Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um verslunaratvinnu

1998 nr. 28 8. apríl


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 1999. Breytt með: L. 82/1998 (tóku gildi 1. okt. 1998). L. 76/2002 (tóku gildi 17. maí 2002). L. 94/2002 (tóku gildi 1. des. 2002). L. 117/2005 (tóku gildi 1. jan. 2006; EES-samningurinn: XVII. viðauki tilskipun 2001/84/EB). L. 108/2006 (tóku gildi 1. nóv. 2006 skv. augl. C 1/2006). L. 24/2007 (tóku gildi 29. mars 2007). L. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008). L. 98/2009 (tóku gildi 1. okt. 2009 nema 69. og 70. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2010). L. 77/2011 (tóku gildi 29. júní 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 51/2014 (tóku gildi 31. maí 2014 nema 3. og 4. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2015). L. 19/2020 (tóku gildi 19. mars 2020).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr.
Lög þessi taka til verslunar í atvinnuskyni hvort sem hún er gerð fyrir eigin reikning eða reikning annars manns eða í eigin nafni eða í nafni annars manns.
Með orðinu verslun er átt við hvers kyns milligöngu um yfirfærslu á beinum eignarrétti að lausafé.
Lög þessi taka þó ekki til sérákvæða annarra laga sem setja sérstök skilyrði varðandi tilteknar vörur eða tilteknar atvinnugreinar.
1)
    1)L. 19/2020, 1. gr.
2. gr.1)
    1)L. 19/2020, 2. gr.
3. gr.1)
    1)L. 19/2020, 2. gr.

II. kafli. 1)
    1)L. 19/2020, 3. gr.

III. kafli. 1)
    1)L. 19/2020, 4. gr.

IV. kafli. Um sölu notaðra ökutækja.
11. gr.
Ákvæði þessa kafla gilda um sölu notaðra skráningarskyldra ökutækja sem fram fer með eftirgreindum hætti:
    1. Milliganga um sölu notaðra skráningarskyldra ökutækja þegar slík viðskipti eru þáttur í atvinnustarfsemi milligönguaðilans.
    2. Sala á notuðum skráningarskyldum ökutækjum í eigu seljandans þegar slík viðskipti eru þáttur í atvinnustarfsemi hans.
Ákvæði þessa kafla taka ekki til nauðungarsölu notaðra ökutækja.
12. gr.1)
    1)L. 19/2020, 5. gr.
13. gr.1)
    1)L. 19/2020, 5. gr.
14. gr.
Bifreiðasali skal afla upplýsinga, sem staðfestar skulu skriflega af seljanda, um akstur og ástand skráningarskylds ökutækis, svo og annarra þeirra upplýsinga sem kaupanda eru nauðsynlegar vegna kaupanna. Gögn þessi skulu fylgja afsali og skal bifreiðasali jafnframt varðveita þau í eitt ár frá söludegi viðkomandi ökutækis.
Þá skal fylgja vottorð úr ökutækjaskrá sem sýnir ótvírætt að seljandi sé eigandi þess ökutækis sem selt er eða hafi umboð til sölunnar. Bifreiðasali skal staðfesta að fullnægjandi ástandslýsing, sbr. 1. mgr., fylgi ökutæki og einnig skal hann staðreyna upplýsingar um eiganda þess og hvort veðbönd hvíli á ökutækinu. [Bifreiðasali skal, áður en gengið er frá afsali notaðs ökutækis, greina kaupanda með sannanlegum hætti frá þeim rétti hans að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, svo sem faggilta skoðunarstofu eða faggilt skoðunarverkstæði. Hafi bifreiðasali ástæðu til að ætla að ástandi ökutækis sé ábótavant ber honum að vekja athygli kaupanda á þeim annmarka.] 1)
Ráðherra er heimilt með reglugerð 2) að mæla fyrir um þær lágmarksupplýsingar sem lagðar skulu fram við sölu notaðra ökutækja og fram eiga að koma í kaupsamningi og afsali vegna sölu þeirra. Þar á meðal er ráðherra heimilt að kveða á um sérstaka skrá þar sem fram komi fyrri eigendur og tjónaferill viðkomandi ökutækis.
    1)L. 19/2020, 6. gr. 2)Rg. 44/2003.
15. gr.1)
    1)L. 19/2020, 7. gr.
16. gr.
Bifreiðasali skal annast um að endanlega sé gengið frá kaupsamningi, afsali og öðrum skjölum vegna viðskipta á hans vegum og skal geta þess í skjölunum, þar á meðal í kauptilboðum, kaupsamningum, afsölum og skuldabréfum, hver samið hafi og greina nafn hans svo að eigi verði um villst.
Bifreiðasali skal ábyrgjast að tilkynning um eigendaskipti sé send ökutækjaskrá án tafar.
17. gr.
Hyggist bifreiðasali, fyrirtæki er hann starfar við eða aðrir starfsmenn við sölu notaðs ökutækis selja eigið ökutæki eða kaupa ökutæki sem þessum aðila hefur verið falið að annast sölu á skal viðskiptamanni kynnt það sérstaklega og þess jafnframt getið í kaupsamningi. Sama gildir um maka og náin skyldmenni bifreiðasala eða starfsmanna við söluna.
18. gr.1)
    1)L. 19/2020, 8. gr.
19. gr.1)
    1)L. 19/2020, 8. gr.

