Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1392, 127. löggjafarþing 672. mál: nýr stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 76 8. maí 2002.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


I. KAFLI
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 45/1965, um eftirlit með útlendingum, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 6. gr. laganna, sbr. 12. gr. laga nr. 133/1993, bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda með sama hætti um útlendinga sem falla undir stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 1. málsl. 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 22. gr. laga nr. 133/1993, bætist: eða samsvarandi ákvæða í stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

II. KAFLI
Félagsmálaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 47/1993, um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 2. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ákvæði II. og III. bálks I. hluta fylgiskjalsins skulu enn fremur gilda um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

III. KAFLI
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
Breyting á hjúkrunarlögum, nr. 8/1974, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

5. gr.

     Á eftir orðunum „utan hins Evrópska efnahagssvæðis“ í 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 116/1993, kemur: og í Sviss.

Breyting á lögum nr. 58/1976, um sjúkraþjálfun, með síðari breytingum.

6. gr.

     l. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum, ríkisborgurum í öðru aðildarríki EES-samningsins og í Sviss sem lokið hafa prófi frá skóla sem viðurkenndur er fullkominn sjúkraþjálfunarskóli af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið var stundað í.

7. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en að því er varðar ríkisfang í öðru aðildarríki EES-samningsins eða í Sviss og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi til að stunda sjúkraþjálfun, enda hafi stjórn námsbrautar í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknir mælt með leyfisveitingunni.

Breyting á lögum nr. 75/1977, um iðjuþjálfun, með síðari breytingum.

8. gr.

     1. málsl. 2. gr. laganna orðast svo: Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum, ríkisborgurum í öðru aðildarríki EES-samningsins og í Sviss sem lokið hafa prófi frá skóla sem viðurkenndur er fullkominn iðjuþjálfaskóli af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið var stundað í.

9. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en að því er varðar ríkisfang í öðru aðildarríki EES-samningsins eða í Sviss og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi til að stunda iðjuþjálfun, enda hafi stjórn námsbrautar í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands og landlæknir mælt með leyfisveitingunni.

Breyting á lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga, með síðari breytingum.

10. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

11. gr.

     Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðis“ í 17. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 116/1993, kemur: og Sviss.

Breyting á lögum nr. 17/1984, um sjóntækjafræðinga, með síðari breytingum.

12. gr.

     1. málsl. 2. gr. laganna, sbr. 8. gr. laga nr. 116/1993, orðast svo: Leyfi skv. 1. gr. skal veita íslenskum ríkisborgurum, ríkisborgurum í öðru aðildarríki EES-samningsins og í Sviss sem lokið hafa prófi frá skólum sem viðurkenndir eru sem slíkir af heilbrigðisstjórn þess lands sem námið er stundað í.

13. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Nú uppfyllir maður skilyrði 2. gr. að öðru leyti en að því er varðar ríkisfang í öðru aðildarríki EES-samningsins eða í Sviss og er þá ráðherra heimilt að veita honum ótakmarkað eða tímabundið leyfi að fenginni umsögn sömu aðila og um getur í 2. gr.

Breyting á ljósmæðralögum, nr. 67/1984, með síðari breytingum.

14. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

15. gr.

     Á eftir orðunum „utan EES-svæðisins“ í 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 116/1993, kemur: og Sviss.

Breyting á lögum nr. 38/1985, um tannlækningar, með síðari breytingum.

16. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 116/1993:
  1. Á eftir orðunum „utan hins Evrópska efnahagssvæðis“ í 1. málsl. kemur: og í Sviss.
  2. Á eftir orðunum „aðra en ríkisborgara frá EES-landi“ í 3. málsl. kemur: og frá Sviss.


18. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.

19. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

20. gr.

     Á eftir orðunum „utan hins Evrópska efnahagssvæðis“ í 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993, kemur: og í Sviss.

21. gr.

     Við 2. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 116/1993, bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

22. gr.

     Við 40. gr. laganna bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Sjúkratryggingar skulu einnig greiða þann kostnað sem hlýst af því að sjúkratryggðum sé nauðsyn á að leita sér lækninga þegar hann er staddur í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

23. gr.

