Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 20. janúar 2017. Útgáfa 146a. Prenta í tveimur dálkum.
Barnalög1)
2003 nr. 76 27. mars
1)4., 15., 30., 35. og 44. gr. laganna var breytt með l. 117/2016, 65.–68. gr. Breytingarnar taka gildi 1. jan. 2018 skv. 90. gr. s.l.
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. nóvember 2003. Breytt með l. 115/2003 (tóku gildi 30. október 2003), l. 50/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006), l. 65/2006 (tóku gildi 27. júní 2006), l. 69/2006 (tóku gildi 30. júní 2006), l. 54/2008 (tóku gildi 7. júní 2008), l. 65/2010 (tóku gildi 27. júní 2010), l. 77/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010), l. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011), l. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011), l. 61/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013), l. 144/2012 (tóku gildi 1. jan. 2013) og l. 117/2016 (taka gildi 1. jan. 2018, nema 52., 53., 75., 76. og 79.–81. gr. sem tóku gildi 28. okt. 2016).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við dómsmálaráðherra eða innanríkisráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
[I. kafli. Réttindi barns.]1)
1)L. 61/2012, 1. gr.
[1. gr. Réttindi barns.
Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.
Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.
Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.] 1)
1)L. 61/2012, 1. gr.
[I. kafli A.]1) [Foreldrar barns.]2)
1)L. 61/2012, 3. gr. 2)L. 65/2006, 26. gr.
[1. gr. a.]1) Réttur barns til að þekkja foreldra sína.
Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína. Móður er skylt að feðra barn sitt þegar feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við, [sbr. þó 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 6. gr.] 2)
1)L. 61/2012, 2. gr. 2)L. 54/2008, 8. gr.
2. gr. Feðrunarreglur um börn hjóna og foreldra í skráðri sambúð.
Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins.
Nú giftist móðir barns eftir fæðingu þess manni sem hún hefur lýst föður barnsins og telst hann þá faðir þess, enda sé barnið þá ófeðrað.
Ef móðir barns og maður sem hún lýsir föður þess hafa skráð sambúð sína í þjóðskrá við fæðingu þess telst hann faðir barnsins. Sama er ef móðir barns og maður er hún lýsir föður þess skrá sambúð sína í þjóðskrá síðar, enda sé barnið þá ófeðrað.
3. gr. Ákvörðun um faðerni barns er ákvæði 2. gr. taka ekki til [o.fl.]1)
Ef feðrunarreglur 2. gr. eiga ekki við verður barn feðrað með faðernisviðurkenningu manns, sbr. 4. gr., samþykki skv. 6. gr. eða dómsúrlausn, sbr. II. kafla. … 2)
[Um foreldri barns sem getið er við tæknifrjóvgun gilda ákvæði 6. gr.] 2) [Barn einhleyprar konu sem getið er við tæknifrjóvgun verður ekki feðrað.] 3)
1)L. 65/2006, 23. gr. 2)L. 65/2010, 19. gr. 3)L. 54/2008, 8. gr.
4. gr. Faðernisviðurkenning.
Nú gengst karlmaður, sem kona kennir barn sitt, við faðerni þess með skriflegri yfirlýsingu sinni fyrir sýslumanni, fyrir dómara í máli skv. II. kafla eða bréflega, og telst hann þá faðir barnsins. Sé yfirlýsingin gefin bréflega skal undirritun hennar staðfest af héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni eða tveimur vitundarvottum. Þar skal tekið fram að útgefandi yfirlýsingarinnar hafi ritað nafn sitt eða kannast við undirritun sína í viðurvist þess eða þeirra er undirskriftina staðfesta. Vitundarvottar skulu geta kennitölu sinnar eða eftir atvikum fæðingardags og heimilisfangs.
[Ráðuneytið] 1) getur mælt svo fyrir að faðernisviðurkenning sem fengin er erlendis sé jafngild faðernisviðurkenningu sem fengist hefur hér á landi.
Ef lýstur faðir er ósjálfráða skal yfirlýsing hans gefin fyrir sýslumanni eða dómara að viðstöddum lögráðamanni hins ósjálfráða manns.
Nú er sálrænum högum lýsts föður svo háttað að ekki þykir fullvíst að hann geri sér grein fyrir þýðingu faðernisviðurkenningar og skal þá úr máli leyst með dómi.
Nú skýrir móðir frá því að hún hafi haft samfarir við fleiri menn en einn á hugsanlegum getnaðartíma barns og skal þá leyst úr máli með dómi. Þess er þó eigi þörf ef fyrir liggja niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna er benda eindregið til þess að tiltekinn maður, sem móðir hefur lýst sennilegan föður barns, sé faðir þess. Getur þá sá maður gengist við faðerni barnsins.
Ef niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar útilokar að sá maður sé faðir barns sem móðir hefur lýst föður þess skal greiða úr ríkissjóði kostnað vegna rannsóknar sem sýslumaður hefur talið rétt að efna til.
1)L. 126/2011, 371. gr.
5. gr. … 1)
1)L. 65/2010, 20. gr.
6. gr. [Foreldri barns við tæknifrjóvgun.]1)
[Kona sem elur barn sem getið er við tæknifrjóvgun telst móðir þess.
Kona sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun telst foreldri barns sem þannig er getið. Sama á við um konur sem skráð hafa sambúð sína í þjóðskrá.
Maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun telst faðir barns sem þannig er getið. Sama á við um mann og konu sem skráð hafa sambúð sína í þjóðskrá.
Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, sbr. 3. mgr., samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.
Maður sem gefið hefur sæði í öðrum tilgangi en greinir í 4. mgr. telst faðir barns sem getið er með sæði hans nema sæðið hafi verið notað án vitundar hans eða eftir andlát hans.] 2)
1)L. 65/2006, 24. gr. 2)L. 65/2010, 21. gr.
7. gr. [Skráning barns í þjóðskrá.]1)
Barn skal skráð í þjóðskrá þegar eftir fæðingu þess.
Læknir eða ljósmóðir sem tekur á móti barni skal spyrja móður sem ekki er í hjúskap um faðerni þess og skrá yfirlýsingu hennar um það. Skal yfirlýsingin undirrituð af móður og send [Þjóðskrá Íslands]. 1) Sá sem móðir lýsir föður barns verður þó ekki skráður faðir þess í þjóðskrá nema barnið sé feðrað samkvæmt lögum þessum. [Sama gildir um yfirlýsingu móður þegar 2. mgr. 6. gr. laganna á við.] 2) [Ráðherra] 3) getur sett nánari ákvæði um form og framkvæmd skráningar skv. 1. og 2. mgr. í reglugerð.
Hafi barn ekki verið feðrað innan sex mánaða frá fæðingu þess skal [Þjóðskrá Íslands] 1) tilkynna sýslumanni, þar sem móðir á lögheimili, að barn sé enn ófeðrað.
Þegar sýslumanni berst tilkynning skv. 3. mgr. skal hann með bréfi vekja athygli móður á ákvæði [1. gr. a] 4) laganna og skora á hana að gera ráðstafanir til að barnið verði feðrað. Skal henni leiðbeint um skyldur sínar í þessu sambandi og rétt barnsins, svo og um málshöfðunarheimild manns sem telur sig föður barns.
1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 65/2006, 25. gr. 3)L. 126/2011, 371. gr. 4)L. 61/2012, 2. gr.
II. kafli. Dómsmál til feðrunar barns.
8. gr. Lögsaga.
Dómsmál um faðerni barns er unnt að höfða hér á landi ef:
a. aðili er búsettur hér á landi,
b. dánarbú stefnda er eða hefur verið til skipta hér á landi,
c. barn er búsett hér á landi.
Leyst skal úr máli, sem rekið er á grundvelli þessarar greinar, eftir íslenskum lögum.
Ákvæði milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að skulu ganga framar ákvæðum 1. og 2. mgr.
9. gr. Varnarþing.
Faðernismál má höfða á heimilisvarnarþingi aðila.
Nú á hvorugur aðili eða enginn þeirra varnarþing hér á landi og má þá höfða mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.
10. gr. Málsaðild.
Stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns, enda hafi barnið ekki verið feðrað, [eða foreldri ákvarðað skv. 2. mgr. 6. gr.] 1) Nú hefur móðir barns höfðað mál og hún andast áður en því er lokið og getur þá sá sem við forsjá barns tekur haldið málinu áfram. Ef maður sem telur sig föður barns höfðar mál og hann andast áður en máli er lokið getur sá lögerfingja hans sem gengi barninu næst eða jafnhliða að erfðum haldið málinu áfram.
Höfði barnið sjálft mál eða móðir þess skal stefnt þeim manni eða mönnum sem eru taldir hafa haft samfarir við móður á getnaðartíma barns. Nú er maður látinn áður en mál er höfðað og má þá höfða það á hendur þeim lögerfingja hans sem gengi barninu jafnhliða eða næst að erfðum.
Ef maður sem telur sig föður barns höfðar mál skal móður þess stefnt, en sé hún látin, barninu sjálfu.
1)L. 54/2008, 8. gr.
11. gr. Málskostnaður.
Nú er barn stefnandi máls og skal þá greiða þóknun lögmanns stefnanda sem dómari ákveður úr ríkissjóði, svo og annan málskostnað stefnanda, þar með talinn kostnað við öflun mannerfðafræðilegra rannsókna og annarra sérfræðiskýrslna.
