Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. janúar 2015.  Útgáfa 144a.  Prenta í tveimur dálkum.


[Lög um málefni fatlaðs fólks]1)

1992 nr. 59 2. júní


    1)L. 152/2010, 44. gr.
Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. september 1992, að undanskildum 2. mgr. 35. gr. og 1. mgr. 51. gr. sem tóku gildi 1. janúar 1993. Breytt með l. 127/1993 (tóku gildi 1. jan. 1994), l. 148/1994 (tóku gildi 1. jan. 1995), l. 140/1996 (tóku gildi 1. jan. 1997), l. 161/1996 (tóku gildi 2. jan. 1997 nema 2. og 3. gr. sem tóku gildi 1. jan. 1997), l. 130/1997 (tóku gildi 1. jan. 1998 nema 12. gr. sem tók gildi 30. des. 1997), l. 156/1998 (tóku gildi 30. des. 1998), l. 52/1999 (tóku gildi 30. mars 1999), l. 174/2000 (tóku gildi 1. jan. 2001), l. 93/2002 (tóku gildi 31. maí 2002), l. 95/2002 (tóku gildi 31. maí 2002), l. 83/2003 (tóku gildi 1. júní 2003), l. 152/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 160/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 88/2011 (tóku gildi 1. júlí 2011), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 178/2011 (tóku gildi 1. jan. 2012), l. 134/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013) og l. 19/2013 (tóku gildi 13. mars 2013).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við félags- og húsnæðismálaráðherra eða velferðarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið og skilgreining.
1. gr. [Markmið þessara laga er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.
Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks.] 1)
    1)L. 152/2010, 1. gr.
2. gr. [Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum.] 1) Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum.
    1)L. 152/2010, 2. gr.

