Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 612, 116. löggjafarþing 145. mál: lánsfjárlög 1993 o.fl..
Lög nr. 3 21. janúar 1993.

Lánsfjárlög fyrir árið 1993 o.fl.


I. KAFLI
Lántökur ríkissjóðs.

1. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka að láni allt að 15.970 m.kr. á árinu 1993.

2. gr.

     Lánsfé skv. 1. gr. skal ráðstafað í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1993 og þessara laga.

3. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt að endurlána allt að 5.620 m.kr. af fjárhæð skv. 1. gr. til eftirtalinna aðila:
 1. Lánasjóður íslenskra námsmanna, allt að 3.900 m.kr.
 2. Atvinnutryggingardeild Byggðastofnunar, allt að 1.300 m.kr.
 3. Alþjóðaflugþjónustan, allt að 290 m.kr.
 4. Síldarverksmiðjur ríkisins, allt að 130 m.kr.


II. KAFLI
Ríkisábyrgðir.

4. gr.

     Eftirtöldum aðilum, sem heimild hafa í sérlögum til lántöku, er heimilt að nýta þær á árinu 1993 með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í 1.–9. tölul. þessarar greinar, sbr. 13. gr. laga nr. 84/1985, um breytingu á lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga:
 1. Landsvirkjun, allt að 7.750 m.kr., sbr. 14. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með áorðnum breytingum.
 2. Byggingarsjóður ríkisins, allt að 3.860 m.kr., sbr. 9. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
 3. Byggingarsjóður verkamanna, allt að 6.870 m.kr., sbr. 64. gr. laga nr. 86/1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
 4. Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins, allt að 8.000 m.kr., sbr. 35. gr. laga nr. 86/ 1988, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með áorðnum breytingum.
 5. Stofnlánadeild landbúnaðarins, allt að 700 m.kr., sbr. 10. og 11. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum.
 6. Byggðastofnun, allt að 650 m.kr., sbr. 18. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, með áorðnum breytingum.
 7. Iðnlánasjóður, allt að 2.600 m.kr., sbr. 6., 10. og 17. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með áorðnum breytingum.
 8. Iðnþróunarsjóður, allt að 700 m.kr., sbr. 2. tölul. stofnsamnings um norrænan iðnþróunarsjóð fyrir Ísland og lög nr. 9/1970, um Iðnþróunarsjóð, með áorðnum breytingum.
 9. Ferðamálasjóður, allt að 130 m.kr., sbr. 27. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, með áorðnum breytingum.


5. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ábyrgjast með sjálfskuldarábyrgð lántökur eftirtalinna aðila á árinu 1993:
 1. Vatnsleysustrandarhreppur, allt að 55 m.kr. til undirbúningsrannsókna við Flekkuvíkurhöfn.
 2. Norræni fjárfestingarbankinn, allt að 22 m.kr. til Norrænu fjárfestingaráætlunarinnar fyrir Eystrasaltsríkin.
 3. Bæjarveitur Vestmannaeyja, allt að 16,2 m.kr. til skuldbreytingar eldri lána.
 4. Póst- og símamálastofnun, allt að 1.280 m.kr. til þátttöku í lagningu ljósleiðara yfir Norður- Atlantshafið.


6. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt að lána Byggðastofnun sérstaklega víkjandi lán að fjárhæð allt að 20 m.kr. til að mæta framlögum í afskriftarsjóð útlána í tengslum við ákvæði í viðauka II við búvörusamning frá 11. mars 1991.

7. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt að veita Íslenska járnblendifélaginu hf. bráðabirgðalán að fjárhæð allt að 150 m.kr. og er heimilt að breyta því láni í víkjandi lán eða hlutafé í félaginu í tengslum við samninga milli eigenda um fjárhagslega skipulagningu þess. Enn fremur er heimilt að semja um frekari aukningu hlutafjár eða víkjandi lán enda hljóti slíkar ráðstafanir staðfestingu Alþingis.

8. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs og að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis að semja við Suðureyrarhrepp um yfirtöku á hluta af skuldum Hitaveitu Suðureyrar í tengslum við sölu hreppsins á hitaveitunni til Orkubús Vestfjarða.

III. KAFLI
Ýmis ákvæði um lánsfjármál.

9. gr.

