Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 15. september 2015. Útgáfa 144b. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna
1965 nr. 64 21. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 12. júní 1965. Breytt með l. 107/1974 (tóku gildi 13. jan. 1975), l. 41/1978 (tóku gildi 6. júní 1978), l. 72/1984 (tóku gildi 1. júlí 1984), l. 48/1987 (tóku gildi 14. apríl 1987), l. 97/1987 (tóku gildi 1. jan. 1988, sjá þó ákvæði til bráðabirgða), l. 71/1989 (tóku gildi 14. júní 1989), l. 132/1990 (tóku gildi 14. jan. 1991), l. 61/1994 (tóku gildi 1. júlí 1994), l. 73/1996 (tóku gildi 19. júní 1996), l. 83/1997 (tóku gildi 6. júní 1997), l. 112/1999 (tóku gildi 1. jan. 2000), l. 37/2001 (tóku gildi 23. maí 2001), l. 79/2004 (tóku gildi 1. jan. 2005), l. 68/2006 (tóku gildi 30. júní 2006), l. 75/2007 (tóku gildi 1. ágúst 2007), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 157/2012 (tóku gildi 3. jan. 2013) og l. 56/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
I. kafli. …1)
1)L. 48/1987, 23. gr.
II. kafli. Rannsóknastofnanir.
9. gr. Á vegum ríkisins skulu starfræktar eftirtaldar rannsóknastofnanir, eftir því sem nánar er kveðið á í lögum þessum: [Hafrannsóknastofnun]. 1) … 2) … 3) Rannsóknastofnun iðnaðarins. … 4)
… 5)
1)L. 157/2012, 2. gr. 2)L. 68/2006, 10. gr. 3)L. 79/2004, 1. gr. 4)L. 75/2007, 17. gr. 5)L. 56/2013, 8. gr.
III. kafli. [Hafrannsóknastofnun.]1)
1)L. 157/2012, 2. gr.
10. gr. [[Hafrannsóknastofnun] 1) er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir [það ráðuneyti sem fer með sjávarútvegsmál]. 1)] 2)
1)L. 157/2012, 2. gr. 2)L. 72/1984, 1. gr.
11. gr. … 1)
1)L. 157/2012, 2. gr.
12. gr. … 1)
1)L. 157/2012, 2. gr.
13. gr. [[Ráðherra] 1) skipar forstjóra … 2) [til fimm ára í senn]. 3) Hann [ræður] 3) einnig tvo aðstoðarforstjóra að fengnum tillögum … 2) forstjóra stofnunarinnar. [Forstjóri og aðstoðarforstjórar skulu hafa lokið háskólaprófi. Annar aðstoðarforstjórinn skal vera sérfróður á sviði stjórnunar og rekstrar.] 3)
[Forstjóri ræður annað starfslið stofnunarinnar.] 3)] 4)
1)L. 126/2011, 42. gr. 2)L. 157/2012, 2. gr. 3)L. 83/1997, 142. gr. 4)L. 72/1984, 1. gr.
14. gr. [Forstjóri hefur á hendi daglega stjórn stofnunarinnar og umsjón með rekstri hennar. Hann ákveður starfssvið sérfræðinga og annars starfsliðs.
Annar aðstoðarforstjórinn, sbr. 13. gr., skal vera forstjóra til aðstoðar um vísindaleg málefni stofnunarinnar og hinn um fjármálalegan rekstur stofnunarinnar, þ. á m. skiparekstur og starfsmannahald. Aðstoðarforstjórar eru fulltrúar forstjóra og aðstoða hann við daglegan rekstur stofnunarinnar.] 1)
1)L. 72/1984, 1. gr.
15. gr. [[Við Hafrannsóknastofnun starfar ráðgjafarnefnd. Sá ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál skipar nefndina til fjögurra ára í senn, tvo fulltrúa án tilnefningar, og skal annar þeirra vera formaður hennar, tvo samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með málefni sjálfbærrar þróunar, einn fulltrúa samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna, einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og einn samkvæmt tilnefningu starfsmanna Hafrannsóknastofnunar. Að minnsta kosti annar fulltrúi hvors ráðherra í nefndinni skal hafa sérþekkingu á fagsviði Hafrannsóknastofnunar.] 1)
Ráðgjafarnefndin [fjallar um langtímarannsóknastefnu fyrir Hafrannsóknastofnun] 1) og er m.a. tengiliður milli hennar og sjávarútvegsins. Nefndin er forstjóra … 1) til ráðuneytis. Hún skal fjalla um starfsáætlanir stofnunarinnar … 1)
[Ráðherra] 2) setur ráðgjafarnefndinni erindisbréf. 3)] 4)
1)L. 157/2012, 2. gr. 2)L. 126/2011, 42. gr. 3)Erbr. 86/1985. 4)L. 72/1984, 1. gr.