II. kafli. Stjórn og skipulag.
3. gr. [[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks samkvæmt lögum þessum. Ráðherra ber ábyrgð á opinberri stefnumótun í málaflokknum sem skal gerð í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samráð skal haft við heildarsamtök fatlaðs fólks og aðildarfélög þeirra.
Enn fremur hefur ráðherra eftirlit með framkvæmd laganna, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögum þessum sé í samræmi við markmið laganna, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim og að réttindi fatlaðs fólks séu virt. Markmið eftirlitsins er jafnframt að safna og miðla upplýsingum til að tryggja sambærilega þjónustu við fatlaða einstaklinga í ljósi ólíkra þarfa. Ráðherra skal gera tillögur til sveitarfélaga um úrbætur á þjónustu þar sem þess er þörf og stuðla að samræmingu hennar. Enn fremur skal ráðherra hafa umsjón með gerð þjónustu- og gæðaviðmiða í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og að höfðu samráði við heildarsamtök fatlaðs fólks.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um eftirlit skv. 2. mgr. í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, þar á meðal um framkvæmd eftirlitsins og upplýsingaskyldu sveitarfélaga.] 2)
    1)L. 126/2011, 167. gr. 2)L. 152/2010, 3. gr.
4. gr. [Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, þar með talið gæðum þjónustunnar, sem og kostnaði vegna hennar samkvæmt lögum þessum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Enn fremur skulu sveitarfélögin hafa innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar, þar á meðal með framkvæmd samninga sem sveitarfélögin gera við rekstrar- eða þjónustuaðila um framkvæmd þjónustunnar, sbr. 6. gr. b.
Landinu skal skipt í þjónustusvæði þannig að á hverju þjónustusvæði séu að lágmarki 8.000 íbúar. Fámennari sveitarfélög skulu hafa samvinnu við önnur sveitarfélög um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skv. 1. mgr. og bera þau þá sameiginlega ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustunnar sem og kostnaði vegna hennar nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Sveitarfélögum er hafa samvinnu um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk á einu þjónustusvæði er heimilt að fela einu þeirra skipulag og framkvæmd þjónustunnar og tekur það þá ákvarðanir um þjónustuna fyrir hönd annarra sveitarfélaga á svæðinu. Jafnframt er þeim heimilt að fela skipulag og framkvæmd þjónustunnar sérstökum lögaðila sem þau eiga aðild að, svo sem byggðasamlagi.
Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá íbúafjölda skv. 2. mgr. á grundvelli landfræðilegra aðstæðna, enda hafi viðkomandi sveitarfélag eða sveitarfélög sýnt fram á getu til að veita þjónustu í samræmi við ákvæði laga þessara.
Náist ekki samkomulag milli sveitarfélaga um að mynda þjónustusvæði skv. 2. mgr. getur ráðherra, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, tekið ákvarðanir um stærð eða mörk þjónustusvæða og eru þær ákvarðanir bindandi fyrir hlutaðeigandi sveitarfélög.] 1)
    1)L. 152/2010, 4. gr.
[4. gr. a. Meðferð persónuupplýsinga, sem unnið er með við framkvæmd laga þessara, skal samrýmast lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þess skal gætt að aðgangur að upplýsingunum sé ekki umfram það sem nauðsyn krefur, sem og að öryggi þeirra sé tryggt.] 1)
    1)L. 152/2010, 5. gr.
5. gr. [Fatlaður einstaklingur á rétt á þjónustu þar sem hann kýs að búa. Sveitarfélag þar sem fatlaður einstaklingur á lögheimili tekur ákvarðanir um þjónustu við hann samkvæmt lögum þessum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Sveitarfélag sem hefur samvinnu við önnur sveitarfélög um myndun þjónustusvæðis getur falið öðru sveitarfélagi eða sérstökum lögaðila að taka ákvarðanir um þjónustu við fatlaðan einstakling fyrir sína hönd.
Umsóknir um þjónustu á grundvelli laganna, þar á meðal um þjónustu á stofnunum skv. 1.–3. tölul. 2. mgr. 9. gr. og um húsnæðisúrræði skv. 1. mgr. 10. gr., skulu sendar viðkomandi sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., eða þeim lögaðila sem annast framkvæmd þjónustunnar á hlutaðeigandi þjónustusvæði þegar það á við. Umsókn er gild þegar fatlaður einstaklingur, forsjármaður hans eða lögráðamaður stendur að henni.
Sveitarfélög skulu starfrækja teymi fagfólks sem metur heildstætt þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu og hvernig koma megi til móts við óskir hans. Teymin skulu hafa samráð við einstaklinginn við matið og skal það byggt á viðurkenndum matsaðferðum. [Fötluð börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar um þjónustu þeim til handa miðað við aldur þeirra og þroska.] 1) Þegar óskir [fatlaðs einstaklings] 1) lúta að þjónustu sem rekin er af öðrum en sveitarfélögum þarf að koma til samþykkis rekstraraðila áður en ákvarðanir eru teknar um að hlutaðeigandi þjónusta sé veitt honum. Enn fremur skal hafa samráð við fatlaðan einstakling og væntanlegt sambýlisfólk hans, ef við á, áður en tekin er ákvörðun um þjónustu á grundvelli 10. gr.