12. gr. Málsmeðferð.
Faðernismál sæta almennri meðferð einkamála að því leyti sem ekki er mælt fyrir á annan veg í lögum þessum.
Þinghald í faðernismáli skal háð fyrir luktum dyrum.
13. gr. Málsvari.
Ef ekki er sótt þing af hálfu stefnda við þingfestingu máls eða þingsókn hans fellur á síðari stigum niður getur dómari, þegar sérstaklega stendur á, skipað honum málsvara. Málsvari skal hafa samráð við umbjóðanda sinn ef unnt er. Dómari ákveður við úrlausn málsins þóknun til málsvara sem greiðist úr ríkissjóði, en kveða má svo á að stefnda beri að endurgreiða þóknunina að nokkru leyti eða öllu.
14. gr. Aðilaskýrslur.
Aðilum máls er skylt að verða við kvaðningu dómara um að mæta fyrir dómi og gefa skýrslu. Láti stefnandi það undir höfuð leggjast skal málinu vísað frá dómi. Eins skal farið að ef stefnandi neitar sjálfur að gangast undir rannsókn skv. 15. gr., eða láta barnið gangast undir hana ef hann fer með forsjá þess. Neiti aðili að öðrum kosti að koma fyrir dóm getur dómari neytt sömu úrræða gagnvart honum og beita má við vitni.
15. gr. Mannerfðafræðilegar rannsóknir.
Dómari getur, samkvæmt kröfu, ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn verði gerð á aðilum máls og barninu og enn fremur aðrar sérfræðilegar kannanir, þar á meðal mannerfðafræðilegar rannsóknir. Eru þeir sem í hlut eiga skyldir til að hlíta blóðtöku, svo og annarri rannsókn í þágu sérfræðilegra kannana. Dómari getur með sama hætti ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn og mannerfðafræðileg rannsókn skuli fara fram á foreldrum og eftir atvikum systkinum aðilanna, svo og á öðrum börnum þeirra. Úrskurð samkvæmt þessari málsgrein má kæra til Hæstaréttar.
Lögreglu er skylt að verða við tilmælum dómara um aðstoð við að flytja aðila til rannsóknar skv. 1. mgr.
16. gr. Gagnaöflun dómara.
Dómari getur, ef nauðsynlegt þykir, aflað sjálfur sönnunargagna, enda hafi hann áður árangurslaust beint því til aðila að afla þeirra.
17. gr. Sönnun.
Maður skal talinn faðir barns ef niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna benda eindregið til þess að hann sé faðir þess.
18. gr. Lyktir máls.
Máli sem rekið er samkvæmt ákvæðum þessa kafla verður lokið með dómsátt ef aðilar svo kjósa en ella með dómi nema því sé vísað frá eða það fellt niður.
[Dómari skal senda [Þjóðskrá Íslands] 1) upplýsingar um feðrun barns á eyðublaði sem hún leggur til.] 2)
1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 50/2006, 26. gr.
19. gr. Nafnleynd og birting dóms.
Áður en endurrit úr þingbókum og dómabókum eru afhent öðrum en aðilum máls skal afmá úr þeim atriði sem eðlilegt er að leynt fari með tilliti til einkahagsmuna.
III. kafli. Dómsmál til vefengingar á faðerni barns eða ógildingar á faðernisviðurkenningu.
20. gr. Lögsaga og varnarþing.
Um lögsögu og varnarþing í málum samkvæmt þessum kafla fer skv. 8. og 9. gr.
21. gr. Málsaðild.
Dómsmál til vefengingar á faðerni barns geta höfðað barnið sjálft og móðir þess, einnig sá sem skráður er faðir barns skv. 2. gr. og að honum látnum sá erfingi hans er gengur jafnhliða eða næst barninu að erfðum.
Mál til ógildingar á faðernisviðurkenningu getur barn höfðað, sá sem viðurkennt hefur faðerni barns og móðir þess.
Máli barns eða móður skal beint að föður, en að honum látnum að þeim erfingja hans sem gengur jafnhliða eða næst barninu að erfðum. Máli föður eða þess sem í hans stað kemur skal beint að móður barns, en að henni látinni að barninu sjálfu.
22. gr. Málsmeðferð o.fl.
Ákvæði 11., 12., 13., 14., 15. og 16. gr., 2. mgr. 18. gr. og 19. gr. eiga við um mál sem rekin eru samkvæmt þessum kafla.
23. gr. Vefenging á faðerni barns sem getið er við tæknifrjóvgun [o.fl.]1)
Nú hefur maður samþykkt að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu eða sambúðarkonu sinni, sbr. [3. mgr. 6. gr.], 2) og er þá í máli samkvæmt þessum kafla því aðeins unnt að taka til greina kröfu um vefengingu á faðerni barns að ljóst sé að það sé ekki getið við tæknifrjóvgunina.
[Hið sama á við að breyttu breytanda um kröfu um að viðurkennt verði að kona í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð með móður teljist ekki [foreldri] 2) skv. 2. mgr. 6. gr.] 1)
1)L. 65/2006, 28. gr. 2)L. 65/2010, 22. gr.
24. gr. Lyktir máls.
Máli sem rekið er samkvæmt þessum kafla verður lokið með dómsátt ef aðilar svo kjósa, í samræmi við niðurstöður mannerfðafræðilegra rannsókna, en ella með dómi nema því sé vísað frá eða það fellt niður.
IV. kafli. Greiðslur er standa í tengslum við barnsburð og meðgöngu.
25. gr. Framlög til móður.
Sýslumaður getur úrskurðað föður barns [eða [foreldri] 1) skv. 2. mgr. 6. gr.] 2) til að greiða framfærslueyri með móður þess samtals í þrjá mánuði fyrir og eftir fæðingu barns, að kröfu hennar, ef sérstaklega stendur á.
Nú veikist móðir vegna meðgöngu eða barnsfara og er sýslumanni þá heimilt, að kröfu hennar, að úrskurða barnsföður [eða [foreldri] 1) skv. 2. mgr. 6. gr.] 2) til að greiða henni mánaðarlega styrk til hjúkrunar og framfærslu, þó ekki lengur en níu mánuði eftir fæðingu.
Skylda má [foreldri] 1) til greiðslu framlaga samkvæmt þessari grein þótt barn fæðist andvana.
1)L. 65/2010, 23. gr. 2)L. 65/2006, 29. gr.
26. gr. Kostnaður vegna meðgöngu, barnsfara o.fl.
Hafi barnsfaðir orðið sannur að slíku tilræði við barnsmóður sem um getur í 58. gr. skal sýslumaður úrskurða hann að kröfu hennar til að greiða allan kostnað er af meðgöngu og barnsförum stafar.
Að kröfu konu getur sýslumaður enn fremur úrskurðað þann sem valdur er að þunga hennar, sbr. 1. mgr., til að greiða útgjöld vegna lögmætrar eyðingar á fóstri hennar.
27. gr. Gjalddagi o.fl.
Framlög þau sem greind eru í 25. og 26. gr. eru gjaldkræf þegar við ákvörðun á þeim nema sýslumaður ákveði annað í úrskurði.
Framlög skv. 1. mgr. verða ekki ákvörðuð lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafa var sett fram nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess.
Framlög skv. 25. og 26. gr. skulu renna til móður barns.
V. kafli. Foreldraskyldur og forsjá barns.
28. gr. [Almennt um inntak forsjár.
Barn á rétt á forsjá foreldra sinna, annars eða beggja, uns það verður sjálfráða og eru þeir forsjárskyldir við það.
Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum.
Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.
Foreldrum ber að afla barni sínu lögmæltrar fræðslu og ala með því iðjusemi og siðgæði. Foreldrum ber að stuðla eftir mætti að því að barn þeirra fái menntun og starfsþjálfun í samræmi við hæfileika þess og áhugamál.
Forsjá barns felur í sér rétt og skyldu fyrir foreldri til að ráða persónulegum högum barns og ákveða búsetustað þess. Forsjárforeldri fer enn fremur með lögformlegt fyrirsvar barns.
Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt áður en málefnum þess er ráðið til lykta eftir því sem aldur og þroski barnsins gefur tilefni til. Skal afstaða barns fá aukið vægi eftir því sem barnið eldist og þroskast.] 1)
1)L. 61/2012, 4. gr.
[28. gr. a. Almennt um inntak sameiginlegrar forsjár.
Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns skulu þeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.
Ef annað forsjárforeldra barns er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barns gildar.
Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og er öðru foreldrinu þá óheimilt að fara með barnið úr landi án samþykkis hins.] 1)
1)L. 61/2012, 5. gr.
29. gr. [Forsjá foreldra.]1)
Barn á rétt á forsjá beggja foreldra sinna sem eru í hjúskap, sbr. þó 3. mgr. 31. gr., eða hafa skráð sambúð sína í þjóðskrá.
Nú eru foreldrar barns hvorki í hjúskap né skráðri sambúð við fæðingu barns og fer móðir þá ein með forsjá þess, sbr. þó 1. mgr. 32. gr.
… 1)
Ákvæði [28. gr., 28. gr. a, 5. og 6. mgr. 30. gr., 3.–5. mgr. 32. gr., 33.–35. gr. og 46. gr.] 1) eiga einnig við um aðra en foreldra sem fara með forsjá barns samkvæmt lögum þessum, eftir því sem við getur átt.
