Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 980, 148. löggjafarþing 167. mál: markaðar tekjur.
Lög nr. 47 23. maí 2018.
I. KAFLI
Breyting á lögum um Íslandsstofu, nr. 38/2010, með síðari breytingum.
II. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskræktarsjóð, nr. 72/2008, með síðari breytingum.
III. KAFLI
Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum.
Tekjur af bensíngjaldi renna í ríkissjóð.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, með síðari breytingum.
V. KAFLI
Breyting á lögum um vitamál, nr. 132/1999, með síðari breytingum.
Greiða skal vitagjald af skipum sem sigla við Íslandsstrendur og hafa hér viðkomu og rennur gjaldið í ríkissjóð.
VI. KAFLI
Breyting á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012, með síðari breytingum.
Verkefni Vegagerðarinnar og rekstur skal fjármagna með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
VII. KAFLI
Breyting á lögum um leigubifreiðar, nr. 134/2001, með síðari breytingum.
VIII. KAFLI
Breyting á lögum um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum.
IX. KAFLI
Breyting á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum.
X. KAFLI
Breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
XI. KAFLI
Breyting á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum.
Árlegt framlag í lýðheilsusjóð skal ákveðið með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
XII. KAFLI
Breyting á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, með síðari breytingum.
XIII. KAFLI
Breyting á lögum um gjald af áfengi og tóbaki, nr. 96/1995, með síðari breytingum.
XIV. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.
XV. KAFLI
Breyting á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008, með síðari breytingum.
XVI. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum.
XVII. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996, með síðari breytingum.
Tekjur af gjöldum skv. 1., 4. og 5. tölul. 1. mgr. renna í ríkissjóð.
XVIII. KAFLI
Breyting á lögum um mannvirki, nr. 160/2010, með síðari breytingum.
XIX. KAFLI
Breyting á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 49/1997, með síðari breytingum.
Leggja skal árlegt gjald á allar brunatryggðar húseignir sem nemur 0,3‰ af vátryggingarverðmæti. Gjaldið skal innheimt ásamt iðgjaldi til Náttúruhamfaratryggingar Íslands og fer um innheimtu þess samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, þar á meðal skal gjaldið njóta lögtaksréttar og lögveðsréttar í vátryggðri eign. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð. Álagning gjalds þessa skal ekki hafa áhrif til hækkunar á innheimtuþóknun til vátryggingafélaga samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Sérstakur sjóður ríkisins, ofanflóðasjóður, er í vörslu ráðuneytisins.
Tekjur sjóðsins eru:
Lán til starfsemi sjóðsins, sem eru með ábyrgð ríkissjóðs, skulu háð samþykki hlutaðeigandi ráðherra.
XX. KAFLI
Breyting á lögum um Jarðasjóð, nr. 34/1992, með síðari breytingum.
Tekjur Jarðasjóðs eru fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ár hvert.
XXI. KAFLI
Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum.
XXII. KAFLI
Breyting á lögum um fiskeldi, nr. 71/2008, með síðari breytingum.
XXIII. KAFLI
Breyting á lögum um Fiskistofu, nr. 36/1992, með síðari breytingum.
XXIV. KAFLI
Breyting á lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, nr. 37/1992, með síðari breytingum.
XXV. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.
XXVI. KAFLI
Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, með síðari breytingum.
Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein. Tekjur af gjöldunum renna í ríkissjóð, að undanskildum tekjum skv. 2., 11. og 12. mgr. sem renna til stofnunarinnar. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til reksturs Póst- og fjarskiptastofnunar sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjöldum samkvæmt þessari grein.
Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein og renna þau í ríkissjóð.
XXVII. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002, með síðari breytingum.
XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum.
XXIX. KAFLI
Breyting á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, með síðari breytingum.
XXX. KAFLI
Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.
XXXI. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.
XXXII. KAFLI
Breyting á lögum um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010, með síðari breytingum.
XXXIII. KAFLI
Breyting á lögum um greiðslu kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara, nr. 166/2011, með síðari breytingum.
Gjaldið rennur í ríkissjóð.