Sveitarfélögum er heimilt að fela teymi fagfólks skv. 3. mgr. að annast mat á umönnunarþörf fatlaðra barna vegna umönnunargreiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.] 2)
    1)L. 19/2013, 4. gr. 2)L. 152/2010, 6. gr.
[5. gr. a. Fötluðum einstaklingi er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir um þjónustu sem teknar eru á grundvelli laga þessara til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, sbr. XVII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála fjallar um málsmeðferð, rétt til þjónustu og hvort þjónustan er í samræmi við lög þessi, reglugerðir eða reglur hlutaðeigandi sveitarfélags sem settar eru á grundvelli laganna.
Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að tilkynning barst um ákvörðunina. Kæra telst fram komin innan kærufrests ef bréf sem hefur hana að geyma hefur borist úrskurðarnefndinni eða verið afhent póstþjónustu áður en fresturinn er liðinn.
Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar.
Um málsmeðferð fer skv. XVII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og stjórnsýslulögum.] 1)
    1)L. 152/2010, 7. gr.
6. gr. [Skipulag sérhvers þjónustusvæðis skal koma fram í sérstöku stofnskjali þar sem fram kemur m.a. hvaða sveitarfélag eða sveitarfélög standa að þjónustu við fatlað fólk á svæðinu, hvernig skipulagi á samvinnu sveitarfélaganna skuli háttað, svo sem hvert sveitarfélaganna annast skipulag og framkvæmd þjónustunnar eða hvort sérstökum lögaðila, svo sem byggðasamlagi, hafi verið falið að annast skipulag og framkvæmd þjónustunnar fyrir hönd sveitarfélaganna, gerð og inntak samninga og upplýsingar um þá rekstrar- eða þjónustuaðila sem samið hefur verið við um framkvæmd þjónustu á svæðinu. Einnig skal í stofnskjalinu koma fram hvernig innra eftirliti sveitarfélaga, þar á meðal með framkvæmd samninga skv. 6. gr. b, skuli háttað.
Sveitarfélög sem hafa samvinnu við önnur sveitarfélög um að mynda eitt þjónustusvæði, sbr. 2. mgr. 4. gr., skulu jafnframt gera með sér samstarfssamning um skipulag, framkvæmd og fjármögnun þjónustu við fatlað fólk innan þjónustusvæðisins. Samningurinn öðlast ekki gildi fyrr en hann hefur fengið staðfestingu hlutaðeigandi sveitarstjórna sem standa að þjónustusvæðinu. Í samningnum skal koma fram að sveitarfélögin beri sameiginlega ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun þjónustunnar, þar á meðal gæðum hennar, og skal samningurinn kveða nánar á um form og skipulag þjónustunnar. Jafnframt skal koma fram hvernig stjórnsýslu málefna fatlaðs fólks innan sveitarfélaganna skuli háttað, þar á meðal skal samningurinn fjalla um, þegar það á við, samkomulag sveitarfélaganna um hvert sveitarfélaganna annast skipulag og framkvæmd þjónustunnar eða hvort sérstakur lögaðili annast þjónustuna fyrir hönd þeirra.
Sveitarfélög skulu senda [ráðuneytinu] 1) afrit af stofnskjali og upplýsa ráðuneytið um þær breytingar sem kunna síðar að verða gerðar á stofnskjalinu.] 2)
    1)L. 126/2011, 167. gr. 2)L. 152/2010, 8. gr.
[6. gr. a. Sveitarfélagi eða sveitarfélögum sem standa saman að þjónustusvæði er heimilt að veita starfsleyfi að ákveðnum skilyrðum uppfylltum til handa félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum eða öðrum einkaaðilum sem vilja hefja eða taka við rekstri þjónustustofnunar skv. 9. gr. eða húsnæðisúrræðis skv. 1. mgr. 10. gr. á þjónustusvæði þeirra.
Hafi leyfisveitandi skv. 1. mgr. falið einu sveitarfélagi eða sérstökum lögaðila, svo sem byggðasamlagi, að skipuleggja og veita þjónustu við fatlað fólk er honum heimilt að fela þeim leyfisveitinguna skv. 1. mgr.
Leyfisveitanda er heimilt að afturkalla starfsleyfi sem veitt hefur verið skv. 1. mgr. þegar rekstrar- eða þjónustuaðilinn hefur ekki sinnt kröfum um úrbætur innan tiltekinna tímamarka eða rekstrinum er verulega ábótavant að mati leyfisveitanda. Um afturköllun gilda ákvæði stjórnsýslulaga og meginreglur stjórnsýsluréttarins.
Ráðherra skal setja nánari reglur í reglugerð um skilyrði fyrir starfsleyfi skv. 1. mgr. í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.] 1)
    1)L. 152/2010, 9. gr.
[6. gr. b. Þegar sveitarfélag eða sveitarfélög sem standa saman að þjónustusvæði veita starfsleyfi skv. 6. gr. a skal gerður samningur við þjónustu- eða rekstraraðilann þar sem mælt er ítarlega fyrir um skyldur beggja aðila og hvernig eftirliti skuli háttað. Enn fremur skal tekið fram í samningnum að stjórnsýslulög, sem og meginreglur stjórnsýsluréttar, gildi um þá stjórnsýslu sem þjónustu- eða rekstraraðili tekur að sér að annast á grundvelli samningsins.
Þjónustu- og rekstraraðili sem starfar á grundvelli samnings sem gerður hefur verið skv. 1. mgr. skal árlega skila viðsemjanda sínum ásamt [ráðuneytinu] 1) og Ríkisendurskoðun ársreikningi undirrituðum af löggiltum endurskoðanda ásamt skýrslu um starfsemi liðins árs.] 2)
    1)L. 126/2011, 167. gr. 2)L. 152/2010, 9. gr.

