Allsherjarnefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni allsherjarnefndar nú að mestu leyti undir allsherjar- og menntamálanefnd en að hluta til undir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Málaflokkar

Til allsherjarnefndar var vísað málum er varða dómsmál, dómstóla, ákæruvald, lögreglu, sifjarétt, erfðarétt og kirkjumál. Á málefnasviði nefndarinnar voru t.d. skaðabótalög, lög um ættleiðingar, hjúskaparlög, lögræðislög, lög um meðferð opinberra mála, almenn hegningarlög, lög um lögmenn, vopnalög, áfengislög, lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, lög um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna og framboð og kjör forseta Íslands og lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þá fékk nefndin til meðferðar þær umsóknir um ríkisborgararétt sem beint er til Alþingis.

Opnir nefndafundir