Landbúnaðarnefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 6. júní 2007, sbr lög nr. 102/2007, heyra málefni landbúnaðarnefndar undir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Málaflokkar

Til landbúnaðarnefndar var m.a. vísað málum er varða landbúnað, skógrækt og dýralækna. Á málefnasviði nefndarinnar voru t.d. búnaðarlög, lög um búfjárhald, lög um búnaðarfræðslu, jarðalög, lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lög um lax- og silungsveiði og lög um landshlutabundin skógræktarverkefni.