III. kafli. Almenn þjónusta.
7. gr. [Fatlað fólk skal eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Ávallt skal leitast við að veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum á sviði menntunar og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Reynist þjónustuþörf fatlaðs einstaklings meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal hann fá þjónustu samkvæmt lögum þessum.] 1)
    1)L. 152/2010, 10. gr.

IV. kafli. Stoðþjónusta.
8. gr. [Veita skal fötluðu fólki þjónustu sem miðar að því að gera því kleift að lifa og starfa í eðlilegu samfélagi við aðra.] 1) Stoðþjónustu þessa skal veita á hverju svæði með þeim hætti sem best hentar á hverjum stað. Skal hún miðast við eftirtaldar þarfir [fatlaðs fólks]: 1)
    1. [Þarfir fyrir þjónustu á heimilum sínum sem felst í því að treysta möguleika þess til sjálfstæðs heimilishalds.] 1) Um þjónustu þessa fer m.a. samkvæmt ákvæðum X. kafla.
    2. [Þarfir til hæfingar, endurhæfingar og atvinnu sem m.a. felast í því að það geti séð sér farborða og tekið virkan þátt í samfélaginu.] 1) Um þjónustu þessa fer m.a. samkvæmt ákvæðum XI. og XII. kafla.
    3. Þarfir … 1) fyrir sálfræðiþjónustu, ráðgjöf, félagslegan stuðning og félagslegt samneyti, þar með talið að njóta tómstunda og menningarlífs. Um þjónustu þessa fer m.a. samkvæmt ákvæðum 10. tölul. 12. gr., 24. gr. og XIV. kafla.
    4. Þarfir fatlaðra barna fyrir umönnun og þjálfun ásamt nauðsynlegri aðstoð við fjölskyldur þeirra svo að þær geti búið börnunum örugg og þroskavænleg uppeldisskilyrði. Þjónusta þessi er m.a. skv. VIII. og IX. kafla.
    1)L. 152/2010, 11. gr.

V. kafli. Þjónustustofnanir.
9. gr. [Starfrækja skal þjónustustofnanir fyrir fatlað fólk í því skyni að koma til móts við sértækar þarfir þess svo að það geti lifað sjálfstæðu lífi.] 1)
Þjónustustofnanir þessar skulu starfræktar á hverju svæði eftir því sem þörf er á:
    1. Hæfingar- og endurhæfingarstöðvar.
    2. Dagvistarstofnanir [fyrir fatlað fólk]. 1)
    3. Verndaðir vinnustaðir.
    4.1)
    5. Skammtímavistun.
[Sveitarfélagi eða sveitarfélögum sem starfa saman á þjónustusvæði er heimilt að bæta við þjónustustofnunum, sameina þær eða fella niður starfsemi þeirra.
Félagasamtök, sjálfseignarstofnun eða annar einkaaðili sem vill hefja eða taka við rekstri þjónustustofnunar skal afla leyfis skv. 6. gr. a frá hlutaðeigandi sveitarfélagi eða sveitarfélögum sem standa saman að því þjónustusvæði þar sem stofnunin er staðsett.] 1)
    1)L. 152/2010, 12. gr.

VI. kafli. Búseta.
10. gr. [Fatlað fólk skal eiga kost á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og húsnæðisúrræðum í samræmi við þarfir þess og óskir eftir því sem kostur er.
Sveitarfélag eða sveitarfélög sem standa saman að þjónustusvæði skulu tryggja að framboð á húsnæðisúrræðum skv. 1. mgr. sé til staðar jafnframt því að veita þjónustu skv. 1. mgr.
Félagasamtök, sjálfseignarstofnun eða annar einkaaðili sem vill starfrækja húsnæðisúrræði eða þjónustu skv. 1. mgr. skal afla leyfis skv. 6. gr. a frá hlutaðeigandi sveitarfélagi eða sveitarfélögum er standa saman að því þjónustusvæði þar sem húsnæðisúrræðið er staðsett.
Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum þessum skulu vera í íbúðarbyggð, sbr. skipulagslög. Jafnframt skulu húsnæðisúrræðin staðsett nærri almennri og opinberri þjónustu sé þess nokkur kostur.
Sveitarfélag gerir húsaleigusamning við fatlaðan einstakling sem býr í húsnæðisúrræði í samræmi við ákvæði húsaleigulaga og innheimtir húsaleigu á grundvelli þess samnings.
Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur í reglugerð 1) um húsnæðisúrræði samkvæmt ákvæði þessu í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, þar á meðal hvernig ákveða skuli fjárhæð húsaleigu í húsnæðisúrræðum og breytingar á þeirri fjárhæð, um rekstur heimilissjóða og greiðslur til þeirra og nánar um skipulag húsnæðisúrræða.] 2)
    1)Rg. 1054/2010. 2)L. 152/2010, 13. gr.
11. gr.1)
    1)L. 152/2010, 14. gr.

