3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Heimild 35. gr. til að eiga viðskipti með losunarheimildir á ekki við um þær losunarheimildir sem atvinnurekstri var úthlutað vegna tímabilsins 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 samkvæmt lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda.
II.
Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um framkvæmd viðskipta með losunarheimildir samkvæmt lögum þessum.
[III.
Þrátt fyrir ákvæði XIII. kafla skal ekki beita þvingunarúrræðum gagnvart flugrekanda vegna ákvæða 17. gr. um skil losunarheimilda og 21. gr. um vöktun og skýrslugjöf, að því er varðar kröfur sem verða virkar fyrir 1. janúar 2014 og tengjast losun koldíoxíðs frá flugstarfsemi sem felur í sér flugtak eða lendingu á flugvöllum í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og yfirráðasvæða ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, að frátöldum Sviss og ríkjum sem undirritað hafa aðildarsáttmála við Evrópusambandið, ef annað eftirfarandi skilyrða er uppfyllt:
    a. flugrekandi skilar fyrir 30. apríl 2013 til Umhverfisstofnunar sama fjölda losunarheimilda og hann fékk úthlutað endurgjaldslaust árið 2012 vegna slíkrar flugstarfsemi,
    b. engum endurgjaldslausum losunarheimildum var úthlutað til flugrekanda árið 2012 vegna slíkrar flugstarfsemi.] 1)
    1)L. 141/2012, 23. gr.
[IV.
Frestur flugrekenda til að skila skýrslu fyrir árið 2013 samkvæmt ákvæði 21. gr. framlengist um eitt ár, til 31. mars 2015, og skylda flugrekenda til að standa skil á losunarheimildum skv. 17. gr. vegna losunar árið 2013 framlengist til 30. apríl 2015. Ekki verður breyting á skyldu flugrekenda til að vakta losun sína skv. 21. gr.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 421/2014 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins með tilliti til framkvæmdar á alþjóðasamningi um beitingu sameiginlegrar markaðstengdrar heildarráðstöfunar um alþjóðlega losun frá flugi frá árinu 2020.] 2)
    1)Rg. 606/2021. 2)L. 52/2014, 1. gr.
[V.
[Líta skal svo á að allar kröfur sem gerðar eru til flugrekenda í 17. og 21. gr. séu uppfylltar að því er varðar:
    1. alla losun flugs til og frá flugvöllum sem staðsettir eru í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023,
    2. alla losun flugs á milli flugvalla sem staðsettir eru á Gvadelúpeyjum, Mayotte, Frönsku Gíneu, Martiník, Sankti Martins-eyjum, Asoreyjum, Madeira og Kanaríeyjum og flugvallar sem staðsettur er á Evrópska efnahagssvæðinu, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023,
    3. alla losun flugs á milli flugvalla í ríkjum og á landsvæðum sem tilheyra ríki á Evrópska efnahagssvæðinu en eru ekki aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, svo sem á við um Grænland og Færeyjar, á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2023.
Enn fremur skal ekki gripið til aðgerða gegn flugrekendum að því er varðar alla losun frá flugi í 1.–3. tölul. 1. mgr.
Frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2030 er flug á vegum flugrekenda sem eru ekki með flugrekstur í atvinnuskyni og annast flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 1.000 tonn undanskilið gildissviði viðskiptakerfisins og laga þessara.
Umhverfisstofnun skal á tímabilinu frá 1. janúar 2018 til 31. desember 2020 endurúthluta árlega endurgjaldslausum losunarheimildum til flugrekenda í samræmi við breytt gildissvið viðskiptakerfisins skv. 1. mgr. þessa ákvæðis.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 20. gr. skal úthlutun losunarheimilda 2018 fara fram eigi síðar en 30. apríl 2018.
Ráðherra skal setja reglugerð 1) til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2392 frá 13. desember 2017, sem breytir tilskipun 2003/87/EB um áframhald takmörkunar gildissviðs flugstarfsemi til þess að undirbúa innleiðingu hnattræns samkomulags frá 2021.] 2)] 3)
    1)Rg. 606/2021. 2)L. 14/2018, 1. gr. 3)L. 62/2015, 5. gr.
[VI.
Ákvæði 1. mgr. 32. gr. a skal endurskoða ekki síðar en árið 2020.] 1)
    1)L. 62/2015, 5. gr.
[VII.