     2. málsl. 66. gr. laganna orðast svo: Þá er ráðherra heimilt að birta sem reglugerðir almannatryggingareglur Evrópusambandsins með aðlögun vegna EES-samningsins og almannatryggingareglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

24. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna bætist: eða samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 108/2000:
  1. Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: og samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðisins“ í fyrri málslið 2. mgr. kemur: og samkvæmt stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.


26. gr.

     Á eftir orðunum „Evrópska efnahagssvæðisins“ í 3. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 108/2000, kemur: og stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.

27. gr.

     Á eftir orðunum „framkvæmdastjórnar EB“ í síðari málslið 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: og stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu.

28. gr.

     Á eftir 2. mgr. 44. gr. laganna, sbr. 31. gr. laga nr. 108/2000, kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     Heimilt er að birta sem reglugerðir reglur Evrópusambandsins um lyfjamál með aðlögun vegna EES-samningsins og stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 16/2001, um lækningatæki.

29. gr.

     Við fyrri málslið 4. tölul. 3. gr. laganna bætist: og stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu.

IV. KAFLI
Iðnaðarráðuneyti.
Breyting á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, með síðari breytingum.

30. gr.

     Við 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 40/1997, bætist: svo og ríkisborgarar eða lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu í öðru aðildarríki stofnsamningsins.

31. gr.

     Við 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 70/1993, bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu njóta sams konar réttar og greint er frá í 3. málsl.

32. gr.

     6. tölul. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Ef ríkisborgari eða lögaðili aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu starfar hér án þess að staðfesting skv. 3. mgr. 2. gr. liggi fyrir.

Breyting á lögum nr. 46/2001, um hönnun.

33. gr.

     Á eftir orðunum „á EES-svæðinu“ í 1. mgr. 47. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

V. KAFLI
Samgönguráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 67/1985, um veitinga- og gististaði, með síðari breytingum.

34. gr.

     Við 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 8. gr. laga nr. 62/1993, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins eru með sama hætti undanþegnir skilyrði um heimilisfesti.

Breyting á lögum nr. 115/1985, um skráningu skipa, með síðari breytingum.

35. gr.

     Við 1. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 10. gr. laga nr. 62/1993 og 24. gr. laga nr. 23/1991, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 64/2000, um bílaleigur.

36. gr.

     2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Þó er stjórnarmaður sem er ríkisborgari aðildarríkis Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og búsettur í einhverju þessara ríkja undanþeginn búsetuskilyrðum 1. tölul. 1. mgr.

VI. KAFLI
Utanríkisráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 57/2000, um skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur um vörur og fjarþjónustu.

37. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Samningar þeir sem hér um ræðir eru samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um tæknilegar viðskiptahindranir og stofnsamningur Fríverslunarsamtaka Evrópu.

VII. KAFLI
Viðskiptaráðuneyti.
Breyting á lögum nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, með síðari breytingum.

38. gr.

     3. málsl. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo: Sama rétt hafa einstaklingar sem búsettir eru í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og lögaðilar sem heimilisfastir eru í öðru EES-ríki eða öðru aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

39. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna, sbr. 2. og 5. gr. laga nr. 46/1996 og 4. gr. laga nr. 12/1993:
  1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Búsetuskilyrði gildir þó ekki um ríkisborgara þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu, enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki eða aðildarríki stofnsamningsins.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Nú geyma sérlög um tiltekna fjárfestingu hér á landi, sem í gildi eru við gildistöku laga þessara, skilyrði um íslenskt ríkisfang stjórnarmanna eða búsetu þeirra hér á landi, og skulu þá ríkisborgarar þeirra ríkja sem aðild eiga að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu og búsettir eru í EES-ríki eða aðildarríki stofnsamningsins teljast uppfylla ríkisfangs- og búsetuskilyrði slíkra sérlaga.


40. gr.