1)L. 61/2012, 6. gr.
[29. gr. a. Forsjá stjúp- og sambúðarforeldra.
Ef foreldri, sem er ekki í hjúskap og fer eitt með forsjá barns síns, gengur í hjúskap með öðrum en hinu foreldrinu, þá geta foreldri og stjúpforeldri samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Hið sama á við ef foreldri hefur tekið upp sambúð með öðrum en hinu foreldrinu enda hafi skráð sambúð í þjóðskrá staðið samfleytt í eitt ár.
Samningur öðlast gildi við staðfestingu sýslumanns. Leita skal umsagnar þess foreldris sem ekki fer með forsjá barns og um samning gilda að öðru leyti ákvæði 32. gr. eftir því sem við á.] 1)
1)L. 61/2012, 7. gr.
30. gr. Forsjá við andlát forsjárforeldris.
Nú fara foreldrar sameiginlega með forsjá barns og annað þeirra andast og fer þá eftirlifandi foreldri eitt með forsjána ásamt maka sínum eða sambúðarmaka, sbr. [29. gr. a], 1) ef því er að skipta.
Nú hefur annað foreldrið farið með forsjá barns og fer þá stjúpforeldri eða sambúðarforeldri, sem einnig hefur farið með forsjána, sbr. [29. gr. a], 1) áfram með forsjá eftir andlát forsjárforeldris.
Við andlát foreldris sem farið hefur eitt með forsjá barns hverfur forsjá þess til hins foreldrisins.
Við andlát forsjárforeldris má með samningi skv. 32. gr. eða dómi fela öðrum forsjá barns, að kröfu hans, en þeim sem forsjá annars fellur til skv. 1.–3. mgr. ef það er barni fyrir bestu.
Verði barn forsjárlaust vegna andláts forsjárforeldra hverfur forsjá þess til barnaverndarnefndar.
Nú hafa forsjárforeldrar ákveðið hver eða hverjir fara skuli að þeim látnum með forsjá barns þeirra og skal þá eftir því farið nema sú ákvörðun sé andstæð lögum eða annað þyki barni fyrir bestu.
Yfirlýsing skv. 6. mgr. skal gefin bréflega og skal undirritun hennar staðfest af sýslumanni eða héraðsdóms- eða hæstaréttarlögmanni. Það skal skýlaust tekið fram að útgefandi yfirlýsingarinnar hafi ritað nafn sitt eða kannast við undirritun sína í viðurvist þess er undirskriftina staðfestir og að honum hafi verið leiðbeint um réttaráhrif yfirlýsingarinnar.
1)L. 61/2012, 8. gr.
31. gr. Forsjá við skilnað eða samvistarslit foreldra.
[Foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns síns eftir skilnað og slit sambúðar sem skráð hefur verið í þjóðskrá nema annað sé ákveðið. Foreldrar skulu ákveða hjá hvoru þeirra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði fasta búsetu. Sýslumaður skal tilkynna [Þjóðskrá Íslands] 1) hjá hvoru foreldra barnið eigi lögheimili. Sýslumaður skal leiðbeina foreldrum um inntak sameiginlegrar forsjár og um þau réttaráhrif sem skráning lögheimilis barns hefur í för með sér.] 2)
Foreldrar geta samið svo um að forsjá barns þeirra verði … 2) í höndum annars hvors.
Nú slíta giftir foreldrar samvistum án þess að hjúskap ljúki og geta þeir þá ákveðið að annað þeirra fari með forsjá barns.
Ef ágreiningur rís um forsjá barns við skilnað foreldra eða við slit sambúðar foreldra, sem skráð hefur verið í þjóðskrá, fer um það mál eftir því sem kveðið er á um í 34. gr.
[Ákvæði þetta gildir einnig um skilnað og sambúðarslit foreldris og stjúp- eða sambúðarforeldris sem einnig hefur farið með forsjá skv. 29. gr. a.] 3)
1)L. 77/2010, 5. gr. 2)L. 69/2006, 1. gr. 3)L. 61/2012, 9. gr.
32. gr. [Samningar foreldra um forsjá og lögheimili.]1)
Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa fasta búsetu.
Foreldrar geta samið um [breytingu á forsjá eða lögheimili barns þannig að forsjá eða lögheimili flytjist] 1) frá öðru foreldri til hins eða að samningur um sameiginlega forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars foreldris.
Foreldrar geta falið öðrum forsjá barns síns með samningi … 1) Ef forsjá barns er í höndum annars foreldrisins skal leitað umsagnar hins foreldrisins.
[Samning foreldra um forsjá eða lögheimili] 1) barns má tímabinda, þó ekki skemur en til sex mánaða.
[Samningur um forsjá eða lögheimili] 1) barns öðlast gildi við staðfestingu sýslumanns. Sýslumaður skal senda [Þjóðskrá Íslands] 2) ljósrit af staðfestum [samningi foreldra um forsjá eða lögheimili]. 1) Sýslumaður skal leiðbeina aðilum um réttaráhrif samnings. Hann getur synjað um staðfestingu samnings ef hann er andstæður hag og þörfum barns og ber að gera það ef hann er andstæður lögum.
1)L. 61/2012, 10. gr. 2)L. 77/2010, 5. gr.
33. gr. [Ráðgjöf.]1)
[Sýslumaður getur boðið aðilum [forsjár-, lögheimilis-, umgengnis- og dagsektarmála] 2) sérfræðiráðgjöf. Markmið með sérfræðiráðgjöf er að leiðbeina aðilum með tilliti til þess sem er barni fyrir bestu. Sá sem veitir ráðgjöf getur rætt við barn, sem mál varðar, telji hann það þjóna hagsmunum þess.] 1)
… 1)
Þeim sem veitir ráðgjöf skv. 1. mgr. er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skulu fara skv. 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Brot á þagnarskyldu varðar refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.
[Ráðherra setur nánari reglur um ráðgjöf skv. 1. mgr., svo sem um hæfi sérfræðinga sem veita ráðgjöf, inntak og framkvæmd ráðgjafar.] 1)
1)L. 61/2012, 11. gr. 2)L. 144/2012, 1. gr.
[33. gr. a. Sáttameðferð.
Áður en krafist er úrskurðar eða höfðað mál um [forsjá, lögheimili, umgengni, dagsektir eða aðför] 1) er foreldrum skylt að leita sátta samkvæmt þessari grein.
Sýslumaður skal bjóða aðilum [forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsektar- og aðfararmála] 1) sáttameðferð en aðilar geta einnig leitað til annarra sem hafa sérfræðiþekkingu í sáttameðferð og málefnum barna.
Markmið með sáttameðferð er að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn máls sem er barni fyrir bestu. Foreldrar skulu mæta sjálfir á þá sáttafundi sem sáttamaður boðar til. Veita skal barni, sem náð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig við sáttameðferð nema telja megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins.
Sáttamaður skal gæta þess að vera hlutlaus í máli og leitast við að draga fram þá hagsmuni sem leitt geta til þess að máli verði lokið með sátt.
Ef foreldrum tekst ekki að gera samning gefur sáttamaður út vottorð um sáttameðferð. Heimilt er að gefa út vottorð um sáttameðferð ef foreldrar mæta ekki á sáttafund eftir að hafa fengið kvaðningu tvívegis.
Í vottorði um sáttameðferð skal gera grein fyrir því hvernig sáttameðferð fór fram, helstu ágreiningsatriðum, afstöðu aðila og sjónarmiðum barns nema það sé talið ganga gegn hagsmunum barnsins. Þeim sem sinnir sáttameðferð er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skulu fara skv. 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Brot á þagnarskyldu varðar refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.
Vottorð um sáttameðferð er gilt í sex mánuði eftir útgáfu.
Ákvæði þetta gildir einnig um aðra en foreldra sem geta gert kröfu um forsjá, umgengni eða dagsektir.
Ráðherra setur nánari reglur um sáttameðferð, svo sem um hæfi sáttamanna, framkvæmd og vottorð um sáttameðferð.] 2)
1)L. 144/2012, 2. gr. 2)L. 61/2012, 12. gr.
34. gr. [Dómur um forsjá, lögheimili barns o.fl.
Þegar foreldra greinir á um forsjá eða lögheimili barns sker dómari úr málinu með dómi hafi sátt ekki tekist. Ef foreldrar leita skilnaðar fyrir dómi leysir dómari um leið úr ágreiningi um forsjá eða lögheimili. Sýslumaður getur veitt leyfi til skilnaðar hjóna þótt ágreiningsmál um forsjá eða lögheimili barns þeirra sé rekið fyrir dómi.
Dómari kveður á um hvernig [forsjá barns eða lögheimili] 1) verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.
Dómari getur ákveðið að annað foreldra fái forsjá barns. Þá getur dómari ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verði sameiginleg ef dómari telur þær aðstæður fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. Ef dómari dæmir sameiginlega forsjá ber jafnframt að kveða á um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili. Í máli um lögheimili barns kveður dómari á um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili.
Við mat á því hvort forsjá skuli vera sameiginleg ber dómara, auk atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort forsjáin hafi áður verið sameiginleg og aldri og þroska barns. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði.