VII. kafli. 1)
    1)L. 152/2010, 15. gr.

VIII. kafli. 1)
    1)L. 152/2010, 15. gr.

IX. kafli. [Málefni fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.]1)
    1)L. 152/2010, 20. gr.
17. gr. Komi í ljós einkenni eftir fæðingu er benda til þess að barn geti verið fatlað ber að hlutast til um að fram fari frumgreining. Leiði frumgreining í ljós að þörf sé frekari greiningar eða meðferðarúrræða skal tilkynna það Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins eða öðrum viðeigandi aðilum sem leita heppilegra úrræða í samráði við foreldra.
18. gr. Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu, skólakerfi og félagsþjónustu skulu sérstaklega gefa gaum andlegu og líkamlegu atgervi barna. Verði þeir þess áskynja að barn hafi einkenni um fötlun skal upplýsa forráðamenn um það. Fer um slíkt skv. 17. gr.
19. gr. Fötluð börn skulu eiga rétt til leikskóladvalar á vegum sveitarfélaga og skal veita hana á almennum leikskólum með nauðsynlegri stuðningsþjónustu, [sbr. lög um leikskóla]. 1)
    1)L. 152/2010, 16. gr.
20. gr.1)
    1)L. 152/2010, 17. gr.
21. gr. Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á þjónustu stuðningsfjölskyldna eftir því sem þörf krefur. Dvöl fatlaðs einstaklings hjá stuðningsfjölskyldu skal bundin í samningi og miðast við ákveðið tímabil. [Ráðherra er heimilt að gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um framkvæmd þjónustunnar á grundvelli ákvæðis þessa. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra.] 1)
    1)L. 152/2010, 18. gr.
22. gr. Foreldrar skulu eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín þegar þörf krefur. Skammtímavistun er ætlað að veita [fötluðum einstaklingum] 1) tímabundna dvöl til hvíldar eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna, svo sem vegna veikinda eða annars álags.
    1)L. 152/2010, 19. gr.
23. gr. Stuðla skal að því að fötluð börn eigi kost á sumardvöl þegar þörf er á. Sumardvöl er ætlað að gefa [fötluðum einstaklingum] 1) kost á að skipta um umhverfi og dveljast utan heimilis síns sér til ánægju og tilbreytingar.
    1)L. 152/2010, 19. gr.

X. kafli. Liðveisla.
24. gr. Sveitarfélög skulu eftir föngum gefa [fötluðu fólki] 1) kost á liðveislu. Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.
    1)L. 152/2010, 21. gr.
25. gr. Í sérstökum tilvikum skal veita fötluðum einstaklingum frekari liðveislu sem felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. … 1)
    1)L. 152/2010, 22. gr.

XI. kafli. Félagsleg hæfing og endurhæfing.
26. gr. [Fatlað fólk skal njóta félagslegrar hæfingar og endurhæfingar í þeim tilgangi að draga úr áhrifum fötlunar og auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Starfrækja skal sérstakar hæfingar- og endurhæfingarstöðvar, svo og dagvistarstofnanir fyrir fatlað fólk sem geta veitt þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og/eða starfsþjálfun.] 1) Iðju- og starfsþjálfun skal jafnframt veita á vernduðum vinnustöðum, sbr. 30. gr.
Um læknisfræðilega endurhæfingu fer samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
    1)L. 152/2010, 23. gr.
27. gr. Heimilt er að veita [fötluðu fólki] 1) aðstoð vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar sem hér segir:
    1. Styrk til verkfæra- og tækjakaupa eða aðra fyrirgreiðslu vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni.
    2. Styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga.
[Ráðherra er heimilt að gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um framkvæmd þjónustunnar á grundvelli ákvæðis þessa. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja sér nánari reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra, svo sem skilyrði sem uppfylla þarf til að njóta aðstoðarinnar og viðmiðunarreglur um fjárhæð styrkja.] 1)
    1)L. 152/2010, 24. gr.

XII. kafli. Atvinnumál.1)
    1)Rg. 376/1996.
28. gr. [Vinnumálastofnun annast framkvæmd vinnumarkaðsaðgerða fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum um vinnumarkaðsaðgerðir og greiðist kostnaður vegna vinnumarkaðsaðgerða úr ríkissjóði.] 1)
    1)L. 152/2010, 25. gr.
29. gr. Veita skal [fötluðu fólki] 1) aðstoð til að sinna störfum á almennum vinnumarkaði þegar þess gerist þörf. Skal það gert með sérstakri liðveislu á vinnustað, svo og fræðslu og leiðbeiningum til annars starfsfólks.
Veita skal [fötluðu fólki] 1) starfsþjálfun í almennum fyrirtækjum eða stofnunum þar sem því verður við komið. Í þeim tilvikum skal gera sérstakan samning þar sem m.a. er kveðið á um þjálfunartímabil og greiðslu kostnaðar.
[Kostnaður vegna sérstakrar liðveislu á vinnustað greiðist úr ríkissjóði.] 1)
    1)L. 152/2010, 26. gr.
30. gr. [Á hverju starfssvæði skal fötluðu fólki standa til boða vernduð vinna á almennum vinnumarkaði. Vernduð vinna getur falist í störfum sem skipulögð eru með tilliti til fötlunar. Heimilt skal jafnframt að starfrækja verndaða vinnustaði fyrir fatlað fólk. Verndaðir vinnustaðir skulu annars vegar veita fötluðu fólki launaða starfsþjálfun svo að það geti starfað á frjálsum vinnumarkaði. Hins vegar skulu þeir veita fötluðu fólki launuð föst störf.
Kostnaður vegna verndaðrar vinnu skv. 1. mgr. greiðist úr ríkissjóði.] 1)
    1)L. 152/2010, 27. gr.
31. gr. [Vinnumálastofnun] 1) beitir sér fyrir, í samráði við [heildarsamtök fatlaðs fólks] 1) og aðila vinnumarkaðarins, að reglulega sé gerð könnun á [stöðu fatlaðs fólks] 1) á vinnumarkaðinum og í framhaldi af því verði gerðar tillögur um úrbætur.
    1)L. 152/2010, 28. gr.
32. gr. [Fatlað fólk skal eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þess til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja.] 1)
    1)L. 152/2010, 29. gr.

