Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 2015. Útgáfa 144a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda
1980 nr. 55 9. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 16. júní 1980. Breytt með l. 58/1985 (tóku gildi 11. júlí 1985), l. 33/1987 (tóku gildi 14. apríl 1987), l. 21/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 69/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994; EES-samningurinn: XVIII. viðauki tilskipun 75/117/EBE og 76/207/EBE), l. 129/1997 (tóku gildi 1. júlí 1998 nema 3. mgr. 14. gr. sem tók gildi 1. maí 1999), l. 145/2004 (tóku gildi 30. des. 2004) og l. 76/2010 (tóku gildi 30. júní 2010).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við félags- og húsnæðismálaráðherra eða velferðarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr. [Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.] 1)
1)L. 69/1993, 5. gr. Sjá og Augl. B 285/1997 og Augl. B 503/1997.
[2. gr. Samningar aðildarsamtaka vinnumarkaðarins um málsmeðferð í ágreiningsmálum, um hvort laun og ráðningarkjör starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga, skulu hafa sama almenna gildi og samningar þeirra um laun og önnur starfskjör, sbr. 1. gr., með þeim takmörkunum sem í samningunum felast.
Þegar settar eru á fót samráðsnefndir til úrlausnar ágreiningsmála á grundvelli samninga skv. 1. mgr. og atvinnurekandi, sem er málsaðili, á ekki aðild að samtökum atvinnurekenda er honum heimilt að tilnefna einn fulltrúa sem tekur sæti eins fulltrúa samtaka atvinnurekenda í nefndinni. Hið sama gildir um launamann sem er málsaðili og á ekki aðild að stéttarfélagi en fulltrúi hans tekur sæti eins fulltrúa samtaka launafólks í nefndinni. Ákveði málsaðili að tilnefna fulltrúa skal tilnefningin fara fram fyrir upphaf málsmeðferðar hjá samráðsnefndinni.] 1)
1)L. 145/2004, 1. gr.
[3.]1)–5. gr. … 2)
1)L. 145/2004, 1. gr. 2)L. 129/1997, 58. gr.
[5. gr. a. Nú ákveður félagi í lífeyrissjóði, sem á rétt á töku fæðingarorlofs samkvæmt lögum nr. 97/1980, 1) að hverfa úr fyrra starfi að hluta eða öllu leyti og til heimilisstarfa vegna barnsburðar og er þá þeim lífeyrissjóði, sem viðkomandi er félagsmaður í, skylt að veita félagsmanninum heimild til áframhaldandi aðildar að sjóðnum á óbreyttum grundvelli í allt að 7 ár, enda taki félagsmaður þá að sér að greiða iðgjaldahlut atvinnurekanda ásamt sínum eigin. Slíkur félagsmaður nýtur allra sömu réttinda í lífeyrissjóðnum og aðrir félagsmenn, þ. á m. lánsréttinda.] 2)
1)Nú l. 95/2000. 2)L. 58/1985, 1. gr.
6. gr. Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í [fræðslusjóði atvinnulífsins sem og] 1) sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni, og samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.
Atvinnurekanda er skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.
1)L. 76/2010, 1. gr.
7. gr. [Verði dráttur á greiðslu iðgjalda samkvæmt lögum þessum skal skuldari greiða dráttarvexti af skuldinni frá gjalddaga samkvæmt lögum um vexti.] 1)
1)L. 33/1987, 6. gr.
8. gr. … 1)
1)L. 21/1991, 181. gr.
9. gr. Ráðherra setur nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara með reglugerð. 1)
1)Rg. 194/1981.
10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. …