Í ágreiningsmáli um [forsjá barns eða lögheimili] 1) ber dómara að kröfu annars foreldris eða beggja að kveða á um meðlag í dómi, sem og um inntak umgengnisréttar barns og foreldris og kostnað vegna umgengni, hafi sátt ekki tekist um þessi efni, enda hafi krafa um það verið gerð í stefnu eða greinargerð stefnda. Um ákvörðun dómara um umgengni gilda ákvæði 1.–4. mgr. 47. gr. og 47. gr. b.
Um meðferð þessara mála fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum VI. kafla.
Dómari skal senda Þjóðskrá Íslands upplýsingar um niðurstöðu máls um [forsjá barns eða lögheimili] 1) á eyðublaði sem hún leggur til.] 2)
1)L. 144/2012, 3. gr. 2)L. 61/2012, 13. gr.
35. gr. [Úrskurður til bráðabirgða um forsjá, lögheimili barns o.fl.]1)
[Í máli um forsjá eða lögheimili barns hefur dómari heimild til að úrskurða til bráðabirgða að kröfu aðila hvernig fara skuli um forsjá þess eða lögheimili eftir því sem barni er fyrir bestu.] 1) Í sama úrskurði getur dómari kveðið á um umgengni og meðlag til bráðabirgða.
Hafni dómari kröfu um niðurfellingu sameiginlegrar forsjár meðan forsjármál er til meðferðar fyrir dómi getur hann eigi að síður kveðið á um lögheimili barns, umgengni og meðlag til bráðabirgða. Í slíku máli getur dómari enn fremur ákveðið að barn skuli búa hjá foreldrum sínum á víxl, enda þyki slíkt fyrirkomulag samræmast hagsmunum barns.
Breyta má úrskurði skv. 1. og 2. mgr. vegna sérstakra ástæðna þyki það vera barni fyrir bestu.
Nú hefur [máli um forsjá eða lögheimili barns] 1) eigi verið ráðið til lykta fyrir héraðsdómi og getur dómari þá, að kröfu málsaðila, kveðið svo á í úrskurði að ekki megi að óloknu máli fara með barnið úr landi. Sé [mál um forsjá eða lögheimili barns] 1) rekið fyrir Hæstarétti getur hann á sama hátt tekið ákvörðun um að óheimilt sé að fara með barnið úr landi. Dómari skal þegar í stað senda úrskurð um farbann til embættis ríkislögreglustjóra.
Heimilt er að kæra úrskurð héraðsdómara skv. 1.–4. mgr. til Hæstaréttar eftir almennum reglum. Kæra úrskurðar um farbann skv. 4. mgr. frestar þó ekki réttaráhrifum úrskurðar.
Úrskurður skv. 1.–4. mgr. bindur ekki hendur dómara þegar [ákveða skal forsjá, lögheimili], 1) umgengni eða meðlag skv. 34. gr.
Dómari verður ekki vanhæfur til að leysa úr máli skv. 34. gr. af þeirri ástæðu einni að hann hefur kveðið upp úrskurð skv. 1.–4. mgr.
Úrskurður skv. 1.–4. mgr. fellur sjálfkrafa niður þegar [dómur um forsjá eða lögheimili] 1) er kveðinn upp. Þetta gildir þó ekki hafi dómari ákveðið að áfrýjun dóms fresti réttaráhrifum hans. Þegar svo stendur á fellur úrskurðurinn sjálfkrafa niður þegar annaðhvort héraðsdómur í málinu verður bindandi um úrslit sakarefnis, sbr. 1. mgr. 44. gr., eða dómur fellur í Hæstarétti.
Ákvæði [7. mgr. 34. gr.] 1) á við um úrskurði skv. 1.–3. mgr.
1)L. 61/2012, 14. gr.
VI. kafli. [Dómsmál vegna ágreinings um forsjá eða lögheimili barns.]1)
1)L. 61/2012, 17. gr.
36. gr. Lögsaga.
Dómsmál vegna ágreinings [um forsjá eða lögheimili barns] 1) er unnt að höfða hér á landi ef:
a. stefndi er búsettur hér á landi,
b. barn eða börn, sem málið varðar, eru búsett hér á landi,
c. stefnandi er íslenskur ríkisborgari og leitt er í ljós að hann geti ekki vegna ríkisfangs síns höfðað mál í því landi þar sem hann býr eða þar sem stefndi eða börn búa, eða
d. báðir foreldrar eru íslenskir ríkisborgarar og stefndi lýsir sig eigi andvígan því að mál sé höfðað hér á landi.
Leyst skal úr máli sem rekið er á grundvelli 1. mgr. eftir íslenskum lögum.
Ákvæði milliríkjasamninga sem Ísland er aðili að skulu ganga framar ákvæðum 1. og 2. mgr.
Nú er gerð krafa [um forsjá eða lögheimili barns] 1) í hjúskaparmáli og gilda þá reglur hjúskaparlaga um lögsögu og varnarþing. [Við ákvörðun um forsjá eða lögheimili barns] 1) skal að öðru leyti gæta ákvæða þessa kafla.
1)L. 61/2012, 15. gr.
37. gr. Varnarþing.
Mál skal höfða á heimilisvarnarþingi barns eða á heimilisvarnarþingi stefnda að öðrum kosti. Ef hvorugt þeirra á heimilisvarnarþing hér á landi má höfða mál á heimilisvarnarþingi stefnanda.
Eigi hvorki aðilar né barn heimilisvarnarþing hér á landi má höfða mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.
38. gr. Málsmeðferð.
Mál [vegna forsjár eða lögheimilis barns] 1) verður rekið eftir almennum reglum um einkamál nema að því leyti sem mælt er fyrir á annan veg í lögum þessum.
Þinghald í [máli um forsjá eða lögheimili barns] 1) skal háð fyrir luktum dyrum.
Flýta skal meðferð [máls um forsjá eða lögheimili barns]. 1)
1)L. 61/2012, 16. gr.
39. gr. Málsvari.
Ef ekki er sótt þing af hálfu stefnda við þingfestingu máls eða þingsókn hans fellur á síðari stigum niður getur dómari, þegar sérstaklega stendur á, skipað honum málsvara. Málsvari skal hafa samráð við umbjóðanda sinn ef unnt er. Dómari ákveður við úrlausn málsins þóknun til málsvara sem greiðist úr ríkissjóði, en kveða má svo á að stefnda beri að endurgreiða þóknunina að nokkru leyti eða öllu.
40. gr. Sáttaumleitan.
[Dómari skal á öllum stigum máls meta hvort líklegt er að sættir náist og leggja sitt af mörkum til að sætta mál með tilliti til hagsmuna barns.
Dómari getur leitað til sérfræðings eftir aðstoð við sáttaumleitan eða ákveðið að sátta verði leitað milli aðila eftir ákvæði 33. gr. a.] 1)
1)L. 61/2012, 18. gr.
41. gr. Málsástæður.
Aðilar geta borið fram nýjar málsástæður og haft uppi ný andmæli allt til þess er mál er dómtekið.
Dómari er ekki bundinn af málsástæðum aðila.
42. gr. Gagnaöflun.
Dómari fylgist með öflun sönnunargagna. Aðilum máls er skylt að verða við kvaðningu dómara um að mæta fyrir dóm og gefa skýrslu. Aðila má knýja til að koma fyrir dóm í samræmi við ákvæði 1. mgr. 55. gr. laga um meðferð einkamála.
Dómari getur lagt fyrir aðila að afla tilgreindra gagna sem varða aðstæður þeirra eða barna þeirra. Verði aðili ekki við tilmælum dómara eða er það ókleift getur dómari sjálfur aflað gagna sem hann telur nauðsynleg til að leggja megi dóm á mál. [Öllum þeim sem dómari leitar til ber að láta honum endurgjaldslaust í té afrit af gögnum sem dómari telur nauðsynleg fyrir úrlausn málsins.] 1)
Dómari getur lagt fyrir aðila að afla sérfræðilegrar álitsgerðar ef hann telur hennar þörf. Dómari getur að eigin frumkvæði bætt matsatriðum við dómkvaðningu [og getur mælt svo fyrir að matsmaður hafi heimild til að afla gagna skv. 2. mgr.] 1) [Dómari getur einnig hafnað kröfu um dómkvaðningu eða kröfu um yfirmat enda telji hann öflun sérfræðilegrar álitsgerðar ganga gegn hagsmunum barns eða augljóslega óþarfa.] 1) Um álitsgerðir samkvæmt þessari málsgrein fer að öðru leyti samkvæmt reglum um dómkvadda matsmenn.
Dómari getur ákveðið að kostnaður af gagnaöflun sem hann mælir fyrir um eða vegna gagna sem hann aflar sjálfur samkvæmt þessari grein greiðist úr ríkissjóði.
1)L. 61/2012, 19. gr.
43. gr. Réttur barns til að tjá sig um mál o.fl.
Veita skal barni, sem náð hefur nægilegum þroska, kost á að tjá sig um mál nema telja megi að slíkt geti haft skaðleg áhrif á barnið eða sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Dómari getur falið sérfróðum manni að kynna sér viðhorf barnsins og gefa skýrslu um það samkvæmt ákvæðum 42. gr. Þegar sérfróður maður hefur ekki verið dómkvaddur getur dómari falið sérfræðingi að kynna sér viðhorf barns og gefa skýrslu um það.