     Lántökur samkvæmt lögum þessum skulu fara fram innan lands eða utan eins og kemur fram í viðauka með lögum þessum. Ávallt er þó heimilt að nýta erlenda lántökuheimild til lántöku innan lands. Útgáfa markaðsverðbréfa á Íslandi skal ávallt teljast til innlendrar lántöku.
     Standi sérstaklega á er fjármálaráðherra heimilt að víkja frá skiptingu skv. 1. mgr. um lántökur ríkissjóðs og að höfðu samráði við bankastjórn Seðlabanka Íslands.

10. gr.

     Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs getur heimilað þeim aðilum sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum:
 1. að taka lán í því skyni að endurgreiða fyrir gjalddaga eftirstöðvar eldri lána þegar hagstæðari kjör bjóðast;
 2. að stofna til skulda- og vaxtaskipta og nýta aðra möguleika sem bjóðast á markaði til þess að tryggja viðkomandi aðila gegn verulegum vaxtabreytingum;
 3. að taka ný lán til endurgreiðslu skammtímalána sem tekin voru á grundvelli heimilda í II. kafla, að hluta eða öllu leyti, án þess að lánssamningur um þau falli úr gildi, enda sé ekki dregið á slíka lánssamninga að nýju nema lagaheimild liggi fyrir.


11. gr.

     Hyggist aðilar, sem njóta ríkisábyrgðar á lántökum sínum, nýta heimildir II. kafla eða 10. gr. skulu þeir gæta ákvæða 2. mgr. 7. gr. laga nr. 43/1990, um Lánasýslu ríkisins.

12. gr.

     Yfirtekin lán, ábyrgðir veittar á lántökum þriðja aðila og milliganga um töku erlendra lána fyrir innlenda aðila á grundvelli auglýsingar viðskiptaráðuneytis, um erlendar lántökur og leigusamninga vegna innflutnings á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar, eða annarra heimilda veittra einstökum fyrirtækjum teljast til lántöku og skulu rúmast innan þeirra heimilda sem tilgreindar eru í II. kafla.

13. gr.

     Erlendar fjárhæðir skulu miðast við kaupgengi íslensku krónunnar samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands á staðfestingardegi lánsfjárlaga.

IV. KAFLI
Ráðstafanir vegna fjárlaga 1993.

14. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. gr. laga nr. 71/1990, um Listskreytingasjóð ríkisins, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs eigi vera hærra en 12 m.kr. á árinu 1993.

15. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga nr. 50/1957, um menningarsjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.

16. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 22. og 23. gr. laga nr. 68/1985, útvarpslaga, með áorðnum breytingum, skulu tekjur á árinu 1993 vegna aðflutningsgjalda af innfluttum hljóðvarps- og sjónvarpstækjum ásamt fylgihlutum renna í ríkissjóð.

17. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs í Húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 10,5 m.kr. á árinu 1993. Þrátt fyrir ákvæði 49. gr. sömu laga skal kostnaður við húsafriðunarnefnd greiðast úr Húsafriðunarsjóði.

18. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 5. tölul. 4. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Stofnlánadeildar landbúnaðarins falla niður á árinu 1993.

19. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 84/1989, búfjárræktarlaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til launa og vegna ræktunarstöðva eigi vera hærra en 34,8 m.kr. á árinu 1993.

20. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 56/1987, jarðræktarlaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til launa héraðsráðunauta eigi vera hærra en 40,1 m.kr. á árinu 1993.

21. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði d-liðar 3. gr. laga nr. 44/1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.

22. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laga nr. 21/1981, um kirkjubyggingasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 1 m.kr. á árinu 1993.

23. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 51/1972, um Bjargráðasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs falla niður á árinu 1993.

24. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Gæsluvistarsjóðs falla niður á árinu 1993.

25. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 42. gr. laga nr. 108/1984, lyfjalaga, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Lyfsölusjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 0,9 m.kr. á árinu 1993.

26. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 31. gr. laga nr. 69/1984, um Hafnabótasjóð, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs ekki nema hærri fjárhæð en 90 m.kr. á árinu 1993.

27. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 26. gr. laga nr. 79/1985, um skipulag ferðamála, með áorðnum breytingum, skal framlag ríkissjóðs til Ferðamálasjóðs og til sérstakra verkefna Ferðamálasjóðs samkvæmt fyrrnefndum lögum ekki nema hærri fjárhæð en 68 m.kr. á árinu 1993.

28. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, með áorðnum breytingum, skulu 344 m.kr. af innheimtum mörkuðum tekjum samkvæmt lögum renna í ríkissjóð á árinu 1993.

29. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 35. gr. laga nr. 19/1964, skipulagslaga, með áorðnum breytingum, skal mótframlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 30,3 m.kr. á árinu 1993.

30. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 3., 4., 5. og 13. gr. laga nr. 52/1957, um eyðingu refa og minka, sbr. 33. gr. laga nr. 1/1992, skal framlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 28,3 m.kr. á árinu 1993. Ríkissjóður endurgreiðir ekki á árinu 1993 kostnað við refa- og minkaveiðar í sveitarfélögum þar sem íbúar eru fleiri en 2.000, miðað við íbúafjölda 1. desember árið á undan. Umhverfisráðherra er heimilt, að fengnum tillögum veiðistjóra, að ákveða að ríkissjóður taki ekki þátt í kostnaði við minkaveiðar, grenjaleit og grenjavinnslu á tilteknum svæðum. Umhverfisráðuneyti skal auglýsa fyrir 1. maí til hvaða landsvæða ákvörðunin tekur og hver séu mörk þeirra. Sveitarstjórnum og stjórnum upprekstrarfélaga er heimilt á árinu 1993 að fella niður grenja- og minkaleitir á svæðum þar sem ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við veiðarnar og umhverfisráðuneyti auglýsir skv. 4. málsl. Ríkissjóður tekur ekki þátt í kostnaði við leit að áður óþekktum tófugrenjum nema veiðistjóri samþykki leitina fyrir fram. Í stað „3.000 kr.“ í lokamálslið 13. gr. laganna komi: 4.000 kr.

31. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 75. gr. laga nr. 87/1989, um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, með áorðnum breytingum, skal framlag til uppgjörs á stofnkostnaði við sveitarfélög eigi nema hærri fjárhæð en 405 m.kr. á árinu 1993.

32. gr.

     Þrátt fyrir ákvæði 5. mgr. 9. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, með áorðnum breytingum, og 7. gr. laga nr. 57/1990, um flokkun og mat á gærum og ull, með áorðnum breytingum, er landbúnaðarráðherra heimilt að innheimta gjald af sláturleyfum til greiðslu kostnaðar sem af yfirmati samkvæmt lögunum leiðir.

33. gr.

     Fjármálaráðherra er heimilt að yfirtaka skuldbreytingarlán til loðdýrabænda, að fjárhæð allt að 300 m.kr., sem stofnað hefur verið til á grundvelli 1. gr. laga nr. 112/1989, um skuldbreytingar vegna loðdýraræktar, og að aflétta þeim veðtryggingum sem teknar hafa verið í sambandi við ábyrgð ríkissjóðs, enda taki Stofnlánadeild landbúnaðarins þátt í hliðstæðum aðgerðum.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 111/1992, um breytingar í skattamálum.

34. gr.

     59. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Gildistökuákvæði.

35. gr.

     Lántökuheimildir og heimildir til ríkisábyrgða, sem tilgreindar eru í I.–III. kafla laga þessara, gilda á árinu 1993. Heimildir verða þó nýttar til 1. apríl 1994 standi sérstaklega á og samþykki fjármálaráðherra komi til.

36. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Viðauki.
Heimilaðar innlendar og erlendar lántökur hins opinbera 1993.
     
Innlend Erlend Heildar-
Í milljónum króna lántaka lántaka lántökur
Ríkissjóður Íslands 10.300 5.670 15.970
Landsvirkjun - 7.750 7.750
Byggingarsjóður ríkisins 3.860 - 3.860
Byggingarsjóður verkamanna 6.870 - 6.870
Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins 8.000 - 8.000
Stofnlánadeild landbúnaðarins 400 300 700
Byggðastofnun 100 550 650
Iðnlánasjóður 100 2.500 2.600
Iðnþróunarsjóður 100 600 700
Ferðamálasjóður - 130 130
Vatnsleysustrandarhreppur - 55 55
Bæjarveitur Vestmannaeyja - 16 16
Norræni fjárfestingarbankinn - 22 22
Póst- og símamálastofnun - 1.280 1.280
Samtals 48.603 18.873 48.603

Samþykkt á Alþingi 14. janúar 1993.