XIII. kafli. 1)
    1)L. 152/2010, 30. gr.

XIV. kafli. Ferlimál og ferðaþjónusta.
34. gr. [Sveitarfélög skulu sinna ferlimálum fatlaðs fólks með skipulögðum hætti, m.a. með gerð áætlana um endurbætur á aðgengi opinberra bygginga og þjónustustofnana í samræmi við ákvæði mannvirkjalaga og skipulagslaga sem og reglugerða settra á grundvelli þeirra.] 1)
    1)L. 152/2010, 31. gr.
35. gr. [Sveitarfélög skulu gefa fötluðu fólki kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.
Jafnframt skal fatlað fólk eiga rétt á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir skv. 1.–3. tölul. 2. mgr. 9. gr. og vegna annarrar sértækrar þjónustu sem því er veitt sérstaklega.
Ráðherra er heimilt að gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um rekstur ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á grundvelli ákvæðis þessa. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra. Þá er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórnir skulu setja og skal gjaldið þá taka mið af gjaldi fyrir almenningssamgöngur á viðkomandi svæði.] 1)
    1)L. 152/2010, 32. gr.

XV. kafli. [Réttindagæsla.]1)
    1)L. 152/2010, 35. gr.
36. gr. [Starfsmenn, sem sinna þjónustu við fatlað fólk og starfa á stofnunum fyrir fatlað fólk, skulu standa vörð um hagsmuni þess og gæta þess að réttindi þess séu virt.] 1)
    1)L. 152/2010, 33. gr.
37. gr.1)
    1)L. 88/2011, 12. gr.

XVI. kafli. 1)
    1)L. 152/2010, 36. gr.

XVII. kafli. Fjármögnun og rekstur.
   … 1)
    1)L. 152/2010, 37. gr.
41. gr. [Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum. Jafnframt skulu sveitarfélög standa að uppbyggingu á þjónustustofnunum fyrir fatlað fólk með framlögum til stofnkostnaðar eftir því sem nauðsyn krefur.
Sveitarfélög skulu árlega gera fjárhagsáætlanir um útgjöld til málefna fatlaðs fólks í samræmi við þá þjónustu sem þeim ber að veita á grundvelli þessara laga.
[Ráðuneytinu] 1) er heimilt að óska eftir því að sveitarfélög sendi ráðuneytinu fjárhagsáætlanir sínar skv. 2. mgr.] 2)
    1)L. 126/2011, 167. gr. 2)L. 152/2010, 37. gr.
42. gr. [Tekjur, sem falla til vegna atvinnustarfsemi þjónustu- eða rekstraraðila sem nýtur framlaga frá sveitarfélögum eða úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, vegna framkvæmdar á þjónustu á grundvelli laga þessara skulu renna til greiðslu rekstrarkostnaðar starfseminnar. Opinber fjárframlög skulu taka mið af þessum tekjum og er umræddum aðilum skylt að veita allar þær bókhaldsupplýsingar sem þörf er á til þess að staðreyna megi tekjur og rekstrarkostnað.] 1)
    1)L. 152/2010, 38. gr.
43. gr. [Óheimilt er að ráða í störf hjá sveitarfélögum, þ.m.t. byggðasamlögum, ríki eða einkaaðilum sem unnin eru í þágu þjónustu við fatlað fólk, hvort sem þjónustan er veitt á heimili fatlaðs einstaklings, á öðrum heimilum eða stofnunum, þá sem hafa hlotið refsidóma vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Hafi umsækjandi verið dæmdur til refsingar fyrir brot á öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga skal meta áhrif þess á hæfni viðkomandi til að gegna því starfi sem um ræðir, m.a. að teknu tilliti til eðlis starfsins og alvarleika brotsins.
Stjórnendur hjá sveitarfélögum, ríki eða einkaaðilum sem fara með þjónustu við fatlað fólk eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn umsækjandi um starf á þeirra vegum hefur hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga eða annarra ákvæða sömu laga að fengnu samþykki hans.] 1)
    1)L. 152/2010, 39. gr.
44.–53. gr.1)
    1)L. 152/2010, 40. gr.