     Við 2. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 2. og 6. gr. laga nr. 46/1996, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Þegar um er að ræða fjárfestingu frá aðila aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu skal gætt ákvæða 40. og 41. gr. í stofnsamningnum.

Breyting á lögum nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu, með síðari breytingum.

41. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 11. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. málsl. kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


42. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna bætist: eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 103/1992, um umboðssöluviðskipti.

43. gr.

     Á eftir orðunum „utan ríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 21. gr. laganna kemur: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, með síðari breytingum.

44. gr.

     Á eftir 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 21/1996, kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríkjum stofnsamningsins.

45. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna, sbr. 4. gr. laga nr. 84/1998 og 4. gr. laga nr. 17/1999:
  1. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Hið sama gildir um starfsemi svissneskra verðbréfasjóða, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til verðbréfasjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.


Breyting á lögum nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, með síðari breytingum.

46. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

47. gr.

     Á eftir 2. mgr. 13. gr. laganna kemur ný málsgrein sem orðast svo:
     1. og 2. mgr. gilda einnig um svissneskar lánastofnanir, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til lánastofnana með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

48. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna, sbr. 6. gr. laga nr. 20/1996 og 3. gr. laga nr. 84/1998:
  1. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


49. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 16. gr. laganna, sbr. 3. gr. laga nr. 84/1998, kemur: og aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

50. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 20/1996 og 3. gr. laga nr. 84/1998:
  1. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 3. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


Breyting á lögum nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi, með síðari breytingum.

51. gr.

     Við 1. mgr. 2. gr. laganna bætist nýr töluliður, 3. tölul., sem orðast svo: Erlend vátryggingafélög með aðalstöðvar í Sviss sem hafa fengið starfsleyfi þar, sbr. 64. og 65. gr.

52. gr.

     4. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisborgarar og lögaðilar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, svo og ríkisborgarar og lögaðilar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, eru undanþegnir búsetuskilyrðum 2. mgr. enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki eða aðildarríki stofnsamningsins eða lögaðilarnir með aðsetur þar. Ráðherra er heimilt að veita undanþágu frá búsetuskilyrðum.

53. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 43. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, svo og ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, eru undanþegnir búsetuskilyrðum enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í EES-ríki eða aðildarríki stofnsamningsins.

54. gr.

     Við 1. mgr. 64. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Svissnesk vátryggingafélög geta stofnsett útibú hér á landi með þeim hætti sem segir í ákvæðum þessa kafla, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til vátryggingafélaga með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

55. gr.

     Við 1. mgr. 65. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Svissnesk vátryggingafélög geta veitt þjónustu án starfsstöðvar hérlendis með þeim hætti sem segir í ákvæðum þessa kafla, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til vátryggingafélaga með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

56. gr.

     Á eftir orðunum „aðildarríki Evrópsks efnahagssvæðis“ í 1. mgr. 77. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

57. gr.

     Á eftir orðinu „aðildarríki“ í 1. málsl. 1. mgr. 78. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 84/1998, kemur: Evrópsks efnahagssvæðis eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

58. gr.

     4. málsl. 2. mgr. 81. gr. laganna orðast svo: Ríkisborgarar þeirra ríkja sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, svo og ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, eru undanþegnir búsetuskilyrðum enda séu viðkomandi ríkisborgarar búsettir í aðildarríki.

Breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum.

59. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.
  2. Á eftir orðunum „í EES-ríki“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


60. gr.

     Á eftir 4. málsl. 2. mgr. 42. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.

61. gr.

     Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. mgr. 111. gr. laganna kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

62. gr.

     Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 5. málsl. 1. mgr. 115. gr. laganna, sbr. 5. gr. laga nr. 116/1997, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

63. gr.

     Við 2. tölul. 118. gr. laganna bætist: eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, með síðari breytingum.

64. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. Á eftir 3. málsl. 2. mgr. kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.
  2. Á eftir orðunum „í EES-ríki“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


65. gr.

     Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 66. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.

66. gr.

     Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 1. mgr. 137. gr. laganna kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

67. gr.

     Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 5. málsl. 1. mgr. 141. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 117/1997, kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

68. gr.