V. kafli. Frjáls uppboð.
20. gr.
Þeim sem hafa skráð verslunarrekstur samkvæmt lögum þessum er heimilt að selja lausafjármuni á frjálsu uppboði nema aðrar takmarkanir séu gerðar í lögum eða reglum settum samkvæmt þeim.
Frjáls uppboð utan fastrar starfsstöðvar eru háð leyfi [sýslumanns] 1)2). Rétt er [sýslumanni] 1) að synja um leyfi ef almannahagsmunir krefjast eða hann telur að skipulagi uppboðsins sé verulega áfátt. Þetta á þó ekki við frjálst uppboð á listmunum sem fram fer í öðru húsnæði en fastri starfsstöð. [[Ráðherra] 3) er heimilt að ákveða að leyfisveitingar verði á hendi eins sýslumanns.] 2)
    1)L. 24/2007, 20. gr. 2)L. 77/2011, 5. gr. 3)L. 126/2011, 262. gr.
21. gr.
Sá sem ber ábyrgð á frjálsu uppboði er í kafla þessum nefndur uppboðsstjóri.
22. gr.
Uppboðsstjórar mega hvorki gera boð á uppboði sjálfir né láta aðra gera það fyrir sína hönd.
23. gr.
Uppboðsstjóri skal kynna uppboðsskilmála skriflega og skulu þeir lesnir áður en uppboð hefst.
Í uppboðsskilmálum skal gera grein fyrir gjöldum, er leggjast ofan á söluverð, greiðsluskilmálum, ef ekki er um staðgreiðslu að ræða, ásamt öðrum skilmálum sem uppboðsstjóra er skylt að geta og því hvenær ábyrgð á hinu selda flyst úr hendi seljanda til kaupanda.
Kaupandi uppboðsmunar getur ekki borið fyrir sig galla á honum, nema hann svari ekki til þess heitis er hann var auðkenndur með við söluna, seljandi hafi haft svik í frammi eða almennt sé talið óheiðarlegt að skjóta sér undan ábyrgð.
Uppboð eru opin almenningi og skulu munir vera til sýnis og skoðunar í hæfilegan tíma fyrir uppboðið.
[Þegar sérstaklega stendur á getur [sýslumaður] 1) veitt aðilum leyfi til að halda lokað uppboð … 2) í því skyni að styrkja viðurkennt líknarstarf og kirkjustarf, menntir, vísindi og menningu, m.a. íþróttastarfsemi. Þegar um lokað uppboð á listmunum er að ræða skal vekja sérstaka athygli á ákvæðum V. kafla laga þessara varðandi frjáls uppboð og reglugerð [hlutaðeigandi ráðherra] 3) um fylgiréttargjald. Jafnframt skal innheimtuaðila, Myndhöfundasjóði Íslands – Myndstefi, tilkynnt um veitingu leyfisins.] 4)
5)
[Uppboðsstjórar skulu ársfjórðungslega senda skilagreinar um sölu listmuna á næstliðnu tímabili, staðfestar af löggiltum endurskoðanda, til innheimtuaðila skv. [23. gr. a]. 5) Skylt er þeim uppboðsstjórum, sem stunda uppboð á listmunum, að senda einnig skilagrein fyrir þau tímabil þegar engin sala fer fram hjá uppboðsstjóra nema þeir hafi sannanlega tilkynnt innheimtuaðila, Myndhöfundasjóði Íslands – Myndstefi, að þeir hafi hætt slíkum uppboðum.] 4)
    1)L. 24/2007, 20. gr. 2)L. 77/2011, 6. gr. 3)L. 126/2011, 262. gr. 4)L. 94/2002, 8. gr. 5)L. 117/2005, 1. gr.
[23. gr. a.
Á málverk, myndir og listmuni, sem seldir eru á listmunauppboðum, skal leggja gjald er renni til listamanna eða erfingja þeirra samkvæmt höfundalögum.
Gjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast þannig:
    1. 10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum;
    2. 5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur;
    3. 3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 50.000,01 evru upp í 200.000 evrur;
    4. 1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur;
    5. 0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur;
    6. 0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur.
Gjaldið skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en sem samsvarar 12.500 evrum.
Gengið skal miðað við sölugengi á söludegi.
Sé höfundaréttur fallinn niður eða fénu verður ekki ráðstafað rennur það til styrkja eða starfslauna handa myndlistarmönnum.
[Hlutaðeigandi ráðherra] 1) getur sett nánari reglur um fylgiréttargjald og kveðið þar á um viðurlög við brotum á reglunum, sbr. 24. gr. Um undanþágu frá virðisaukaskatti vegna sölu á listmunauppboði vísast til 4. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.] 2)
    1)L. 126/2011, 262. gr. 2)L. 117/2005, 2. gr.

VI. kafli. Viðurlög við brotum.
24. gr.
[Brot gegn ákvæðum IV. kafla um sölu notaðra ökutækja eða gegn 7. mgr. 23. gr. um sendingu skilagreina um sölu listmuna varðar sektum eða fangelsi allt að einu ári.] 1)
    1)L. 19/2020, 9. gr.

VII. kafli. Gildistaka o.fl.
25. gr.
[Ráðherra] 1) fer með framkvæmd laga þessara. Honum er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um hana. Fyrir skráningu á verslun samkvæmt lögum þessum greiðist gjald til ríkissjóðs skv. 13. gr. laga nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs.
    1)L. 126/2011, 262. gr.
26. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.
Ákvæði til bráðabirgða.1)
    1)L. 19/2020, 10. gr.