4. gr. samnings milli Íslands annars vegar og Evrópusambandsins og aðildarríkja þess hins vegar um þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum á skuldbindingum Íslands, Evrópusambandsins og aðildarríkja þess á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal hafa lagagildi hér á landi. Ákvæðið og 1. viðauki samningsins eru birt sem fylgiskjal með lögunum.] 1)
    1)L. 62/2015, 5. gr.
[VIII.
Þar til uppgjöri Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2023 skulu losunarheimildir sem verða til við bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi eða vegna endurheimtar votlendis í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði bókfærðar á reikning íslenska ríkisins í skráningarkerfi skv. VI. kafla A.] 1)
    1)L. 98/2020, 35. gr.

I. viðauki. Losun frá staðbundinni starfsemi.
Starfsemi Gróðurhúsalofttegundir
Brennsla eldsneytis í stöðvum með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW (að undanskildum stöðvum til brennslu á hættulegum úrgangi eða sorpi). Koldíoxíð
Hreinsun jarðolíu. Koldíoxíð
Framleiðsla á koksi. Koldíoxíð
Brennsla eða glæðing, einnig kögglun, málmgrýtis (þ.m.t. brennisteinsgrýtis). Koldíoxíð
Framleiðsla á hrájárni eða stáli (fyrsta eða önnur bræðsla), þ.m.t. samfelld málmsteypa, þar sem afkastagetan er meiri en 2,5 tonn á klukkustund. Koldíoxíð
Framleiðsla eða vinnsla á járnríkum málmum (þ.m.t. járnblendi) þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. Vinnslan tekur meðal annars til völsunarstöðva, ofna til endurhitunar, glæðingarofna, smiðja, málmsteypna og eininga til yfirborðsmeðhöndlunar og sýruböðunar. Koldíoxíð
Framleiðsla á hrááli. Koldíoxíð og perflúorkolefni
Framleiðsla á endurunnu áli þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. Koldíoxíð
Framleiðsla eða vinnsla á járnlausum málmum, þ.m.t. framleiðsla á málmblöndum, hreinsun, steypumótun o.s.frv., þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli (þ.m.t. eldsneyti sem er notað sem afoxunarefni) sem er yfir 20 MW. Koldíoxíð
Framleiðsla á sementsgjalli í hverfiofnum með afkastagetu sem er yfir 500 tonnum á dag eða í annars konar ofnum þar sem framleiðsluafköstin eru yfir 50 tonnum á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla á kalki eða glæðing á dólómíti eða magnesíti í hverfiofnum eða annars konar ofnum sem hafa framleiðslugetu sem er yfir 50 tonnum á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla glers, einnig glertrefja, þar sem bræðsluafköstin eru meiri en 20 tonn á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla á leirvörum með brennslu, einkum þakflísum, múrsteinum, eldföstum múrsteini, þaksteini og leirmunum eða postulíni, þar sem framleiðslugetan er yfir 75 tonnum á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla á einangrunarefni úr steinull þar sem notað er gler, berg eða gjall og bræðsluafköstin eru yfir 20 tonnum á dag. Koldíoxíð
Þurrkun eða glæðing á gifsi eða framleiðsla á gifsplötum og öðrum gifsvörum þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. Koldíoxíð
Framleiðsla á pappírsdeigi úr timbri eða öðrum trefjaefnum. Koldíoxíð
Framleiðsla á pappír eða pappa þar sem framleiðslugetan er meiri en 20 tonn á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla kinroks, sem felur í sér kolun á lífrænum efnum á borð við olíu, tjöru og sundrunar- og eimingarleif, þar sem í rekstri eru brennslueiningar með heildarnafnvarmaafli sem er yfir 20 MW. Koldíoxíð
Framleiðsla á saltpéturssýru. Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð
Framleiðsla á adipínsýru. Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð
Framleiðsla á glýoxali og glýoxýlsýru. Koldíoxíð og díköfnunarefnisoxíð
Framleiðsla á ammoníaki. Koldíoxíð
Framleiðsla á lífrænum íðefnum í lausu með sundrun, umbreytingu, oxun, að hluta eða til fulls, eða með svipuðum ferlum þar sem framleiðslugetan er meiri en 100 tonn á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla á vetni (H2) og tilbúnu gasi með umbreytingu eða hlutaoxun þar sem framleiðslugetan er meiri en 25 tonn á dag. Koldíoxíð
Framleiðsla á natríumkarbónati (Na2 CO3) og natríumbíkarbónati (NaHCO3). Koldíoxíð
Föngun gróðurhúsalofttegunda frá stöðvum sem falla undir þennan viðauka, í því skyni að flytja þær til geymslu í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt tilskipun 2009/31/EB. Koldíoxíð
Flutningur gróðurhúsalofttegunda eftir leiðslum til geymslu í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt tilskipun 2009/31/EB. Koldíoxíð
Geymsla gróðurhúsalofttegunda í jörðu á stað sem hefur hlotið leyfi samkvæmt tilskipun 2009/31/EB. Koldíoxíð
    1. Stöðvar, eða hlutar þeirra, sem eru notaðar fyrir rannsóknir, þróun og prófun á nýjum vörum og aðferðum og stöðvar sem nota eingöngu lífmassa falla ekki undir þennan viðauka.