Dómari getur ákveðið að öðrum málsaðila eða báðum sé óheimilt að vera viðstaddur er hann kannar viðhorf barns. Sérfróður maður, sem dómari hefur falið að kanna viðhorf barns, hefur sömu heimildir.
Kynna skal aðilum hvað fram hafi komið um afstöðu barns. Ef aðilum er ekki veittur aðgangur að skýrslu um afstöðu barns skal bókað um það hvaða upplýsingar þeim voru veittar.
Ef þörf er á skal dómari tilkynna til barnaverndarnefndar um aðstæður barns. Ber barnaverndarnefnd að taka málið til meðferðar á grundvelli ákvæða barnaverndarlaga og beita viðeigandi úrræðum til stuðnings barni þegar það á við.
44. gr. Dómsorð, nafnleynd og birting dóms.
Í dómsorði skal héraðsdómari ávallt tiltaka hvort áfrýjun dóms fresti réttaráhrifum hans. Frestur til að áfrýja héraðsdómi til Hæstaréttar er einn mánuður. Þegar héraðsdómari ákveður að áfrýjun fresti réttaráhrifum dóms verður dómur fyrst bindandi um úrslit sakarefnis við lok áfrýjunarfrests, enda hafi áfrýjunarstefna þá ekki verið gefin út. Slíkur dómur verður þó bindandi um úrslit sakarefnis afsali aðilar sér skriflega rétti til áfrýjunar. Þegar dómi er áfrýjað innan áfrýjunarfrests frestast réttaráhrif hans hafi svo verið tiltekið í dómsorði. Slíkur dómur verður þó bindandi um úrslit sakarefnis ef mál er fellt niður fyrir Hæstarétti eða því er vísað þar frá dómi.
Um nafnleynd og birtingu dóms fer samkvæmt því sem segir í 19. gr.
VII. kafli. [Framkvæmd ákvörðunar um forsjá eða lögheimili.]1)
1)L. 61/2012, 21. gr.
45. gr. [Framkvæmd ákvörðunar um forsjá eða lögheimili.]1)
Ef sá sem barn dvelst hjá neitar að afhenda það réttum forsjármanni getur héraðsdómari, að kröfu hans, ákveðið að [lögheimili eða forsjá verði komið á] 1) með aðfarargerð. [Við meðferð málsins ber dómara að gæta ákvæða 43. gr. og getur dómari hafnað aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga með tilliti til hagsmuna barns. Fer um málsmeðferð að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 13. kafla laga um aðför.] 1) Ekki skal greiða gjald í ríkissjóð vegna kröfu samkvæmt þessari grein.
Ef aðili sem barn dvelst hjá neitar þrátt fyrir úrskurð héraðsdómara að afhenda barnið eða veita upplýsingar, sem sýslumaður telur óhjákvæmilegar til framgangs gerðinni, getur sýslumaður að kröfu gerðarbeiðanda kveðið upp úrskurð um dagsektir, sbr. 48. gr. Skulu dagsektir ákvarðaðar fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu úrskurðar þar til barn er afhent gerðarbeiðanda eða umkrafðar upplýsingar veittar sýslumanni. Dagsektir renna í ríkissjóð. Ákvæði 48. og 49. gr. eiga við um dagsektir samkvæmt þessari grein.
Ef til aðfarar kemur skv. 1. mgr. skal sýslumaður boða fulltrúa barnaverndarnefndar [í umdæmi þar sem aðför fer fram] 1) til að vera viðstaddan gerðina og skal hann gæta hagsmuna barns. Sýslumaður getur leitað liðsinnis lögreglu við gerðina og er lögreglu skylt að verða við slíkum fyrirmælum sýslumanns. Lögreglumenn skulu vera óeinkennisklæddir við gerðina. Framkvæmd aðfarar skal hagað þannig að sem minnst álag verði fyrir barn og er sýslumanni heimilt að stöðva gerðina telji hann sérstaka hættu á að barn hljóti skaða af framhaldi hennar.
1)L. 61/2012, 20. gr.
VIII. kafli. Umgengnisréttur o.fl.
46. gr. [Umgengni við foreldri.
Barn á rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti. Þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á þeim báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verður komið til að tryggja að þessi réttur barnsins sé virtur.
Foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Foreldri sem barn býr hjá er skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldri sitt nema hún sé andstæð hag og þörfum barns að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds.
Foreldri sem nýtur umgengni er heimilt að taka þær nauðsynlegu ákvarðanir um daglegt líf barnsins sem fylgja umgengninni. Foreldri sem barn býr hjá ber að tryggja að foreldri sem nýtur umgengni fái nauðsynlegar upplýsingar til þess að umgengnin þjóni hag og þörfum barnsins.
Foreldrar geta samið um hvernig skipa skuli umgengnisrétti, þ.m.t. hvort greiði kostnað vegna umgengni, enda fari sú skipan ekki í bága við hag og þarfir barnsins.
Foreldrar geta óskað staðfestingar sýslumanns á samningi skv. 4. mgr. Sýslumaður skal leiðbeina þeim um réttaráhrif samnings. Sýslumaður getur synjað um staðfestingu samnings ef hann er andstæður hag og þörfum barns.] 1)
1)L. 61/2012, 22. gr.
[46. gr. a. Umgengni við aðra.
Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgengni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði talið að það sé til hagsbóta fyrir barnið.
Ákvæði 2. málsl. 1. mgr. og 3.–5. mgr. 46. gr. eiga við um umgengni skv. 1. mgr.] 1)
1)L. 61/2012, 23. gr.
47. gr. Úrskurður sýslumanns um umgengni.
[Ef foreldra greinir á um umgengni tekur sýslumaður ákvörðun um umgengni samkvæmt þessari grein með úrskurði. Ákvörðun skal ávallt tekin eftir því sem barni er fyrir bestu. Sýslumaður lítur m.a. til tengsla barns við báða foreldra, aldurs barns, stöðugleika í lífi barns, búsetu foreldra og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska. Þá ber sýslumanni að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og líta sérstaklega til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði. Ef sýslumaður telur að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess getur hann kveðið svo á að umgengnisréttar njóti ekki við.
Sýslumaður úrskurðar um inntak umgengnisréttar, skilyrði og hversu honum verði beitt. Sýslumaður getur einnig hafnað því að ákveða inntak umgengnisréttar ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu.
Heimilt er þegar sérstaklega stendur á að úrskurða um umgengni allt að 7 daga af hverjum 14 dögum.
Þegar sérstök ástæða er til getur sýslumaður mælt svo fyrir í úrskurði að umgengni skuli fara fram undir eftirliti sérfræðings í málefnum barna.
Sýslumaður getur breytt eða fellt úr gildi úrskurð eða samning um umgengni ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu. Þá getur hann hafnað því að breyta ákvörðun um umgengni ef slík úrlausn þykir barni fyrir bestu.
Þótt inntak umgengnisréttar hafi verið ákveðið með dómi eða dómsátt, sbr. 34. gr., hefur sýslumaður sömu heimildir til breytinga á þeirri skipan og hefði hún verið ákveðin með úrskurði hans.
Sýslumaður úrskurðar með sama hætti um umgengni barns við nána vandamenn eða aðra nákomna skv. 46. gr. a enda verði umgengni talin til hagsbóta fyrir barnið. Leita skal umsagnar þess foreldris sem á umgengnisrétt við barn þegar við á.
Um meðferð mála samkvæmt þessari grein fer samkvæmt ákvæðum XI. kafla.] 1)
1)L. 61/2012, 24. gr.
[47. gr. a. Úrskurður sýslumanns til bráðabirgða um umgengni.
Í máli um umgengni hefur sýslumaður heimild til að úrskurða skv. 47. gr. til bráðabirgða að kröfu aðila hvernig fara skuli um umgengni eftir því sem barni er fyrir bestu. Heimilt er að ákveða að úrskurður til bráðabirgða gildi í tiltekinn tíma eða gildi þar til máli er ráðið endanlega til lykta.
Nú hefur umgengnismáli eigi verið ráðið til lykta og getur sýslumaður þá, að kröfu málsaðila, kveðið svo á í úrskurði að ekki megi að óloknu máli fara með barnið úr landi. Sýslumaður skal þegar í stað senda úrskurð um farbann til embættis ríkislögreglustjóra.
Breyta má úrskurði skv. 1. og 2. mgr. vegna sérstakra ástæðna þyki það vera barni fyrir bestu.
Heimilt er að kæra úrskurð sýslumanns skv. 1.–3. mgr. til ráðherra innan tveggja vikna frá dagsetningu hans.
Úrskurður skv. 1.–3. mgr. bindur ekki hendur sýslumanns þegar umgengni er ákveðin skv. 47. gr.
Sýslumaður verður ekki vanhæfur til að leysa úr máli skv. 47. gr. af þeirri ástæðu einni að hann hefur kveðið upp úrskurð skv. 1.–3. mgr.
Úrskurður skv. 1.–3. mgr. fellur sjálfkrafa niður þegar úrskurður um umgengni er kveðinn upp. Þetta gildir þó ekki hafi sýslumaður ákveðið að kæra úrskurðar fresti réttaráhrifum hans. Þegar svo stendur á fellur úrskurðurinn sjálfkrafa niður þegar annaðhvort kærufrestur skv. 78. gr. er liðinn eða úrskurður ráðherra liggur fyrir.] 1)
1)L. 61/2012, 25. gr.
