Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 781, 149. löggjafarþing 222. mál: breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru.
Lög nr. 141 21. desember 2018.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru.


I. KAFLI
Breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

1. gr.

     84. og 85. gr. laganna falla brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum.

2. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Enginn telst hafa óflekkað mannorð sem hlotið hefur dóm fyrir refsivert brot og refsing er óskilorðsbundið fangelsi, frá þeim degi þegar dómur er upp kveðinn og þar til afplánun er að fullu lokið.

III. KAFLI
Breyting á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hefur óflekkað mannorð“ í 1. mgr. kemur: afplánar ekki óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir refsivert brot.
  2. 2. og 3. mgr. falla brott.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, með síðari breytingum.

4. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 5. tölul. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.

5. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 5. tölul. 2. mgr. 21. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.

6. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 5. tölul. 2. mgr. 29. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.

7. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekir um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 3. mgr. 39. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára.

V. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum.

8. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekir um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 81. gr. laganna:
  1. Orðin „hafi óflekkað mannorð“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hann má ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef hann var fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekir um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um landsdóm, nr. 3/1963, með síðari breytingum.

11. gr.

     3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Hafi hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um samningsbundna gerðardóma, nr. 53/1989, með síðari breytingum.

12. gr.

     3. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Þeir mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991, með síðari breytingum.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 18. gr. laganna:
  1. Orðin „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. falla brott.
  2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


14. gr.

     Í stað orðanna „hafi ekki orðið sannur að refsiverðu athæfi sem verður talið svívirðilegt að almenningsáliti eða“ í 4. tölul. 2. mgr. 46. gr. laganna kemur: hafi hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára né orðið sannur að.

X. KAFLI
Breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum.

15. gr.

     Í stað orðanna „hafi ekki orðið sannur að refsiverðu athæfi sem verður talið svívirðilegt að almenningsáliti eða“ í 4. tölul. 2. mgr. 75. gr. laganna kemur: hafi hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára né orðið sannur að.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, nr. 50/2014, með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað orðanna „Hefur hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti“ í e-lið 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Hefur hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.

XII. KAFLI
Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum.

17. gr.

     Í stað orðanna „hafa hvorki gerst sekir um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti“ í e-lið 2. mgr. 28. gr. laganna kemur: hafa hvorki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að þeir urðu fullra 18 ára.

18. gr.

     Í stað orðanna „gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti“ í 28. gr. a laganna kemur: hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum um lögmenn, nr. 77/1998, með síðari breytingum.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
  1. 3. tölul. 1. mgr. orðast svo: hefur aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að hann varð fullra 18 ára.
  2. Í stað orðanna „fengnum meðmælum“ í 2. mgr. kemur: fenginni umsögn.
  3. Við 2. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Víkja má frá skilyrði 3. tölul. 1. mgr. að fenginni umsögn Lögmannafélags Íslands þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fullu en þó ekki ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallin að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Við matið skal m.a. líta til eðlis og alvarleika brotsins, þar á meðal þeirra hagsmuna sem brotið var gegn, ásetnings og aldurs umsækjanda þegar brot var framið, hvort brotið hafi verið framið í tengslum við atvinnurekstur og þess tjóns sem brotið olli. Þá skal einnig meta háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk, þá einkum hvort umsækjandi hafi ólokin mál í refsivörslukerfinu.


20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „fengnum meðmælum“ í 2. mgr. kemur: fenginni umsögn.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Hafi lögmaður verið sviptur réttindum ótímabundið með dómi skv. 68. gr. almennra hegningarlaga er honum heimilt þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fullu að bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð sakamála hvort fella skuli niður réttindasviptinguna. Við mat á því hvort fella skuli niður sviptingu réttinda skal dómari líta til þess hvort eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallin að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta, sbr. 2. mgr. 6. gr.


XIV. KAFLI
Breyting á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016, með síðari breytingum.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 22. gr. laganna:
  1. Orðin „skulu hafa óflekkað mannorð og“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XV. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, með síðari breytingum.

22. gr.

     Orðin „hafa óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 4. mgr. 16. gr. laganna falla brott.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

23. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. a laganna kemur: gott orðspor.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum um húsnæðissamvinnufélög, nr. 66/2003, með síðari breytingum.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 6. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „skulu vera lögráða“ kemur: og.
  2. Orðin „hafa óflekkað mannorð“ falla brott.


XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum.

25. gr.

     3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: hafa ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef hann var fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.

XIX. KAFLI
Breyting á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum.

26. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í b-lið 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XX. KAFLI
Breyting á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á n-lið 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hafi óflekkað mannorð og“ kemur: og hafi.
  2. Við bætist: þeir mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXI. KAFLI
Breyting á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.

28. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 7. gr. laganna:
  1. Orðin „skulu hafa óflekkað mannorð og“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXII. KAFLI
Breyting á lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011, með síðari breytingum.

29. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 8. gr. laganna:
  1. Orðin „skulu hafa óflekkað mannorð og“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum.

30. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um kauphallir, nr. 110/2007, með síðari breytingum.

31. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum um Landsvirkjun, nr. 42/1983, með síðari breytingum.

32. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „þeir skulu hafa óflekkað mannorð og“ í 1. málsl. kemur: og þeir.
  2. Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

33. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997, með síðari breytingum.

34. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

35. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

36. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. tölul. 85. gr. laganna:
  1. Orðin „óflekkað mannorð eða hafi“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá má hann ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef hann var fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXX. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

37. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 2. mgr. 48. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „hafa óflekkað mannorð“ í 2. málsl. kemur: og.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þeir mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. tölul. 1. mgr. 91. gr. laganna:
  1. Orðin „hafa óflekkað mannorð“ í 2. málsl. falla brott.
  2. Á eftir 2. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þá mega þeir ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum.

39. gr.

     Í stað orðanna „óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 1. mgr. 135. gr. laganna kemur: gott orðspor.

XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938, með síðari breytingum.

40. gr.

     Í stað orðanna „hafa óflekkað mannorð“ í 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: hann má ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef hann var fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.

41. gr.

     Í stað orðanna „og hafa óflekkað mannorð“ í 1. málsl. 42. gr. laganna kemur: og mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.

42. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
  1. Orðin „sem eru fjár síns ráðandi og hafa óflekkað mannorð“ falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þeir þurfa að vera fjár síns ráðandi og þeir mega ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað þar sem refsing var fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi hið minnsta eða öryggisgæsla ef þeir voru fullra 18 ára þegar brotið var framið nema fimm ár hafi liðið frá því að afplánun var að fullu lokið.


XXXIII. KAFLI
Gildistaka.

43. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2018.