Iðnaðarnefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 11. júní 2011, þar sem fastanefndum þingsins var fækkað úr 12 í 8, sbr. lög nr. 84/2011, heyra málefni iðnaðarnefndar að mestu leyti undir atvinnuveganefnd.


Málaflokkar

Til iðnaðarnefndar var m.a. vísað málum er varða iðju, iðnað og iðnþróun, orku, orkuvirkjun og orkuvirki, einkaleyfi, vörumerki og hönnunarvernd, ferðamál, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, Orkustofnun og Landsvirkjun.