XXXIV. KAFLI
Breyting á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003, með síðari breytingum.
XXXV. KAFLI
Breyting á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, nr. 103/1994, með síðari breytingum.
XXXVI. KAFLI
Breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, með síðari breytingum.
Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.
XXXVII. KAFLI
Breyting á lögum um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012, með síðari breytingum.
Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga þessara, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga um tryggingagjald, nr. 113/1990, miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.
XXXVIII. KAFLI
Breyting á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015, með síðari breytingum.
XXXIX. KAFLI
Breyting á lögum um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum.
XL. KAFLI
Breyting á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir, nr. 3/2003, með síðari breytingum.
XLI. KAFLI
Breyting á lögum um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, með síðari breytingum.
XLII. KAFLI
Gildistaka.
Þingskjal 980, 148. löggjafarþing 167. mál: markaðar tekjur.
Lög nr. 47 23. maí 2018.
Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um markaðar tekjur.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- 1. tölul. fellur brott.
- 2. tölul. orðast svo: Fjárveiting sem ákvörðuð er af ráðherra á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
- Í stað orðanna „tekjum af markaðsgjaldi“ í 5. tölul. kemur: fjárveitingu skv. 2. tölul.
- Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
Tekjur Íslandsstofu skv. 2. tölul. 1. mgr. skulu aldrei vera lægri en sem nemur markaðsgjaldi skv. 2. mgr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:- A-liður orðast svo: fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
- C-liður fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Í stað orðsins „Fiskræktarsjóði“ í 2. mgr. kemur: ríkissjóði.
4. gr.
2. mgr. 15. gr. laganna orðast svo:Tekjur af bensíngjaldi renna í ríkissjóð.
5. gr.
Í stað orðanna „til Vegagerðarinnar að frádregnum 0,5% sem renna í ríkissjóð til að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga þessara“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.6. gr.
6. gr. laganna orðast svo:Greiða skal vitagjald af skipum sem sigla við Íslandsstrendur og hafa hér viðkomu og rennur gjaldið í ríkissjóð.
7. gr.
1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:Verkefni Vegagerðarinnar og rekstur skal fjármagna með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:- 2. mgr. fellur brott.
- Í stað orðanna „til Samgöngustofu eða eftir atvikum til einstakra sveitarstjórna enda hafi þeim verið falin framkvæmd mála er varða leigubifreiðar innan sveitarfélagsins, sbr. 4. mgr. 2. gr.“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: í ríkissjóð.
- 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:- Orðin „er renni til Samgöngustofu“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
10. gr.
Í stað lokamálsliðar 5. mgr. 6. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Tekjur af aflaheimildum þessum skulu renna í ríkissjóð. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs.11. gr.
Í stað orðanna „óskipt til Þjóðskrár Íslands“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.12. gr.
3. mgr. 4. gr. b laganna orðast svo:Árlegt framlag í lýðheilsusjóð skal ákveðið með fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.
13. gr.
15. gr. laganna fellur brott.14. gr.
7. gr. laganna fellur brott.15. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:- Í stað 1. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri skal leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga um tekjuskatt sérstakt gjald samhliða álagningu opinberra gjalda skv. 93. gr. sömu laga. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð.
- 4. mgr. orðast svo:
16. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. mgr. 18. gr. laganna:- Orðin „til að standa straum af kostnaði við störf endurskoðendaráðs“ í 1. málsl. falla brott.
- Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra ákvarðar fjárveitingu á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum til að standa straum af kostnaði við störf endurskoðendaráðs.
17. gr.
2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til Skipulagssjóðs.18. gr.
Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Tekjur af gjöldum skv. 1., 4. og 5. tölul. 1. mgr. renna í ríkissjóð.
19. gr.
4. málsl. 1. mgr. 50. gr. laganna orðast svo: Tekjur af byggingaröryggisgjaldi renna í ríkissjóð.20. gr.