[47. gr. b. Úrskurður sýslumanns um kostnað vegna umgengni.
Ef foreldra greinir á úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um skiptingu kostnaðar af ferðum barns í tengslum við umgengni.
Við úrlausn máls skv. 1. mgr. skal almennt miða við að foreldri sem nýtur umgengni greiði kostnað vegna umgengninnar. Sýslumaður getur þó ákveðið að foreldri sem barn býr hjá greiði að nokkru eða öllu leyti kostnað vegna umgengni með hliðsjón af fjárhagslegri og félagslegri stöðu og högum beggja foreldra svo og atvikum máls að öðru leyti.
Gera má fjárnám fyrir kostnaði vegna umgengni á grundvelli úrskurðar sýslumanns eða samnings foreldra staðfests af sýslumanni.] 1)
1)L. 61/2012, 25. gr.
48. gr. Dagsektir til að koma á umgengni.
Umgengni við barn samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra, staðfestum af sýslumanni, verður þvinguð fram með dagsektum tálmi sá sem hefur forsjá barns hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt við barnið að neyta hans.
Sýslumaður getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn skv. 1. mgr., skyldað þann sem með forsjá barnsins fer til að láta af tálmunum að viðlögðum dagsektum allt að 30.000 kr. fyrir hvern dag. Dagsektir verða ekki lagðar á fyrir lengra tímabil en 100 daga í senn. … 1)
Sýslumaður getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn skv. 1. mgr., úrskurðað að dagsektir falli ekki niður fyrr en látið hafi verið af tálmunum og að umgengni hafi farið þrisvar fram undir eftirliti [sérfræðings] 2) í samræmi við gildandi skipan á umgengni.
… 2) Sýslumaður getur frestað því í allt að sex vikur að taka afstöðu til kröfu um dagsektir ef sérstaklega stendur á. Um meðferð þessara mála fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum XI. kafla.
Dagsektir skulu ákveðnar með úrskurði og falla á fyrir hvern dag sem líður frá uppkvaðningu hans þar til látið er af tálmunum.
Áfallnar dagsektir falla niður þegar sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum [eða ef aðför til að koma á umgengni nær ekki fram að ganga]. 2)
Dagsektarkrafa fyrnist á einu ári. Fyrningarfrestur telst frá uppkvaðningu úrskurðar.
1)L. 69/2006, 2. gr. 2)L. 61/2012, 26. gr.
49. gr. Fjárnám fyrir dagsektum.
[Gera má fjárnám fyrir dagsektum samkvæmt kröfu þess sem tálmað er að njóta umgengnisréttar og renna þær í ríkissjóð.
Kröfu skal beint til sýslumanns sem sér um að beina greiðsluáskorun til gerðarþola. Ef gerðarþoli lætur ekki af tálmunum sendir sýslumaður aðfararbeiðni til héraðsdóms. Að fenginni áritun héraðsdómara ákveður sýslumaður svo fljótt sem verða má hvar og hvenær fjárnám fari fram og tilkynnir gerðarbeiðanda og gerðarþola um ákvörðun sína. Ekki verður af fjárnámi nema gerðarbeiðandi sé sjálfur viðstaddur gerðina.
Ákvæði þetta gildir einnig um aðrar fullnustugerðir eftir því sem við á. Um aðför til að koma á umgengni gildir þó ákvæði 50. gr., sbr. 45. gr.
Um meðferð máls og framkvæmd fullnustugerða samkvæmt þessari grein gilda að öðru leyti ákvæði aðfararlaga eða laga um viðeigandi fullnustugerðir.
Ekki skal greiða gjald í ríkissjóð eða kostnað vegna meðferðar kröfu samkvæmt þessari grein.] 1)
1)L. 61/2012, 27. gr.
50. gr. Umgengni komið á með aðför.
[Tálmi forsjármaður umgengni þrátt fyrir úrskurð um dagsektir og fjárnám fyrir ógreiddum dagsektum getur héraðsdómari, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, heimilað að henni verði komið á með aðfarargerð.
Dómari getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, úrskurðað að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tímabili verði komið á með aðfarargerð.
Ekki verður af aðför nema gerðarbeiðandi sé sjálfur viðstaddur gerðina.
Um meðferð máls og framkvæmd aðfarar gilda að öðru leyti ákvæði 45. gr.] 1)
1)L. 61/2012, 28. gr.
51. gr. [Fyrirhugaður flutningur lögheimilis.
Þegar annað foreldra á umgengnisrétt við barn samkvæmt samningi, úrskurði, dómi eða dómsátt ber hvoru foreldri að tilkynna hinu með minnst sex vikna fyrirvara ef foreldri hyggst flytja lögheimili sitt og/eða barnsins hvort sem er innan lands eða utan.
Ákvæði 3. mgr. 28. gr. a gildir einnig um för með barn úr landi þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá.] 1)
1)L. 61/2012, 29. gr.
[51. gr. a. Úrskurður sýslumanns um utanlandsferð.
Ef foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns greinir á um utanlandsferð barns úrskurðar sýslumaður, að kröfu foreldris, um rétt til að fara í ferðalag með barn úr landi.
Við úrlausn máls skv. 1. mgr. skal m.a. líta til tilgangs ferðar, tímalengdar og áhrifa á umgengni.
Um meðferð mála samkvæmt þessari grein fer samkvæmt ákvæðum XI. kafla.] 1)
1)L. 61/2012, 30. gr.
52. gr. Réttur til upplýsinga um barn.
Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu [munnlegar upplýsingar] 1) um hagi þess, þar á meðal varðandi heilsufar þess, þroska, dvöl á leikskóla, skólagöngu, áhugamál og félagsleg tengsl.
[Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá aðgang að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum.] 1) [Það foreldri á einnig rétt á að fá munnlegar upplýsingar um barnið frá öðrum aðilum sem fara með mál þess, svo sem sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum, félagsmálanefndum, barnaverndarnefndum og lögreglu.] 1) Réttur samkvæmt þessari málsgrein felur ekki í sér heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris.
Stofnunum og stjórnvöldum, sem nefnd eru í 2. mgr., er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn.
Skjóta má synjun um upplýsingar um barn skv. 3. mgr. til sýslumanns innan tveggja mánaða frá því að foreldri var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðun sýslumanns samkvæmt þessari málsgrein verður ekki kærð til [ráðuneytisins]. 2)
Þegar sérstaklega stendur á getur sýslumaður ákveðið að ósk forsjárforeldris að svipta hitt foreldrið heimild til að fá upplýsingar skv. 2. mgr. Um kæru slíkrar ákvörðunar sýslumanns fer skv. 78. gr.
1)L. 61/2012, 31. gr. 2)L. 162/2010, 175. gr.
IX. kafli. Framfærsla barns.
53. gr. Framfærsluskylda foreldra o.fl.
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.
[Skylt er stjúp- og sambúðarforeldri að framfæra stjúpbarn sitt svo sem eigið barn þess væri meðan hjúskapur eða sambúð stendur, ef það fer með forsjá þess skv. 29. gr. a. Hið sama á við ef stjúp- eða sambúðarforeldri fer með forsjá barns eftir skilnað eða sambúðarslit ef annað kynforeldra barns er látið.] 1)
1)L. 61/2012, 32. gr.
54. gr. Meðlag með barni við skipan forsjár þess.
[Meðlagsgreiðslur með barni skal ávallt ákveða við skilnað foreldra að borði og sæng og við lögskilnað, svo og við ákvörðun um forsjá barns eða lögheimili vegna slita foreldra á sambúð sem skráð hefur verið í þjóðskrá.] 1) Sama á við þegar foreldrar gera með sér samning um breytingu á forsjá skv. 32. gr.
1)L. 69/2006, 3. gr.
55. gr. Samningur um meðlag.
Samningur um meðlag með barni er því aðeins gildur að sýslumaður staðfesti hann eða að gerð sé sátt fyrir dómi um meðlagið.
Eigi er heimilt að semja um lægra meðlag en barnalífeyri nemur eins og hann er ákveðinn á hverjum tíma samkvæmt lögum um almannatryggingar. Nefnist það einfalt meðlag í lögum þessum.
Eigi má takmarka meðlagsskyldu foreldris við lægri aldur barns en 18 ár. Þegar svo háttar til að foreldrar gera með sér tímabundinn samning um forsjá, sbr. 4. mgr. 32. gr., er þó heimilt að semja um meðlagsgreiðslur til jafnlangs tíma og forsjá er ákveðin samkvæmt samningnum.
56. gr. Hverjir krafist geta meðlags.
Sá sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns getur krafist þess að meðlag sé ákveðið og innheimt, enda hafi viðkomandi forsjá barns eða barn búi hjá honum samkvæmt lögmætri skipan.
Nú hefur verið innt af hendi meðlag af hálfu hins opinbera og hefur þá viðkomandi stjórnvald eða stofnun rétt þann sem greinir í 1. mgr.
57. gr. Úrskurður eða dómur um meðlag.
Nú fullnægir foreldri ekki framfærsluskyldu sinni gagnvart barni og getur sýslumaður þá úrskurðað það til greiðslu meðlags með því. Meðlag verður þó ekki ákvarðað lengra aftur í tímann en eitt ár frá því að krafa var sett fram nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess.
Meðlag skal ákveða með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu og öðrum högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra.