16. gr. … 1)
1)L. 157/2012, 2. gr.
17. gr. [Markmið [Hafrannsóknastofnunar] 1) skulu meðal annars vera:
1. Að afla alhliða þekkingar um hafið og lífríki þess, einkum til að meta hvernig hagkvæmt og skynsamlegt sé að nýta auðlindir þess.
2. Að afla þekkingar um eðlis- og efnafræðilega eiginleika sjávar umhverfis Ísland, einkum með tilliti til áhrifa á lífríkið.
3. Að afla þekkingar um lögun, gerð og jarðfræðilega eiginleika landgrunnsins, einkum með tilliti til fiskveiða.
4. Að rannsaka lífsskilyrði og lifnaðarhætti sjávargróðurs, dýrasvifs og botndýra, einkum vistfræðileg tengsl hinna ýmsu samfélaga og samhengi þeirra við nytjastofna.
5. Að treysta undirstöður vísindalegrar ráðgjafar um nýtingu hefðbundinna nytjastofna er stefni að hámarksafrakstri Íslandsmiða.
6. Að gera tilraunir með og þróa veiðarfæri og veiðibúnað í þeim tilgangi að bæta hagkvæmni sóknar og koma í veg fyrir skaðleg áhrif veiða á lífríki sjávar.
7. Að stunda rannsóknir á eldi sjávarlífvera.
8. Að stunda rannsóknir sem miða að aukinni fjölbreytni í öflun sjávarfangs.
9. Að veita stjórnvöldum, sjávarútvegi og öðrum aðilum ráðgjöf og þjónustu varðandi nýtingu á auðlindum Íslandsmiða.
10. Að koma á framfæri upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og almennings um niðurstöður rannsóknarstarfseminnar.] 2)
1)L. 157/2012, 2. gr. 2)L. 72/1984, 1. gr.
18. gr. [Til að ná markmiðum, sem um getur í 17. gr., skal [forstjóri] 1) gera tillögur um skipulag [Hafrannsóknastofnunar] 1) sem skal staðfest af ráðherra. Leitast skal við að skipulag stofnunarinnar sé sveigjanlegt og stuðli að sem bestri nýtingu á mannafla, tækjum og fjármagni stofnunarinnar á hverjum tíma.] 2)
[[Hafrannsóknastofnun] 1) er heimilt, að fengnu samþykki … 1) [ráðherra], 3) að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum, sem eru hlutafélög eða önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, er þrói hugmyndir og hagnýti niðurstöður rannsóknar- og þróunarverkefna sem stofnunin vinnur að hverju sinni.] 4)
1)L. 157/2012, 2. gr. 2)L. 72/1984, 1. gr. 3)L. 126/2011, 42. gr. 4)L. 132/1990, 1. gr.
[18. gr. a. Starfa skal sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta um mótun langtímanýtingarstefnu fyrir fiskstofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins. Sá ráðherra sem fer með málefni sjálfbærrar þróunar skipar nefndina. Tveir fulltrúar skulu skipaðir án tilnefningar og tveir fulltrúar samkvæmt tilnefningu þess ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál. Skiptast fulltrúar ráðuneytanna á um formennsku í eitt ár í senn.
Samstarfsnefndin skal leita faglegs stuðnings Hafrannsóknastofnunar og gangast fyrir skipulegu samráði við fulltrúa atvinnugreinarinnar við mótun langtímanýtingarstefnu og vera þeim ráðherra sem fer með sjávarútvegsmál til ráðgjafar.
Hafrannsóknastofnun skal móta rannsóknastefnu og veita ráðgjöf um nýtingu á grundvelli opinberrar nýtingarstefnu þegar hún liggur fyrir.] 1)
1)L. 157/2012, 2. gr.
IV. kafli. …1)
1)L. 68/2006, 10. gr.
V. kafli. …1)
1)L. 56/2013, 8. gr.
VI. kafli. …1)
1)L. 41/1978, 15. gr.
VII. kafli. …1)
1)L. 75/2007, 16. gr.
VIII. kafli. Almenn ákvæði.
[55. gr.]1) Forstjórar rannsóknastofnana, sérfræðingar og annað starfsfólk tekur laun samkvæmt gildandi kjarasamningum ríkisstarfsmanna á hverjum tíma.