    2. Markgildin hér að framan eiga almennt við um framleiðslugetu eða -afköst. Ef margar tegundir starfsemi sem falla undir sama flokk eru reknar í sömu stöðinni er afkastageta þeirra lögð saman.
    3. Þegar heildarnafnvarmaafl stöðvar er reiknað til þess að ákveða hvort hún verði tekin með í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda skal leggja saman nafnvarmaafl allra tæknieininga í stöðinni þar sem eldsneyti er brennt. Þessar einingar geta tekið til allra tegunda af kötlum, brennurum, hverflum, hiturum, bræðsluofnum, brennsluofnum, glæðingarofnum, hitunarofnum, þurrkofnum, hreyflum, efnarafölum, tengibrunaeiningum (e. chemical looping combustion units), afgaslogum og eftirbrennurum eða hvarfakútum (e. thermal or catalytic post-combustion units). Einingar sem hafa nafnvarmaafl undir 3 MW og einingar sem nota eingöngu lífmassa teljast ekki með við þessa útreikninga. „Einingar sem nota eingöngu lífmassa“ eru meðal annars einingar þar sem jarðefnaeldsneyti er eingöngu notað við gangsetningu eða stöðvun.
    4. Ef eining er notuð við tiltekna starfsemi og viðmiðunarmörkin fyrir eininguna eru ekki gefin upp sem heildarnafnvarmaafl skulu mörkin fyrir þessa starfsemi vega þyngra þegar ákvörðun er tekin um upptöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.
    5. Ef í ljós kemur að farið hefur verið yfir markgildin fyrir einhverja tegund starfsemi í þessum viðauka í tiltekinni stöð skulu allar einingar sem brenna eldsneyti, aðrar en einingar sem brenna hættulegum úrgangi eða sorpi, koma fram í leyfinu fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.

II. viðauki. Losun frá flugstarfsemi.
   Flugferðir sem fela í sér flugtak eða lendingu á flugvelli á yfirráðasvæði aðildarríkis Evrópska efnahagssvæðisins.
   Eftirfarandi flug eru undanþegin gildissviði viðskiptakerfisins og laga þessara:
    a. flugferðir sem eingöngu eru til flutninga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja konungsríkis og nánustu vandamanna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráðherra landa, annarra en aðildarríkja, ef þær eru rökstuddar með viðeigandi stöðuvísi á flugáætluninni,
    b. herflug herloftfara og toll- og lögregluflug,
    c. flug í tengslum við leit og björgun, flug í tengslum við slökkvistarf, flug í mannúðarskyni og sjúkraflug sem viðurkennt er af viðeigandi, lögbæru yfirvaldi,
    d. flug sem er eingöngu samkvæmt sjónflugsreglum eins og þær eru skilgreindar í 2. viðauka við Chicago-samninginn,
    e. flug sem endar á flugvellinum þar sem loftfarið tók flugið og þar sem engin lending á sér stað í millitíðinni,
    f. æfingaflug, eingöngu að því er varðar öflun vottorðs eða áritunar ef um flugáhafnir er að ræða, þar sem þetta er rökstutt með viðeigandi athugasemd í flugáætluninni, ef flugið er hvorki til farþega- eða farmflutninga né vegna staðsetningar eða flutnings á loftfarinu,
    g. flug sem er eingöngu vegna vísindarannsókna eða til að skoða, prófa eða votta loftför eða búnað, hvort sem er í lofti eða á jörðu niðri,
    h. flug loftfara með staðfestan hámarksflugtaksmassa sem er minni en 5.700 kg,
    i. flugferðir sem farnar eru innan ramma um skyldur um opinbera þjónustu, sem settar eru fram í samræmi við reglugerð (EBE) nr. 2408/92, eins og tilgreint er í 2. mgr. 299. gr. Rómarsáttmálans, eða á flugleiðum þar sem flutningsgetan sem í boði er er ekki meiri en 30.000 sæti á ári,