Í meðlagsúrskurði má hvorki ákveða lægri meðlagsgreiðslu en einfalt meðlag né heldur takmarka meðlagsskyldu foreldris við lægri aldur barns en 18 ár.
Þegar svo háttar til að foreldrar hafa gert með sér tímabundinn samning um forsjá, sbr. 4. mgr. 32. gr., er þó heimilt að úrskurða meðlag til jafnlangs tíma og forsjá er ákveðin samkvæmt samningnum.
[Ráðuneytið] 1) gefur út leiðbeiningar um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um meðlag umfram lágmarksmeðlag skv. 3. mgr.
Þegar dómari sker úr ágreiningsmáli um faðerni eða forsjá barns skal hann einnig, að kröfu, leysa úr ágreiningi um meðlag í dómi samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.
1)L. 162/2010, 175. gr.
58. gr. Sérákvæði um framfærsluskyldu.
Nú hefur faðir barns sætt dómi fyrir brot skv. XXII. kafla almennra hegningarlaga gagnvart móður þess og telja verður að barn sé getið við þessa háttsemi og er þá heimilt að úrskurða hann til að kosta framfærslu barns að öllu leyti.
59. gr. Úrskurður um meðlagsgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Nú hefur verið sett fram krafa um meðlag með barni, en fyrirsjáanlegt er að mál muni dragast á langinn þar sem foreldri, sem krafa beinist gegn, er búsett erlendis eða sérstökum örðugleikum er bundið að ná til þess og getur þá sýslumaður kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um meðlag með barninu frá Tryggingastofnun ríkisins. Bráðabirgðameðlag verður ekki ákvarðað hærra en nemur einföldu meðlagi og ekki lengra aftur í tímann en krafan á hendur foreldri tekur til. Slík krafa verður þó aldrei úrskurðuð lengra aftur í tímann en eitt ár, enda hafi barnið verið búsett hér á landi þann tíma. Bráðabirgðameðlag, sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir samkvæmt þessari málsgrein, verður innheimt hjá hinu meðlagsskylda foreldri í samræmi við úrskurð sýslumanns á hendur því en er óafturkræft að öðru leyti.
Ef svo háttar til að foreldri, sem er búsett erlendis, hefur með erlendri ákvörðun verið gert að greiða foreldri barns, sem búsett er hér á landi, meðlag með því, sem er lægra en einfalt meðlag, getur sýslumaður úrskurðað að Tryggingastofnun ríkisins greiði til foreldris sem barn býr hjá meðlag sem nemur mismuninum á fjárhæð meðlagsins og einföldu meðlagi. Ef ákveðið hefur verið í erlendri meðlagsákvörðun að foreldri, sem er búsett erlendis, skuli ekki greiða meðlag með barni getur sýslumaður úrskurðað að Tryggingastofnun ríkisins greiði einfalt meðlag til foreldris sem barn býr hjá.
60. gr. Úrskurður vegna sérstakra útgjalda.
Heimilt er að úrskurða þann sem meðlagsskyldur er til að inna af hendi sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn barns, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, vegna sjúkdóms, greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni.
Framlag skv. 1. mgr. verður því aðeins úrskurðað að krafa um það sé uppi höfð við sýslumann innan þriggja mánaða frá því að svara varð til útgjalda nema eðlileg ástæða hafi verið til að bíða með slíka kröfu.
[Ráðuneytið] 1) gefur út leiðbeiningar um viðmiðunarfjárhæðir vegna krafna um sérstök framlög samkvæmt þessari grein.
1)L. 162/2010, 175. gr.
61. gr. Lok framfærsluskyldu.
Framfærsluskyldu lýkur er barn verður 18 ára.
Skyldu til greiðslu meðlags lýkur fyrir þann tíma ef barn gengur í hjúskap nema sýslumaður ákveði annað.
62. gr. Framlag til menntunar eða starfsþjálfunar.
Þrátt fyrir ákvæði 61. gr. er heimilt að úrskurða foreldri til að greiða barni sínu framlag til menntunar eða starfsþjálfunar samkvæmt kröfu þess frá 18 ára aldri og allt til þess er það nær 20 ára aldri. Ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 57. gr. á hér við að sínu leyti.
Sýslumaður getur breytt úrskurði skv. 1. mgr. ef rökstudd krafa kemur fram um það, enda sé sýnt fram á að hagir foreldris eða barns hafi breyst.
63. gr. Greiðsla meðlags.
Meðlag skal greiða mánaðarlega fyrir fram nema annað sé löglega ákveðið.
Meðlag samkvæmt ákvæðum þessa kafla tilheyrir barni og skal notað í þágu þess. Sá sem krafist getur meðlags skv. 56. gr. innheimtir þó meðlag og tekur við greiðslum þess í eigin nafni.
64. gr. Breyting á samningi eða dómsátt um meðlag.
Sýslumaður getur með úrskurði breytt staðfestum samningi um meðlag eða dómsátt, sbr. 55. gr., ef rökstudd krafa kemur fram um það, ef
a. aðstæður hafa breyst verulega,
b. samningur eða dómsátt gengur í berhögg við þarfir barns eða
c. samningur eða dómsátt er ekki í samræmi við fjárhagsstöðu foreldra.
Ákvörðun um meðlag, sem fallið er í gjalddaga áður en krafa er uppi höfð, verður þó ekki breytt nema alveg sérstakar ástæður leiði til þess.
65. gr. Breyting á úrskurði eða dómi um meðlag.
Sýslumaður getur breytt meðlagsúrskurði stjórnvalds og ákvörðun um meðlag, sem tekin hefur verið með dómi, ef rökstudd krafa kemur fram um það, enda sé sýnt fram á að hagir foreldra eða barns hafi breyst.
Ákvæði 2. mgr. 64. gr. á hér við að sínu leyti um meðlagsúrskurði stjórnvalda.
X. kafli. Greiðsla meðlags og framfærslueyris. Innheimtuúrræði.
66. gr. Fjárnámsheimild.
Gera má fjárnám fyrir meðlagi á grundvelli dóms, dómsáttar eða úrskurðar. Hið sama gildir um aðrar greiðslur sem sýslumaður úrskurðar skv. IV. og IX. kafla.
Fyrir greiðslum skv. 1. mgr., sem samningur staðfestur af sýslumanni tekur til, má einnig gera fjárnám.
67. gr. Greiðsluskylda Tryggingastofnunar ríkisins.
Tryggingastofnun ríkisins er skylt að greiða rétthafa greiðslna skv. IV. og IX. kafla, sem búsettur er hér á landi, samkvæmt dómi, dómsátt, úrskurði sýslumanns eða samningi staðfestum af honum, þó innan þeirra marka sem lög um almannatryggingar setja.
XI. kafli. Meðferð og úrlausn stjórnvalda á málum samkvæmt lögum þessum.
68. gr. Lögsaga íslenskra stjórnvalda.
Stjórnvöld geta leyst úr þeim málum er tengjast öðrum ríkjum í eftirfarandi tilvikum:
a. ef barn sem málið varðar er búsett hér á landi,
b. ef sá sem krafa beinist að er búsettur hér á landi,
[c. ef ákvörðun um meðlag skv. IX. kafla hefur verið tekin hér á landi og meðlagsgreiðandi er búsettur hér á landi.] 1)
Ákvæði milliríkjasamninga um lögsögu sem Ísland er aðili að ganga framar ákvæðum 1. mgr.
1)L. 69/2006, 4. gr.
69. gr. Úrskurðarumdæmi.
Úrskurða skal ágreiningsmál, er sæta úrlausn sýslumanns eftir lögum þessum, í umdæmi þar sem barn býr. Nú flytur barn milli umdæma áður en máli er lokið og ákveður þá sýslumaður, sem málið hefur til meðferðar, hvort hann lýkur málinu eða framsendir það sýslumanni í því umdæmi sem barn hefur flust til.
Sé barn ekki búsett hér á landi skal úrskurða mál þar sem sá er krafa beinist að er búsettur.
Séu samtímis rekin samkynja mál er varða systkin sem eru ekki búsett í sama úrskurðarumdæmi skal sameina málin og úr þeim leysa í því umdæmi þar sem úrskurða átti um þá kröfu er kom fyrr fram.
[Ráðuneytið] 1) ákveður úrskurðarumdæmi ef hvorki barn né sá sem krafan beinist að er búsett hér á landi eða ef annars leikur vafi á því hvar leysa skuli úr máli samkvæmt framangreindu.
1)L. 162/2010, 175. gr.
70. gr. Kröfur aðila og tilkynning um meðferð máls.
Aðilum máls ber að gera skýrar kröfur fyrir sýslumanni. Eftir að fram er komið erindi frá aðila máls skal gagnaðili boðaður til fyrirtöku þess hjá sýslumanni eða honum veitt færi á að tjá sig skriflega um það, sbr. 2. og 3. mgr. 71. gr.
Ef aðili sinnir ekki tilmælum sýslumanns um að mæta við fyrirtöku máls eða senda skriflega greinargerð um viðhorf sín til þess skal sýslumaður senda honum gögn málsins með sannanlegum hætti og gefa honum frest til að tjá sig skriflega um málið eða tækifæri til að mæta á fund sýslumanns á tilteknum tíma. Í bréfinu skal gerð grein fyrir því hverju það varði að sinna ekki kvaðningu eða tilmælum sýslumanns.