[Ráðherra ákveður deildaskiptingu í rannsóknastofnunum. Forstjóri ræður deildarstjóra viðkomandi stofnunar. Deildarstjórar og sérfræðingar skulu hafa lokið meistaraprófi eða öðrum hliðstæðum háskólaprófum í fræðigrein sinni. Þó skal forstjóra heimilt að víkja frá þessu ákvæði hafi umsækjandi á annan hátt sannað vísindalega hæfni sína.] 2)
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)L. 83/1997, 68. gr.
[56. gr.]1) Tekjur hinna ýmsu rannsóknastofnana eru:
1. Fé, sem veitt er til stofnunar á fjárlögum.
2. Fé, sem veitt er sérstaklega til tiltekinna verkefna, sem stofnuninni eru falin af hinu opinbera.
3. Greiðslur fyrir verk, sem unnin eru fyrir einstaklinga, félög eða stofnanir.
4. Framlög einstaklinga, félaga eða stofnana.
5. Gjöld, sem fást með álagningu á framleiðsluvörur eða á annan hátt, eins og ákveðið kann að vera í lögum.
Framlag ríkisins, skv. 1. lið, skal aldrei vera minna en helmingur þeirrar upphæðar, sem fæst skv. 5. lið.
Verkefni, sem rannsóknastofnun vinnur að beiðni einkaaðila eða samtaka þeirra eða þeim til hagsbóta, skulu verðlögð í gjaldskrá, sem ráðherra setur að fengnum tillögum hlutaðeigandi rannsóknastofnana, eða samkvæmt sérstökum samningi.
1)L. 107/1974, 1. gr.
[57. gr.]1) Eignum Atvinnudeildar Háskólans skal ráðstafa þannig:
Eignir fiskideildar skulu falla til [Hafrannsóknastofnunar]. 2)
… 3)
Eignum iðnaðardeildar skal skipta á milli Rannsóknastofnunar iðnaðarins og Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins samkvæmt ákvörðun [þess ráðuneytis er fer með málefni iðnaðar]. 4)
Húseign Atvinnudeildar á lóð Háskólans ráðstafar ríkisstjórnin í þágu íslenskrar vísindastarfsemi.
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)L. 157/2012, 2. gr. 3)L. 79/2004, 3. gr. 4)L. 126/2011, 42. gr.
[58. gr.]1) … 2)
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)L. 61/1994, 26. gr.
[59. gr.]1) Ríkið kemur upp hentugum byggingum og athafnasvæðum í rannsóknahverfi til handa þeim rannsóknastofnunum, sem um getur í lögum þessum, að svo miklu leyti, sem stofnunum er ekki séð fyrir þeirri aðstöðu annars staðar, svo og rannsóknatækjum og öðrum hjálpargögnum, sem sameiginleg not geta orðið af fyrir margar rannsóknastofnanir.
… 2)
Um tilhögun bygginga og athafnasvæða skal, svo sem við verður komið, farið eftir tillögum þeirra rannsóknastofnana, sem ætlað er að nota þau.
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)L. 61/1994, 26. gr.
[60. gr.]1) Hver rannsóknastofnun hefur aðskilinn fjárhag og bókhald. Þó skal kappkosta, eins og við verður komið, að rannsóknastofnanir noti sameiginlega starfskrafta við skrifstofustörf og önnur þjónustustörf.
1)L. 107/1974, 1. gr.
[61. gr.]1) … 2)
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)L. 61/1994, 26. gr.
[62. gr.]1) Þær stofnanir, sem um getur í lögum þessum, skulu eiga aðgang að upplýsingum, sem opinberar stofnanir og fyrirtæki geta í té látið og varða starfsemi þeirra.
1)L. 107/1974, 1. gr.
[63. gr.]1) Ekki er heimilt að veita upplýsingar um rannsóknir, sem kostaðar eru af einstaklingi, félagi eða stofnun, nema með samþykki hennar. Ef þagnarskylda er brotin, varðar það ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn og skaðabótaskyldu.
1)L. 107/1974, 1. gr.
[64. gr.]1) Nánari ákvæði um starfsemi stofnana þeirra, er lög þessi taka til, má setja með reglugerðum. 2) Þar á meðal er heimilt að ákveða breytingu á verksviðum einstakra stofnana, enn fremur að heimila sérfræðingum rannsóknastofnananna að kenna við Háskóla Íslands.
1)L. 107/1974, 1. gr. 2)Rg. 125/1966. Rg. 7/1976 (um prófun búvéla). Rg. 138/1985 (um eftirlit og framleiðslu á lagmeti til útflutnings).