     2. málsl. 2. tölul. 144. gr. laganna orðast svo: Þessi töluliður gildir ekki gagnvart útibúum í eigu félaga á Evrópska efnahagssvæðinu eða í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, með síðari breytingu.

69. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna bætist: eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

70. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 3. málsl. kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  3. Á eftir orðunum „á Evrópska efnahagssvæðinu“ í 4. málsl. kemur: eða í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


71. gr.

     Við 1. mgr. 10. gr. laganna bætist: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, með síðari breytingum.

72. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. tölul. 2. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í a-lið kemur: og í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í b-lið kemur: og í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  3. Á eftir orðunum „utan Evrópska efnahagssvæðisins“ í c-lið kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


73. gr.

     Á eftir 3. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 94/1998, kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.

74. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 49. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

75. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 50. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

76. gr.

     Á eftir 2. málsl. 1. mgr. 53. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, kemur nýr málsliður sem orðast svo: Svissnesk fyrirtæki í verðbréfaþjónustu geta stofnað útibú með þeim hætti sem segir í þessari málsgrein, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til fyrirtækja í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

77. gr.

     Við 1. mgr. 54. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 84/1998 og 7. gr. laga nr. 163/2000, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Svissnesk fyrirtæki í verðbréfaþjónustu geta veitt þjónustu samkvæmt þessari grein, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til fyrirtækja í verðbréfaþjónustu með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

Breyting á lögum nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, með síðari breytingum.

78. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

79. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. málsl. 3. mgr. 38. gr. laganna kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

80. gr.

     Við 1. mgr. 82. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Svissneskir viðskiptabankar og sparisjóðir geta stofnað útibú með þeim hætti sem segir í þessari málsgrein, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til viðskiptabanka og sparisjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

81. gr.

     Við 83. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, bætist nýr málsliður sem orðast svo: Svissneskir viðskiptabankar og sparisjóðir geta veitt þjónustu samkvæmt þessari grein, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til viðskiptabanka og sparisjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

82. gr.

     Við 84. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, bætist ný málsgrein sem orðast svo:
     Þessi grein gildir einnig um svissneska viðskiptabanka og sparisjóði, enda séu sömu kröfur gerðar til þeirra og til viðskiptabanka og sparisjóða með staðfestu í ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins og gerður hafi verið samstarfssamningur á milli Fjármálaeftirlitsins og lögbærra svissneskra yfirvalda.

83. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 86. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

84. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 1. mgr. 87. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 84/1998, kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, með síðari breytingum.

85. gr.

     Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.

Breyting á lögum nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, með síðari breytingu.

86. gr.

     Á eftir orðunum „í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins“ í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr. laganna kemur: eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

Breyting á lögum nr. 34/1998, um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða,með síðari breytingum.

87. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna, sbr. 22. gr. laga nr. 84/1998:
  1. Við 2. tölul. bætist: og í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  2. Á eftir orðunum „að Evrópska efnahagssvæðinu“ í 3. tölul. kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
  3. Á eftir orðunum „utan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins“ í 4. tölul. kemur: og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.


Breyting á lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.

88. gr.

     Á eftir 2. málsl. 2. mgr. 15. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Búsetuskilyrðið gildir ekki heldur um ríkisborgara aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu sem búsettir eru í aðildarríki stofnsamningsins.

Breyting á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

89. gr.

     Við 2. málsl. 3. gr. laganna bætist: og í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

90. gr.

     Á eftir orðunum „innan Evrópska efnahagssvæðisins“ í 4. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

91. gr.

     1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
     Útibúum erlendra viðskiptabanka, sparisjóða, fyrirtækja í verðbréfaþjónustu og lánastofnana annarra en viðskiptabanka og sparisjóða, sem starfa hér á landi en hafa staðfestu í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, er heimil aðild að sjóðnum vegna innstæðna, verðbréfa og reiðufjár sem ekki er tryggt á sambærilegan hátt á Evrópska efnahagssvæðinu eða innan aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.

VIII. KAFLI
Gildistaka.

92. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. apríl 2002.