    j. flug sem félli undir lögin ef ekki væri fyrir tilstilli þessa liðar og er á vegum flugrekanda í rekstri sem annast annaðhvort færri en 243 flugferðir á hverju tímabili í þrjú samfelld fjögurra mánaða tímabil eða flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 10.000 tonn. [Flugferðir sem um getur í l-lið eða eru eingöngu til flutninga í opinberri sendiför ríkjandi þjóðhöfðingja konungsríkis og nánustu vandamanna hans, þjóðhöfðingja, ríkisstjórnarleiðtoga og ráðherra aðildarríkis má ekki undanskilja að því er varðar þennan lið], 1)
    [k. frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2030: Flugferðir sem mundu, ef ekki væri fyrir tilstilli þessa liðar, falla undir þessa starfsemi á vegum umráðenda loftfara, sem eru ekki með rekstur í atvinnuskyni, sem annast flugferðir þar sem heildarlosun á ári er minni en 1.000 tonn, þ.m.t. losun frá flugferðum sem um getur í l-lið,
    l. flugferðir frá flugvöllum í Sviss til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu], 1)
    [m. flugferðir frá flugvöllum í Bretlandi til flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu]. 2)
    1)L. 35/2021, 6. gr. 2)L. 47/2022, 4. gr.

III. viðauki. 1)
    1)L. 98/2020, 36. gr.

[Fylgiskjal.
Ákvæði 4. gr. og I. viðauka samnings milli Íslands annars vegar og Evrópusambandsins og aðildarríkja þess hins vegar um þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum á skuldbindingum Íslands, Evrópusambandsins og aðildarríkja þess á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
4. gr. Beiting viðeigandi löggjafar Sambandsins
1. Þær réttargerðir, sem tilgreindar eru í 1. viðauka við þennan samning, skulu vera bindandi fyrir Ísland og gilda á Íslandi. Ef réttargerðirnar, sem falla undir þann viðauka, hafa að geyma tilvísanir til aðildarríkja Sambandsins skal litið svo á að tilvísanirnar, að því er þennan samning varðar, vísi einnig til Íslands.
2. Breyta má 1. viðauka við þennan samning með ákvörðun nefndar um sameiginlegar efndir sem komið er á fót með 6. gr. þessa samnings.
3. Nefndin um sameiginlegar efndir getur kveðið nánar á um tæknilegt fyrirkomulag varðandi beitingu þeirra réttargerða, sem tilgreindar eru í 1. viðauka við þennan samning, að því er varðar Ísland.
4. Ef breytingar á 1. viðauka við þennan samning kalla á breytingar á almennri löggjöf Íslands skal við gildistöku slíkra breytinga hafa hliðsjón af þeim tíma sem Ísland þarf til að samþykkja breytingarnar og þörfinni á að tryggja samræmi við kröfurnar í Kyoto-bókuninni og ákvörðunum.
5. Það er sérstaklega brýnt að framkvæmdastjórnin fylgi venjulegri hefð og hafi samráð við sérfræðinga, þ.m.t. við sérfræðinga á Íslandi, áður en framseldar gerðir, sem felldar eru eða felldar verða undir 1. viðauka við þennan samning, verða samþykktar.
1. VIÐAUKI
(Skrá sem kveðið er á um í 4. gr.)
1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013 frá 21. maí 2013 um fyrirkomulag við vöktun og skýrslugjöf að því er varðar losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf að því er varðar aðrar upplýsingar á landsvísu og á vettvangi Sambandsins sem varða loftslagsbreytingar og um niðurfellingu á ákvörðun nr. 280/2004/EB (sem vísað er til sem „reglugerð 525/2013“), nema 4. gr., f-liður 7. gr., 15.–20. gr. og 22. gr. Ákvæði 21. gr. gilda eftir því sem við á.
2. Gildandi og síðari framseldar gerðir og framkvæmdargerðir sem byggjast á reglugerð (ESB) nr. 525/2013.] 1)
    1)L. 62/2015, 6. gr.