Ef gagnaðili á lögheimili eða þekkt aðsetur í öðru ríki fer um birtingu tilkynningar eftir lögum þess ríkis. Móttekið ábyrgðarbréf eða birting tilkynningar af stefnuvotti telst þó ávallt nægileg birting. Hið sama gildir riti gagnaðili undir tilkynningu frá sýslumanni um að samrit hafi verið afhent sér.
Sýslumaður má birta tilkynningu um meðferð máls í Lögbirtingablaði ef:
a. upplýsinga verður ekki aflað um heimili gagnaðila,
b. erlend yfirvöld neita eða láta hjá líða að birta tilkynningu um meðferð máls,
c. birting tekst ekki samkvæmt lögum þess ríkis þar sem reynt var að birta tilkynninguna eða
d. neitað hefur verið viðtöku ábyrgðarbréfs á heimili gagnaðila.
Í tilkynningu sem birt er í Lögbirtingablaði skal geta um nafn, kennitölu og síðasta þekkta heimilisfang aðilans, ef unnt er, efni kröfu og tilvísun til þeirrar lagaheimildar sem hún byggist á, áskorun til aðilans um að mæta til fyrirtöku málsins á tilteknum stað og tíma, og loks hverju það varði að sinna ekki kvaðningu sýslumanns. Birta skal tilkynningu í Lögbirtingablaði hið minnsta 30 dögum áður en málið verður tekið fyrir.
Ef tími til nýrrar fyrirtöku máls er ákveðinn við fyrirtöku þess er ekki þörf frekari tilkynninga um þá ákvörðun til aðila sem er staddur þar þegar hún er kynnt.
71. gr. Málsmeðferð.
Að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum fer um meðferð máls samkvæmt stjórnsýslulögum.
Sýslumaður ákveður hvort hann kveður aðila, saman eða hvorn í sínu lagi, á sinn fund til umræðu um málið eða hvort hann gefur þeim kost á að tjá sig skriflega um það, allt eftir eðli og umfangi þess svo og þörfum málsaðila. Sýslumaður skal þó ávallt verða við ósk aðila um að mega tjá sig munnlega um mál sitt.
Sýslumaður getur ákveðið að fyrirtaka máls varðandi gagnaðila fari fram í umdæmi þess sýslumanns þar sem gagnaðili býr.
Um rétt barns til að lýsa viðhorfum sínum … 1) fer samkvæmt ákvæðum 43. gr. að breyttu breytanda.
1)L. 61/2012, 33. gr.
72. gr. Rannsókn máls.
Aðilum máls ber að afla þeirra gagna sem sýslumaður telur þörf á til úrlausnar máls. Enn fremur getur sýslumaður aflað gagna að eigin frumkvæði ef þörf krefur, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga.
Ef úrskurðarbeiðandi sinnir eigi kvaðningum eða tilmælum sýslumanns um framlagningu gagna, sbr. 1. og 2. mgr. 70. gr., er sýslumanni heimilt að synja um úrlausn. Synjun sýslumanns um að veita úrlausn skal vera skrifleg og afrit hennar sent gagnaðila hafi honum verið kynnt krafa úrskurðarbeiðanda.
[Ef aðilar máls sinna eigi kvaðningum eða tilmælum sýslumanns um gagnaöflun, sbr. 70. gr., þá ber öllum þeim sem sýslumaður leitar til að láta honum endurgjaldslaust í té afrit af gögnum sem hann telur nauðsynleg fyrir úrlausn málsins.] 1)
1)L. 61/2012, 34. gr.
73. gr. Sáttaumleitan.
Sýslumaður leitar sátta með aðilum áður en hann tekur ákvörðun í ágreiningsmáli nema sáttaumleitan sé bersýnilega tilgangslaus … 1) Ef aðilar máls búa eða dvelja hvor í sínu umdæmi má leita sátta þar sem úrskurða skal mál eða þar sem hvor aðili býr eða dvelst.
… 1)
1)L. 61/2012, 35. gr.
74. gr. Álitsumleitan o.fl.
[Sýslumaður getur á öllum stigum máls leitað liðsinnis sérfræðings í málefnum barna. Sýslumaður getur m.a. falið sérfræðingi að kynna sér viðhorf barns eða foreldris og gefa skýrslu um það. Þá getur sýslumaður falið sérfræðingi að gefa umsögn um tiltekin álitaefni þegar ástæða þykir til og getur mælt svo fyrir að sérfræðingur hafi í þessu skyni heimild til að afla gagna skv. 3. mgr. 72. gr.
Ef þörf er á skal sýslumaður tilkynna barnaverndarnefnd um aðstæður barns. Ber barnaverndarnefnd að taka málið til meðferðar á grundvelli ákvæða barnaverndarlaga og beita viðeigandi úrræðum til stuðnings barni þegar það á við.] 1)
1)L. 61/2012, 36. gr.
75. gr. Upplýsingaréttur aðila.
Ákvæði 15.–19. gr. stjórnsýslulaga gilda um rétt aðila til að kynna sér skjöl og önnur gögn er mál varða.
Sýslumanni er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum er veita upplýsingar um afstöðu barns ef ætla má að það geti reynst barni skaðlegt eða sambandi barns og foreldris.
Ef gögn eru í heild undanþegin aðgangi aðila skal sýslumaður þó kynna honum niðurstöðu þeirra ef til greina kemur að á þeim verði byggt við úrlausn máls.
76. gr. Form og efni úrskurðar.
Úrskurður sýslumanns skal ávallt vera skriflegur og undirritaður í tveimur samhljóða eintökum, einu fyrir hvorn aðila. Afrit úrskurðar skal varðveitt af sýslumanni.
Í úrskurði skal m.a. greina eftirfarandi atriði:
a. nöfn og kennitölur aðila,
b. nafn og kennitölu barns eða barna er mál varðar,
c. kröfur aðila,
d. meginrök og málsástæður aðila,
e. stutta og glögga lýsingu á málsatvikum,
f. rökstuðning fyrir niðurstöðu máls, sbr. 22. gr. stjórnsýslulaga,
g. aðalniðurstöðu sem skal draga saman í lok úrskurðar í sérstakt úrskurðarorð,
h. embættisheiti sýslumanns, er úrskurðar í máli, og dagsetningu úrskurðar.
Í úrskurði skal veita leiðbeiningar um kæruheimild, kærufrest og hvert beina skuli stjórnsýslukæru.
Í úrskurðarorði skal geta fullnustu- og þvingunarúrræða, ef þeim er að skipta, svo og hvort kæra til [ráðherra] 1) fresti réttaráhrifum úrskurðarins.
1)L. 162/2010, 175. gr.
77. gr. Birting úrskurðar.
Úrskurður sýslumanns skal birtur aðilum máls af stefnuvotti, sendur með ábyrgðarbréfum eða kynntur á annan sannanlegan hátt.
78. gr. Stjórnsýslukæra.
Aðilum máls er heimilt að kæra úrskurð sýslumanns til [ráðherra] 1) innan tveggja mánaða frá dagsetningu hans. Um meðferð kærumálsins fer samkvæmt stjórnsýslulögum og ákvæðum þessara laga eftir því sem við getur átt.
Sýslumaður getur ákveðið í úrskurði að kæra til [ráðherra] 1) fresti réttaráhrifum hans.
1)L. 162/2010, 175. gr.
XII. kafli. Reglugerð, gildistaka, lagaskil o.fl.
79. gr. Reglugerð.
[Ráðherra] 1) getur sett nánari ákvæði um málsmeðferð og starfshætti sýslumanna, svo og um einstök atriði er varða framkvæmd þessara laga í reglugerð. 2)
1)L. 162/2010, 175. gr. 2)Rg. 231/1992.
80. gr. Gildistaka.
Lög þessi taka gildi 1. nóvember 2003.
…
81. gr. Lagaskil.
Beita skal lögum þessum um dómsmál skv. II., III. og VI. kafla laganna sem hafa verið þingfest eftir [1. nóvember 2003]. 1)
Dómsmál sem hafa verið þingfest fyrir [1. nóvember 2003] 1) en hefur ekki verið lokið þá skulu rekin og dæmd eftir barnalögum, nr. 20/1992, með síðari breytingum. Hið sama gildir ef úrskurður í slíku máli er kærður til Hæstaréttar eða dómi áfrýjað.
Beita skal lögum þessum um stjórnsýslumál sem koma til meðferðar hjá stjórnvöldum eftir gildistöku laganna.
Um meðferð og úrlausn stjórnsýslumála sem komið hafa til meðferðar hjá sýslumönnum fyrir [1. nóvember 2003] 1) en hefur ekki verið lokið þá skal farið samkvæmt barnalögum, nr. 20/1992, með síðari breytingum. Hið sama gildir ef úrskurður í slíku máli er kærður til [ráðherra]. 2)
Beita skal lögum þessum um endurupptöku mála þótt þau hafi verið dæmd fyrir gildistöku laganna. Hið sama gildir um endurupptöku stjórnsýslumála.
Ákvæði 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. og 23. gr. verður ekki beitt um börn sem fædd eru fyrir 1. júlí 1992.
Efnisreglur laga þessara gilda einungis um atvik sem gerast eftir gildistöku laganna.
1)L. 115/2003, 1. gr. 2)L. 162/2010, 175. gr.
Breytingar á öðrum lögum.
82. gr. …