12. gr. laganna orðast svo:Leggja skal árlegt gjald á allar brunatryggðar húseignir sem nemur 0,3‰ af vátryggingarverðmæti. Gjaldið skal innheimt ásamt iðgjaldi til Náttúruhamfaratryggingar Íslands og fer um innheimtu þess samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, þar á meðal skal gjaldið njóta lögtaksréttar og lögveðsréttar í vátryggðri eign. Tekjur af gjaldinu renna í ríkissjóð. Álagning gjalds þessa skal ekki hafa áhrif til hækkunar á innheimtuþóknun til vátryggingafélaga samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Sérstakur sjóður ríkisins, ofanflóðasjóður, er í vörslu ráðuneytisins.
Tekjur sjóðsins eru:
- Fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem byggist á rekstri sjóðsins, framkvæmdaáætlun til næstu fimm ára og öðrum verkefnum. Framkvæmdaáætlun skal miðast við markmið reglugerðar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða.
- Vaxtatekjur, sbr. 13. gr.
- Aðrar tekjur.
Lán til starfsemi sjóðsins, sem eru með ábyrgð ríkissjóðs, skulu háð samþykki hlutaðeigandi ráðherra.
21. gr.
4. gr. laganna orðast svo:Tekjur Jarðasjóðs eru fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ár hvert.
22. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:- Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
- Árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjaldi skv. 1. mgr.
- Rekstrarafgangur af starfsemi sem fellur undir 4. gr.
- Tekjur af þjónustu sem fellur undir 3. gr., sbr. 4. mgr.
- Aðrar tekjur.
- 5. málsl. 2. mgr. orðast svo: Fyrsta virkan dag hvers mánaðar skal ráðuneyti sem fer með fjárreiður ríkisins greiða Ríkisútvarpinu fjárhæð sem svarar til 1/12 af fjárveitingu hvers árs skv. 1. tölul. 2. mgr.
Tekjustofnar Ríkisútvarpsins eru sem hér segir:
23. gr.
A-liður 20. gr. d laganna orðast svo: árleg fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum.24. gr.
Í stað orðanna „óskipt til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis“ í 1. mgr. 20. gr. e laganna kemur: í ríkissjóð.25. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:- Við 1. mgr. bætist: í ríkissjóð.
- Við 2. málsl. 2. mgr. bætist: og rennur það í ríkissjóð.
- Í stað orðanna „Tekjum af strandveiðigjaldi skal ráðstafa“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu sem samsvarar tekjum af strandveiðigjaldi.
26. gr.
Í stað orðanna „strandveiðigjaldi, sbr. 2. mgr. 6. gr.“ í lokamálslið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: gjöldum skv. 6. gr.27. gr.
1. og 2. málsl. 3. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: Gjald skv. 2. mgr. skal renna í ríkissjóð. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til sjóðs í vörslu ráðuneytisins, sem nefnist Verkefnasjóður sjávarútvegsins, og skal verja fé úr honum til rannsókna og nýsköpunar á sviði sjávarútvegs og til eftirlits með fiskveiðum.28. gr.
Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð alþjónustu“ í a-lið 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: jöfnunargjald.29. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:- Í stað orðanna „jöfnunarsjóð í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar“ í 1. mgr. kemur: ríkissjóð.
- Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til jöfnunarsjóðs alþjónustu sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af jöfnunargjaldi.
- Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð“ í 6. mgr. kemur: á jöfnunargjaldi.
30. gr.
Í stað orðanna „í jöfnunarsjóð alþjónustu“ í a-lið 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: jöfnunargjalds.31. gr.
13. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein. Tekjur af gjöldunum renna í ríkissjóð, að undanskildum tekjum skv. 2., 11. og 12. mgr. sem renna til stofnunarinnar. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til reksturs Póst- og fjarskiptastofnunar sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um tekjur af gjöldum samkvæmt þessari grein.
32. gr.
7. mgr. 14. gr. a laganna orðast svo:Póst- og fjarskiptastofnun annast innheimtu gjalda samkvæmt þessari grein og renna þau í ríkissjóð.
33. gr.
Í stað orðanna „einstök framlög til jöfnunarsjóðs“ í 2. málsl. 15. gr. laganna kemur: jöfnunargjaldsgreiðslur.34. gr.