XVIII. kafli. Ýmis ákvæði.
54. gr. Sérhverjum, er starfar samkvæmt lögum þessum, ber að gæta fyllstu þagmælsku um það sem hann kemst að í starfi sínu.
55. gr. [Ráðherra er heimilt að gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um framkvæmd þjónustu á grundvelli laga þessara. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli laga þessara og leiðbeinandi reglna ráðherra. Reglur sveitarstjórna skulu birtar í B-deild Stjórnartíðinda.] 1)
    1)L. 152/2010, 41. gr.

XIX. kafli. Gildistaka.
56. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. september 1992. Þó skal síðari málsgrein 35. gr. og fyrri málsgrein 51. gr. öðlast gildi 1. janúar 1993.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
II. Lög þessi skal endurskoða innan fjögurra ára frá gildistöku þeirra með hliðsjón af endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtök fatlaðra. Endurskoðun laganna skal m.a. miða að því að auka ábyrgð sveitarfélaga í málefnum fatlaðra.
[III. Félagsmálaráðherra skal eftir gildistöku þessara laga gera ráðstafanir til að undirbúa yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga og skipa verkefnisstjórn/stjórnir í því skyni. Við undirbúninginn skal huga að réttindagæslu fatlaðra.
[Áður en yfirfærsla málaflokksins kemur til framkvæmda hafi Alþingi m.a. samþykkt:
    a.lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka til þeirrar þjónustu sem veitt er samkvæmt gildandi lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, þó ekki starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins,
    b. breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga,
    c. sérstök lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.] 1)] 2)
    1)L. 156/1998, 3. gr. 2)L. 161/1996, brbákv.
[IV. [Sérstöku samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks skal komið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Markmið verkefnisins er að þróa leiðir til að taka upp notendastýrða persónulega aðstoð við fatlað fólk með markvissum og árangursríkum hætti. Miða skal við að þjónustan verði skipulögð á forsendum notandans og undir verkstjórn hans um leið og hún verði sem heildstæðust milli ólíkra þjónustukerfa.
Ráðherra skal skipa sjö manna verkefnisstjórn til að leiða samstarfsverkefnið um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið skulu tilnefna sinn fulltrúann hvor og Samband íslenskra sveitarfélaga þrjá. Ráðherra skipar tvo fulltrúa án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn í verkefnisstjórn skulu vera jafnmargir aðalmönnum og skipaðir með sama hætti.
Hlutverk verkefnisstjórnar er að móta ramma um fyrirkomulag notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar við fatlað fólk. Í því skyni munu sveitarfélög í samráði við verkefnisstjórnina leitast við að bjóða fötluðu fólki notendastýrða persónulega þjónustu til reynslu í tiltekinn tíma. Við mat á því hverjum eða hvaða hópi fatlaðs fólks skuli boðin slík þjónusta skal gæta jafnræðis.
Sveitarfélögum er heimilt að verðmeta einstaka þjónustuþætti í gjaldskrá. Sveitarfélög skulu síðan gera notendasamninga um notendastýrða persónulega aðstoð við hvern notanda eða aðila sem kemur fram fyrir hönd hans þar sem fram kemur hvaða þjónustu hlutaðeigandi þarf á að halda í daglegu lífi og verðmat þjónustunnar. Sveitarfélögum er heimilt að ráðstafa þeim fjármunum sem svara til kostnaðar vegna þjónustu hvers notanda sem veitt er á grundvelli notendasamnings um notendastýrða persónulega þjónustu til notandans með þeim hætti sem ákveðið er í notendasamningnum.
Faglegt og fjárhagslegt mat á samstarfsverkefninu skal fara fram fyrir árslok 2014 en þá skal verkefninu formlega vera lokið. Enn fremur skal ráðherra eigi síðar en í árslok 2014 leggja fram frumvarp til laga þar sem lagt verður til að lögfest verði að persónuleg notendastýrð aðstoð verði eitt meginform þjónustu við fatlað fólk og skal efni frumvarpsins m.a. taka mið af reynslu af framkvæmd samstarfsverkefnisins.] 1)] 2)
    1)L. 152/2010, 42. gr. 2)L. 52/1999, 1. gr.
[V. Þrátt fyrir 3. mgr. 29. gr. og 2. mgr. 30. gr. skal kostnaður sem til fellur vegna sérstakrar liðveislu á vinnustað og verndaðrar vinnu [á árinu 2013] 1) skiptast milli ríkis og sveitarfélaga í samræmi við samkomulag þeirra á milli eins og fram kemur í 1. gr. samnings þeirra um yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.] 2)
