Félagsmálanefnd

Eftir breytingar á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum, sem samþykktar voru á Alþingi 6. júní 2007, sbr lög nr. 102/2007, heyrðu málefni félagsmálanefndar undir félags- og tryggingamálanefnd.


Málaflokkar

Til félagsmálanefndar var m.a. vísað málum er varða stjórn sveitarfélaga, húsnæðis- og atvinnumál, vernd barna og ungmenna og málefni fatlaðra. Á málefnasviði nefndarinnar voru t.d. sveitarstjórnarlög, lög um kosningar til sveitarstjórna, lög um fjöleignarhús, lög um húsaleigubætur, barnaverndarlög og lög um málefni fatlaðra.