Í stað orðanna „beint til Neytendastofu“ í lokamálslið 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.35. gr.
3. málsl. 2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsgjaldið skal innheimt af Neytendastofu og renna í ríkissjóð.36. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:- Á eftir orðinu „gjald“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: í ríkissjóð.
- 3. mgr. orðast svo:
37. gr.
Í stað orðanna „skal það standa undir kostnaði við eftirlit stofnunarinnar“ í 11. mgr. 3. gr. laganna kemur: rennur það í ríkissjóð.38. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:- Í stað orðanna „rekstur Fjármálaeftirlitsins“ í 1. mgr. kemur: opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
- 2. mgr. orðast svo:
- Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
39. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:- Í stað orðanna „1. júlí“ í 1. mgr. kemur: 1. febrúar.
- Í stað orðanna „1. júní“ í 2. mgr. kemur: 1. janúar.
40. gr.
Við 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna bætist: sem rennur í ríkissjóð.41. gr.
5. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:Gjaldið rennur í ríkissjóð.
42. gr.
Í stað orðanna „til að mæta kostnaði af rekstri sjálfvirka tilkynningarkerfisins“ í 3. mgr. 5. gr. laganna kemur: í ríkissjóð.43. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 2. gr. laganna:- Í stað orðanna „sérstakan sjóð – flutningsjöfnunarsjóð olíuvara“ kemur: ríkissjóð.
- Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum skal ráðherra ákvarða fjárveitingu í sérstakan sjóð, flutningsjöfnunarsjóð olíuvara, sem nemur að lágmarki áætlun fjárlaga um innheimtu tekna af gjaldi skv. 1. málsl.
44. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:- Orðin „til flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara“ í 1. mgr. falla brott.
- Í stað orðsins „flutningsjöfnunarsjóðs“ í 3. mgr. kemur: ríkissjóðs.
45. gr.
1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.46. gr.
Í stað 1. málsl. 18. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Árlegt framlag til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóða skal ákvarðað á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Framlagið skal að lágmarki nema 0,325% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla.47. gr.
23. gr. a laganna orðast svo:Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af fjárhæð gjaldstofns tryggingagjalds skv. III. kafla miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.
48. gr.
1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:Árleg fjárveiting til starfsendurhæfingarsjóða, sem starfræktir eru á grundvelli laga þessara, skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Fjárveitingin skal að lágmarki nema 0,13% af gjaldstofni tryggingagjalds skv. III. kafla laga um tryggingagjald, nr. 113/1990, miðað við upplýsingar um fjárhæð stofns tryggingagjalds næstliðins árs.
49. gr.
Í stað 1. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Árleg fjárveiting til að standa straum af kostnaði við störf eftirlitsnefndar fasteignasala skal ákvörðuð á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum. Sérhver fasteignasali skal greiða árlegt eftirlitsgjald í ríkissjóð að fjárhæð 75.000 kr.50. gr.
Í stað 1. og 2. málsl. 8. mgr. 10. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Leyfishafi rannsóknar- og vinnsluleyfis skal á gildistíma leyfis greiða árlegt framlag í ríkissjóð. Í rannsóknar- og vinnsluleyfi skal nánar kveðið á um upphaflegt framlag sem og árlegt framlag. Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til sérstaks menntunar- og rannsóknarsjóðs.51. gr.
Í stað orðanna „í sérstakan menntunar- og rannsóknarsjóð“ í 9. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: skv. 8. mgr. 10. gr.52. gr.
1. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Fjárveiting á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ár hvert.53. gr.
Við 1. mgr. 17. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Innheimtur á kröfum sjóðsins renna í ríkissjóð.54. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:- 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Greiða skal sérstakt ábyrgðargjald af greiddum vinnulaunum, þóknun og reiknuðu endurgjaldi, hvaða nafni sem nefnist, sem skattskylt er og rennur gjaldið í ríkissjóð.
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
- Orðin „og skoðast það sem lántaka“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
55. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.Samþykkt á Alþingi 9. maí 2018.