    1)L. 134/2012, 2. gr. 2)L. 152/2010, 43. gr.
[VI. [Ráðherra] 1) skal skipa átta manna samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks. [Ráðherra er fer með fjárreiður ríkisins, ráðherra er fer með mannréttindamál], 1) Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands skulu tilnefna einn fulltrúa hver og Samband íslenskra sveitarfélaga skal tilnefna þrjá fulltrúa. Ráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður samráðsnefndarinnar. Skipun samráðsnefndarinnar skal gilda til 31. desember 2014.
Samráðsnefndin skal vera [ráðherra] 1) og sveitarfélögum til ráðgjafar um málefni fatlaðs fólks, hafa umsjón með framkvæmd á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk, gera tillögur um breytingar á tilhögun yfirfærslunnar eftir því sem ástæða er til, stýra endurmati yfirfærslunnar og fjalla um vafamál og álitaefni sem upp kunna að koma. Ráðherra er heimilt að fela nefndinni frekari verkefni í tengslum við yfirfærslu þjónustunnar.
Sérdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skal greiða kostnað vegna starfa samráðsnefndarinnar.] 2)
    1)L. 126/2011, 167. gr. 2)L. 152/2010, 43. gr.
[VII. Framkvæmdasjóður fatlaðra skal lagður niður 1. janúar 2011 en frá þeim tíma tekur fasteignasjóður innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sbr. lög nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum, við réttindum og skyldum sjóðsins í tengslum við fasteignir sem nýttar eru í þágu þjónustu við fatlað fólk við yfirfærsluna. Enn fremur er stjórnarnefnd um málefni fatlaðra lögð niður frá sama tíma.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[VIII. Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra er hafa starfað á grundvelli 12. gr. laga nr. 59/1992 skulu lagðar niður 1. janúar 2011. Öll störf í yfirstjórn, umsýslu og ráðgjöf svæðisskrifstofanna eru lögð niður frá sama tíma. Um réttindi starfsmanna svæðisskrifstofanna gilda lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[IX. Frá 1. janúar 2011 flytjast öll störf á þjónustustofnunum eða í tengslum við búsetuúrræði sem ríkið rekur á grundvelli 9. og 10. gr. laga nr. 59/1992 frá ríki til hlutaðeigandi sveitarfélaga sem taka við rekstri stofnana eða búsetuúrræða við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga. Um réttindi og skyldur starfsmanna til starfa hjá hlutaðeigandi sveitarfélögum fer eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum, samþykktum sveitarfélaga og laga nr. 72/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, eins og á við hverju sinni.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[X. Svæðisráð skv. 6. gr. laga nr. 59/1992 skulu lögð niður 1. janúar 2011.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[XI. Ráðherra skal leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk eigi síðar en 1. mars 2011 þar sem m.a. eru lögð til ákvæði um réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk, persónulega talsmenn og nauðsynlegar aðgerðir til að draga úr nauðung við fatlað fólk.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[XII. Lög þessi skal endurskoða í heild sinni fyrir árslok 2014, m.a. með hliðsjón af endurskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtök fatlaðs fólks. Við þá endurskoðun skal taka mið af meginreglum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi það ekki þegar verið gert.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[XIII. Ráðherra skal eigi síðar en 1. október 2011 leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þar skal setja fram stefnu í málefnum fatlaðs fólk, skýra forgangsröðun verkefna, markvissa aðgerðaáætlun og skilgreinda árangursmælikvarða. Tímasettar verði m.a. aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mats á þjónustu.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.
[XIV. Persónuupplýsingar, sem svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra hafa unnið vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga, skal flytja til þeirra aðila sem taka við þjónustunni samkvæmt lögum þessum. Upplýsingum, sem ekki eru lengur nauðsynlegar vegna þjónustu við fatlaða einstaklinga, skal hins vegar skilað til Þjóðskjalasafns í samræmi við lög um safnið. Við flutning persónuupplýsinga skal öryggis gætt og girt fyrir aðgang óviðkomandi að þeim eða að þær glatist eða breytist.] 1)
    1)L. 152/2010, 43. gr.