Viðskiptanefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni viðskiptanefndar nú að mestu leyti undir efnahags- og viðskiptanefnd.

Málaflokkar

Til viðskiptanefndar var m.a. vísað málum á sviði fjármálamarkaðar, þ.e. málum sem varða fjármálafyrirtæki, vátryggingastarfsemi og verðbréfaviðskipti, sem og málum varðandi opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og aðgerðir gegn peningaþvætti. Þá heyrðu viðskiptamál til málefnasviðs nefndarinnar, svo sem kauparéttur og samningaréttur, félagaréttur og samkeppnisréttur og verslunaratvinna, málefni endurskoðenda og hugverkaréttinda á sviði iðnaðar.

Opnir nefndafundir